Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.2007, Side 12
Eftir Magnús Þór Þorbergsson
magnusthor@lhi.is
S
á siður að rýna í
verkefnaval leik-
húsana á haustin er
svolítið eins og að
skoða það hráefni
sem kokkur hefur
valið áður en hann
byrja að elda. Slík
rannsókn gefur auðvitað einhverjar
vísbendingar um hvaða áherslur muni
ráða, hverju áhorfendur geta átt von
á, en hún færir þó enga vissu um hver
útkoman síðan verður. Það er auðvit-
að ákaflega ólíklegt að það takist að
reiða fram glæsilega veislumáltíð með
ónýtu hráefni og líklegt að óbragðið
læði sér alltaf í gegn, hversu mikið
sem reynt er að krydda eða skreyta
réttinn. Á hinn bóginn hefur það sýnt
sig að jafnvel hið besta hráefni tryggir
ekki gæði máltíðarinnar. Ef ekki tekst
að hitta á rétta tóninn er líklegt að
máltíðin klúðrist.
En þótt kynningar á verkefnavali
segi ekki nema hluta sögunnar gefa
þær engu að síður margt í skyn um
stefnu viðkomandi leikhúsa, hvar þau
staðsetja sig í menningarlífinu og
hvert þau álíta hlutverk sitt innan
samfélagsins vera. Verkefnaval leik-
húss endurspeglar á vissan hátt þá
hugmyndafræði sem leikhúsið byggir
á, hvort sem slík hugmyndafræði er
úthugsuð eða yfirhöfuð meðvituð.
Leikhús sem sýnir aðallega söngleiki
vinnur augljóslega eftir öðrum mark-
miðum og á grundvelli annars konar
hugmyndafræði en leikhús sem fyrst
og fremst sýnir klassísk dramatísk
verk.
Vandinn við flest þau íslensku leik-
hús sem starfa á föstum grundvelli,
sér í lagi opinberu leikhúsin þrjú:
Þjóðleikhúsið, Leikfélag Reykjavíkur
í Borgarleikhúsinu og Leikfélag Ak-
ureyrar, hefur aftur á móti í þessu
samhengi oftar en ekki verið sá, að í
gegnum tíðina hefur reynst erfitt að
greina afgerandi stefnu eða sérkenni
hvers leikhúss fyrir sig. Þrátt fyrir að
þessi þrjú leikhús ráði öll yfir hópi
fastráðinna leikara má oft sjá sömu
leikstjóra og aðra listamenn í öllum
húsunum. Þannig leikstýrir Benedikt
Erlingsson í vetur í Þjóðleikhúsinu,
en fékk Grímuna í fyrra fyrir leik-
stjórn hjá LR í Borgarleikhúsinu.
Hafliði Arngrímsson leikstýrir bæði í
Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu í
vetur og öll þessi þrjú leikhús ætla í
samstarf við Vesturport.
Svipað má segja um verkefnaval
leikhúsanna. Í gegnum tíðina hafa yf-
irlýsingar um áherslu á fjölbreytta
blöndu verkefna, þar sem allir eigi að
geta fundið eitthvað við sitt hæfi,
heyrst frá öllum leikhúsunum þrem-
ur. Þannig hefur mátt sjá á sama svið-
inu söngleik við hlið Shakespeares,
barnaleikrit í bland við erlendar sál-
fræðiflækjur og ný íslensk verk sam-
hliða försum. Auðvitað eru skoðanir á
þessum áherslum á fjölbreytni skipt-
ar. Það má vel færa rök fyrir því að
það sé skylda leikhúss sem rekið er á
föstum grundvelli fyrir opinbert fé að
bjóða upp á slíkt úrval leikverka að
allir finni þar eitthvað við sitt hæfi. Á
hinn bóginn má allt eins gagnrýna
leikhúsin fyrir visst stefnuleysi og
skort á afstöðu til hlutverks leikhúss-
ins í samfélaginu. Á leikhúsið fyrst og
fremst að þjónusta almenning, eða er
hlutverk þess annað?
Hvað sem því líður, þá hefur þessi
áhersla á fjölbreytni þau áhrif að um-
ræða um verkefnaval leikhúsana á
haustin snýst að öllu jöfnu ekki um
stefnu eða hlutverk tiltekins leikhúss,
heldur einstök verkefni: hvað er
áhugavert, hvað stendur upp úr, hvað
er líklegt til vinsælda o.s.frv. Þessi
umræða endurspeglast einnig í leik-
listargagnrýni fjölmiðla, þar sem hver
sýning er skoðuð sem einangrað fyr-
irbæri og sjaldnast reynt að setja
hana í samhengi við önnur verkefni
eða stefnu leikhússins yfir höfuð.
Þó er ýmislegt sem bendir til þess
að ákveðnar breytingar séu að eiga
sér stað varðandi stefnu opinberu
leikhúsanna. Leikfélag Akureyrar
gengur reyndar lengst í því í vetur að
viðhalda áherslu á „eitthvað fyrir
alla“: þar er boðið upp á eitt nýtt ís-
lenskt verk, eitt nýtt erlent, farsa og
barnaleikrit, en bæði hjá Leikfélagi
Reykjavíkur og Þjóðleikhúsinu má sjá
áhugaverðar áherslubreytingar.
Þjóðleikhúsið hefur í ár valið þá leið
að marka hverju sviði ákveðna stefnu.
Á stóra sviðinu ríkir raunar fyrrnefnd
fjölbreytni, en hin sviðin bera skýrari
einkenni. Á Smíðaverkstæðinu á að
leggja áherslu á ný og nýleg erlend
verk, íslensk leikritun mun ríkja í
Kassanum, en Kúlan verður lögð und-
ir starfsemi fyrir yngstu áhorfend-
urna.
Þessi skýra afmörkun sviðanna
fjögurra er mjög áhugaverð og gefur
Þjóðleikhúsinu tækifæri til að skapa
sér sterkari sérkenni og svigrúm til að
vinna markvisst að listrænni þróun
þegar til lengri tíma er litið. Íslensk
leikhús hafa reyndar ekki verið þekkt
fyrir mikið úthald þegar kemur að ný-
sköpun, sem að einhverju leyti má
skýra með þröngum fjárhag: Ef eitt-
hvað „gengur ekki“ í fyrstu tilraun er
því oftar en ekki hent og fyrir vikið
verður þróun lítil. Það er vonandi að
Tinna Gunnlaugsdóttir haldi út þá
stefnu sem hér er mörkuð lengur en
eitt leikár.
Þýska-
lands-
árið?
Í gegnum tíðina hafa yfirlýsingar um áherslu á fjölbreytta
blöndu verkefna, þar sem allir eigi að geta fundið eitthvað
við sitt hæfi, heyrst frá öllum opinberu leikhúsunum þrem-
ur. Er hið sama upp á teningnum nú?
Vangaveltur um
verkefnaval leikhúsanna
12 LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók