Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.2007, Qupperneq 16

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.2007, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is C arl Jóhan Jensen er stór. Stærri en ég hélt að Færeyingar væru. Hann kemur þrammandi nið- ur stigana á Hótel Holti. Ég heyri í honum. Síðan birtist þessi svakalegi rumur í skóm númer fimmtíu og eitthvað og með hendur eins og ísbjarnarhramma. Eins og margir stórir menn er hann fremur feiminn. Þegar við erum sestir að spjalla horfir hann ekki beint á mig. Hann horfir eitthvað annað. Eigi að síður kemst strax á gott talsam- band. Ég spyr hann hvort hann sé ekki mæltur á íslensku. „Jú jú.“ Ég vissi að hann hafði verið hér við nám. Ég sagðist myndu vilja tala við hann. „Um hvað?“ Bókmenntir. „Já.“ Bækurnar þínar. „Já.“ Hann gaf síðast út 800 síðna skáldsögu, Ó – sögur um djöfulskap. Hún vakti deilur eins og fyrri verk hans. „Já, en það voru aðallega gagnrýnendurnir sem voru að deila. Þeim fannst óvarleg yfirlýs- ing mín um að þetta væri langbesta bók síðustu fimmtíu ára í Færeyjum. Það fór eiginlega allt í háaloft.“ Var eitthvað á bak við þessa yfirlýsingu þína? „Nja, þetta var svona sölubrella.“ Já, þetta er auðvitað gríðarlegur doðrantur. „Já, þetta er nú eiginlega bara safn af sögum um eitt grunnþema. Þetta er ekki skáldsaga í hefðbundnum skilningi.“ Formið er svolítið óvenjulegt. Þú ert með neðanmálsgreinar þar sem annar sögumaður gerir athugasemdir við það sem sögumaður meginmálsins segir. „Já, það heyrast ýmsar raddir í bókinni.“ Og hún er svolítið svört. „Já, þetta er að hluta til vampírusaga.“ Og hún berst víða, meira að segja hingað upp til Íslands. „Já, hún fer víða, gerist á mörgum tímum, er söguleg, berst um víða Evrópu og svo hingað þar sem kemur fyrir persóna að nafni Benedikt Einarsson sem á ýmislegt skylt við Einar Benediktsson.“ En þessi dimmi tónn í bókinni? „Já, bókin fjallar um samfélagsþróun í Fær- eyjum. Og það er einhver tónn í þessu. Þetta er samt engin samfélagsgagnrýni.“ Sjálfstæðisbarátta er Færeyingum ofarlega í huga. „Já, menn komast ekki hjá því að ræða hana. Staðan er þannig. Ég geri ráð fyrir að það hafi líka verið raunin hér fyrir 1918. Árið 1998 var komið á fullveldisáætlun í Færeyjum eftir langa kyrrstöðu og síðan hefur sjálfstæðið ver- ið ofarlega á baugi.“ Í skáldsögunni þinni birtist sjálfstæðisbar- áttan kannski ekki síst í tungumálinu, þú skrif- ar ekki dönskuskotna færeysku heldur miklu frekar íslenskuskotna. „Já, það má greina það í orðaforðanum. Ég er ekki mikið fyrir að sletta dönsku.“ Hvernig er færeyskan að þróast? Er hún að verða dönskuskotnari? „Nei, ég held ekki. Ég held að málið sé frek- ar að þróast frá dönskunni þó að hún vomi alltaf yfir. Einhvern tímann var skrifað í Moggann að danskan lægi eins og slikja utan á öllu í Fær- eyjum. Það er eitthvað til í því.“ Þú hefur gefið út fjórar ljóðabækur. „Já, eitthvað svoleiðis.“ Þú hefur verið kallaður póstmódernískt ljóð- skáld. „Já.“ Er það skammaryrði? „Nja, það fer eftir því hver talar. Ég hef aldr- ei litið á mig sem póstmódernista. Ég held að menn viti ekki hvað þessi póstmódernismi er.“ En mönnum þykir ljóðin þín erfið. Er það kannski málið? „Já, þeim þykir þau akademísk, sérstaklega eldri ljóðin. Maður var að reyna fyrir sér með ýmislegt, formalisma, táknfræði og slíkt. Ljóð- in voru eins og fræðiritgerðir um bókmenntir. En þetta hefur breyst. Nýju ljóðin eru ekkert fræðileg.“ Carl fer nú ofan í bakpokann sinn og nær í geisladisk sem inniheldur nýjustu ljóðabók hans, September í björkum sum kanska eru bláar (2006). Hann les ljóðin á diskinum. Þau eru lýrísk og falleg. En heldurðu ekki bara að fólk sé að missa tengslin við ljóðið eða tungumál þess? „Nei, ljóðið hefur alltaf haft sterka stöðu í Færeyjum. Það kemur alltaf út hellingur af ljóðabókum, aðallega eftir Joannes Nielsen, Tórodd Poulsen, mig og einhverja yngri menn. Það koma út þrjár fjórar ljóðabækur á ári sem telst ágætt. Skáldsögur eru ekki nema tvær þrjár á ári. Það er nú allt og sumt. Obbinn af þessu er hefðbundinn kveðskapur en samt ber eitthvað á nýjum hlutum.“ Hvaðan koma áhrifin í færeyskum bók- menntum? „Sjálfur les ég aðallega ensku og svo íslensku og norsku en ég bjó í Noregi um tíma. En ég held að aðallega komi áhrifin frá Danmörku ennþá. Mörg ungu skáldanna eru undir of mikl- um áhrifum frá því sem er að gerast í dönskum bókmenntum þessa stundina. Flest þeirra eru við nám í Danmörku. Þetta er ekki gott.“ Danmörk var líka eins konar gátt út í heim- inn fyrir Íslendinga allt fram á miðja síðustu öld. Á þetta enn við um Færeyjar? „Já, og ég held að danskan einangri okkur frekar en hitt.“ Það hafa borist fréttir frá Færeyjum um að það sé mikil gróska í þarlendu rokki. Er eitt- hvað svipað að gerast í bókmenntunum? „Nei, það er of lítið að gerast að mínum dómi. Það er rétt að rokksenan er mjög lífleg í Fær- eyjum eins og hér en ekkert slíkt á sér stað í bókmenntalífinu.“ Hvað eru margir rithöfundar í Færeyjum? „Í Rithöfundasambandinu eru um 100 manns en þar af eru um 25 til 30 virkir höfundar.“ Er hægt að lifa af því að vera rithöfundur í Færeyjum? „Það er voðalega erfitt. Ég þýði með, kenni við menntaskólann, skrifa greinar fyrir blöð, dekkaði til dæmis kosningarnar hér á Íslandi í vor.“ Já, þú fylgist vel með hér á landi, líka bók- menntunum ekki satt? „Jú, þannig séð.“ Og hvað finnst þér forvitnilegast? „Ja, það er erfitt að segja. Gyrðir hefur lengi verið í uppáhaldi. Mér finnst yngri kynslóðin líka áhugaverð. Það er eitthvað að breytast. Stefán Máni er áhugaverður og sú kynslóð. Bragi Ólafsson er kannski ekki með yngstu skáldunum en þar er eitthvað að gerast. En hvað, er erfitt að segja til um.“ Ég er ekki mikið fyrir að sletta dönsku Morgunblaðið/Frikki Carl Jóhan Jensen „Það er rétt að rokksenan er mjög lífleg í Færeyjum eins og hér en ekkert slíkt á sér stað í bókmenntalífinu.“ „Þeim fannst óvarleg yfirlýsing mín um að þetta væri langbesta bók síðustu fimmtíu ára í Færeyjum,“ segir færeyska skáldið Carl Jóhan Jensen um gagnrýnendur sem hafa deilt um skáldskap hans um allnokkurt skeið. Hann hefur verið kallaður póstmódernisti sem hann segir skammaryrði í munni sumra. En sjálfur segir hann dönsk áhrif enn of mikil í Fær- eyjum. Carl Jóhan er gestur á Bókmenntahá- tíð í Reykjavík og spjallar hér við blaðamann um skáldskapinn í Færeyjum og fleira. » Sjálfur les ég aðallega ensku og svo íslensku og norsku en ég bjó í Noregi um tíma. En ég held að aðallega komi áhrifin frá Danmörku ennþá. Mörg ungu skáldanna eru undir of miklum áhrifum frá því sem er að gerast í dönskum bók- menntum þessa stundina. Flest þeirra eru við nám í Danmörku. Þetta er ekki gott.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.