Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.2007, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.2007, Side 6
6 LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Ásgeir H. Ingólfsson Franska þokkadísin Julie Delpyer mörgum eftirminnileg úr myndum Richard Linklaters Before Sunrise og Before Sunset. Sú síðari gerist í heimaborg hennar, París, en hún dregur dár að Parísar- rómantíkinni í sinni fyrstu mynd sem leikstjóri, 2 Days in Paris. Þar leikur Delpy gifta konu sem fer með banda- rískum eig- inmanni sínum (leiknum af Adam Goldberg) til Evrópu til þess að reyna að glæða löngu kulnaðar glæður – með takmörkuðum ár- angri, enda eru tengdaforeldrar með í för og gamlir kærastar á hverju götuhorni. Delpy hefur ágætis skóla að baki og er því vel undirbúin fyrir leikstjórnarfrumraunina en síðan hún hóf kvikmyndaleik átta ára gömul hefur hún leikið aðalhlutverk hjá leikstjórum á borð við Jean-Luc Godard, Carlos Saura, Agnieszka Holland, Jim Jarmusch og Krzysztof Kieslowski en hún slær þeim þó við með því að skrifa handritið, klippa myndina, framleiða hana og semja tónlistina (en hún hefur gefið út hljómdisk með eigin lögum og söng nokkur þeirra í Before Sunset) til viðbótar við leik og leikstjórn.    Ný-sjálenskileikstjórinn Andrew Niccol heldur áfram ferðalagi sínu aft- ur í tímann með Dali & I: The Surreal Story. Niccol varð fyrst frægur fyrir stað- leysumyndir á borð við The Truman Show (sem hann skrifaði handritið að), Gattaca og S1m0ne sem hafa reynst furðu sannspáar um framþróun raunveru- leikaþátta, erfðarannsókna og sýnd- arleikara. Þá snéri hann aftur til nú- tímans í síðustu mynd sinni, The Lord of War. Nú er fortíðin næst á dagskrá og hann hefur fengið Al Pacino (S1m0ne) til liðs við sig á nýj- an leik en Pacino mun leika sjálfan Salvador Dali í Dali & I. Ég-ið í titl- inum vísar til listaverkaumboðs- mannsins Stan Lauryssens sem Dali tók undir verndarvæng sinn og er hann leikinn af írska leikaranum Cillian Murphy sem undanfarið hef- ur verið að sanna sig betur og betur sem einhver forvitnilegasti leikari sinnar kynslóðar. Myndin gerist á sjöunda og áttunda áratugnum, þeg- ar Dali hafði þegar málað sín merk- ustu verk, og var aðallega mikill og fyrirferðarmikill karakter. Sem sumir vilja meina að geri Pacino full- kominn fyrir hlutverkið.    Breski grínleikarinn RickyGervais hefur löngu sannað sig á sjónvarpsskjánum með The Office og Extras en hingað til hafa hlut- verk hans í kvikmyndum ekki verið neitt mikið stærri en þau statista- hlutverk sem Andy Millmann fékk. Það mun þó breytast með This Side of Truth, sem Gervais leikstýrir raunar einnig ásamt Matt Rob- inson. Sagan ger- ist í hliðarheimi sem svipar um flest til okkar veraldar – nema í þessum heimi hefur enginn nokkru sinni log- ið. Leikarar eru sagnamenn sem segja sögur sem eru fullkomlega sannleikanum samkvæmar. Gervais er einn þessara leikara og hann er að verða uppiskroppa með almennilega sögur – þar til hann tekur upp á því að segja fyrstu lygi heimsins. Fljót- lega er hann orðinn helsti sagna- maður heimsins enda samkeppnin ekki mikil fyrir góðar lygasögur. KVIKMYNDIR Julie Delpy Ricky Gervais Al Pacino Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík(eða RIFF – Reykjavik InternationalFilm Festival) lét fyrst á sér krælahaustið 2004 þegar haldin var þema- tengd hátíð og efnt til málstofu um hlutverk og gildi kvikmyndahátíða. Fyrsta stóra hátíðin var síðan haldin haustið 2005, á árvissum tíma í lok september/byrjun október, en hún gaf ótvírætt tóninn fyrir það sem koma skyldi. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin sótti sér ljóslega fyrirmyndir í stórar alþjóðlegar hátíðir eins og þær gerast bestar og hafði þar fengið til liðs við sig reyndan dagskrárstjóra úr kvikmyndahátíða- heiminum, Dimitri Eipides, en liðveisla hans hef- ur án efa skipt umtalsverðu máli fyrir vöxt hátíð- arinnar og þróun. Gildi og virkni kvikmynda- hátíða á borð við þær sem RIFF vildi skipa sér í flokk með stendur eða fellur nefnilega með því hversu góða yfirsýn aðstandendur hennar hafa yfir nýlega strauma og stefnur í alþjóðlega kvik- myndalandslaginu, en með myndavali sínu undanfarin ár hefur RIFF að mínu mati tekist að staðfesta stöðu sína á þessum markaði. Styrkleiki hátíðarinnar sést kannski einna best ef hún er borin saman við aðrar sambærilegar (en eldri, þekktari og ríkari) kvikmyndahátíðir á borð við London Film Festival, en undanfarin tvö ár hefur RIFF verið fyrri til við sýningar á ýmsum lykilmyndum sem síðar hafa dúkkað upp þar! Báðar hátíðarnar eiga það sameiginlegt að vera ekki sölumiðstöð fyrir dreifingaraðila (eins og Cannes, Sundance, og jafnvel Toronto) heldur taka frekar mið í vali sínu af áhorfendavænt- ingum og gæðum myndanna sem þar eru sýndar. Ég held að óhætt sé að halda því fram að hátíð- inni hafi (að hluta til) verið beint gegn þeirri þró- un sem hafði átt sér stað undanfarin ár á Íslandi, þar sem kvikmyndahátíðir samanstóðu í grunninn af „listrænum“ myndum sem kvikmyndahúsin áttu dreifingarréttinn að en höfðu ekki áhuga, þor eða getu til að sýna í almennum sýningum. Þess í stað var þeim safnað saman í eins konar „kippu“, sem ég myndi frekar vilja kalla „gettó“, og voru sýndar allar saman á ákveðnu og afmörkuðu tíma- bili. Það sem áhorfendum var þar boðið upp á var ekki einvörðungu lélegt úrval (myndirnar voru ekki „valdar“ á hátíðina í neinum eiginlegum skilningi, réttinda- og samningsmál við erlenda (jafnan bandaríska) dreifingaraðila ákvörðuðu hvað var sýnt) heldur oft gamalt efni sem á engan hátt endurspeglaði það sem efst var á baugi í kvik- myndaheiminum. Þá er ekki síður ánægjulegt að sjá hvernig RIFF hefur markað sér sérstöðu sem listahátíð í víðum skilningi og á breiðum grundvelli með því að tengjast og bjóða upp á viðburði á sviði tónlist- ar og myndlistar samhliða eiginlegri dagskrá kvikmyndahátíðarinnar. Megi hún lengi lifa! Gyllti lundinn flýgur ERINDI » Styrkleiki hátíðarinnar sést kannski einna best ef hún er borin saman við aðrar sambæri- legar (en eldri, þekktari og rík- ari) kvikmyndahátíðir á borð við London Film Festival, en undan- farin tvö ár hefur RIFF verið fyrri til við sýningar á ýmsum lykilmyndum sem síðar hafa dúkkað upp þar! Eftir Björn Norðfjörð bn@hi.is G ullaldarskeið vestrans er samofið klassíska tímabilinu í Hollywood (ca 1920-55) þegar stóru kvik- myndaverin sendu frá sér tugi vestra á hverju ári, og reyndar voru b-mynda framleiðendurnir Republic og Monogram engir eftirbátar þeirra. Vestrunum fækkar svo hratt er á líður 6. áratug- inn, en þótt vestrinn hafi þannig færst út á jað- arinn – líkt og kúreka sæmir – hefur hann aldrei horfið með öllu af sjónarsviðinu. Jafnskjótt og lýst hefur verið yfir falli hans grípur hann til sexhleyp- unnar á ný. Ofurvestrinn Þessir nýju vestrar, eins og raunar sjónvarps- þáttaröðin Deadwood, eru ólíkir klassísku vestr- unum hvað það varðar að þeir fjalla að einhverju leyti um sjálfa greinina – búa yfir meðvitund um stöðu sína sem vestrar. Þótt þeir virðist hvað þetta varðar nýstárlegir má að minnsta kosti rekja þessa meðvitund aftur til áranna sem kennd eru við nýju Hollywood (ca 1965-1980) er vestrinn gegndi lykilhlutverki í almennu uppgjöri við klass- íska skeiðið. Og raunar skrifaði franski kvik- myndafræðingurinn André Bazin þegar um miðj- an sjötta áratuginn um svipaða eiginleika í vestrum sem framleiddir voru á sjálfu klassíska skeiðinu. Í ritgerðinni „Þróun vestrans“ hélt hann því fram að í lok fjórða áratugarins hefði vestrinn náð fullkomnu jafnvægi í þema og formi í myndum á borð við Stagecoach (1939, John Ford), Destry Rides Again (1939, George Marshall), The Wester- ner (1940, William Wyler) og Virginia City (1940, Michael Curtiz). Þetta voru hreinræktaðir vestrar og fullkomnir sem slíkir. Ofurvestrinn sem fylgir í kjölfarið, ekki síst fyrir tilstilli stríðsins að mati Bazin, er alltaf eitthvað annað og meira (sem þýðir ekki endilega betra). Bazin skrifaði: „Ofurvestrinn er vestri sem myndi skammast sín fyrir að vera einungis hann sjálfur, og leitar að öðru áhugasviði til að réttlæta tilveru sína – fagurfræðilegu, sam- félagslegu, siðferðislegu, sálfræðilegu, pólitísku eða erótísku. Í stuttu máli, einhverju sviði er stendur utan við greinina en er ætlað að auðga hana.“ Á meðal dæma Bazin eru The Ox-Bow Inci- dent (1943, William Wellman) sem tekur fyrir hengingar á blökkumönnum án dóms og laga í gervi vestra, Fort Appache (1948, John Ford) sem tekur að endurskoða ímynd indíána í vestrum, High Noon (1952, Fred Zinneman) sem gagnrýnir McCarthyisma bandarísks samfélags, og ekki síst Shane (1953, George Stevens) sem Bazin telur ganga lengst ofurvestranna þar sem hún gerir sjálfa goðsögn villta vestursins að umfjöllunarefni sínu. Hvað það varðar vísar Shane fram til hinnar róttæku endurskoðunar sem átti sér stað á grein- inni á áttunda áratugnum. Villta vestrið afhjúpað Kannski mætti segja að spagettí-vestrinn hefði dregið fram fagurfræði og jafnvel hugmyndafræði vestrans með stórkostlegum ýkjum sínum, en það er líklega fyrst með tilkomu vestra nýju Holly- wood að tekið er til við að grafa undan gildum hans. Mynd Sam Peckinpah Ride the High Country (1962) gaf tóninn í upphafsatriði myndar- innar þar sem kúreki á hestbaki þarf að játa sig sigraðan fyrir úlfalda í kapphlaupi á einhvers lags vestrasýningu eða skemmtun. Í The Wild Bunch (1969) sýndi hann vestrið á ofbeldisfullri hátt en áður þekktist og vildu sumir tengja það bersögul- um ímyndum af hryllinginum í Víetnam – sem var í brennidepli í Little Big Man (1970) þar sem fjölda- morð riddaraliðsins á indíánum stóðu fyrir sam- bærilega glæpi í Víetnam. Hvað varðar afhjúpun á greininni og goðsögnum villta vestursins gekk þó enginn leikstjóri jafn langt og Robert Altman, sem í Buffalo Bill and the Indians, or Sitting Bull’s History Lesson (1976) sýndi vestrið sem sögulegt fjölleikahús Bill Cody og lagði með því áherslu á tilbúning þess og æði vafasama hugmyndafræði. Þekktari er þó mynd Altman McCabe and Mrs. Miller (1974) þar sem vestrið birtist sem ömurleg- ur staður – uppfullur af skúrkum og án hetja – er laut ólögum óhefts kapítalisma. Þetta er í raun undirstaða hinnar frábæru seríu Deadwood sem staðfestir m.a. skuld sína með Altman-leikaranum Keith Carradine. Það var svo óneitanlega við hæfi að nýja Hollywood skyldi renna sitt skeið með myrkum og mögnuðum vestra: Heaven’s Gate (1980, Michael Cimino). Óskar eftir 63 ár Aftur lifnaði yfir vestranum með myndum Kevin Costner Dances with Wolves (1990) og sérstaklega Clint Eastwood The Unforgiven (1992), sem eru einu vestrarnir (nema ef vera skyldi Midnight Cowboy [1969, John Schelsinger]!) sem unnið hafa Óskar fyrir bestu mynd sem gefur til kynna að kvikmyndasamfélagið í Kaliforníu hafi fyrst ný- verið farið að taka vestrann alvarlega. The Quick and the Dead (1995, Sam Raimi) og Dead Man (1995, Jim Jarmusch) fylgdu í kjölfarið, en vestr- inn virtist aftur horfinn af sjónarsviðinu þegar sjónvarpsserían Deadwood var frumsýnd við afar góðar undirtektir árið 2004. The Proposition (2005, John Hillcoat), The Three Burials of Melquiades Estrada (2005, Tommy Lee Jones), Brokeback Mountain (2005, Ang Lee) og nú bæði 3:10 to Yuma (2007, James Mangold) og The Assass- ination of Jesse James by the Coward Robert Ford (2007, Andrew Dominik) sýna að vestrinn fer ekki síður mikinn á hvíta tjaldinu um þessar mundir. „Ég held bara að enginn geti sigrað hann Láka enn.“ Eftir gresjunni kemur maður … Um þessar mundir er verið að sýna endurgerð vestrans 3:10 to Yuma í kvikmyndahúsum hér- lendis, og þann annan nóvember verður frum- sýnd myndin The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford. Þessar tvær myndir hafa verið nokkuð í umræðunni undanfarið og jafnvel rætt um endurvakningu vestrans. Líkt og rifjað er upp hér fer því þó fjarri að þetta sé í fyrsta skipti sem líf glæðist á ný með vestranum. Einvígi Keith Carradine felldur í einvígi í miklum vetrarhörkum. Úr vestra Robert Altman McCabe and Mrs. Miller.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.