Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.2007, Page 1
Laugardagur 27. 10. 2007
81. árg.
svörtumyndir sigurþórs
(teikningar sem blöðin hafa ekki viljað birta !)
Ráðhúskaffi, Ráðhús Reykjavíkur 25. okt.– 11. nóv. 2007THE UNTOUCHABLES
lesbók
TIL FRANKFURTAR?
ER MIKILVÆGT FYRIR ÍSLENDINGA AÐ VERA GESTA-
ÞJÓÐ Á BÓKAMESSUNNI Í FRANKFURT 2011? » 4
Trúir Guðfinna Bjarnadóttir að sköpunarkenning Biblíunnar hafi vísindalegt gildi? » 2
Reuters
Stjórnmáladýrið Sarkozy Bók frönsku skáldkonunnar Yasminu Rezu um Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta, L’aube le soir ou la nuit (Dag-
renning kvöld eða nótt), er talin útgáfuviðburður haustsins í Frakklandi. Hún lýsir því hvernig hin merka dýrategund sem Aristóteles talaði um
á sínum tíma, stjórnmáladýr, verður til í vestrænum samtíma, með tilheyrandi auglýsingamennsku og fjölmiðlasirkus. » 11
Eftir Þröst Helgason
throstur@mbl.is
Önnur bókin um ævintýri
Eineygða kattarins Kisa
eftir Hugleik Dagsson er
komin út og að þessu sinni
leitar hann að leyndarmál-
inu um tilgang lífsins.
Hann finnur meðal ann-
ars hundruð mögulegra
lykla að hamingjunni á net-
inu. Það mætti til dæmis
prófa að frelsast í Krossinum, segir hann. En
Kötu kanínu líst ekki á það. „Líf mitt væri
fokkt öpp ef ég færi ekki af og til í fóstureyð-
ingu! Og svo er líka bannað að lessast. Ef ég vil
lessast þá lessast ég! Enginn getur bannað mér
að lessast!“ En hvað með samtökin Saving Ice-
land, spyr þá Kisi. „Einmitt, já, nei takk!“ svar-
ar Skúli skjaldbaka, „Ég er ekki að fara að
lenda á sakaskrá. Það kemur sér mjög illa fyrir
mig sem sölumann dauðans! Auk þess þoli ég
ekki trúða!“ Og leitin heldur áfram.
Hugleikur Dagsson notar myndasögur sínar
til þess að varpa ljósi á undarleika samfélags-
ins, þó ekki ljósi upplýsingar. Hugleikur hefur
ímyndunaraflið að leiðarljósi, og sjálfsagt þykir
sumum það sjúkt ímyndunarafl en það byggist
þó á myndasögulegri og bókmenntalegri hefð.
Húmorinn, sem er neðanþindarlegur og gor-
legur, sækir kraft í yfirstigningu siðlegra og
skynsamlegra marka. Allt getur gerst. Þannig
er Kisa nauðgað í Leyndarmálinu af Gong-Pa
eldfjallaguði í Vestmannaeyjum og verpir eggi
sem inniheldur lítið skrímsli sem hann nefnir
Kládíus eftir rómverska keisaranum sem stam-
aði.
Það má enginn missa af þessu!
Ævintýri
Kisa
MENNINGARVITINN