Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.2007, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.2007, Síða 5
bæði erfitt og dýrt að koma íslenskum bók- menntum á framfæri erlendis. Fáir lesa tungumálið og flestir hugsa sig tvisvar um áð- ur en þeir festa kaup á útgáfurétti á óþekktum höfundi frá Íslandi. Þjóðverjar hafa hins vegar sýnt íslenskum bókmenntum töluverðan áhuga, enda hafa þeir íslensku höfundar sem út hafa komið í Þýskalandi flestir náð við- urkenningu og vinsældum þarlendis. Og ekki má gleyma að þýsk útgáfa hefur svo opnað þeim leið inn á aðra markaði og önnur mál- svæði.“ Hólmfríður undirstrikar að verði Ís- land í brennidepli á bókamessunni muni það auðvelda mikið kynningu á íslenskum bók- menntum: „Í stað tveggja bása af sex þúsund á sýningunni myndum við fá stórt sýningar- svæði einungis fyrir okkur og aðgang að tengslaneti kaupstefnunnar, auk þess að njóta kynningarmáttar þeirra. Við fáum þannig nægt rými til að sýna talsvert meiri breidd í bókaútgáfu en fram að þessu – og munum ná til fjölda nýrra erlendra útgefenda.“ Sjálfstraustið skiptir máli Að sögn Halldórs hafa Íslendingar lengi sótt bókamessuna. Í upphafi sjöunda áratugarins komu þar til dæmis bæði Baldvin Tryggvason frá Almenna bókafélaginu og Kristinn E. Andrésson frá Máli og menningu. Gunnar Dungal, sem lengi var með Pennann, á þó lík- lega met núlifandi Íslendinga eftir að hafa sótt messuna í fjörutíu ár. Að auki koma á messuna höfundar, bóksalar, prentarar og aðrir sem fást við bókagerð. En hvernig kom það til tals að Ísland yrði gestaþjóð? „Ríkisstjórn Íslands ákvað í byrjun septem- ber að sækjast eftir því að Ísland yrði heið- ursgestur árið 2011,“ segir Halldór. „Stjórn- endur messunnar hafa ekki afgreitt þessa umsókn, en ég held að líkurnar á jákvæðu svari séu fremur góðar; það skýrist væntan- lega síðar á árinu. Í mínum huga væri þetta frábært tækifæri fyrir íslenskar bókmenntir og menningu yfirleitt sem er um að gera að nýta sem best. Auðvitað er bókamessan í Frankfurt markaðstorg, en ég get nú varla hugsað mér miklu þarfari sölumennsku en að koma íslenskum bókmenntum á framfæri við heiminn. Þetta konsept, heiðursgestur á mess- unni, gefur færi á öflugri kynningu bæði gagn- vart hinum þýskumælandi markaði, sem nær til 100 milljóna manna, en líka út fyrir hann: Sýnendur á bókamessunni eru yfir 7.000 tals- ins og frá meira en 120 löndum. Allt frá árinu 1995 hefur áhugi á norrænum bókmenntum aukist mjög á messunni og fjöl- margir af þeim hundruðum útgáfusamninga sem gerðir hafa verið fyrir hönd íslenskra höf- unda síðasta áratuginn eiga rætur að rekja til starfs sem þar er unnið. Ef orðið verður við umsókn okkar verðum við jafnframt fyrst Norðurlandaþjóða til að skipa þennan sess, og fer vel á því. Ég held líka að messan sé áhuga- söm um að fá fámenna þjóð með sterka bók- menntahefð eftir þær stórþjóðir sem fram- undan eru, en það eru Tyrkland, Kína og Argentína.“ Þannig að litla Ísland á upp á dekk í Frank- furt? „Þegar bókmenntir eiga í hlut eru hvorki til stórþjóðir né smáþjóðir. Sjálfstraustið skiptir mestu bæði fyrir höfunda og þýðendur,“ segir Halldór. „Ég minni á hin sígildu orð Thors Vil- hjálmssonar þegar hann var spurður hversu margir byggju eiginlega í Reykjavík: Svona um það bil jafnmargir og í Flórens á tímum Dantes. Við eigum alls kostar á messunni ef þetta er viðhorfið.“ Skál fyrir Thor! Fleyg orð Thors falla svo vel í kramið hjá okk- ur rithöfundunum að við flýtum okkur að kveðja Halldór og Hólmfríði til að skála fyrir honum. Við erum sammála þeim um að öll dýr- in í skóginum þurfi að vera vinir ef Íslendingar hreppa hnossið; rithöfundar, útgefendur, þýð- endur, bókagerðarmenn, ráðamenn og allir aðrir sem láta sér annt um íslenska menningu. Svo tökum við aftur til matar okkar og skröf- um um að íslenskir útgefendur beri mikla ábyrgð fyrir hönd rithöfunda meðan þeir skima eftir metsölubókum í Frankfurt, enda fæstir íslensku höfundanna með umboðsmann á sínum snærum eins og margir erlendir koll- egar þeirra. Í þessum dúr blaðra ég: „Já, vonandi kynna útgefendur fleiri bækur af þrótti en þær sem má fljótfærnislega stimpla söluvænlegri en aðrar eftir misnákvæmum mælistikum, þá að- allega spennusögur, bækur sem geta orðið bíó- myndir og bækur eftir höfunda sem þegar er búið að eyrnamerkja með alþjóðlegum viður- kenningum. Þessar commercial-bækur – eins og íslenskur forlagssölumaður nefndi þær á messunni í tilraun til að telja mér trú um að nýjasta bókin mín ætti best heima á Borðeyri í kommersíalskorti sínum.“ Og nokkurn veginn svona hljómar niður- staða okkar yfir matarborðinu (Hermann er þó á báðum áttum): Sjálfsagt er að leggja mikla áherslu á að selja krimma út í heim og njóta um leið góðs af alþjóðaathyglinni sem stórgóðir íslenskir krimmahöfundar hafa hlot- ið undanfarin ár. Þó hlýtur að vera hagur okk- ar allra að leggja líka ríka rækt við að selja fjölbreytt úrval bóka sem ljá þjóðinni marg- slungið bókmenntaorðspor, jafnvel þótt útgef- endur séu misjafnlega stórhuga í erlendum sölumálum. Loks er mikilvægt að ráðamenn hjálpi til við að skjóta á loft fjölmörgum þýð- ingum sem sýna flóruna í íslenskum bók- menntum. Að öðrum kosti eigum við best heima á gamaldags heimilissýningu – já eða í tímaritadeild í dönsku magasíni – þrátt fyrir alla monníana eftir hina útrásina. depli í Frankfurt? Frankfurtarmessan „Á göngunum og í básunum minnir fólkið á syndandi heilafrumur þar sem það geysist áfram í svarbláum jakkafötum til samráða um hvaða sæðisfruma sé vænlegust til að synda áfram að egginu og springa út sem metsöluhöfundur,“ segir greinarhöfundur sem er rithöfundur og sótti Bókamessuna í Frankfurt sem slíkur. Höfundur er rithöfundur. Morgunblaðið/KristinnHalldór Guðmundsson Morgunblaðið/KristinnHólmfríður MatthíasdóttirMorgunblaðið/G.RúnarÓttar M. Norðfjörð MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.