Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.2007, Side 10
Eftir Kristínu Eiríksdóttur
horrorbarn@gmail.com
D
anska skáldið Lars Skinne-
bach fæddist árið 1973 í Gel-
ten þar sem faðir hans rak
stórt fyrirtæki. Þegar Lars
var sjö ára fór fyrirtæki föð-
urins á hausinn og öll fjöl-
skyldan fluttist til Grænlands. Þau bjuggu á
Grænlandi í sjö ár. Nítján ára gamall komst
Lars inn í Rithöfundaskólann í Danmörku og
lauk námi þar. Auk þess hefur hann lært mál-
vísindi og klassíska arabísku við háskólann í
Árósum og bókmenntafræði við háskólann í
Óðinsvéum. Árið 2000 gaf hann út fyrstu ljóða-
bókina: Det mindste paradis (Minnsta para-
dísin). Sú var lofsungin af gagnrýnendum og
sögð frumraun sem lofaði góðu. Þegar hann
gaf út aðra ljóðabók sína, I morgen findes
systemerne igen (Á morgun verða kerfin aftur
til), urðu margir fyrir vonbrigðum, bókin var
ekki sjarmerandi eins og fyrsta bókin, heldur
grimmúðleg aðför að mannkyninu. Lars
Skinnebach gaf út þriðju ljóðabók sína, Din
misbruger (Fíkillinn þinn), í fyrra. Sú er ekki
minni aðför að mannkyni, en sló þó rækilega í
gegn. Lars Skinnebach er nú talinn mikilvæg
rödd í danskri ljóðlist. Hann er tveggja barna
faðir, búsettur í Björgvin en kennir við Rithöf-
undaskólann í Kaupmannahöfn. Hann var
gestur á Þriðju alþjóðlegu ljóðahátíð Nýhils.
Ég notaði tækifærið og tók hann tali.
Síðustu ljóðabókina þína, Din misbruger
(Fíkillinn þinn), má skilja sem pólitíska ádeilu,
hún er grimmari og reiðari við þjóðfélagið en
til dæmis fyrsta ljóðabókin þín. Hvað gerðist?
Það var ekkert ákveðið í pólitískum raun-
veruleika sem gerðist. Ég skilgreini sjálfan
mig ekki sem pólitískt skáld, gagnrýnin og
reiðin hefur öllu heldur með listrænt innsæi að
gera, það kemur annars staðar frá; úr öllum
mögulegum áttum. Það sem gerðist hefur
meira með sjálfan mig að gera. Það sló mig að
stærsti hlutinn af þeim lífsgildum sem við telj-
um góð eru byggð á sjálfsbjargarhvöt. Ég fór í
göngutúr síðla kvölds og af einhverjum ástæð-
um horfði ég lengi á klukku sem hékk á gafli
hverfiskirkjunnar. Þá rann upp fyrir mér að
krabbamein og allt annað sem lifir hefur fyrst
og fremst það gildi að lifa af, þegar við reynum
að útrýma því er það barátta milli lífsgildis
krabbameinsins og okkar. Síðan hugsaði ég
um þau gildi sem tryggja afkomu okkar. Til
dæmis ást og framleiðslu og svo reyndi ég að
finna út hvað við erum tilbúin að leggja á okk-
ur fyrir ástina og framleiðsluna sem telst vera
jákvætt út frá sjónarhorni mannsins … þá fór
ég að endurskoða öll þau gildi sem ég byggði
á.
Þegar ég las Fíkilinn þinn hugsaði ég um
sjálfseyðingarhvötina, um samfélag sem tor-
tímir sjálfu sér, „bílar sem allir stefna í haf-
ið …“
Önnur ljóðabókin mín, I morgen findes
systemerne igen (Á morgun verða kerfin aftur
til), fjallar að miklu leyti um sjálfseyðingu, og
það sem gerist í þriðju bókinni, Fíkillinn þinn,
er að vissu leyti svar við henni. Eða með öðr-
um orðum: Þegar maður kemst að þeirri nið-
urstöðu að mannkynið sé ljótt og geti ekki haft
lífsgildakerfi án þess að það stríði gegn öðrum
lífsgildakerfum, en hefur samtímis áhuga á að
lifa í samfélagi sem er bærilegt, þá er svarið
eins konar raunveruleikaflótti, eða vanmáttur
gagnvart því að breyta raunveruleikanum og
um leið þrá eftir exístensíalískri útópíu.
Geturðu útlistað nánar hvað þú meinar með
lífsgildakerfi?
Það er röð af gildum, þar sem eitt tekur við
af öðru. Í bókinni Á morgun verða kerfin aftur
til vinn ég með margar grundvallarskoðanir
sem ráða gildunum sem ég set spurning-
armerki við: 1) Manneskjan er góð. 2) Listin
er góð.
Gildisröðin, eða kerfið, gæti í stórum drátt-
um verið: Manneskjan er góð, þannig að af-
koma manneskjunnar er góð, eða framleiðsla
manneskjunnar er góð, eða ástin (milli tveggja
einstaklinga) er góð … Listin er góð, þannig
að mátinn sem við sjáum listina á er góður, eða
ljóðlistin er góð, svona eins og við skiljum ljóð-
listina. Gildiskerfi samanstanda af ótal liðum
sem við getum rannsakað og mögulega breytt.
Við getum auðvitað líka mótmælt sérhverjum
lið en sú afstaða lýsir öðru ráðandi gildiskerfi.
Leiðast þér ekkert þessi viðteknu gild-
iskerfi?
Nei, alls ekki. Ég trúi bara ekki á þau, ég
held að þau valdi fremur skaða en geri gott,
svo lengi sem þau fá að standa óáreitt og eng-
inn skoðar þau. Vegna þess að frá öðru sjón-
armiði, til dæmis umhverfisins, gætum við al-
veg séð þróun mannkynsins eins og þróun
krabbameins. Eins og frumur í rangri þróun.
Í bókunum þínum skammar ljóðmælandinn
gjarnan lesandann, talar niður til hans og seg-
ist hafa svör við spurningum sem lesandinn
geti aldrei svarað?
Í bókinni notast ég við alls kyns sjónarmið
misnotkunar, til að mynda þeirra sem eru ráð-
andi í valdasambandi, valdasambandið milli
raddarinnar, skáldsins, mælandans og síðan
lesandans.
Þú virðist vinna mikið í heimatilbúnu kerfi?
Í Á morgun verða kerfin aftur til notast ég
við nokkrar kenningar og skoða með þeim
gildiskerfin, þannig kemur kannski þessi til-
finning fyrir því að ég vinni innan ákveðins
kerfis. Með kenningu meina ég til dæmis: „Ég
held ekki að nokkur maður, dulspeki eða upp-
lýstur hundur/ geti upplifað heiminn stærri en
ég: Hann fyllir þegar út í allt.“ Eða: „Mað-
urinn er æxli sem fyrst nú fer að skilja/ að það
er æxli.“ Eða: „Allt er í öllum/ undireins.“
Þessar setningar eru í mótsögn við eigin rök-
fræði, sem svo hefur áhrif á hugsunina alla.
Þetta einkennir allar setningarnar í bókinni.
Maður getur lesið textann sem miðjubyggða
fyrstu persónu lýrík og líka eins og hann komi
frá yfirsjálfi. Á þennan hátt get ég sett mig í
hvaða hlutverk sem er, til dæmis verið Guð
eða kona. Þannig virka þessar kenningar bæði
málfræðilega og þematískt.
Ertu mjög meðvitaður um málfræðina á
meðan þú skrifar?
Ég er mjög meðvitaður um að ég set virkni í
gang með því að hafa fasta punkta sem ég
kalla kenningar, en ég er alveg inni í virkninni,
þannig að ég vinn með innsæinu út frá þekk-
ingu og forsendum sem að sjálfsögðu geta búið
til nýjar forsendur og nýja þekkingu. Þess
vegna líða alltaf nokkur ár milli þess sem ég
skrifa; vegna þess að ég verð að geta séð fyrir
mér hvernig ljóðið á að vera og út frá hvaða
siðfræði ég vinn. Ég sé fyrir mér skáldskap
þar sem fagurfræði, siðfræði, pólitík og mál-
fræði eru ekki aðgreinanlegar og fullyrðing á
hverju sviði hefur líka áhrif á hin sviðin.
Ef ég sé sannleiksgildi í „allt er í öllum/ und-
ireins“, sem er tilvitnun í Finnlands-sænska
skáldið Gunnar Björling, þá skiptir það miklu
máli upp á hvernig ég skipulegg ljóðið. Í síð-
ustu tveimur bókum hefur það þýtt að venju-
leg rökhugsun skiptir ekki máli frá einni ljóð-
línu til næstu, en að hver ljóðlína er eins
sjálfstæð og mögulegt er, en samt í samhengi.
Þann hugsunarhátt má yfirfæra línanna á
milli, blaðsíðnanna á milli, bókanna á milli og
milli bókmenntanna sem hafa verið skrifaðar
og þeirra sem einhvern tíma verða skrifaðar.
Það þýðir að ég get vitnað í Gunnar Björling á
einni síðu, óþekktan endurreisnarhugsuð á
þeirri næstu, og svo mínar eigin hugsanir, ef
þær eru þá til. Þegar ég sé sannleiksgildi í
setningu á borð við: „Maðurinn er sjúkdómur“
þá get ég ekki leyft mér að undanskilja sjálfan
mig þeirri greiningu. Það hefur áhrif á sið-
fræðina í sumum setninganna, eða „hvernig-
við-eigum-að-koma-fram-við-hvert-annað-
lífsreglur“, sem eru gefnar áfram til dæmis til
dótturinnar í Á morgun verða kerfin aftur til.
„Vantreystu tilfinningum annarra, vantreystu
sérstaklega þínum eigin tilfinningum.“ Þannig
er viðurkenningin á eigin sjúkdómi gefin
áfram til næsta manns – dótturinnar, lesand-
ans, annars, í formi einhvers sem er til staðar
en hefur engan áhuga á að skilja eftir sig um-
merki. „Mundu alltaf hvert þú ert kominn og
skildu ekki eftir þig nein ummerki.“ Á sama
tíma felur þetta í sér mögulega gagnrýni, sem
kannski er þetta pólitíska sjónarhorn, að ég
get búið til virknina í valdasambandi, til dæm-
is milli kynjanna, eða lesandans og skáldskap-
arins án þess nokkru sinni að lýsa leikend-
unum.
Lars Skinnebach „Ég sé fyrir mér skáldskap þar sem fagurfræði, siðfræði, pólitík og málfræði er ekki aðgreinanlegt og fullyrðing á hverju sviði hefur líka áhrif á hin sviðin.“
Fíkillinn þinn
Lars Skinnebach vakti talsverða athygli á
Ljóðahátíð Nýhils. Og ljóð hans sem birt var í
Lesbók fyrir stuttu, „Lestu mig. Ég er með
stór brjóst“, vakti ekki síður viðbrögð. Á
blogginu var þess til dæmis krafist að um-
sjónarmaður Lesbókar segði stöðu sinni
lausri vegna birtingar ljóðsins. Hér er rætt
við þennan athyglisverða höfund um ljóð-
listina.
Höfundur er ljóðskáld og þýðandi.
» Þess vegna líða alltaf nokkur
ár milli þess sem ég skrifa;
vegna þess að ég verð að geta
séð fyrir mér hvernig ljóðið á að
vera og út frá hvaða siðfræði ég
vinn. Ég sé fyrir mér skáldskap
þar sem fagurfræði, siðfræði,
pólitík og málfræði eru ekki að-
greinanlegar og fullyrðing á
hverju sviði hefur líka áhrif á
hin sviðin.
10 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók