Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.2007, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.2007, Page 16
16 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Hannes Hólmstein Gissurarson hannesgi@rhi.hi.is E ftir að einn fjölmiðlarýnir Les- bókarinnar, Guðni Elísson, gerði hér harkalega árás á mig 29. september 2007, þar sem hann sagði mig „málpípu ráðandi afla“ vegna efasemda minna um vá sökum hlýnunar jarðar, skoraði ég á hann í rökræðu. Hann hafnaði áskor- uninni. Skýringin fæst í grein Guðna í Lesbók- inni 20. október 2007, þar sem hann birtir grein undir heitinu „Hannes gegn heiminum“. Þar gerir hann ekki hina minnstu tilraun til að svara efnislegum athugasemdum mínum, held- ur veltir fyrir sér, hverjir séu sömu skoðunar og ég (sem Bretar kalla „guilt by association“) og hvað okkur efasemdarmönnum gangi til. En allt eru það aukaatriði. Aðalatriðið er, hvort menn geti fært rök fyrir máli sínu, og til þess treystir Guðni sér ekki. Titillinn á grein hans er raunar öfugmæli. Hún hefði átt að heita „Hannes gegn heimsendi“, því að ég hef brýnt það fyrir mér og öðrum að njóta lífsins, enda vofir engin stórhætta yfir sökum loftslags- breytinga: Heimur batnandi fer. Það þarf sér- stakan hroka til að tala fyrir munn alls heims- ins eins og Guðni gerir. Auk þess er það í ósamræmi við þá fullyrðingu hans, að ég sé „málpípa ráðandi afla“. Hann hefur sjálfur langflesta valdsmenn að baki sér, eins og hann upplýsir hróðugur. Hverju svarar Guðni ekki? Ég hafði bent á ýmis dæmi þess, að vís- indamönnum getur skjátlast, hversu margir sem þeir fara saman. Viðvörun Rachel Carsons í Raddir vorsins þagna 1962 við skordýraeitr- inu D. D. T. leiddi til banns við notkun þess, svo að milljónir manna í suðrænum löndum hafa látist úr mýrarköldu (malaríu), en D. D. T. er nær hættulaust. Hrakspár í Endimörkum vaxtarins 1972 um væntanlegan skort á nauð- synlegustu hráefnum eins og kolum og olíu rættust ekki. Nóg er til af þessum efnum. Morgunblaðið greindi 10. júní 1977 frá því, að hópur vísindamanna á umhverfisráðstefnu í Reykjavík hefði komist að þeirri niðurstöðu, að ný ísöld væri á næsta leiti. Hlýnað hefur í veðri síðan. Nær allir virtustu hagfræðingar Breta birtu yfirlýsingu vorið 1981 um, að frú Margrét Thatcher myndi falla, héldi hún fast við stefnu sína. Hún varð langlífasti forsætisráðherra Breta á 20. öld. Þrír íslenskir raunvísindamenn spáðu því 1987, að Tjörnin myndi hverfa á þremur vikum, um leið og hafið yrði að grafa fyrir ráðhúsi. Tjörnin stendur enn. Nýleg hrakspá um, að fiskistofnar myndu hrynja inn- an fjörutíu ára, reyndist auglýsingabrella. Hvers vegna svarar Guðni þessu engu efn- islega? Er það vegna þess, að „heimurinn“, sem hann sækir fullvissu sína í, er skeikull? Ég hafði líka bent á ýmsar veilur í málflutn- ingi þeirra, sem telja sérstaka vá á ferð sökum hlýnunar af mannavöldum (til dæmis útblást- urs frá verksmiðjum og flugvélum). Í fyrsta lagi hefur oft hlýnað og kólnað á víxl áður, án þess að menn verði sakaðir um. Jöklar voru minni á landnámsöld en nú. Talað hefur verið um „litlu ísöldina“ 1400-1900, þegar Tempsá lagði og byggð norrænna manna á Grænlandi eyddist. Er okkur ætlað að trúa, að hlýnunin nú sé hin eina í allri loftslagssögunni, sem sé nær eingöngu af mannavöldum? Vísindalegar skýringar á reglubundnum sveiflum loftslags hljóta að ná til þeirra allra, ekki einnar. Í öðru lagi hefur magn koltvísýrings í andrúmslofti vissulega aukist um rösk 30% síðustu hundrað ár, en koltvísýringur er samt ekki nema brot af öllum gróðurhúsalofttegundum (þótt hitt sé rétt, að verkun hans getur verið sterk, þótt magnið sé lítið). Raunar stafar ekki nema hluti þess koltvísýrings, sem streymir út í andrúms- loftið, frá mönnum. Í þriðja lagi eru ýmsar aðr- ar skýringar til á loftslagssveiflum en losun koltvísýrings og annarra gróðurhúsaloftteg- unda, svo sem virkni sólar, stórkostleg eldgos og straumar og vindar á hafi úti. Í fjórða lagi er hlýnunin ekki veruleg, aðeins 0,7 hitastig á Celsíus síðustu hundrað ár. Í fimmta lagi hefur ekki hlýnað frá 1998, sem var næsthlýjasta ár tuttugustu aldar á eftir 1934. Í sjötta lagi borg- ar sig sennilega ekki að nota takmarkað fé okk- ar til að berjast gegn hlýnun, jafnvel þótt hún eigi sér stað og sé að einhverju leyti af manna- völdum, eins og Björn Lomborg leiðir sterk rök að í bókinni Kælum þetta (Cool It). Hvers vegna svarar Guðni þessu engu efnislega? Er það vegna þess, að hann einblínir á, hverjir tala, en hirðir ekki um, hvað þeir segja? Gagnrýnin hugsun Ég sótti eins og aðrir bókhneigðir unglingar á mínu reki andlega næringu í Sögu mannsand- ans eftir Ágúst H. Bjarnason heimspekipró- fessor, þar sem kennt var, að aðal vestrænnar menningar væri gagnrýnin, vísindaleg hugsun. Við ættum ekki að fara að eins og miðaldaspek- ingar, sem kepptust um að vitna til einhvers kennivalds: „Ef Aristóteles (eða einhver ann- ar) segir það, þá hlýtur það að vera satt.“ Eða eins og skáldið orti: Annar eins maður og Oliver Lodge fer ekki með neina lygi. Lodge var frægur breskur eðlisfræðingur, sem íslenskir andatrúarmenn vitnuðu oft til á öndverðri tuttugustu öld. Málflutningur Guðna Elíssonar er sama marki brenndur. Hann virð- ist telja það sjálfstæða og sterka röksemd gegn efasemdum um vá sökum hlýnunar jarðar, að margir vísindamenn trúi á slíka vá. En ýmsir vísindamenn eru líka vantrúaðir á hana, þótt færri séu. Aðalatriðið er það, að sannleikur vís- indanna fæst ekki með að þylja nafnarunur. Sá sannleikur finnst aðeins með tilgátum og til- raunum. Hann er ætíð bráðabirgðasannleikur, undirorpinn endurskoðun og endurbótum. Á sama hátt og það skiptir ekki máli um sanngildi vísindalegrar kenningar, hversu margir eru með henni eða á móti, breytir engu um hana, hvað þeim gengur til, sem styðja hana, eða við hverja þeir hafa sálufélag. Kenn- ing verður til dæmis hvorki betri né verri fyrir það, að höfundur hennar setti hana fram í því skyni einu að útvega sér prófessorsembætti. Sumir efasemdarmenn um vá vegna útblásturs frá bílum hafa áreiðanlega þegið rannsókn- arstyrki frá olíufélögum. Það verður til þess, að við tökum niðurstöðum þeirra varlegar, en kemur ekki í veg fyrir, að þeir geti haft rétt fyrir sér. Sumir róttækustu fylgismenn kenn- ingarinnar um vá sökum hlýnunar jarðar hafa raunar þegið styrki úr sjóðum, sem auðugir öfgamenn eins og George Soros leggja í fé. Það breytir engu um mælingar þeirra, ef þær eru þess eðlis, að aðrir geti sannreynt þær og geri það. Hér í Lesbókinni hefur ýmislegt verið skrifað um heimspekinginn Martein Heideg- ger. Það er ekki sjálfstæð röksemd gegn heim- speki hans, að hann hafi verið nasisti. Í grein sinni vitnar Guðni Elísson til greinaflokks um umhverfismál, sem birtist þessar vikurnar í Morgunblaðinu, þar sem skýrt er frá því, að Björn Lomborg hafi fengið ávítur frá vís- indasiðanefnd Danmerkur fyrir meðferð gagna í einni bók sinni. En þess var þar ekki getið, að danska umhverfisráðuneytið hnekkti þeim úr- skurði og það með góðum rökum. Tilgangurinn var auðsær: Það átti að stimpla Lomborg, svo að enginn tæki mark á honum. Óþægileg ósannindi Við búum sem betur fer í frjálsu landi, þar sem andófsmenn eru ekki brenndir á báli eins og á miðöldum eða vistaðir á vitfirringahælum eins og í Ráðstjórnarríkjunum sálugu. Nú er frekar reynt að þagga óbeint niður í þeim, hrekja þá úr húsi, gera þá ómarktæka með stimplum: Sammála Bush! Ávíttur af siðanefnd! Styrktur af olíufélögum! Þetta gerir Guðni Elísson óspart hér í Lesbókinni, þótt augljóst sé, að það skipti nákvæmlega engu máli um gildi rök- semda fyrir eða gegn kenningunni um vá sök- um hlýnunar jarðar. Hér má bera saman ólík viðbrögð við tveimur nýlegum heimild- armyndum um loftslagsbreytingar. Önnur heitir Blekkingin mikla um hlýnun jarðar, þar sem nokkrir kunnir vísindamenn andmæla ýkj- um um slíka hlýnun og setja fram aðrar kenn- ingar um loftslagsbreytingar. Myndina gerði Martin nokkur Durkin, sem virðist vera and- ófsmaður að köllun, og hafa slíkir menn auðvit- að oft rangt fyrir sér ekki síður en rétt. Ég hef séð viðtal við Durkin í ástralska sjónvarpinu, þar sem hann hlýtur herfilega útreið og neyð- ist til að viðurkenna ýmsa annmarka á mynd sinni, þótt þeir ráði engum úrslitum um boð- skapinn. Hin heimildarmyndin nefnist Óþægi- legur sannleikur, og fyrir henni er skráður Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, en hann hlaut á dögunum friðarverðlaun Nób- els, og í áðurnefndum greinaflokki Morg- unblaðsins um umhverfismál er mynd hans höfð að leiðarljósi. Al Gore hefur forðast eins og heitan eldinn að ræða við efasemdarmenn, til dæmis Vaclav Klaus, forseta Tékklands, eða Björn Lomborg, sem báðir hafa skorað á hann í rökræðu. Nýlega féll dómur í yfirrétti í Bret- landi um mynd hans, sem sýnd hafði verið í breskum skólum. Foreldrar höfðu kvartað undan því, að hún væri áróðursmynd. Dómarinn breski komst að þeirri niðurstöðu, að mynd Gores mætti sýna í skólum, en henni yrði að fylgja viðvörun, enda væru í henni ýms- ar hæpnar eða jafnvel rangar fullyrðingar, og miðaði dómarinn þá við það, sem viðtekið væri í vísindaheiminum: – Yfirborð sjávar mun hækka á næstunni um 6 metra. Þetta er ekki rétt. Ef slík hækkun verður, þá gerist það á miklu lengri tíma. – Eyjar í Kyrrahafi eru að verða óbyggileg- ar. Þetta er ekki heldur rétt. Engin eyja hefur farið þar í eyði vegna hækkandi sjávarmáls. – Golfstraumurinn mun hægja á sér eða stöðvast. Þetta er ekki heldur rétt. Fátt bendir til þess. – Mjög góð fylgni er milli koltvísýrings í andrúmslofti og hitastigs. Ekki eru nægilega sterk gögn lögð fram þessu til stuðnings. – Jökulhettan á Kilimanjaro-fjalli er að hverfa. Það er ekki vegna hlýnunar jarðar, heldur minni úrkomu. – Chad-vatn er að hverfa. Það er ekki vegna hlýnunar jarðar, heldur af öðrum ástæðum. – Fellibylurinn Katrina var harðari en ella vegna hlýnunar. Þetta er ekki rétt. Vís- indamenn telja lítið samband milli hlýnunar og fellibylja. – Ísbirnir drukkna í leit að ísi lögðu um- hverfi. Þetta er ekki rétt. Engin gögn eru til um þetta. – Kóralrif eru að hvítna. Ósannað er, að það sé vegna hlýnunar jarðar. Valið fyrir okkur Dómurinn yfir Gore er vitanlega ekki end- anlegur sannleikur. Hitt skiptir máli, að breski dómarinn færir góð rök fyrir úrskurði sínum og að ótrúlega lítið hefur verið gert úr honum miðað við þá hörðu gagnrýni, sem dunið hefur á heimildarmynd Durkins. Sumar rangfærsl- urnar í mynd Gores hafa raunar verið lengi á kreiki. Í nýársávarpi sínu 1998 sagði Ólafur R. Grímsson til dæmis, að Golfstraumurinn myndi hætta að leita hingað, ef svo færi sem horfði. Síðustu ár hefur Golfstraumurinn flutt meiri varma norður á bóginn en oftast áður. En fjöl- miðlar velja fyrir okkur staðreyndir. Þeir segja andstuttir frá hrakspám, en krefja flytjendur þeirra sjaldnast skýringa, þegar þær rætast ekki, um leið og þeir þegja um aðrar stað- reyndir. Til dæmis er ísbjörnum á Norð- urslóðum frekar að fjölga en fækka. Hafís er vissulega að minnka á Norðurslóðum, en að- eins í svipað horf og oft hefur verið áður. Ís- breiðan á Suðurskautslandinu er á sama tíma að stækka, og óvenju kalt hefur verið í veðri víða á Suðurhveli. Í júlí á þessu ári snjóaði í Góðviðru (Buenos Aires), en það hefur ekki gerst frá 1918. Sumir vísindamenn segja, að yf- irborð sjávar sé ekki að hækka, svo að heitið geti, til dæmis Nils Axel Mörner, sem flutti er- indi á fundi Félags íslenskra veðurfræðinga 2004. Sjálfur hallast ég helst að því, að eitthvað sé að hlýna á jörðinni og það geti að einhverju leyti verið af mannavöldum, en að allt of mikið hafi verið gert úr því, auk þess sem vart borgi sig að gera neitt við því. Fráleitt er að hlaupa til og torvelda og jafnvel stöðva vöxt atvinnu- lífs um heim allan vegna framreikninga úr hermilíkani í tölvu, jafnvel þótt á þeim séu við- urkenningarstimplar Sameinuðu þjóðanna, norsku Nóbelsnefndarinnar og Guðna Elís- sonar. Ísbjörnum fjölgar Ísbjörnum á Norðurslóðum er frekar að fjölga en fækka. „Það þarf sérstakan hroka til að tala fyrir munn alls heimsins eins og Guðni gerir. Auk þess er það í ósamræmi við þá fullyrðingu hans, að ég sé „málpípa ráðandi afla“. Hann hefur sjálfur langflesta valdsmenn að baki sér, eins og hann upplýsir hróðugur.“ Grein- arhöfundur svarar skrifum Guðna Elíssonar um hlýnun jarðar í seinustu Lesbók. Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Guðni gegn gagnrýninni hugsun

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.