Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.2007, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.2007, Síða 1
ÆVISAGAN Í ÁR! Hér segir Sveinn í Kálfskinni frá því þegar hann: -var fóðurmeistari á dönskum búgarði og vann með amerískum indíánum á Keflavíkurflugvelli -var tekinn í landhelgi í Jórdaníu á ólöglegri siglingu á seglbretti -svaf í svítu á diplómatahóteli í Berlín og lá úti í grenjandi stórhríð, einn og týndur uppi á öræfum Íslands -ók í brynvörðum bíl um Bronx og Harleem og sat á spjalli við þriggja kvenna ættarhöfðingja í Afríku -bjó til bæði flugvöll og stöðuvatn upp á eigin spýtur - seldi ferðamönnum allt frá slori og fjósalykt upp í þyrluferðalög. holar@simnet.is M bl 9 14 43 2 Þetta og margt fleira í þessari bráðskemmtilegu ævisögu Sveins í Kálfskinni; ævintýramannsins sem aldrei hefur séð eftir neinu og ætlar, hvað sem hver segir, að byggja kláfferju upp á Vindheimajökul áður en yfir lýkur. lesbók BANNFÆRÐUR MAÓ SEGIR BÓK JUNG CHANG OG JON HALLIDAY UM MAÓ SÖGU SEM EINHVERJIR VILJA EKKI AÐ ÞÚ LESIR? » 12 Stundum er þó ekki laust við að maður sakni uppgjafarinnar andspænis tungumálinu » 2 Morgunblaðið/Kristinn Einar Már Guðmundsson „Vínið var minn andi en nú er andinn mitt vín,“ segir skáldið. » 4 Eftir Þröst Helgason vitinn.blog.is Ég fer ekki ofan af því aðbókmenntaviðburður árs-ins er útkoma margramjög sterkra ljóðabóka sem nefndar hafa verið í þessum dálki áður. Þetta verða ljóðajól. Minna fer fyrir skáldsögunum enn sem komið er þó að vissulega séu þar öflugar bækur á ferð líka eins og Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman Stefánsson, Sandárbókin eftir Gyrði Elíasson, Rimlar hugans eftir Einar Má Guðmundsson og Óreiða á striga eftir Kristínu Mörju Baldursdóttur. Tveir ljóðadiskar sem komnir eru út hjá því ágæta forlagi Dimmu fara ekki hátt í bókaflóðinu en þeir eru gott og öðruvísi innlegg í ljóðaútgáf- una. Diskarnir innihalda annars veg- ar ljóð eftir Óskar Árna Óskarsson lesin af höfundi ásamt tónlist Sunnu Gunnlaugsdóttur og hins vegar ljóð eftir Sigurð Pálsson lesin af höfundi ásamt tónlist Jóels Pálssonar. Ekki er beinlínis um að ræða ljóð og djass eins og bítskáldin stunduðu á sjötta og sjöunda áratugnum þar sem ljóðskáld lásu við undirspil djassins, svinguðu í raun með tónlistarmönn- unum, tóku upp takta þeirra og jafn- vel orðfæri í þeim tilgangi að skapa eitthvað nýtt. Óskar Árni og Sigurður lesa upp á milli þess sem Sunna og Jóel leika tónlist sína. Þarna verður samt til eitthvert dularfullt samspil sem er ekki auðvelt að útskýra. Og kannski er það galdurinn á bak við þessa huggulegu útgáfu; það er eins og allt í einu opnist dyr milli heima, eins og segir í einu ljóði Óskars Árna. Ljóðin eru heldur ekki beinlínis í ætt við skáldskap bítskáldanna sem var yfirlýsingaglaður, eins konar játningar. Báðir flytja þeir Óskar Árni og Sigurður áður útgefin ljóð, Óskar Árni úr sex bókum en Sig- urður ljóðabálkana Árstíðarsólir úr fyrstu bók sinni Ljóð vega salt (1975) og Sumir dagar Sumardagar úr bók- inni Ljóð vega menn (1980). Og báðir eru þeir borgarskáld, Reykjavík- urskáld en nálgast hana með ólíkum hætti, skynja hana með ólíkum hætti, Óskar Árni með augunum („Ég hef aðeins þessi augu“), Sigurður með tungumálinu. Og tónlist Sunnu og Jóels er heldur ekki beinlínis sú framsækna djass- tónlist sem bítskáldin lásu við heldur kannski frekar í ætt við þá tónlist sem Carl Möller lék undir lestri íslenskra ljóðskálda eins og Jóhanns Hjálm- arssonar og Nínu Bjarkar Árnadótt- ur fyrst snemma á áttunda áratugn- um, ljóðrænar stemningar. Þetta er vel heppnuð útgáfa. MENNINGARVITINN Dyr milli heima Laugardagur 24. 11. 2007 81. árg.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.