Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.2007, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.2007, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 3 Tvær frábærar! holar@simnet.is Ótrúlega fyndin og kemur öllum í gott skap Bráðsmellin og reynir á hugmyndaflugið M bl 92 62 42 Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is L engi var hlegið að þeirri hugmynd að skrifa ævisögu Þór- bergs því hann væri búinn að skrifa hana svo vel og rækilega sjálfur að það væri fáranlegt að ætla að skrifa það upp aftur, með ófull- komnari meðulum og miklu minni stílþrótti. En mér fannst það tilraun- arinnar virði,“ segir Pétur Gunn- arsson þegar við ræðum þessa splunkunýju bók hans, Í fátækra- landi – Þroskasaga Þórbergs Þórð- arsonar. Hann bætir við: „Ýmislegt ber á milli og svo líður tíminn. Við sjáum og skynjum margt öðruvísi í dag.“ – Er ekki líklegt að þetta verk muni breyta hugmyndum margra um manninn Þórberg? „Þórbergur er mjög sérkenni- legur í íslenskri bókmenntaflóru. Hann skrifar þessar mjög opinskáu ævisögur, eins og Bréf til Láru, Ís- lenskan aðal og Ofvitann, og seinna Suðursveitarbækurnar. Hann er sá höfundur íslenskur sem einna lengst hefur gengið í að opinbera ævi sína. Þess vegna kann að koma á óvart við lestur á dagbókunum, sendibréfum og öðru óbirtu efni, að það birtist svolítið annar Þórbergur. Að því leyti gæti þessi skoðun mín á honum hugsanlega komið á óvart. Það er eins og þegar maður horfir á fjallið hinumegin frá; það lítur öðruvísi út.“ – Lesendur vilja iðulega trúa sjálfsævisögum en auðvitað ber að taka þeim með fyrirvara. „Þótt höfundurinn segi „ég“ og standi mjög nærri sjálfum sér, eins og í Fjallkirkju Gunnars, Í leit að glötuðum tíma eftir Proust, og á vissan hátt líka í bókum Þórbergs, þá er þetta samt ekki hin raunveru- lega persóna. Það er pínulítil hliðr- un. Í Suðursveitarbókunum sviðset- ur hann hluti og býr í haginn til að hámarka áhrifin. Til dæmis má nefna skútustrandið sem hann lætur bera upp á sama tíma og brúðkaup foreldranna, það bar ekki upp á sama tíma – en það er svo flott! Margir feila sig á þessu með Þór- berg, vegna þess að hans aðferð er að ganga mjög fram með stað- reyndum, dagsetningum og hárná- kvæmum lýsingum á veðurfari. En hann segir opinskátt í minning- argrein um séra Árna Þórarinsson að þetta sé á vissan hátt „trix“, til að blekkja lesandann til fylgilags. Þeg- ar búið sé að hæla lesandann niður með staðreyndum, þá geti höfund- urinn farið á flug. Þórbergur er miklu brögðóttari höfundur en menn vilja vera láta. Hann segir líka í fyrrnefndri minningargrein að ein- kenni snillingsins sé að hann trúi jafnvel því sem hann veit að er lygi. Hámarkið er að geta blekkt sjálfan sig til fylgilags. Þá er skáldskap- urinn líka orðinn að veruleika í sjálf- um sér.“ Leiðinlegar og skemmtilegar – Þetta er meðvitað stílbragð. „Eins og allir góðir höfundar þá svífst hann einskis! Stundum hefur Þórbergur verið afsakandi gagnvart þessu, eins og með framhjágönguna í Íslenskum aðli. Hún átti sér ekki stað í raun og veru, hann hitti elskuna sína í Hrúta- firðinum. Það er vottað og staðfest í dagbókunum. Hann er hálfskömm- ustulegur gagnvart þessu og skrifar litla nótu í hlutaðeigandi dagbók, að hún hafi ekki verið honum handbær þegar hann skrifaði Íslenskan aðal, hún hafi verið í láni og þess vegna fari hann rangt með staðreyndir. En í raun og veru aðhyllist hann skoðun Oscars Wilde: Það eru til tvenns konar bækur, leiðinlegar og skemmtilegar.“ – Þú hefur legið í dagbókum Þór- bergs og pappírum. Var hann með- vitaður um að menn myndu rann- saka dagbækurnar? „Já. Hann varðveitir dagbæk- urnar vandlega, en fargar samt sum- um. Og hann réðst í þá rosalegu handavinnu að stroka Sólu [Sólrúnu Jónsdóttur, barnsmóður sína] út úr öllum dagbókarfærslum áranna 1918 til 1931. Það er ekkert smáræði, heil 13 ár. Nú færir hann dagbækurnar alltaf með bleki þannig að það hefur ekki verið lítil vinna að stroka þetta út. En hann gerir það svo nost- ursamlega að það er með harm- kvælum, með stækkunargleri og sterku ljósi að maður getur grillt í stafinn S og einhverja tímasetningu. Hann gerir ráð fyrir því að seinni tíma menn muni hnýsast í þessar dagbækur og af einhverjum ástæð- um vill hann draga fjöður yfir þetta.“ Þessir tveir bera af Þegar ég spyr Pétur hvort hann hafi lengi haft dálæti á Þórbergi kemur hik á hann. „Ég verð að viðurkenna að á ung- lingsárunum og vel fram eftir þá var Þórbergur mjög í skugganum af Halldóri Laxness, og kannski fleiri höfundum. Þó man ég að eitt hjá Þórbergi snerti mig strax; vett- vangur sagna Halldórs var alltaf sveitin og þorpið en í Íslenskum aðli og sérstaklega Ofvitanum gerir Þór- bergur borgina að sögusviði. Hann flyst til Reykjavíkur þegar hann er á 18. ári og Reykjavík verð- ur heimkynni hans í miklu bók- staflegri merkingu en orðið gefur til kynna. Hann er svo vegalaus, hann býr inni á öðrum, stöðugt á flótta undan húsaleiguskuldum og vett- vangur hans er gatan. Hann gengur og gengur og gengur og gengur, aft- urábak og áfram þessar götur sem Reykjavík var þá. Þetta höfðaði strax til mín, það var svo lítið um Reykjavík í bókmennt- unum. Síðan leið tíminn og ég fór að hugsa um allt annað en þegar ég ranka við mér næst hafa þau undur gerst að heildarútgáfa á verkum Þórbergs er komin út. Þetta var árið 1976. Þvílík veisla! Það var ekki fyrr en þá sem ég uppgötvaði Sálminn um blómið. Og uppgötvaði hvílík snilld hann var. Í kjölfarið komu merkilegar bæk- ur sem Helgi M. Sigurðsson ann- aðist útgáfu á: Ljóri sálar minnar og Mitt rómantíska æði, allt óbirt efni, sem varpaði nýju ljósi á Þórberg, sýndi margræðari karakter og flókn- ari aðstæður. Síðan gerðist það á aldarafmæli Þórbergs árið 1989 að við í Félagi áhugamanna um bók- menntir settum saman heilmikla dagskrá um skáldið. Ég var þar með erindi um Þórberg og skáldsöguna og gerði nokkuð kerfisbundnar at- huganir á sambandi þeirra Halldórs. Þá var ég líka genginn í björgin og má segja að ég hafi varla sleppt hendinni af Þórbergi síðan.“ – Þú talar um Halldór og Þórberg sem snillinga 20. aldarinnar. „Fyrir mér er enginn vafi á því. Þessir tveir höfundar bera al- gjörlega af í íslenskum lausamáls- bókmenntum á 20. öld.“ Trúður og hirðfífl – Sumir hafa viljað setja Þórberg í gervi trúðsins. Hvað segir þú um það? „Málið er flókið. Annarsvegar er hann gríðarlega agaður verkamaður, hreinræktaður atvinnurithöfundur sem fer aldrei út af sporinu í vinnu- brögðum. Svo er hitt, í hvaða gervi hann kemur fram út á við. Innst inni er hann vísast sveitamaður í bestu merkingu þess orðs, og ég held í sinn hóp mjög eðlilegur og lítið tilgerð- arlegur, en náttúrlega húmoristi og ólíkindatól. En það kann að vera að þegar hann fór að koma fram, fyrir fjölmiðlamenn og á opinberum vett- vangi, þá hafi hann kosið trúðs- gervið. Hvort sem það hefur verið vörn eða eitthvað annað, þá hefur það í og með unnið gegn honum. Meira að segja útgefandi hans, Ragnar í Smára, hefur þessi orð um hann í sendibréfi til Matthíasar Jo- hannessen, að innst inn sé Þórberg- ur trúður og hirðfífl. Hann hefur ekki passað nógu vel upp á ímynd- ina! Andstætt Halldóri sem aldrei datt út úr rullunni. En það verður líka að hafa í huga það sem Þórbergur segir á einum stað í óbirtu ævisöguhandriti, að hann sé svo mikið fyrir hasarinn, sensasjónina. Þetta draugatal og skrímslatal og fleira misjafnlega skemmtilegt er ein aðferð til að hafa fjör! En húmoristinn glottir alltaf á bakvið.“ – Það kemur vel fram í bókinni hvernig Þórbergur grípur í nýjar hugmyndir, eins og guðspeki og esperantó. „Það er karaktereinkenni á Þór- bergi að hann gefur sig allan á vald því sem hann hefur áhuga á hverju sinni. Í endurfæðingakrónikunni sem hann skrifaði 1939 skiptir hann ævi sinni upp í nokkur skeið. Ólíkt okkur flestum, sem venjulega dett- um inn og fljótlega aftur út úr okkar dillum, hefur Þórbergur ótrúlegt út- hald í sínum áhugamálum. Þegar hann til að mynda endurfæðist til ís- lenskra fræða þá gerir hann ekkert annað í fjögur, fimm ár en að lesa ís- lensk fræði, hugsar um lítið annað. Þegar hann frelsast síðan til esper- antó keyrir um þverbak. Hann er vakinn og sofinn í allt að 20 tíma á sólarhring, meira að segja á klósett- inu, að lesa esperantó. Síðasta endurfæðingin er 1933, þá endurfæðist hann til ritstarfa og sú endurfæðing endist honum ævina út. En það er ekki eins og eitt áhugamál hafi leyst annað af hólmi, hann held- ur öllum þessum boltum á lofti þótt fókusinn sé á eitt í einu. Þetta sam- þættist allt í honum. Aftur á móti flokkar hann sósíal- ismann ekki sem endurfæðingu, fyr- ir honum er hann skynsamleg nið- urstaða um hvernig samfélagsháttum mannanna sé best fyrir komið. Og hann ver þá afstöðu í líf og blóð. Sovétríkjunum og Stal- ínismanum tók hann því miður á nafnvirði og er ekki ofsögum sagt af glámskyggni hans í þeim efnum.“ – Lesendur munu eflaust undrast fjölskrúðug kvennamál Þórbergs. „Já, margt við Þórberg kemur á óvart við lestur á dagbókunum. Mér kom mest á óvart hvað hann var of- boðslega félagslyndur. Ég hafði ímyndað mér hann skrifandi á sínu kamesi og lítandi af og til í Unuhús, en ég held að ekki hafi liðið kvöld svo áratugum skipti, að Þórbergur hafi ekki farið í heimsóknir. Þá hittir hann ævinlega fólk á rölti sínu um bæinn og tekur það tali, fylgir því heim að dyrum og inn eða sest með því á kaffihús. Ég held það megi full- yrða að Þórbergur hafi að jafnaði umgengist tíu til tuttugu manns á hverjum degi. Og þar voru konur í ríkum mæli. Hann var heilmikill stelpustrákur. Og þótt hann segi þá glannalegu setningu í Stóra handrit- inu að hann hafi bara kynferðislegt gaman af konum, það sé svo lítið vit í þeim, þá skýtur það skökku við veru- leikann, hann á vinkonur, sem hann er í miklu andlegu – og stundum lík- amlegu – sambandi við.“ Hitti Sólu í einrúmi – Samband hans við Sólu er sér- kennilegt og hann vill ekkert vita af dóttur sinni. „Hluti af því gæti verið að karl- menn á þessum tíma voru ekki mikið orðaðir við börn. Og það voru fleiri en Þórbergur sem áttu börn í lausa- leik sem þeir höfðu engin afskipti af. Meira að segja rithöfundar. En það er rétt að Sóla er alveg sér á parti. Aðrar vinkonur, eins og Kristín, Gunnþórunn, Guðný, Ágústa, Fríða og hvað þær heita allar saman, ve- fast saman við þetta geysilega skemmtilega félagslíf í Unuhúsi og Mjólkurfélagi heilagra. Sólu aftur á móti hittir hann í einrúmi.“ Vinnuaðferð Péturs í bókinni Í fá- tækralandi er forvitnileg. Unnið er úr umfangsmiklum heimildum en hann skrifar verkið sem skáldsagna- höfundur; skýtur inn leikþáttum og uppdiktar samtöl, flakkar á milli tíma Þórbergs og núsins. „Það má segja að bókin sé bast- arður,“ segir Pétur. „Hún er á mær- um skáldskapar og fræða. Ég reyni að endurskapa þessa þroskasögu með aðferðum skáldsagnahöfund- arins. Ég styðst ríkulega við heim- ildir og jafnvel þar sem ég leysi land- festar og fer út í skáldskap byggir það í flestum tilvikum á veruleika. Sumt af þessu er Þórbergur búinn að segja sjálfur og þá finnst mér gaman að hliðra ögn til sjónarhorn- inu. Atburðirnir lifna á ný frá nýjum vinkli. Og í stað þess að gæta mín á að stíga ekki út fyrir sögusviðið geri ég það meðvitað, líkt og í Skáldsögu Íslands. Í samanburðinum býr sköp- unin.“ Á mærum skáldskapar og fræða Morgunblaðið/Einar Falur Horfði á fjallið „Þórbergur er miklu brögðóttari höfundur en menn vilja vera láta,“ segir Pétur Gunnarsson; hann beitti trixum á lesandann. Þórbergur Þórðarson er óumdeil- anlega einn af helstu rithöfundum þjóðarinnar. Í mörgum kunnustu verkunum er hann sjálfur fyrir miðju og bækurnar hafa verið lesn- ar sem sjálfsævisögur. Pétur Gunn- arsson hefur af miklum hagleik skrifað fyrra bindi þroskasögu Þór- bergs og þar kemur sitthvað for- vitnilegt í ljós. Blaðamaður ræddi við Pétur um verkið og rannsóknir hans.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.