Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.2007, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.2007, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 7 Eftir Arnar Eggert Thoroddssen arnareggert@gmail.com Hinn samfélagslega meðvitaði(og ágætlega söngvissi) Breti Billy Bragg hefur tilkynnt um nýja plötu en heil fimm ár eru síðan hann spásseraði um þær grundir. Mr Love & Jus- tice kemur út í mars á næsta ári og það er Grant Showbiz sem snýr tökkum og goðsögnin Robert Wyatt sér um bakraddir í opn- unarlagi plötunnar, „I Keep Faith“. Síðasta plata Bragg, England, Half- English, kom út 2002 en hana gerði hann með sveitinni The Blokes. Síð- asta plata þar á undan var William Bloke (1996) en þá eru frátaldar tvær prýðisplötur sem hann gerði með bandarísku sveitinni Wilco, Mermaid Avenue I og II. Pólitísk at- hafnasemi hefur verið í forgrunni að undanförnu en í dag er Bragg einn helsti talsmaðurinn fyrir bættum réttindum tónlistarmanna.    Og þá eru það eldheitar fréttir úrWeezerlandi. Þessi bandaríska kraftpopprokkssveit, sem er leidd af ólíkindatólinu Rivers Cuomo, er klár með nýja breiðskífu en þeir taka ekki alveg Radiohead á þetta sem skutluðu plötu sinni nánast beint úr hljóðverinu og út á netið. Það er hálft ár í að platan, sem hefur verið kölluð Tout Ensemble, komi út ein- hverra hluta vegna. Bassaleikari sveitarinnar, Scott Shriner, er eld- hress með plötuna og segir hana innihalda, „erfiðustu markmið sem sveitin hafi sett sér til þessa“. Lögin eru víst átján talsins og platan kem- ur út 18. apríl á vegum Geffen en síð- asta verk, Make Believe, kom út 2005. Þá er von á sólóefni frá nefnd- um Cuomo en ekki þarf að bíða lengi eftir því, en útgáfudagur er 18. des- ember. Platan kallast Alone: The Home Recordings of Rivers Cuomo og ber hún með sér útgáfur af Wee- zer-lögum sem Cuomo glamraði inn á band í eldhúsinu hjá sér. Spannar settið allt frá 1992 og til dagsins í dag og innheldur einnig áður óheyrð lög, nokkur tökulög, lög af rokk- söngleik sem Cuomo kláraði aldrei (Songs From The Black Hole) og upprunalegu prufuupptökuna af „Buddy Holly“, laginu sem kom Weezer á kortið árið 1995. Jólagjöfin í ár? Tvímælalaust!    Nýrokksveitin Tapes N’ Tapesátti eina af skemmtilegri plöt- um síðasta árs. The Loon þótti minna á Pavement í skrýti- og fersk- leika en platan kom reyndar út upp- runalega haustið 2005 og gaf sveitin þá sjálf út en platan fékk svo betri dreifingu í fyrrasumar. Hin „erfiða plata nr. 2“ eins og þær eru gjarnan kallaðar kemur svo út á vegum XL Recordings næsta vor. Það var Dave Fridmann (Flaming Lips, Weezer) sem tók upp. Það er líklega til marks um þá neðanjarðarstöðu sem sveitin hefur notið til þessa að leiðtoginn Josh Grier var mest í skýjunum yfir því að hafa tekið upp í hljóðveri. „Og það var líka stórkostlegt að fá pen- inga til að borga fyrir það!“ bætir hann við. TÓNLIST Billy Bragg Weezer Tapes N’ Tapes Eftir Helgu Þóreyju Jónsdóttur findhelga@gmail.com Ég gleymi því aldrei þegar pabbi minnsýndi mér Lög unga fólksins meðHrekkjusvínunum í fyrsta skipti. Égstóð í stofunni heima hjá mér á Ólafs- firði þegar hann rétti mér hana í skrautlegum umbúðum sínum. Hún var gul, græn, blá og rauð – þakin ógnvekjandi ljótu fólki. Mér leist ekkert sérstaklega vel á hana til að byrja með en fljót- lega varð hún ein af mínum uppáhalds plötum og hefur fylgt mér alla tíð. Ég gef hana litlum frændum, börnum vina og hverjum þeim vanda- manni sem hefur gaman af því að hlusta á drep- fyndna texta og syngja með. Í mörg ár vissi ég ekki að neinum þætti jafn vænt um þessa plötu og mér – það var ekki fyrr en ég rambaði inn í kommúnistapartý í Kópavoginum sem að ég fann unga sveina sem sátu á þar gólfinu og sungu lagið um Grýlu af hjartans lyst. Síðan hef ég í hávegum haft þá sem skilja og elska Lög unga fólksins. Lögin voru samin af Leifi Haukssyni og Val- geiri Guðjónssyni. Þau eru ágætis kassagít- arsraul í anda Spilverksins – útsetningarnar eru nægilega flóknar til þess að kitla eyrað en á sama tíma nógu einfaldar til þess að auðvelt sé að syngja með. Textar Péturs Gunnarssonar eru há- punktur plötunnar. Flestir þekkja lagið ,,Afa- söngur“, en það fjallar um afann sem lýgur því að börnunum að hann hafi ferðast um heiminn og lent í stórkostlegum ævintýrum til þess eins að vera hæddur af krökkunum fyrir að fara með rangt mál. ,,Grýla“ segir frá því að nú sé Grýla dauð og aðeins til í barnabókum og ,,leiðurum blaða til að fæla fólk frá hærri, og meiri, kaup- kröfum“. Einnig má finna skemmtilega ádeilu á bifreiðamenningu Íslendinga í laginu ,,Ekki bíl“ sem dásamlega vel sungið af Diddú. Lagið fjallar um stúlku sem grátbiður foreldra sína um að láta bílinn eiga sig og ganga frekar um bæinn og njóta útiloftsins. ,,Hvað ætlar þú að verða?“ er í einna mestu uppáhaldi hjá mér. Í því er sagt frá þeim al- þekkta þrýstingi að verða að vita hvað maður ætl- ar að gera við lífið sitt. Þegar Egill Ólafsson seg- ist ekki hafa hugmynd um hvað hann vill, má heyra hina stórkostlegu línu ,,Ert‘ekki með öllum mjalla? Æpir Lóa frænka. Læknir eða listaskáld með yfirgreiddan skalla! “ Textar á borð við þennan minna á allt fólkið sem hefur ekki kort- lagt framtíð sína og ætlar að leyfa lífinu að gerast af sjálfu sér – og það eru ansi margir. Lífsgæða- kapphlaupinu og þeim gríðarlega þrýstingi sem margir sæta af hálfu umhverfisins hvað varðar starfsval og hamingju eru gerð skil með innsæi og sömuleiðis gamansemi. Ógrynni annarra góðra texta eru á plötunni. Í ,,Gestir út um allt“ verða börnin á heimilinu vitni að partíi foreldra sinna, í ,,Krómkallar“ er skuldastaða heimilanna til umfjöllunar og þar fram eftir götunum. Þetta hljómar allt ósköp al- varlega en Pétri Gunnarssyni tókst á Lög unga fólksins að skapa létta umgjörð um alvarleg mál sem eru ennþá viðeigandi þrátt fyrir að þrjátíu ár séu frá því að platan kom út. Með lagasmíðum Valgeirs og Leifs er textunum gefið það rými sem þeir þurfa til þess að hitta í mark á þægilegan og auðmeltanlegan hátt. Lög unga fólksins hefur fyrir löngu skipað sér sess á meðal merkilegustu platna sem hafa komið út hér á landi einkum og sér í lagi sökum þess að hún er skemmtileg bæði fyrir börn og fullorðna. Með því að fjalla um hana hér auðnast mér sá heiður að minna á það merka verk sem hún er, bæði í samhengi við íslenska plötuútgáfu og rifna umslagið sem ég á ennþá inni í skáp, þótt platan sjálf sé nú löngu týnd. Plata fyrir alla POPPKLASSÍK Eftir Atla Bollason bollason@gmail.com D esember er huggulegasti mánuður ársins – þrátt fyrir allt tal um kvíða og neyslu og almenna klikk- un landsmanna eru jólin bara nokkuð skemmtileg. Hins vegar fær afskaplega vond tónlist líka að vaða uppi í krafti tengingarinnar við jólin og ég hugsa að þeir séu ófáir plötuskáparnir á landinu sem mætti flikka upp á hvað jólatónlist varðar. Strax í upphafi vil ég taka fram að ég er enginn sér- fræðingur á þessu sviði og magnið af jólaplötum sem er til er hreinlega svo yfirgengilegt að það tæki eflaust áratugi að ná áttum í þessu flóði. En ég hef þó kynnst nokkrum jólaplötum í gegnum tíðina sem mér hafa þótt allt í senn; skemmtilegar, list- rænar og hæfa tilefninu. Hér verður stuttlega gerð grein fyrir nokkrum þeirra, og ég vil hvetja les- endur til að senda mér línu og mæla með fleirum. King’s College Choir Sú jólaplata sem hefur fylgt mér hvað lengst er jólaplata með ýmsum hefðbundnum jólalögum í flutningi kórs King’s College í Cambridge. Kórinn er einhver elsti háskólakór í heimi, hann var stofn- aður árið 1441 og hafði það hlutverk að syngja við guðsþjónustu í kirkjunni sem var reist við háskól- ann. Platan nefnist O Come All Ye Faithful og kom út árið 1984. Kórinn hefur sent margar jólaplötur frá sér síðan en það virðist útbreidd skoðun að þeim hafi tekist best til í fyrstu tilraun. Kórinn stendur einn að flutningnum án nokkurra hljóð- færa og platan öðlast fyrir vikið gríðarlega hátíð- legan blæ og er kjörin til afspilunar yfir bláhátíð- arnar – á Þorláksmessu, aðfangadag jóla, jóladag og annan. Lögin eru vel þekkt en þrátt fyrir það virðist maður ekki fá nóg af plötunni hversu oft sem maður heyrir hana. Gunnar Gunnarsson Organistinn og píanóleikarinn Gunnar Gunnarsson hefur sent frá sér nokkrar léttar skífur síðustu ár þar sem hann flytur ýmis djass- og popplög á píanó í svonefndum skálm-stíl (e. stride) þar sem píanó- leikarinn leikur allar raddirnar. Oft verður úr ein- kennandi rytmi þar sem vinstri höndin tekur stór stökk á öðru hverju slagi – hún er neðarlega á hljómborðinu á einum og þremur en slær ofar á tveimur og fjórum. Jólalög fá þessa meðferð á plöt- unni Des frá 2003. Lagavalið er blandað, þótt megnið sé létt og poppað. Úrvinnslan er djössuð svo skífan hæfir seinni hluta hátíðarkvöldanna bet- ur – platan fer betur með kaffinu og víninu heldur en með steikinni. Eins og með plötu King’s College Choir kemur á óvart hversu gríðarlegt endurspil- unargildi þessi plata hefur – hún ræður auðveld- lega við hundrað hlustanir á nokkrum dögum, enda áreitið lítið og þægindin algjör. Beach Boys Í aðdraganda jólanna fá erfiðustu lögin að hljóma – yfirþjöppuð æsingslög á fullu blasti í útvarpinu. Þá getur verið mjög gott að flýja blandið í pokanum og taka sér þrjátíu eða fjörutíu mínútur í að hlusta á jólalög í flutningi einnar sveitar eða eins pródú- sents; skapa smá jafnvægi. Í þeim tilgangi hefur platan The Beach Boys’ Christmas Album frá 1964 reynst vel. Auk vel þekktra jólalaga eins og „Frosty the Snowman“ og „White Christmas“ samdi Brian Wilson ein fimm ný jólalög sem heyr- ast ekki oft en eru vel heppnuð. Um sönginn þarf ekki að fjölyrða, harmoníurnar eru gullfallegar eins og Beach Boys er von og vísa. Platan er einnig mjög amerísk á einhvern hátt – en sjálfur er ég mikill aðdáandi amerískra jólalaga, Bing Crosby og allt það. Kalifornísk jól eru óneitanlega ólík þeim íslensku og það er í þeim ólíkindum sem sjarminn liggur. Denny kveður hlustendur svo með virktum í lok plötunnar svo úr verður heimilisleg og skemmtileg stemning. Phil Spector, Low og fleiri Phil Spector kveður hlustendur líka með svipuðum hætti í lok jólaplötunnar A Christmas Gift to You from Phil Spector sem kom út árið 1963. Þar eru helstu samstarfsgrúppur Spectors samankomnar, The Ronettes, The Crystals, Darlene Love og fleiri. Spector og vinir hans glíma við hefðbundin jólalög en undir þau er öll kvittað með risavöxum einkennishljómi Spectors sem flestir þekkja gegn- um stúlknasveitir sjötta og sjöunda áratugarins. Píanói, sleðabjöllum og stórum harmóníum er hlað- ið hverju ofan á annað svo úr verða jólaleg og spek- trísk jól. Á hinum enda hljóðrófsins er hið lágstemmda og heimagerða. Þar hefur hljómsveitin Low athafnað sig, og árið 1999 gaf hún út stutta skífu sem heitir einfaldlega Christmas. Hún er ögn sorglegri en flestar jólaskífur, þar er tappað inn á melankól- ískan blæ jólanna, en þó ekki um of. Flest lögin eru eftir Low sjálf (sem léku á frábærum tónleikum hérlendis árið 1999 og aftur árið 2001) þótt „Heims um ból“ og fleiri láti á sér kræla. Af öðru í indírokkdeildinni mætti nefna Sufjan Stevens sem er grallaralegur í boxinu Songs for Christmas sem út kom í fyrra. Það er æði misjafnt – sumt er hálfgert grín, enda upptökurnar upp- runalega gerðar til að gefa vinum og vandamönn- um, en þegar vel til tekst er vel hægt að njóta þess. Þá spillir ekki að geta sett saman lagalista í tölvu eða skrifað bestu lögin á eigin disk. Plöturnar sem hér hafa verið nefndar eru æði ólíkar og vitaskuld er upptalningin langt í frá tæm- andi. Múm flutti t.a.m. „Nóttin var sú ágæt ein“ á safnskífu fyrir fimm árum eða svo sem nefndist Seasonal Greetings og ég hef aldrei komist yfir, en lítur vel út á pappírnum (Saint Etienne, Erlend Öye, Badly Drawn Boy o.fl. eiga þar lög), og svo hafa menn leikið sér að því að taka jólalög í sundur og misþyrma eins og á skífunni A Mutated Christ- mas frá Illegal Art og A Very Unschooled Christ- mas frá útgáfunni Unschooled, svo eitthvað sé nefnt. Það kostar ekki nema nokkrar klukkustund- ir og nokkur þúsund krónur að skipta jóladisk- unum sem fylgdu með konfektinu út, og ég er ekki frá því að það geti skilað sér í skemmtilegri hátíð. Skyld’etta vera jólahjól? HVERJAR eru uppáhaldsjólaplöturnar þínar? Hér segir greinarhöfundur frá sínum. The Beach Boys’ Christmas Album Kalifornísk jól eru óneitanlega ólík þeim íslensku og það er í þeim ólíkindum sem sjarminn liggur, segir Atli um jólaplötu Beach Boys frá 1964.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.