Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.2007, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.2007, Page 9
ilvægt, hálfri öld síðar; það hafi verið vel skrifað með köflum en dönskuslettur varpað á það nokkrum skugga. Tímarit þetta var eitt hið glæsi- legasta sem gefið var út í norðurálfu, og áreið- anlega það tímarit sem mest sópaði að á Norð- urlöndum á þeim árum. Má fullyrða að þessu riti hafi ekki verið sýndur sá sómi sem það á skilið, svo mikilsvert sem það var í menningarsögu okk- ar og samtíðarsögu sinni. Fjölnismenn lögðu áherzlu á fjölbreytni tíma- rits þeirra, eða afbreytingu eins og þeir komust sjálfir að orði. En það voru ekki allir þeirrar skoð- unar að efnið gæti orðið almenningseign. Í öðrum árgangi Fjölnis, 1836, er grein sem heitir Úr bréfi af Austfjörðum. Þar er minnzt á ævintýrið af Eggerti glóa og sagt það sé „til lítils handa flest- um Íslendingum“. Þeir hafi varla mikinn áhuga á slíku efni og því síður gagn. „Að minnsta kosti hef ég heyrt marga ámæla, og hafa óbeit á þess konar skröksögum, sem þeir vita ekki þýðinguna í. Snotur kvæði, sennilegar sögur og þvíumlíkt, held ég væri betur við alþýðugeð, og gjörðu meiri not.“ Það sé nauðsynlegt að þekkja matinn frá moðinu. Þessu svara fjölnismenn og segja að það sé undarlegt hvað mörgum Íslendingum þyki lítið koma til sögunnar af Eggert glóa. Því verði að vísu ekki komið við þessu sinni að sýna framá, hvílíkt snilldarverk hún sé og í hverju fegurð hennar sé fólgin, en þess væri óskandi að einhver Íslendingur yrði til að semja slíkt ævintýri því þá væri nóg að snúa því á önnur mál til þess að allar þjóðir í norðurálfunni segðu við sjálfa sig: Það er óhætt að telja þennan Íslending með beztu skáld- um á þessari öld(!) En sem sagt, marga lesendur skortir augsýni- lega estetískan skilning á því sem Jónas og þeir félagar eru að reyna að koma til skila og að því leyti er lítill munur á samtíma þeirra og þeirri öld sem við nú lifum. Það er svo í næsta hefti, eða 4. árgangi Fjölnis, 1838, sem þeir félagar taka þetta efni til með- ferðar í formála sem heitir Fjölnir, sömu grein- inni og þeir vega hvað harkalegast að rímunum sem þeir kalla leirburð en þær hafi aflagað tilfinn- ingar Íslendinga og álit þeirra á eðli hins rétta skáldskapar, eins og komizt er að orði. En þó reynist það vonandi ekki sannmæli sem sagt hafi verið að skáldaandi og fegurðartilfinning sé sjald- gæfust á Íslandi. Þá segir: „En hvað sem því líð- ur, mun það ekki sízt hafa spillt fyrir Eggerti glóa – eins og nú var sagt – að fáir hafa skilið ævintýr- ið, og tilgang þess, og hvað það hefir sér til ágæt- is. Við ætlum ekki, að það sé óbrigðult einkenni góðs skáldskapar, að hann leiði fyrir sjónir „fram- takssemi og kænsku“, heldur hitt, að hann sam- svari kröfum skáldlegrar fegurðar, og sannleik- ans og siðseminnar, að því leyti, sem fegurðin í snilldarverkum þarf ætíð að styðjast við það hvoru tveggja. En það veitti ekki af heilli ritgjörð, til að útlista, í hverju fegurð og snilld alls skáld- skapar sé fólgin. En hér nægir að vikið sé á þeim til frekari íhugunar, er vita vilja hið sanna í þess- um efnum: að skáldin geta tekið sér til yrkisefnis hvurt sem þau vilja – hinn sýnilega heim eða hinn ósýnilega, hinn ytra eður hinn innra, hinn lík- amlega eða hinn andlega. Með þessu móti er allur skáldskapur undir kominn, að efnið er ann- aðhvurt tekið að utan eður að innan, af hinu ein- staka, sem fyrir sjónir ber, eður hinum almennu lögunum sem það allt fer eftir.“ Hér er átt við efnið í ævintýrinu um Eggert glóa, því að það gerist á mörkum raunveruleikans og þess sýndarveruleika sem slík ævintýri eru venjulega sprottin úr. Fjölnismenn verja sig m.a. með því að skáldið geti annaðhvort farið eftir frá- sögnum sem til eru um háttu manna á ein- hverjum tilteknum tíma, eins og þeir komast að orði, hvort sem þær eru sannar eða ekki, og sniðið úr þeim efni, sögu eða ævintýri eins og honum lík- ar. Skáldinu hafi því betur tekizt sem saga hans er líkari þeim tímum, þegar hún átti að gerast og þeim mönnum sem um er fjallað, séu þeir af frá- sögum kunnir eða að öðrum kosti því, hvernig fólk mundi hafa hagað sér í hugrenningum, orð- um og gjörðum, vel eða illa. Þeir sem lesi þannig sögu sjái þá tímana í huga sínum sem hún segi frá og hún verði þegar litið sé til háttsemi þeirra tíma, eins líkleg og þó sönn væri, þó að hún sé ein- ber samsetningur. En þó sé hún ekki lygi heldur, þegar hún fer svo nærri því sem hún átti að leiða í ljós. „Hún er sönn að því leyti, sem skáldskap- urinn er sannur; en hann er ætíð fólginn í því, að smíða af hugviti og ímyndunarafli, og í því er hann frábrugðinn sagnfræðinni, er aldrei má herma annað en það, er nóg eru rök til, að í raun og veru hafi við borið.“ Sagan af Eggerti glóa er eftir Tieck og fjallar um Eggert riddara og Bertu konu hans. Hún seg- ir frá ævintýrum æsku sinnar, þegar hún villtist og rakst á kerlingu sem tók ástfóstri við hana, en af sögunni er augljóst að þar er örlaganornin komin til skjalanna og breytir ævintýrinu í eins konar táknlega sögu sem fjölnismenn hafa talið, að almenningur hafi getað dregið lærdóma af. Þá koma ævintýraminni um fugl og hund, en boð- skapurinn er mæltur af vörum kerlingar: Ef þú heldur svona áfram mun þér ætíð vegna vel, en aldrei verður það að góðu, ef gengið er af réttum vegi. Hegningin kemur eftirá þó hún stundum komi seint. Og það var eins og við manninn mælt, þegar stúlkan gekk af hinum rétta vegi og breytti ranglega fór að síga á ógæfuhliðina og endaði að sjálfsögðu með ósköpum. Töfraveröldin breyttist í grimman veruleika. Ég skil þetta svo að það muni einnig gerast í frelsisbaráttu Íslendinga, ef þeir gangi ekki til góðs,svo að vitnað sé í ljóðlínur Jónasar. Í bréfinu af Austurlandi er dálítil hugleiðing sem á ekki síður við okkar tíma en umhverfi Fjölnis fyrir miðja nítjándu öld og enginn vafi á því að margur nú um stundir hugsar með svip- uðum hætti um það umhverfi íslenzkrar menn- ingar sem við nú búum við, hlutfallaleysið í verð- mætamati og ágjöf alls kyns tízkuróts. Í bréfinu segir: „Að þessu sé orðið svona varið hjá helzt til mörgum löndum okkar, sjáum við á því, hvernig þeir taka allt nærri því með sömu þökkum. Rímnabagl vesælla leirskálda, t.a.m. Sigurðar „Breiðfjörðs“, bókin með Láka-brag og Einbúa- ljóðum (Roðhattsbragurinn hefði átt að vera með í ofanálag!) – þetta er keypt eins ljúflega og miklu meir tíðkað en Paradísar-missir og Messía-ljóð, svo hver „sultarkogni“ er farinn að geta haft sér það til atvinnu að láta prenta alls konar bull, sem (eins og sr. Tómas hefur með sanni sagt um ís- lenzkar ritgjörðir á einu tímabili) ekki er til ann- ars en sýna seinna meir „smekkleysi“ vorra daga.“ 5En hvaða tengsl skyldu vera milli formálaFjölnis og ljóða Jónasar annars vegar ogEggerts Ólafssonar og verka hans hins vegar? Þegar skoðað er í saumana á verkum Eggerts kemur í ljós að þessi tengsl eru miklu meiri en virðist í fljótu bragði. Þau birtast á víð og dreif í kvæðum hans 1832, en Tómas Sæmunds- son gaf þau út og þau höfðu án efa feiknamikil áhrif á afstöðu fjölnismanna, ekki sízt Jónasar. Í formálanum fyrir bókinni fjallar Eggert Ólafsson um skáldskap með þeim hætti sem Jón- as Hallgrímsson hefði að mestu getað tekið undir, en þar segir hann m.a. að „algjört skáld“ hafi þessar höfuðgáfur til að bera, eins og hann kemst að orði: hagmælsku, andríki og smekk. Í smekkn- um sé m.a. fólgin viðkvæm nærfærni og þegar all- ar fyrrnefndar dyggðir séu saman komnar á ein- um stað, „gætu menn jafnvel (með kveðskap) villt tunglið burt af himninum“ og er þetta tilvitnun í latneskan texta. Það er augljóst af formála Eggerts að þar held- ur um penna sérstæður hugsuður og hámennt- aður og miklu betur að sér en ráða mætti af kveð- skapnum. Hann notar ljóðlistina augsýnilega til þess að koma hugsjónum sínum á framfæri frem- ur en hann treysti sér til að uppfylla fyrrnefnd þrjú atriði höfuðgáfunnar. Í höndum hans verður skáldskapurinn einskonar mælskulist þar sem hvert einstakt erindi eða kvæði er ritgerð út af fyrir sig og þá um þau hugðarefni sem stóðu Egg- erti Ólafssyni næst. Hann segir enda sjálfur að skáldskaparkonstin sé „ei annað en sú efsta trappa mælskukonstarinnar“, og tilgangur og nytsemi skálda og mælindismanna á að vera allur hinn sami, sem sé: að hræra mannleg hjörtu og draga þau til samsýnis sér. Hann segir um eigin kvæði að þar sé að sönnu haldið við upptekna bragarhætti „en hvar dýrleikur sést innan í hend- ingunum, er hann sjaldnast fastur eða jafn og verða þeir að kalla það lýti, sem vilja; sama er að segja um nýja bragarháttu þá er hér hittast, þeir eru sumir nógu dýrir; en þó hefir diktarinn ei alt- íð bundið sig við þann dýrleik, heldur gefið sér frelsi til að koma viðkvæmar í ljós sinni mein- ingu“. Það er nákvæmlega ætlunarverk Eggerts og það vita fjölnismenn og taka hann á orðinu, ekki sízt Jónas Hallgrímsson sem hefði gert strangari kröfur til fagurfræðilegri vinnubragða, ef einhver annar hefði átt í hlut en Eggert Ólafsson. En svo við snúum okkur að fyrrnefndri spurn- ingu er tilvalið að athuga kvæði Eggerts Ísland þar sem fjallkonan segir sögu sína og kemur víða við, en með hverju erindi eru skýringar og er margt á þeim að græða. Í öðru erindi annars kafla segir Ísland „frá sínu barnaláni, mann- kostum og atgjörvi hinna fyrstu Íslendinga“. Það er hörð áminning til samtímans, þegar á það er minnt að fornmenn hafi ekki skemmt land- ið með óhófi, ránum, okri eða óstjórn: Sat eg sæl í búi svona langa tíð, góðra barna grúi mig gladdi fyrr og síð, þau í kjöltu léku ljóst, og með skammti sugu svo sinnar móður brjóst. Þá heldur fjallkonan áfram að rekja sögu landsins í þessu formi og leggur ekki sízt áherzlu á verzlunarfrelsi og slær þannig tóninn sem verð- ur einskonar undirtónn eða leiðsögustef alls þess sem fjölnismenn hugsuðu og boðuðu. Í VI. kafla 40. erindis kemst skáldið svo að orði: En þótt Íslendingar ættu fæstir skip, kaupmanns artin kringa kunni það í svip upp að bæta frjáls; eg finn þar sem gjaldið kemst um kring kvíslast ábatinn. Í skýringum sínum segir skáldið að hér sé fjallað um lag til að verzla, þ.e. frjálsa kaup- höndlan eins og hann kemst að orði: „í leyfi og fyrir utan stóra tolla, þyngsli eða álögur. Og þar í sé helzt fólgin betrun kaupskapar, bjargræðis og fjárgróða í einu landi, að lausir fémunir og af- gangs ágóði hafist jafnan í kaupskiptum til ávaxtar.“ Þessi orð bergmála í formála Fjölnis. Féð gengur manna á milli í landinu, en hitt sé verra, þegar allt fer á eina hönd sem margir þurfa að lifa af, en þá verði ekki eins miklu eytt „inn í land- ið og hinir allir, þá skerðist almennings gagn og höndlan minnkar að þeim mun, en féð er ávaxta- laust“. Í skýringum við erindi um Guðbrand biskup, þ.e. 44. erindi þessa sama kafla, er því jafnvel haldið fram að hann hafi með prentverki sínu og þýðingum prýtt efni lands og almennings, eins og komizt er að orði, „því auk styrkingar og viðhalds kristindómsins, veldur það peninga hræringu og margri annarri nytsemi“. Jafnvel þýðing Bibl- íunnar eykur kaupskap og nytsemi í landinu og erum við þá komin að kjarnanum í formála Fjöln- is, en þeir félagar lögðu höfuðáherzlu á guðrækni, eins og Jónas gerir í verkum sínum, bæði ljóðum og óbundnu máli, þar sem hann kallar heiminn m.a. hugarveröld guðs. Sumir telja að Jónas hafi verið panteisti og trú- að á guðdóminn í náttúrunni í staðinn fyrir það, að hann taldi náttúruna bera vott um guðdóm föðurins sem hann nefndi svo í Hulduljóðum og þá að fyrirsögn Krists sjálfs: Faðir og vinur alls, sem er leggur hann Eggerti Ólafssyni í munn og biður hann um að annast þennan græna reit sem við köllum Ísland, en hann nefnir hólmann í nið- urlagsorðum Gunnarshólma og bætir við, að hon- um hlífi hulinn verndarkraftur sem er sterkari og meiri en guðlegt afl náttúrunnar. Trúarafstaða þeirra fjölnismanna birtist m.a. í því að þeir snöruðu hugvekjum Mynsters bysk- ups á íslenzku svo að landinn fengi þann rétta tón í guðstrú sína og tilbeiðslu. Mynster sem lézt um miðja öldina var danskur kirkjuhöfðingi og bysk- up á Sjálandi frá 1834. Hann naut virðingar sem kennimaður og voru hugleiðingar hans gefnar út á íslenzku 1845, eða sama ár og Jónas lézt. Hann hélt fram hlut ríkiskirkjunnar dönsku sem einnig var kirkja Íslands og lenti í andstöðu við Kier- kegaard og Grundtvig, en fjölnismenn létu sér fátt um finnast og átti byskup augsýnilega hug þessara íslenzku frelsissinna sem kunnu vel að meta kenninguna og fagurlega stílaðar hug- myndir hans. Tómas Sæmundsson var guðfræðimenntaður og sóknarprestur á Breiðabólstað í Fljótshlíð frá 1835 til dauðadags 1841. Hann gaf einn út 5. ár- gang Fjölnis,en þegar hann lézt skrifaði Jónas minningargrein um hann í næsta árgang ritsins, þar sem hann segir m.a. að Tómas hafi verið studdur kristilegu trúartrausti og „að með þess- um manni er oss horfið hið fegursta dæmi fram- kvæmdar og ættjarðarástar“. Í kjölfar greinarinnar eru svo birt mörg kvæði eftir Jónas og þar kemur faðir alls, eða guð, enn við sögu,eins og víðar, m.a. í erfiljóði skáldsins um Tómas sem síðar birtist, þar sem drottins föð- urhönd vísar leiðina „meira að starfa guðs um geim“. En aftur að Eggerti: Í skýringum við 49. erindi VIII kafla fyrr- nefnds kvæðis talar skáldið um manndáðina, að hún hafi verið miklu minni en áður og sé það sum- part af því að efni landsins hafi verið til þurrðar gengin. Í næsta kafla er minnt á, hvernig árnar uxu úr farvegum sínum, „urðu aflagaðar og út- víðkaðar“ og skemmdu landið. Öll minna þessi atriði á ljóð Jónasar sem talar um manndáðina í Íslandi: frelsið og manndáðin bezt. En í Gunnarshólma er undir lokin minnt á hvernig „ólgandi Þverá“ veltur yfir sanda þar sem áður voru blómlegir akrar, eða eins og Egg- ert Ólafsson kemst að orði: Skemmt er skrautið græna, skorin helftin frá, krystals verkið væna verpir blettum á, trefjur einar eftir sé; hylja tötrar holdið mitt, hrúður og óværi. (54. erindi) Nokkru síðar, eða í 56. og 57. erindi, víkur Eggert Ólafsson að uppblæstri og byggðaeyð- ingu og gleymir þá ekki að geta sérstaklega eyr- arrósarinnar og melsólar sem sé hin fegursta jurt, lík sóleyju, hún vaxi víða í melum á Vest- Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson grímsson á Hrauni í Öxnadal. Hin fjölmörgu nýyrði Jónasar hafa verið greipt í kassa í stofunni. fjölnismenn MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.