Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.2007, Qupperneq 13
Reuters
mönnum að sleppa úr herkví, eins og
greint sé frá á bls. 145-148, og bætir
við: „Þetta verða lesendur að taka
gott og gilt …“ Sverrir lætur þannig
á sér skilja að höfundarnir fullyrði
þetta út í bláinn án þess að vísa í nein-
ar heimildir.
Þetta er alveg dæmalaust bíræfið
hjá Sverri því fjölmargar heimildir
eru nefndar fyrir þessu atriði í bók-
inni, meðal annars fyrirmæli Chiangs
til hersveita sinna, eins og hver mað-
ur getur sannreynt á augabragði.
Ekki þarf að fara lengra en í næstu
setningu til að finna álíka fjarstæðu-
kennda fullyrðingu. Sverrir segir
þar: „Höfundar taka vitnisburð frá
einum nafnlausum heimildarmanni
sem sönnun fyrir því að frægur bar-
dagi við Dadu-fljót hafi ekki átt sér
stað, en hunsa vitnisburð fjölmargra
annarra sem halda hinu gagnstæða
fram.“ Sverrir vitnar í bókardóma út-
lenskra fræðimanna þessu til stuðn-
ings en nærtækara hefði verið fyrir
hann að lesa það sem stendur í bók-
inni. Til dæmis segir þar á bls. 170:
„Hvergi í ótalmörgum skeytum þjóð-
ernismanna er neitt minnst á átök við
brúna eða í þorpinu.“ Telur Sverrir
þetta ekki vera heimildir? Enn frem-
ur er vitnað í skeyti sem sýna að her-
sveit sú sem kommúnistar fullyrða að
hafi verið við brúna var allt annars
staðar, og önnur skeyti sem sýna að
hersveit sem var á svæðinu var send
burt skömmu áður en rauðliðar komu
á vettvang. Loks segir í bókinni:
„Sterkustu rökin gegn goðsögninni
um „hetjulegan“ bardaga er sú stað-
reynd að enginn féll. Rauði herinn fór
yfir brúna án þess að missa einn ein-
asta mann í bardaga.“ Heimildin fyr-
ir því er meðal annars fjölrit sem
rauðliðar gáfu út á þessum tíma.
Það liggur sem sagt fyrir að það er
alrangt, sem Sverrir hefur gagnrýn-
islaust eftir gagnrýnendum bók-
arinnar, að höfundarnir reiði sig á
einn nafnlausan heimildarmann um
það sem gerðist við brúna. Hvers
vegna hafði hann ekki fyrir því að
glugga í bókina til að sannreyna
þetta? Það blasir við um leið og flett
er upp í henni að ásökunin á ekki við
nein rök að styðjast.
Til fróðleiks má geta þess að Zbig-
niew Brzezinski, fyrrverandi þjóð-
aröryggisráðgjafi Bandaríkja-
stjórnar, upplýsti í ræðu við
Stanford-háskóla 9. mars 2005 að
Deng Xiao-ping hefði viðurkennt í
samtali þeirra að atburðirnir við
Dadu-brúna hefðu hreint ekki verið
sá mikli bardagi sem haldið hefði ver-
ið fram: „Þetta var ekki neitt neitt.
Mótherjarnir voru bara nokkrir liðs-
menn herfurstans, vopnaðir gömlum
framhlaðningum. Þetta var ekkert
sérstakt afrek en okkur fannst að við
yrðum að gera mikið mál úr því.“
Vitni að atburðinum hefur nákvæm-
lega sömu sögu að segja í bók sem
kom út í fyrra, The Long March eftir
Sun Shuyun; fámennt og illa búið lið
mótherjanna lagði á flótta um leið og
rauðliðar birtust, segir hann. – Getur
hugsast að það séu þeir sem renna
stoðum undir útgáfu Komm-
únistaflokksins sem séu ekki nógu
áreiðanlegir?
Tilbúin kenning og sönnun
Fleiri dæmi mætti taka um rang-
færslur og ósanngirni í skrifum
Sverris. Hann segir til dæmis: „[E]in
af „kenningum“ höfunda er að Maó
hafi beinlínis ætlað sér að svelta Kín-
verja í hel og raunar alla tíð, ekki að-
eins á árunum fyrir hungursneyðina
miklu.“
Með orðalaginu gefur hann í skyn
að höfundar bókarinnar haldi því
fram að Maó hafi þótt mannfallið eft-
irsóknarvert; að það hafi verið honum
sérstakt kappsmál. Þetta er alrangt.
Þvert á móti segja höfundarnir (á bls.
479): „Að vísu var það ekki beinlínis
markmiðið með stökkinu að slátra
fólki en Maó þótti síður en svo til-
tökumál að svona færi og gaf í skyn
við félaga sína að þeir skyldu ekki
láta sér bregða.“ (Skáletrun mín.)
Sverrir rökstyður framangreinda
fullyrðingu sína í næstu setningu með
vægast sagt einkennilegri tilvitnun í
bókina. Hann segir: „Þetta [sem sé að
Maó hafi „ætlað sér að svelta Kín-
verja í hel“] reyna höfundar að sanna
með tilvísun í orð Maós um að Kín-
verjar geti flutt út lítið annað en land-
búnaðarvörur“ (bls. 418), en setja
ekki í samhengi við langa baráttu
stjórnvalda í Kína fyrir því að brauð-
fæða þjóðina, sem þó hefur verið ít-
arlega rannsökuð.“
Hvernig í ósköpunum ættu þessi
nauðaómerkilegu ummæli Maós að
geta sannað að Maó hafi ætlað sér að
svelta Kínverja í hel? Þau sanna auð-
vitað það eitt að hann taldi að Kín-
verjar gætu flutt út lítið annað en
landbúnaðarvörur. Hvað kemur það
meintu ráðabruggi hans um að svelta
þjóðina við?
Sverrir hefur hér sem sagt gert
höfundunum upp kenningu, sem ekki
er að finna í bókinni, og síðan sönnun
fyrir hinni meintu kenningu sem ber-
sýnilega sannar ekkert í þá veru.
Varnarlausir lesendur greinar hans
komast óhjákvæmilega að þeirri nið-
urstöðu að bókin sé tóm þvæla.
Hið rétta varðandi þetta atriði er í
fyrsta lagi að höfundarnir sýna fram
á með algerlega óyggjandi hætti að
Maó var reiðubúinn að svipta Kín-
verja mat til að geta flutt hann út.
Fjölmargar heimildir eru nefndar
fyrir þessu, meðal annars fyrirmæli
til ráðuneytis utanríkisverslunar í júlí
1954 þar sem segir: „Dregið skal úr
innanlandsneyslu á afurðum á borð
við kjöt til að tryggja útflutninginn.
Ávexti, te og slíkar vörur … skal
flytja út í eins miklum mæli og hægt
er og þær mega ekki fara á heima-
markað nema eitthvað sé afgangs …“
Svo vill til að þessi tilvitnun er á
sömu blaðsíðu og hin þýðingarlausu
ummæli Maós sem Sverrir kaus að
draga fram og hafa til marks um lé-
lega sönnunarfærslu höfunda. Fyr-
irmælin um að dregið skyldi úr kjöt-
neyslu landsmanna svo að hægt væri
að flytja meira út virðast hafa farið
alveg fram hjá honum þarna á blað-
síðunni, þótt þau standi þar í inndreg-
inni tilvitnun. Nema honum hafi ekki
fundist þau vera í nógu miklu „sam-
hengi við langa baráttu stjórnvalda í
Kína fyrir því að brauðfæða þjóðina“.
Í öðru lagi sýna höfundarnir fram á
það með fjölda tilvitnana að Maó
gekk vitandi vits svo hart fram í þess-
ari stefnu, sem sannarlega átti lítið
skylt við að brauðfæða þjóðina, að
tugir milljónir manna sultu í hel.
Ofboðsleg uppljóstrun
Sverrir fullyrðir að tilvitnanir í hug-
myndafræði og pólitísk skrif Maós
séu „nánast undantekningarlaust“
slitnar úr samhengi í bókinni og nefn-
ir eftirfarandi sem dæmi um það:
„Fræg ræða Maós þar sem hann
stappaði stálinu í félaga sína og full-
yrti að kínverska þjóðin myndi lifa af
kjarnorkustríð við Bandaríkin er
túlkuð sem svo að Maó hafi beinlínis
sóst eftir því að fórna helmingi Kín-
verja (bls. 479-80) og sett í samhengi
við hungursneyðina miklu, en ræðan
var haldin áður en hún geisaði sem
ákafast.“ Lesendur fá á tilfinninguna
að um magnaða uppljóstrun sé að
ræða; höfundarnir hafi ætlað að kom-
ast upp með blekkingar varðandi
tímasetningu ummælanna en Sverrir
gripið þá glóðvolga.
Hið rétta er að það kemur skýrt
fram í bókinni að ummælin féllu á
flokksþinginu í maí 1958 þar sem til-
kynnt var um stóra stökkið fram á
við, sem sagt áður en hungursneyðin
brast á með þunga. Enda er það bein-
línis tilgangur höfundanna með til-
vitnuninni að sýna fram á að Maó hafi
grunað hve stefnan myndi hafa
skelfilegar afleiðingar áður en henni
var hrint í framkvæmd og viljað búa
flokksmenn undir það. Það er því
ekki heil brú í þeirri ályktun Sverris
að það séu meiriháttar tíðindi, sem
hljóti að koma lesendum í opna
skjöldu, að ræðan hafi verið haldin
„áður en hungursneyðin geisaði sem
ákafast“. Sú staðreynd er þvert á
móti lykilatriði í frásögn höfundanna!
Samt sem áður hikar Sverrir ekki við
að nefna þetta sem dæmi um hve höf-
undar séu óskammfeilnir við að slíta
ummæli úr samhengi. – Skyldi hann
hafa látið duga að vísa í blaðsíðu 479
án þess að hafa fyrir því að lesa hana?
Hlutdrægar heimildir
Sverrir gagnrýnir höfunda fyrir að
styðjast við „áróðurs- og óhróðursrit
frá Hong Kong, Taívan og Sovétríkj-
unum“ sem „fáir sagnfræðingar hafa
kosið að nota sem heimildir“; fyr-
irvaralaus notkun á slíkum heim-
ildum sé til marks um „vinnubrögð
sem ekki standast fræðilegar kröf-
ur“.
Vafalaust má lengi deila um hvaða
heimildir eru áreiðanlegar. Benda má
á að Sverrir styðst sjálfur við rit eftir
Han Suyin í svari sem hann skrifaði á
Vísindavef Háskóla Íslands við spurn-
ingunni: „Hvað fólst í menningarbylt-
ingunni í Kína?“. Alþekkt er að Han
Suyin er höll undir málstað stjórn-
valda í Kína og fer í bókum sínum svo
lofsamlegum orðum um Maó að jafn-
vel Andrew Nathan afgreiðir hana
sem ótrausta heimild í bókardóm-
inum sem Sverrir vitnar ítrekað í.
Stenst þá svar Sverris á Vís-
indavefnum ekki fræðilegar kröfur
fyrst hann notar Han Suyin fyr-
irvaralaust sem heimild?
Sverrir telur ámælisvert af höf-
undum að horfa fram hjá skrifum
Y.Y. Kuehs, sem hafi unnið „ítarleg-
ustu og vönduðustu greininguna á or-
sökum hungursneyðarinnar“. Þetta
er væntanlega sami Y.Y. Kueh og
skrifaði grein um það í The China
Quarterly (2006, 187. hefti) að sam-
yrkjubúskapurinn sem Maó innleiddi
í Kína (með hrikalegu ofbeldi) hafi
verið nauðsynleg forsenda sósíal-
ískrar iðnvæðingar og þetta meg-
inmarkmið megi ekki gleymast þegar
fjallað sé um hvernig til hafi tekist.
Ekki sé réttmætt að leggja á aðgerð-
irnar hefðbundna mælikvarða „ný-
klassískrar hagfræði“, svo sem há-
mörkun vinnulauna. Þessi
heimildarmaður Sverris telur með
öðrum orðum að hæpið sé að gagn-
rýna hin bágu kjör sem bændur
máttu þola vegna samyrkjubúskap-
arins því þetta hafi jú verið sam-
yrkjubúskapur og hreint ekki til-
gangurinn að bæta kjör bænda
heldur auka framleiðsluna í því skyni
að tryggja framgang sósíalískrar iðn-
væðingar! Slíkar röksemdir vita satt
best að segja ekki á gott um önnur
skrif þessa ágæta fræðimanns.
Það varpar ljósi á hve erfitt er að
gera þeim til hæfis sem Sverrir
styðst við í gagnrýni sinni að inn-
byrðis ágreiningur er uppi á milli
þeirra um ýmis grundvallaratriði.
Sverrir segir til dæmis með vísan í til-
tekinn bókardóm: „Fullyrt er að her
alþýðufylkingarinnar hafi forðast
bardaga við japanska herinn og her
þjóðernissinna unnið mikilvægari
sigra gegn þeim, en í tilvitnuðum rit-
um er engin rök að finna fyrir þeirra
staðhæfingu.“ Í álíka harkalegum
bókardómi eftir Alfred L. Chan, sem
Sverrir vitnar einnig í hvað eftir ann-
að, er hins vegar viðurkennt að Maó
hafi forðast að berjast við Japani en
höfundarnir aftur á móti gagnrýndir
fyrir umfjöllun sína um þetta atriði
með þeim rökum að þetta hafi verið
snilldarbragð hjá Maó og það eina
rétta í stöðunni!
Þá má nefna að einn þeirra sem
Sverrir vitnar í (Alfred L. Chan) telur
að Tiananmen-skjölin sem annar
heimildarmaður hans gaf út (Andrew
Nathan) séu fölsuð. Það er vandlifað í
fræðaheimi.
“Með öllum tiltækum ráðum“
Rétt er að vekja athygli á því að þótt
sumir hafi gagnrýnt bók þeirra
Chang og Hallidays harkalega hafa
margir fræðimenn hrósað henni, til
dæmis Michael Yahuda við London
School of Economics, Richard Baum
við Kaliforníuháskóla, Perry Link við
Princeton-háskóla og Stuart Schram,
sem um áratugaskeið hefur verið
einn helsti sérfræðingur Vesturlanda
um Maó, svo að fáeinir séu nefndir.
Ekki er þar með sagt að enginn
þeirra sjái galla á bókinni, ekki frekar
en að allir þeir sem Sverrir vitnar í
telji hana marklausa og einskisvirði,
þótt Sverrir hirði einhverra hluta
vegna ekki um að hafa neitt jákvætt
eftir þeim.
Mér dettur heldur ekki í hug að
fullyrða að ekkert sé hæft í gagnrýni
Sverris, enda er ég enginn sérfræð-
ingur um sögu Kína. Af fram-
angreindu er hins vegar ljóst að hann
hittir sjálfan sig fyrir þegar hann seg-
ir að markmið höfundanna virðist
„iðulega vera að ófrægja [viðfangs-
efni sitt] með öllum tiltækum ráðum;
hvort sem einhver fótur er fyrir því
eða ekki“. Enga sérfræðiþekkingu
þarf til að koma auga á þetta heldur
blasa rangfærslurnar í greininni við
hverjum þeim sem les bókina – en svo
virðist sem megintilgangurinn hafi
einmitt verið að koma í veg fyrir að
menn geri það.
vilja ekki að þú lesir
Höfundur er þýðandi bókarinnar en vill
taka fram að hann hefur enga fjárhags-
lega hagsmuni af því hvernig hún selst.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 13
Fimmtíu sumur!
Bókin Fimmtíu sumur í
Hrafnkelsdal, sem út kom hjá
Bókaútgáfunni Hólum haustið
2006 og seldist fljótlega upp,
hefur nú verið endurprentuð.
Bókin rekur búskaparsögu
hjónanna Ingibjargar Jónsdóttur
og Aðalsteins Jónssonar sem
bjuggu í hálfa öld á Vaðbrekku í
Hrafnkelsdal og auk þess er þar
að finna margs konar efni frá
fyrri tíð.
Bókina er hægt að panta hjá
Hólum (holar@simnet.is),
hjá Aðalsteini Aðalsteinssyni,
s: 4712354, eða Ragnari Inga
Aðalsteinssyni (ria@khi.is),
s: 895 8697.
holar@simnet.is
M
bl
9
40
20
7