Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.2007, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.2007, Síða 15
MYNDLIST SÝNINGIN Byggingarlist í augn- hæð, er sett upp í tilefni af bók sem sýningarstjórinn, Guja Dögg Hauksdóttir, hefur unnið og er ætl- uð til fræðslu um byggingarlist. Á sýningunni er lagt út frá þremur grunngildum byggingarlistar; feg- urð, varanleika og notagildi og vitn- að til Vitruviusar sem oft er kall- aður fyrsti arkitektinn og var uppi á 1. öld fyrir Krist. Þetta litla atriði sem og mörg önnur smáatriði á sýn- ingunni gefa á einfaldan og skýran hátt tengingu við langar hefðir og aldur byggingarlistarsögunnar. Sýningin er í hliðarrými við vest- ursalinn sem er gjarnan nýttur fyrir barnaþemu. Í þessu litla rými er sett fram innihaldsrík sýning á mjög látlausan hátt og er aðdáunarvert hverju næst að skila til áhorfandans með örfáum tilvísunum í mikilvæga sjónræna þætti byggingarlist- arinnar. Framsetning sýning- arinnar er vönduð og sett fram af smekkvísi og skilningi á fræðslusýn- ingu enda er sýningin eins konar framlenging á væntanlegri bók. Sýningin er flokkuð út frá þremur algengum atriðum sem móta hið byggða umhverfi; inni, úti og heima. Hún sýnir þannig vítt svið bygging- arlistar, allt frá ytra byrði og rým- um til umgjarðar heimila og sýnir ólíkar birtingamyndir þessara þátta á mismunandi tímabilum. Sýningin á eins og bókin að höfða aðallega til grunnskólabarna og vera sambæri- leg bókinni stuðningur fyrir kenn- ara til fræðslu um byggingarlist. Engu að síður á hún erindi jafnt til eldri nemenda sem almennings og ætti virkilega fullan rétt á því að vera ein af fastasýningunum innan Listasafns Reykjavíkur og á þann hátt kynning á tilvist og starfsemi byggingarlistardeildar og almenn fræðsla um byggingarlist. Önnur sýningin sem fjallað verður um hér er sýning á tilnefningum til Íslensku byggingarlistarverðlaunanna sem afhent voru í fyrsta sinn 20. október síðastliðinn. Það er ekki hægt að segja annað en þessar tvær sýn- ingar njóti góðs hvor af annarri. Valnefnd arkitekta valdi þau tíu verk sem sýnd eru og gefa svo sann- arlega til kynna að góður arkitektúr er til á Íslandi. Verðlaun hlutu AV- arkitektar fyrir ákaflega fallega að- lögun manngerðs umhverfis að nátt- úru; Lækningarlind – Bláa lóninu. Markmiðið með verðlaununum er að vekja athygli á góðri byggingarlist í landinu í þeirri von að verðlaunin festi sig í sessi sem fastur menning- arviðburður. Samhliða sýningunni hefur verið gefin út vönduð bók. Sýningin er í forrými austursalarins og nýtur sín þar með eindæmum vel. Umgjörð sýningarinnar er byggð upp af kerfi sem sést hefur áður nýtt til sýninga á byggingarlist en fellur svo ótrúlega vel að rýminu og innviðum Kjarvalsstaða að líkast er sem það hafi verið hannað með efnisval byggingarinnar að leið- arljósi, en vandi er að byggja sýn- ingar vel upp í forrýmunum. Sá vandi kemur augljóslega fram í þriðju sýningunni sem nefnd verður hér sem er öllu óræðari en hinar tvær og uppstilling frekar handa- hófskennd á kókosmottubút. Sýn- ingin nefnist Hugleiðing um hús- gagn og samanstendur af verkum úr málmplötum eftir Óla Jóhann Ás- mundsson arkitekt. Ekki er um byggingarlist að ræða né vísun í áð- urnefnd grunngildi; fegurð, var- anleika og notagildi. Hér er á ferð eins konar óræður leikur að hús- gagnaígildum með hálfgerða manns- mynd enda hefur Óla Jóhanni verið húsgagnahönnun hugleikin á síðustu árum. Hvað höfundurinn vill segja með sýningunni og hverju hann leit- ar eftir er óljóst enda engar skýr- ingar fyrir hendi. Erfitt reynist að skilgreina verkin sem þrívídd- arskúlptúra, þó sýningin sé hluti af þrívíddarþema í forrýminu, því hús- gagnatengingin er augljós. Ef ætl- unin er að kalla fram frjálsa upp- lifun hefði höfundur mátt vera mun vandlátari í valinu og sýna færri verk. Ef verkin eru hins vegar hug- leiðing um húsgagn sem nokkurs konar frumgerðir er ástæða til þess að vanda valið á því sem verður end- anlega að einhverju – lampa, legu- bekk, kertastjaka eða fatahengi, svo eitthvað sé nefnt af þekktum form- gerðum sem lesa má úr óræðum verkunum. Fegurð, varanleiki, notagildi Morgunblaðið/Golli Byggingarlist í augnhæð „Í þessu litla rými er sett fram innihaldsrík sýning á mjög látlausan hátt og er aðdáunar- vert hverju næst að skila til áhorfandans með örfáum tilvísunum í mikilvæga sjónræna þætti byggingarlistarinnar.“ Elísabet V. Ingvarsdóttir Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir Opið alla daga 10–17. Ókeypis á fimmtu- dögum. Byggingarlist í augnhæð, til 31. desember. Íslensku byggingarlist- arverðlaunin, til 24. nóvember. Hugleið- ing um húsgagn, til 31. desember. Á Kjar- valsstöðum standa yfir þrjár sýningar tengdar manngerðu umhverfi og hönnun. Þrjár sýningar tengdar hönnun: Bygging- arlist í augnhæð, Íslensku byggingarlist- arverðlaunin, Hugleiðing um húsgagn Hlustarinn Ég kynntist Tom Waits í gegnum manninnminn á menntaskólaárunum. Swordfishtrombones varð fljótlega eftirlæt- isdiskurinn. Hann er tilraunakenndur og groddalegur en um leið mjúkur og mel- ódískur. Það er ótrúlegt að þessi diskur skuli hafa verið gefinn út fyrir 24 árum. Ef nefna ætti sérstaklega eftirminnileg lög, koma upp í hugann Shore Leave (stemningin skemmtileg og textinn frábær), Johnsburg, Illinois (Waits lýsti því best sjálfur þegar hann sagði að lagið ætti að verka eins og hann væri að draga mynd af konunni sinni upp úr veskinu) og Frank’s Wild Years. Annars er það eins og að gera upp á milli barnanna sinna að nefna eitt- hvað eitt frekar en annað. Hvert lagið er öðru betra. Á ógleymanlegum tónleikum með Tom Waits í París árið 1999 flutti hann meðal ann- ars 16 Shells From A Thirty-Ought-Six af um- ræddum geisladiski. Ég fæ enn gæsahúð við tilhugsunina. Helga Haraldsdóttir þýðandi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Helga „Á ógleymanlegum tónleikum með Tom Waits í París árið 1999 flutti hann meðal ann- ars 16 Shells From A Thirty-Ought-Six af umræddum geisladiski. “ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 15 Morgunblaðið/Ómar Valur „En hvað segir það svo um forfeður okkar að það er hinn sterki Þór sem er hetjan með- an hinn klóki Loki endar í skúrkshlutverkinu?“ spyr Valur. . Lesarinn Neil Gaiman er þekktastur fyrir teikni-myndasögurnar um Sandman og hefur lengi fengist við goðsögur ýmiss konar, svo sem í skáldsögunni American Gods. Í Anansi Boys notar hann elstu goðsögur sem vitað er um, afrískar sögur um tígrisdýrið og köngu- lóna. Tígrisdýrið beitir afli gegn andstæð- ingum, en köngulóin Anansi spinnur sinn vef og hefur sigur með klókindum sínum. Er hér gefið í skyn að goðsögurnar hafi upp- runalega haft þann tilgang að kenna fólki að beita vitsmunum frekar en vöðvum, að eitt sinn hafi allar sögur tilheyrt tígrisdýrinu en smám saman hafi köngulóin haft vinninginn og mannkynið þar með vitkast. Fyrir mér var þetta eins og lykill að öðrum goðsögum, sem dæmi má nefna eru það ekki stríðs- hetjurnar Hektor eða Akkilles sem fara með sigur af hólmi í Trójustríðinu heldur hinn klóki Ódysseifur. En hvað segir það svo um forfeður okkar að það er hinn sterki Þór sem er hetjan en hinn klóki Loki endar í skúrkshlutverkinu? Valur Gunnarsson rithöfundur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.