Morgunblaðið - 23.01.2007, Page 1

Morgunblaðið - 23.01.2007, Page 1
STOFNAÐ 1913 22. TBL. 95. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is fer fram föstudaginn 26. janúar Sjá nánar dagskrá á www.si.is á Grand Hótel Reykjavík ÚTBOÐSÞING 2007 SAMTÖK IÐNAÐARINS WWW.SI.IS PRESTURINN Í FBI ÞJÓÐERNI TÆKNILEG AÐGREINING ÓPÓLITÍSKUR TOSHIKI Í LJÓÐUM >> 20 SKAFTFELL BÝÐUR UPP LISTAVERK METNAÐUR UPPBOÐ Í REYKJAVÍK >> 37 Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is ÞAÐ HLAUT að koma að því og í gær gerðist það: Úrvalsvísitala kauphallarinnar, OMX á Íslandi, náði hæsta lokagildi frá upphafi eða 6.930 stigum. En lokagildið var líka sögulegt að því leyti – eins og bent er á í Vegvísi Landsbankans – að fyrir tæpu ári eða 15. febrúar var lokagildi vísitölunnar 6.925 stig og það var ekki fyrr en í gær sem hærra lokagildi loks náðist. Það hefur því tekið markaðinn tæpt ár að ná því flugi sem hann var á áður en ís- lensku bankarnir og íslenska hag- kerfið urðu fyrir gagnrýni er- lendra greinenda og matsfyrirtækja í fyrravetur en hún varð til þess að bæði íslenska krónan og hlutabréf snarféllu. Greiningardeildir viðskiptabank- anna spá því að úrvalsvísitalan muni hækka um 20–25% á árinu öllu og gangi það eftir ætti hún hugsanlega að geta farið yfir átta þúsund stig. Vísitalan hefur raunar þegar hækk- að mjög mikið eða um 8,5% þótt ekki séu liðnar nema um þrjár vik- ur af nýja árinu. Mest hækkun hef- ur orðið á gengi bréfa FL Group, Teymis, Actavis og Kaupþings banka, en það hefur hækkað um meira en 10%. Úrvalsvísitalan á hátindi Tók markaðinn tæpt ár að vinna upp hrunið frá í fyrravetur  Vísitölumet slegið | 13 JÓHANNES Páll II páfi íhugaði alvar- lega að segja af sér vegna heilsubrests árið 2000, fimm ár- um áður en hann lést. Einkaritari páf- ans, Stanislaw Dziw- isz kardináli, stað- festir þetta í bók sem gefin verður út í febrúar. Hann segir að Jóhannes Páll hafi íhugað að breyta reglum kaþólsku kirkj- unnar til að gera páfum kleift að draga sig í hlé um áttrætt. Í bókinni, sem nefnist „Líf með Karol“, kemur einnig fram að páfinn og kardínál- inn voru sannfærðir um að sovéska leyni- þjónustan KGB hefði staðið á bak við til- raunina til að myrða páfa árið 1981. Dziwisz segir að stjórnvöld í Kreml hafi litið á páfa sem ógn við Sovétríkin. „Öll böndin berast að sovésku leyniþjón- ustunni KGB,“ skrifar Dziwisz sem var einn af nánustu aðstoðarmönnum páfa í fjóra áratugi. Páfi íhugaði að segja af sér Stanislaw Dziwisz kardináli með páfa. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is TALIÐ er mjög varasamt fyrir ferðafólk að fara til fjalla næstu daga vegna snjóflóðahættu sem ágerist með degi hverjum í hlýinda- kaflanum sem nú er hafinn eftir langvarandi frost. Snjóflóð hafa á undanförnum vik- um fallið bæði sunnanlands og norð- an, nú síðast með alvarlegum afleið- ingum þegar vélsleðamaður lenti í djúpu snjóflóði í Hlíðarfjalli á sunnudag. Þá hafa fjallgöngumenn í Esju lent í snjóflóði en sluppu naumlega við alvarleg meiðsl. Einn- ig hafa snjóflóð fallið á Vestfjörðum og teppt umferð m.a. í Óshlíð. Að sögn Leifs Arnar Svavarsson- ar, sérfræðings hjá Veðurstofu Ís- lands, hafa snjóalög að undanförnu verið afar óstöðug, þótt þau hafi á hinn bóginn ekki verið mjög mikil. „Við höfum alltaf áhyggjur af snjó- flóðum þegar hitastig hækkar, eink- um þegar hitastigið fer yfir frost- mark,“ bendir hann á. Snjórinn ummyndaðist illa Fyrr í vetur náði víðtækur hláku- kafli nánast yfir landið allt og í kjöl- farið lagðist þunn snjóþekja yfir, samfara töluverðum kulda. Það gerði það að verkum að snjór um- myndaðist illa á þann hátt að hann fauk til og myndaði lausbundna skafla ofan á hjarninu. Þetta við- kvæma ástand snjóalaga hefur ver- ið staðfest með snjóflóðamælingum í fjöllum víðsvegar um landið. Veðurstofan fylgist að jafnaði með snjóflóðahættu á þekktum stöðum yfir byggð en ástandið hef- ur ekki gefið tilefni til að óttast snjó- flóð í byggð. „En það hefur samt verið full ástæða fyrir ferðamenn til að fara varlega og nú þegar hlýnar til fjalla má búast við fleiri snjóflóð- um af náttúrulegum orsökum,“ seg- ir Leifur. Með náttúrulegum orsökum er átt við snjóflóð sem ekki eru af mannavöldum, þ.e. önnur flóð en þau sem falla t.d. þegar skíða- eða göngumenn skera í sundur snjó- fleka eða þegar vélknúnum öku- tækjum er ekið upp í brekkur með sömu afleiðingum. Það sem gerist er að í hlýindum þyngist snjórinn og getur runnið sjálfkrafa af stað. Stóraukin snjóflóðahætta í hlýindunum framundan Sérfræðingar telja varasamt fyrir ferðafólk að fara til fjalla næstu daga Í HNOTSKURN »Snjóflóð hafa falliðbæði sunnanlands og norðan undanfarna daga. »Vélsleðamaður slas-aðist alvarlega á sunnudag þegar hann lenti í snjóflóði. »Hætta á snjóflóðumeykst þegar hitastig hækkar. ÍSLENSKA landsliðið í hand- knattleik tryggði sér sæti í milli- riðli heimsmeistaramótsins með öruggum sigri á Evrópumeist- urum Frakka í Magdeburg í Þýskalandi í gærkvöld. Íslend- ingar voru með yfirhöndina allan leikinn, náðu hvorki meira né minna en tíu marka forskoti í fyrri hálfleik og unnu að lokum átta marka sigur, 32:24. Íslenska liðið náði efsta sætinu í B-riðli með þessum stóra sigri og fer áfram í milliriðilinn með tvö stig og átta mörk í plús en Frakkar fara áfram án stiga og með átta mörk í mínus. Ísland mætir Túnis í fyrsta leik sínum í milliriðlinum á morgun og leikur síðan við Pólland, Slóveníu og Þýskaland.Morgunblaðið/Günter Schröder Magnaður sigur á Frökkum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.