Morgunblaðið - 23.01.2007, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns-
son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson,
svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is
netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Morgunblaðið í dag
þriðjudagur 23. 1. 2007
íþróttir mbl.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
íþróttir
Karl Jóhannsson í heimsókn í höllina sem hann lék í á HM 1958 >> 2
ÍVAR LÉK 400. DEILDALEIKINN
VAR AÐEINS 13 ÁRA GAMALL ÞEGAR HANN LÉK
SINN FYRSTA DEILDALEIK Í MEISTARAFLOKKI >> 7
Sigurinn er einn sá magnaðasti sem
íslenskt handknattleikslandslið hef-
ur unnið. Þar með tryggði íslenska
landsliðið sér efsta sætið í B-riðli og
tvö stig áfram í milliriðlakeppnina
sem fram fer í Dortmund og Halle/
Westfalen og hefst á miðvikudag.
Ólafur sagði í viðtali við Morg-
unblaðið eftir tap fyrir Úkraínu í
fyrradag að hann hefði brugðist lið-
inu sínu. Fyrir leikinn í gær hengdu
íslenskir stuðningsmenn landsliðs-
ins upp skilti í Bördelandhalle sem á
stóð: Óli, þú bregst okkur ALDREI!
Og Ólafi brást ekki bogalistin í gær
og hann lék eins hann getur best,
eins og reyndar allt íslenska lands-
liðið.
Erum snarklikkaðir
eins og íslenska veðrið
„Ég er kannski orðinn of gamall
til þess að draga vagninn sjálfur og
því var ég m.a. hvíldur á stundum í
varnar- og sóknarleiknum. Ég lét
mig flæða um völlinn í rólegheitum,
gerði mitt og horfði síðan á mína
menn gera það sem þeir áttu að
gera. Það var alveg æðislegt,“ sagði
Ólafur við Morgunblaðið.
Er það eingöngu hugarfarið sem
breytist á einum sólarhring?
„Já, klárlega var það bara hug-
arfarið sem breyttist. Við erum eins
og íslenska veðrið; snarklikkaðir.
Það er eina orðið sem ég á yfir þetta
allt saman. Veðrið heima er líka
svona eins og við, breytist rosalega
hratt.
Síðan má heldur ekki gleyma því
að við byrjuðum leikinn einstaklega
vel, sem gaf verulegan byr í seglin
og menn fengu um leið trú á því sem
þeir þurftu að gera til þess að vinna
Frakka. Leikurinn við Úkraínu var
hneisa en nú snúast hlutirnir upp í
góðan draum,“ sagði Ólafur Stef-
ánsson.
„VIÐ verðum að geta
prentað það hugarfar inn
hjá okkur sem ríkti í liðinu
í kvöld, líka þegar við er-
um álitnir betra liðið og
eigum að vinna. Þessi leik-
ur var alveg stórkostlegur
og allir leikmenn liðsins
eiga hrós skilið. Eins og
við vorum ömurlegir í gær
vorum við frábærir í dag,“
sagði Guðjón Valur Sig-
urðsson, hornamaður ís-
lenska landsliðsins, við
Morgunblaðið eftir sig-
urleikinn á Frökkum,
32:24, á heimsmeist-
aramótinu í handknattleik í
Magdeburg í gærkvöldi.
Við höfum ekkert
unnið ennþá
„Þótt við fögnum eins og
heimsmeistarar núna höf-
um við ekki unnið neitt
ennþá, aðeins tryggt okkur
sæti í milliriðlakeppninni.
Við tökum tvö stig áfram í
milliriðil og ég vonast til
þess að það hjálpi okkur í
baráttunni í honum.
Við vorum rétt stemmdir
og náðum hreinlega að kaf-
færa Frakkana strax á
fyrstu mínútunum,“ sagði
Guðjón Valur Sigurðsson
og viðurkenndi að hann
gæti vart mælt sökum
gleði.
Morgunblaðið/Günter Schröder
Glæsisigur Íslensku landsliðsmennirnir
fagna innilega eftir frækinn sigur á
frönsku Evrópumeisturunum í Magde-
burg í gærkvöld. Átta marka sigur sem
tryggði Íslandi sigur í B-riðli keppninnar
og liðið fer með tvö stig í milliriðilinn þar
sem það mætir Túnis í fyrsta leik á mið-
vikudaginn.
„Ég lét mig
flæða um völlinn“
„NÚ lét ég mig flæða um völlinn og
treysti á liðið mitt og um leið kemur
í ljós hversu sterkt það getur verið.
Ég óskaði eftir kraftaverki og sú
ósk rættist,“ sagði Ólafur Stef-
ánsson, fyrirliði íslenska landsliðs-
ins, við Morgunblaðið eftir fræki-
legan sigur þess á
Evrópumeisturunum, Frökkum,
32:24, í gríðarlegri stemningu í
Bördelandhalle í Magdeburg.
Ömurlegir
í gær en
frábærir
í dag
Óskaði eftir kraftaverki og óskin rættist, sagði Ólafur
Eftir Ívar Benediktsson í Magdeburg
iben@mbl.is
Yf ir l i t
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
Í dag
Sigmund 8 Forystugrein 24
Staksteinar 8 Viðhorf 26
Veður 8 Umræðan 26/29
Úr verinu 12 Bréf 27
Viðskipti 13 Minningar 30/35
Erlent 14/15 Leikhús 38
Menning 16/17, 37/40 Myndasögur 40
Akureyri 18 Dagbók 42/45
Austurland 18 Staður og stund 42
Suðurnes 19 Víkverji 44
Landið 19 Velvakandi 44
Daglegt líf 20/23 Ljósvakamiðlar 46
* * *
Innlent
Snjóflóðahætta ágerist með
hverjum degi í hlýindakaflanum sem
nú er hafinn eftir langvarandi frost.
Er því talið mjög varasamt fyrir
ferðafólk að fara til fjalla næstu
daga. Snjóflóð hafa á undanförnum
vikum fallið bæði sunnanlands og
norðan. » Forsíða
Þriðju umræðu um Ríkisútvarpið
ohf. lauk á Alþingi laust fyrir hádegi
í gær með því að stjórnarandstaðan
gaf út sameiginlega yfirlýsingu um
framgang málsins og stefnu sína í
málefnum RÚV. Atkvæðagreiðsla
um frumvarpið fer fram í dag. Þriðja
umræða um Ríkisútvarpið ohf. hafði
þá þegar tekið rúmar 56 klukku-
stundir og 46 ræður verið fluttar.
» 10
Viðskipti
Úrvalsvísitala Kauphallarinnar,
OMX, náði hæsta lokagildi frá upp-
hafi eða 6.930 stigum. En lokagildið
var líka sögulegt að því leyti að fyrir
tæpu ári eða 15. febrúar var loka-
gildi vísitölunnar 6.925 stig og það
var ekki fyrr en í gær sem hærra
lokagildi náðist. » 13
Erlent
Evrópusambandið hvatti til þess
í gær að mynduð yrði sem fyrst rík-
isstjórn í Serbíu sem legði áherslu á
gott samstarf við sambandið. Stjórn-
málaskýrendur í Serbíu búast við að
flokkar, sem vilja góð samskipti við
ESB og Vesturlönd, muni að lokum
mynda samsteypustjórn en telja að
þröskuldarnir séu margir. »14
Minnst hundrað manns biðu bana
þegar tvær bílsprengjur sprungu
svo til á sömu stundu í miðborg
Bagdad í gær. Er þetta mannskæð-
asta árásin sem gerð hefur verið í
Írak það sem af er árinu. » 14
Forsetakosningarnar í Banda-
ríkjunum á næsta ári verða lengstu
og dýrustu kosningar í sögu lands-
ins, að mati fyrrverandi formanns al-
ríkiskjörstjórnarinnar. »15
Ríkissaksóknari hefur heimild til
að krefjast þess að öryggisráðstöf-
unum verði beitt gegn Ágústi
Magnússyni, dæmdum kynferð-
isafbrotamanni. Ágúst, sem dæmdur
var í fimm ára fangelsi árið 2004,
beit á agn fréttaskýringaþáttarins
Kompáss. Barnaklám fannst í tölvu
hans. » 6
Risa
útsa
la
H
im
in
n
o
g
h
af
/S
ÍA
Opið mánud.–föstud. 8–18, laugard. 10–16 og sunnud. 12–16
FRAMLEIÐSLA á kjöti jókst um
4% milli áranna 2005 og 2006. Mest
jókst framleiðsla á alifuglakjöti eða
um 15,3% en framleiðsla á bæði
nautakjöti og kindakjöti dróst hins
vegar saman. Framleiðsla á hrossa-
kjöti jókst um 11,5% og sala innan-
lands um 39%.
Framleiðsla og sala á svínakjöti
jókst um 8,4%.
Framleiðsla kindakjöts dróst sam-
an um 1,1% og sala um 3,2%. Út-
flutningur var 9,5% minni á árinu
2006 en 2005. Framleiðsla á naut-
gripakjöti dróst saman um 9,9% og
sala um 10,8%.
Framleiðsla og sala mjólkur og
mjólkurvara var með besta móti á
árinu. Innvigtun hefur ekki verið
meiri síðan 1980 en þá nam fram-
leiðsla 117,2 milljónum lítra en var
nú tæplega 117,1 milljón lítra eða 7%
meiri en árið 2005. Aukning varð í
sölu flestra vöruflokka, m.a.
drykkjarmjólkur og osta. Samdrátt-
ur varð hins vegar í sölu á skyri og
jógúrtvörum.
Engin grillstemning
„Það var söluaukning á dilkakjöti
árið 2005 og frameftir ári 2006, en
hún virðist frekar hafa gengið til
baka,“ segir Jóhannes Sigfússon,
formaður Landssambands sauðfjár-
bænda. Hann bendir á að samdrátt-
urinn hafi verið mestur síðustu þrjá
mánuði ársins.
Jóhannes bendir á að undanfarin
misseri hafi verið söluaukning á öllu
kjöti. „Við viljum þakka það mun
betri framsetningu á dilkakjöti. Það
er aukin fjölbreytni. En það hefur
ekki verið auglýst mikið í sumar og
haust.“
Þá hafi sala í grillkjöti sl. sumar
verið léleg sem skýrist af veðurfari.
„Það var bara engin stemning í grill-
inu og það hefur veruleg áhrif.“
Jóhannes segir ljóst að samkeppni
á kjötmarkaði sé harðnandi. Þá muni
tollalækkun hafa sín áhrif.
„Við munum leggjast yfir þetta,
spýta í lófana og reyna að gera bet-
ur.“
Framleiðsla á kjöti
jókst um 4% í fyrra
Útflutningur á kindakjöti dróst saman um 9,5%
Í HNOTSKURN
»Innbyrðis skipting kjötteg-unda á markaði breyttist
milli áranna 2005 og 2006.
»Alifuglakjöt náði 27,9%hlutdeild og svínakjöt
24,7% hlutdeild en hlutur
kindakjöts var 30,6% og naut-
gripakjöts 13,7%.
SIGURÐUR Hlöðversson, skip-
stjóri á Hlödda VE 98, hefur aflað
vel undanfarna daga á línu. Hann
rær einn á báti sínum frá Vest-
mannaeyjum og hefur undanfarið
lagt í kringum Þrídranga vestur af
Heimaey. Á sunnudag landaði hann
um þremur tonnum sem fengust á
tólf bjóð og í gær tveimur og hálfu
tonni sem fengust á tíu bjóð, það eru
250 kg á hvert bjóð eða bala.
Sigurður sagði í samtali við Morg-
unblaðið að illa hefði viðrað til sjó-
sóknar undanfarið, en hann hefði
fengið viðbragð þegar hann komst á
Drangasvæðið. „Þetta er bara ýsa,
fín ýsa,“ sagði Sigurður. Hann sagði
að fjórir til fimm bátar reru nú með
línu frá Eyjum. „Þetta er með því
betra sem gerist hér á línu. Ég byrj-
aði að róa með línu í fyrrahaust og
þetta er annað haustið sem ég ræ
með línu. Þegar ég byrjaði sögðu
mér menn að það væri talið gott að
fá hundrað kíló á bala. Maður er
bara sáttur við þennan afla.“
Nú er spáð brælu, en skyldi Sig-
urð dreyma fyrir aflabrögðum og
veðri?
„Það kemur nú fyrir, en ég er
bara svo lélegur að lesa úr því,“
sagði Sigurður. „Mig dreymdi oft
eina rauðhærða sem ég þekki. Það
passaði að þá gerði vitlaust veður.
Svo var ég á loðnu á Kap VE og við
vorum fyrir norðan land. Einu sinni
sagði ég við skipstjórann: Jæja
Helgi minn, nú er ástand á því. Mig
hefur oft dreymt þessa rauðhærðu –
en nú dreymdi mig mömmu hennar.
Ég held við ættum bara að koma
okkur heim. Það passaði að í tíu
daga var kolvitlaust veður og við
keyrðum bara heim til Eyja.“
Morgunblaðið/Sigurgeir
Línuýsa Uppistaðan í aflanum er góð ýsa og fengust 250 kg á hvern bala.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Skipstjórinn Sigurður Hlöðversson
á Hlödda VE var ánægður með
aflann sem hann landaði.
„Þetta er bara
ýsa, fín ýsa“
SAMSTARFSMENN Margrétar
Sverrisdóttur í borgarstjórnarflokki
Frjálslynda flokksins hafa sent frá
sér yfirlýsingu þar sem þeir heita
henni fullum stuðningi til forystu-
starfa í flokknum.
„Við undirrituð, samstarfsfólk
Margrétar Sverrisdóttur, styðjum
hana heilshugar til forystustarfa í
Frjálslynda flokknum.
Verk Margrétar bera vott um víð-
sýni og þau stefnumál sem Margrét
hefur staðið vörð um eru mikilvægt
innlegg í landsmálin. Meðal þeirra
málaflokka sem hún hefur sinnt af
alúð eru velferð, menntun, umhverfi
og aðrir almannahagsmunir án þess
að skerða frelsi einstaklinga til fram-
kvæmda.
Hún hefur í störfum sínum sýnt
það og sannað að hún er trúverðugur
leiðtogi sem fylgir af festu yfirlýstri
stefnu. Margrét hefur flesta kosti
sem prýða góðan stjórnmálamann.
Hún leysir mál af fagmennsku á
grundvelli þekkingar og reynslu sem
hún hefur öðlast í gegnum fjölbreytt
ábyrgðarstörf í borgarstjórnarflokki
F-listans og víðar.
Við treystum Margréti vel til
góðra verka og teljum að flokkurinn
sé mun sterkari með Margréti í for-
ystusveit.
Samstarfsfólk í borgarstjórnar-
flokki F-lista, frjálslyndra og óháðra,
Guðrún Ásmundsdóttir,
Kjartan Eggertsson,
Ólafur F. Magnússon,
Ásta Þorleifsdóttir,
Anna Sigríður Ólafsdóttir.“
Styðja
Margréti
Sverrisdóttur
♦♦♦
TVEIMUR skotvopnum, riffli og
haglabyssu, var stolið úr sumarhúsi í
Miðfellslandi við Þingvallavatn. Inn-
brotið var tilkynnt til lögreglunnar á
Selfossi síðdegis í gær. Samkvæmt
upplýsingum lögreglunnar er ekki
skylt að hafa byssur í læstum skáp-
um nema þær séu þrjár saman eða
fleiri. Hins vegar bendir lögreglan á
að varasamt sé að skilja skotvopn
eftir í sumarhúsum sem oft standa
ónotuð. Málið er í rannsókn.
Skotvopnum
stolið úr
sumarbústað