Morgunblaðið - 23.01.2007, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2007 11
FRÉTTIR
Varadero eða
Havana í 10 nætur
eða
Havana í 5 nætur
og Varadero í 5
nætur
í
í
í
Sértilboð
- aðeins 15 herberg
i í boði á þessum
gististöðum
22. febrúar
frá kr. 89.990 frábær 10 daga ferð
Heimsferðir bjóða frábær tilboð á aukaflugi til
Kúbu 22. febrúar. Bjóðum gistingu á nokkrum
af hinum vinsælu gististöðum okkar á hinni
einstöku Varaderoströnd eða í Havana. Kúba
er ævintýri sem lætur engan ósnortinn. Ekki
aðeins kynnist maður stórkostlegri
náttúrufegurð eyjunnar, heldur einnig þjóð
sem er einstök í mörgu tilliti. Fjölbreyttir
gistivalkostir í boði á frábæru verði.
Varadero - 10 nætur
Verð frá kr. 89.990
Flug, skattar og gisting í tvíbýli á Villa
Tortuga á Varadero með morgunverði í 10
nætur. Netverð á mann.
Havana í 5 nætur -
Varadero í 5 nætur
Verð frá kr. 94.990
Flug, skattar og gisting í tvíbýli á Hotel
Occidental Miramar í Havana í 5 nætur með
morgunverði og gisting í tvíbýli á Hotel
Arenas Doradas á Varadero í 5 nætur
með morgunverði. Netverð á mann.
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
STJÓRNENDUR Bláfjalla munu á
næstunni hefja innri skoðun á því
hvað hefði mátt betur fara vegna at-
viksins á föstudagskvöld þegar raf-
magn fór af skíðasvæðinu með þeim
afleiðingum að fólk sat fast í stóla-
lyftu og aðrir á fleygiferð niður
brekkurnar misstu allt skyggni
vegna skyndilegrar myrkvunar.
Fundur var haldinn í gær með
forstöðumanni skíðasvæðanna og
starfsfólki þar sem þetta kom fram,
en einnig kom fram að björgun hefði
tekist vel og að starfsfólkið og björg-
unarlið hefði staðið sig mjög vel.
Eins og kunnugt er var rafmagns-
bilunin rakin til þess er bíll frá Rík-
isútvarpinu rakst á rafmagnsleiðslu
í nágrenni skíðasvæðisins.
Í kjölfar atviksins er helst horft til
möguleika á því að setja upp vara-
lýsingu í fjallinu og eins hvort Orku-
veita Reykjavíkur sé reiðubúin að
leggja rafmagnsleiðsluna undir Blá-
fjallaveginn upp á skíðasvæðið.
Þegar rafmagnið fór sat fólk fast í
stólalyftunni og á bloggsíðu sinni
spyr einn ungur Bláfjallagestur sem
lenti í atvikinu, hvort ekki mætti
setja upp kallkerfi í brekkunum til
að koma upplýsingum til fólks í stól-
unum. Nefnir pilturinn þetta þar
sem hann telur að fólk gæti orðið
hrætt við slíkar aðstæður með þeim
afleiðingum að einhverjir gætu grip-
ið til óskynsamlegra ráða í stress-
inu.
Öflugra kallkerfi í brekkurnar
Grétar Hallur Þórisson, for-
stöðumaður skíðasvæðanna, er sam-
mála þessu sjónarmiði og nefnir að
sjálfur hefði hann viljað að nýja lyft-
an í Kóngsgili yrði keypt með slíkum
búnaði á sínum tíma en ekki hafi
orðið af því, einhverra hluta vegna.
„Kallkerfi er eitt af því sem þarf að
skoða,“ segir hann en bendir á að
ekið hafi verið á vélsleðum meðfram
lyftunni og kallað upp til fólksins
með gjallarhorni til að segja frá því
hvað hafði gerst. Misjafnt var þó
hvað heyrðist vel í tækinu og segir
Grétar Hallur að þessi búnaður
hefði mátt vera öflugri. Hann bendir
jafnframt á að fólkið sem sat í lyft-
unum hafi í raun verið miklu örugg-
ara en þeir sem voru að bruna niður
brekkurnar þegar rafmagnið fór af.
Þar á hann við þann aðstöðumun
sem er á því að sitja kyrr og láta
bakka sér niður á sléttlendi eins og
raunin varð – og vera á ferðinni í
skíðabrekku þegar allt myrkvast.
Snjótroðari með flóðlýsingu hafi
verið sendur upp í brekkurnar til að
hjálpa skíðafólkinu að rata niður.
„Það var því enginn að paufast lengi
í myrkrinu til að komast niður,“ seg-
ir hann.
„En starfsfólkið fór rétt að og all-
ur búnaður reyndist í lagi. Ég vil
þakka gestum skíðasvæðisins fyrir
að sýna stillingu í aðstæðunum.“
Hætta á ferð fyrir vanbúna
Á svæðinu var Einar Sveinbjörns-
son veðurfræðingur á skíðum með
fjölskyldu sinni og bloggaði hann um
atvikið þar sem hann bendir á að í
raun hafi beinlínis verið hætta á ferð
fyrir þá sem voru ekki vel klæddir
til að standa af sér allt að 25 stiga
frost í stólalyftunni miðað við þá
vindkælingu sem var. Þá um kvöldið
hafi verið 9 metrar á sekúndu og 7
stiga frost. „Hímandi í loftinu í stól
lyftunnar gerir það að verkum að sá
sem þar er getur sig lítið hreyft og
vindkæling á bert hörund er mikil,“
segir Einar. „Í mínum huga voru að-
stæður [...] beinlínis hættulegar
þeim sem ekki voru vel búnir. Ég sá
m.a. nokkra húfulausa sem vitanlega
er algert glapræði. Miklu fleiri voru
hins vegar vel gallaðir og útbúnir,“
segir hann.
Íhuga að setja upp varalýs-
ingu, kallkerfi og jarðstreng
Morgunblaðið/Kristinn
Myrkur Snjótroðarar lýstu upp brekkurnar til að vísa fólki niður á jafn-
sléttu en þeim sem sátu í lyftunni var bakkað niður eftir 20–25 mínútna bið.
Aðgerðir vegna rafmagnsleysis í Bláfjöllum taldar vel heppnaðar
BERTRAM Henry
Möller, fyrrverandi
lögregluvarðstjóri í
Reykjavík og söngv-
ari, er látinn, 64 ára
að aldri.
Bertram fæddist í
Reykjavík 11. janúar
1943. Foreldrar hans
voru Guðrún Möller,
starfsmaður Lands-
símans, og Bertram
Mallet sem var yfir-
maður í breska hern-
um.
Bertram ólst upp í
Vesturbæ Reykjavík-
ur og stundaði nám í Melaskóla og
Hagaskóla. Að grunnskóla loknum
stundaði hann nám í Verzlunarskóla
Íslands.
Bertram hóf störf hjá
lögreglunni í Reykjavík
árið 1964 og starfaði lengi
sem lögregluvarðstjóri.
Hann lét af störfum árið
2003, sextugur að aldri.
Tónlistin átti hug og
hjarta Bertrams og allt
frá unglingsárum söng
hann og lék á gítar á böll-
um víða um land með
fjölda hljómsveita, m.a.
Sextett Berta Möllers,
Svavari Gests og lengst af
með Lúdó og Stefáni.
Þá starfaði Bertram af
krafti með frímúrararegl-
unni frá árinu 1982.
Bertram kvæntist Guðríði Erlu
Halldórsdóttur árið 1964. Hann lætur
eftir sig fjögur börn.
Bertram Henry Möller
Andlát
NEYTENDASAMTÖKIN hafa
birt á heimasíðu sinni lista yfir
verðhækkanir matvöruheildsala
og innlendra framleiðenda, sem
tilkynntar hafa verið að und-
anförnu. Segja samtökin, að þetta
sé ekki síst gert til að neytendur
geti betur áttað sig á því hvað sé
að gerast í matvöruversluninni.
Um leið hvetja Neytenda-
samtökin framleiðendur sem selj-
endur til að halda aftur af sér
hvað varðar verðhækkanir. Neyt-
endasamtökin segjast með mikilli
ánægju munu taka þau fyrirtæki
út af þessum lista ef þau draga til
baka hækkanir sínar, hvort sem
þær hafa tekið gildi nú þegar eða
eru væntanlegar. Einnig hvetja
samtökin heildsala og innlenda
framleiðendur, sem ekki hækka
verð hjá sér nú, til að tilkynna
það til Neytendasamtakanna.
Heimasíða samtakanna er
www.ns.is.
Birta lista yfir
verðhækkanir
á matvörum
KAUPÞING stendur, ásamt Fær-
eyska líftryggingafélaginu, að
baki jarðgangagerð milli Þórs-
hafnar á Straumey og byggða-
kjarna á Austurey, en göngin
stytta verulega ferðatíma milli
byggðarlaganna.
Göngin verða um ellefu kíló-
metrar á lengd og er áætlað að
þau geti kostað um ellefu millj-
arða króna. Innheimtur verður
vegtollur til að greiða fyrir bygg-
ingu ganganna, en göngin stytta
leiðina verulega. Nú tekur um 45
mínútur að fara á milli, en ferða-
tíminn styttist í 5–10 mínútur.
Lögþing Færeyja þarf að taka
málið fyrir og samþykkja en gert
er ráð fyrir að göngin geti verið
tilbúin árið 2012.
Kaupþing að
baki göngum
í Færeyjum
AUKAKJÖRDÆMISÞING fram-
sóknarmanna í Suðurkjördæmi fer
fram laugardaginn 27. janúar nk. á
Selfossi. Að sögn Skúla Þ. Skúlason-
ar, formanns kjörstjórnar í prófkjöri
Framsóknarflokksins í Suðurkjör-
dæmi, mun kjörstjórnin á þeim fundi
leggja fram tillögu að uppstillingu
listans.
Aðspurður hvernig þriðja sætið
verði mannað eftir að Hjálmar Árna-
son alþingismaður tilkynnti að hann
tæki ekki það sæti segist Skúli ekki
geta tjáð sig um það á þessu stigi, en
tók fram að allir möguleikar væru
opnir í stöðunni og að verið væri að
vinna í málinu.
Ekki liggur því á þessu stigi ljóst
fyrir hvort þeir sem lentu í fjórða
sæti og niðurúr í prófkjörinu færist
upp um eitt sæti eða hvort fenginn
verði utanaðkomandi aðili, t.d. af
Suðurnesjum, til þess að skipa þriðja
sætið í stað Hjálmars.
Hjálmar segir í viðtali við Víkur-
fréttir að hann horfi til þess að Suð-
urnesjamaður komi í hans stað í
þriðja sæti framboðslista framsókn-
armanna í Suðurkjördæmi fyrir
næstu alþingiskosningar. Sagðist
hann í raun telja það afskaplega
vafasamt ef svo yrði ekki.
Aðeins tveir Suðurnesjamenn
tóku þátt í prófkjöri framsóknar-
manna í Suðurkjördæmi um nýliðna
helgi. Auk Hjálmars var Brynja
Lind Sævarsdóttir, flugöryggismað-
ur úr Reykjanesbæ, í framboði.
Eygló Harðardóttir, sem hafnaði í
fjórða sæti í prófkjörinu um helgina,
segir eðlilegt að þar sem Hjálmar
taki ekki þriðja sætið, færist aðrir
fyrir neðan hann upp um eitt sæti.
Eygló býr í Vestmannaeyjum, en
segist bera hagsmuni alls kjördæm-
isins fyrir brjósti og því eigi póst-
númer ekki að skipta máli í þessu
sambandi.
„Framboðsfrestur til að taka þátt í
prófkjörinu rann út 15. desember og
beiðni kom eftir þá dagsetningu frá
fulltrúaráði Reykjanesbæjar um að
framlengja frestinum. Þeirri beiðni
var hafnað af kjörstjórninni.“ Hún
segist telja það mjög eðlilegt, eins og
gerst hafi í öðrum prófkjörum Fram-
sóknarflokksins sem haldin hafi ferið
upp á síðkastið, að fólk færist upp
listann við þær aðstæður sem hafa
skapast með brotthvarfi Hjálmars.
Tillaga að uppstillingu
tilbúin fyrir næstu helgi
VIÐGERÐ á Cantat-3-sæstrengn-
um hefur verið frestað vegna veð-
urs. Viðgerðarskip kom á bilunar-
stað fyrir viku en veður og sjólag á
svæðinu hefur verið mjög slæmt og
því hefur ekki tekist að hefja við-
gerð.
Vegna veðurútlits hafa rekstr-
araðilar því ákveðið að fresta við-
gerð að sinni. Var strengurinn
gangsettur að nýju til Evrópu fyrir
helgi og er vonast til að fjar-
skiptaumferð í þá átt verði með
eðlilegum hætti, þar til tækifæri
gefst til viðgerðar.
Viðgerð frestað