Morgunblaðið - 23.01.2007, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
FULLTRÚAR Evrópusambandsins
hvöttu eindregið til þess í gær að
sem fyrst yrði mynduð ríkisstjórn í
Serbíu er legði áherslu á gott sam-
starf við ESB. Hún þyrfti einnig að
vera reiðubúin að takast á við stöðu
Kosovo-héraðs sem að nafninu til er
enn undir stjórn Serbíu en í reynd
undir vernd alþjóðasamfélagsins.
Flokkur harðlínu-þjóðernissinna,
Róttæki flokkurinn, fékk flest at-
kvæði í þingkosningunum í Serbíu á
sunnudag eða rúm 28%. Formaður
hans, Vojislav Seselj, er í haldi hjá
stríðsglæpadómstól Sameinuðu
þjóðanna í Haag, grunaður um aðild
að fjöldamorðum í Balkan-stríðun-
um á liðnum áratug. Flokkurinn vill
ekkert gefa eftir í málum Kosovo og
boðar jafnvel stríð til að tryggja að
héraðið verði áfram serbneskt.
Einnig er flokkurinn mjög andvígur
samstarfi við ESB en aðrir flokkar
landsins vilja aðild Serbíu að sam-
bandinu. Stjórnmálaskýrendur í
Serbíu búast við að flokkar sem vilja
góð samskipti við ESB og Vestur-
lönd muni að lokum mynda sam-
steypustjórn en þröskuldarnir séu
margir. „Það verður geysilega erfitt
að mynda nýja stjórn,“ sagði Drag-
oljub Zarkovic, dálkahöfundur í
vikublaðinu Vreme.
Síðast var kosið til þings í Serbíu
2003. Flokkur Boris Tadic forseta,
hinn hægrisinnaði Lýðræðisflokkur,
vann að þessu sinni stærsta sigurinn,
nær tvöfaldaði þingsætafjölda sinn
og er með 65 sæti af alls 250 á þingi.
Flokkur Seselj er með álíka mörg
sæti og síðast, 81 en Lýðræðisflokk-
ur Serbíu, samtök Vojislav Kost-
unica forsætisráðherra, tapaði 10
sætum og er nú með 47. Flest bendir
samt til þess að Kostunica verði í
oddaaðstöðu, hvorug fylkingin getur
myndað stjórn án hans.
Kostunica fer fyrir minnihluta-
stjórn en hann var í fararbroddi
þeirra sem steyptu einræðisherran-
um Slobodan Milosevic af stóli árið
2001. En á hinn bóginn er Kostunica
sjálfur mjög eindreginn þjóðernis-
sinni og berst hart gegn því að Kos-
ovo verði látið af hendi. Vill hann og
er í þeim efnum sammála Tadic að
Kosovo fái sjálfstæði innan vébanda
Serbíu. En báðir taka skýrt fram að
þeir vilji leysa deiluna með friðsam-
legum aðferðum, ekki vopnavaldi.
Búist við langri og erfiðri
stjórnarmyndun í Serbíu
Harðlínumenn þjóðernissinnans Seselj fengu flest atkvæði í þingkosningum
3
45
6789
París. AFP. | Kaþ-
ólski presturinn
Abbé Pierre lést í
Frakklandi í gær,
94 ára að aldri.
Abbé Pierre var
víðfrægur og dáð-
ur fyrir störf sín
að mannúðarmál-
um fyrir fátæka
og heimilislausa
en einnig fyrir afrek í stríðinu er
hann vann með andspyrnuhreyfing-
unni og aðstoðaði gyðinga við að
flýja undan nasistum.
Abbé Pierre var hvarvetna minnst
með virðingu, m.a. í Páfagarði auk
þess sem leiðtogar helstu samtaka
múslíma í Frakklandi lýstu harmi
sínum yfir fráfalli hans. Jacques
Chirac forseti sagði hann hafa verið
„samvisku“ Frakka.
Allir Frakkar þekktu Abbé Pierre
sem oftast klæddist svartri hempu
og svartri húfu en hann var liðsmað-
ur reglu kapútsína-munka. Hann
stofnaði 1949 hreyfingu er nefndist
Emmaus-fararnir með vísan til sög-
unnar er Kristur birtist lærisveinum
sínum eftir upprisuna. Hreyfingin
starfar nú í um 50 löndum og rekur
um 10.000 íbúðir og hús fyrir heim-
ilislausa í París einni.
Abbé Pierre vakti fyrst þjóðarat-
hygli með útvarpsávarpi sínu 1954 er
óvenjukaldur vetur herjaði á lands-
menn. „Vinir mínir – veitið hjálp!
Kona fraus í hel klukkan þrjú í nótt,“
sagði hann.
Abbé
Pierre lát-
inn í París
Abbé Pierre
Belfast. AFP. | Yfirmenn bresku lög-
reglunnar á Norður-Írlandi voru í
vitorði með liðsmönnum öfgasam-
taka mótmælenda sem myrtu að
minnsta kosti tíu manns og reyndu
að myrða tíu til viðbótar á síðasta
áratug.
Þetta kemur fram í 160 síðna
skýrslu umboðsmanns lögreglunnar
á Norður-Írlandi eftir þriggja og
hálfs árs rannsókn. Hann kemst að
þeirri niðurstöðu að yfirmennirnir
hafi verndað uppljóstrara í öfgasam-
tökunum þegar lögreglumenn hafi
reynt að rannsaka glæpi þeirra.
Bertie Ahern, forsætisráðherra
Írlands, sagði skýrsluna vekja mik-
inn óhug. Talsmaður Tonys Blairs,
forsætisráðherra Bretlands, tók í
sama streng og sagði athæfi lög-
reglumannanna óréttlætanlegt.
Vernduðu
vígamenn
Tókýó. AP. | Hneyksli hefur orðið til
þess að forstjóri samsteypunnar
Fujiya í Japan varð að segja af sér.
Forstjóri fyrirtækisins, Rintaro
Fujji, hefur viðurkennt að notað hafi
verið of gamalt hráefni í vörurnar
sem eru einkum kökur og sælgæti.
Fyrirtækið var stofnað árið 1910 og
hefur ávallt notið mikillar virðingar
og vinsælda fyrir gæðakökur.
Nýr forstjóri, Yasufumi Sakurai,
var kjörinn á stjórnarfundi í gær.
Fram kom í yfirlýsingu Fujiya,
sem rekur um 800 verslanir, að rann-
sókn hefði leitt í ljós að notast hafði
verið við mjólk, rjóma, egg, bláberja-
mauk og eplafyllingu sem komin
voru fram yfir síðasta söludag.
Ljóstrað hefur verið upp um svipuð
hneyksli hjá mörgum þekktum fyr-
irtækjum í Japan, gæðaeftirlit hefur
reynst vera í molum. Leynt hefur
verið göllum í bílum Mitsubishi-
verksmiðjanna, viðskiptavinir mjólk-
urvöruframleiðandans Snow Brand
Milk Products fengu matareitrun.
Fujiya hefur einnig viðurkennt að
reynt hafi verið fyrst í stað að leyna
hneykslinu.
Svona
gerir mað-
ur ekki
Notuðu gamalt
hráefni í kökurnar
ALLRA augu voru á Edmund Stoiber, forsætisráð-
herra í Bæjaralandi, í gær er hann heimsótti borgina
Ingolstadt í kjölfar þess að hann tilkynnti fyrir helgi að
hann hygðist láta af embætti og einnig sem leiðtogi
Kristilega sósíalsambandsins (CSU) í september. CSU
er systurflokkur CDU sem fer með völdin í Þýskalandi.
Stoiber, sem er 65 ára gamall, hefur farið með völdin
í Bæjaralandi sl. fjórtán ár og hann var kanslaraefni
kristilegu flokkanna í þýsku þingkosningunum 2002.
Óveðursskýin tóku að hrannast upp yfir höfði
Stoibers nýverið þegar starfsmannastjóri hans neydd-
ist til að segja af sér eftir ásakanir um að hann hefði
látið njósna um einn pólitískra andstæðinga Stoibers.
Stoiber jók svo enn á ólguna með því að lýsa því yfir að
hann hygðist sitja í embætti til 2013. Þegar nýlegar
kannanir sýndu svo, að CSU myndi tapa völdum í Bæj-
aralandi í kosningum sem fram eiga að fara á næsta
ári, fór þrýstingur á Stoiber að magnast til muna.
AP
Stoiber hyggst hætta í haust
♦♦♦
Bagdad. AP. | Að minnsta kosti
hundrað manns biðu bana þegar
tvær bílsprengjur sprungu svo til á
sömu stundu í Bagdad, höfuðborg
Íraks, í gær. Á annað hundrað
manns særðist í tilræðinu. Sprengj-
urnar sprungu í verslunarhverfi,
Bab al-Sharki, í miðborg Bagdad,
þar sem bæði er að finna sjíta og
súnníta en umferð á þessu svæði er
mjög mikil og margir jafnan á ferli.
Um er að ræða mannskæðustu
árásina í Bagdad á þessu ári, en ekki
er vika síðan sjötíu manns týndu lífi í
sprengjutilræði í háskóla í borginni.
Bab al-Sharki er meðal fátækustu
hverfa Bagdad-borgar en ódæðis-
menn hafa margítrekað staðið fyrir
sprengjutilræðum þar. Í síðasta
mánuði dóu til að mynda 63 þegar
maður sprengdi sjálfan sig þar í loft
upp.
Vitni í gær sögðu að aðstæður á
vettvangi hefðu verið afar ljótar og
þurfti að stafla hinum látnu og særðu
saman upp á kerrur, svo mörg voru
fórnarlömbin. Eldur komst í a.m.k.
tólf bíla við sprengingarnar og gjör-
eyðilögðust nokkrar þeirra í brun-
anum.
Mannfall í röðum óbreyttra borg-
ara er áfram mjög mikið í Írak en
jafnframt hafa margir bandarískir
hermenn týnt lífi á undanförnum
mánuðum. Árið byrjar eins og því
síðasta lauk, nú hafa fjörutíu og sex
bandarískir hermenn fallið það sem
af er þessu ári.
Tugir manna
týndu lífi í Írak
Mannskæðasta árásin í Bagdad á árinuOyadao-þorp. AP. | Fjölmargir hafagert sér ferð til Oyadao í norðaust-
urhluta Kambódíu til að skoða konu
sem talin er hafa eytt síðustu nítján
árunum meðal dýra úti í frumskóg-
inum. Konan fannst fyrir tíu dögum
en hún var þá að reyna að stela mat
frá bónda á svæðinu. Hún var nakin
og hreyfði sig eins og api og hún
talar ekki mannamál.
Um helgina reyndi konan þríveg-
is að flýja aftur út í frumskóginn.
Sal Lou, lögreglumaður í þorpinu,
er sannfærður um að þarna fari
dóttir hans, Rochom P’ngieng, sem
týndist er hún var átta ára gömul.
Vísar hann til þess að hún beri gam-
alt ör sem hann þekki.
Sumir velta hins vegar fyrir sér
hvernig konan geti haft jafn mjúk-
ar hendur og raun ber vitni, hafi
hún lifað sem villt dýr sl. 19 ár og
hvers vegna hárið á henni sé ekki
verr farið. Þá vekja furðu ör sem
hún hefur á höndunum en þau virð-
ast benda til að hún hafi verið bund-
in langtímum saman. „Við teljum að
þessi kona sé fórnarlamb einhvers
konar pyntinga, kannski kynferð-
islegra eða líkamlegra,“ segir Kek
Galabru, formaður mannréttinda-
samtakanna Licadho. Hafa þau
boðist til að greiða kostnaðinn af
því að flytja Rochom og fjölskyldu
hennar til Phnom Penh svo hún geti
fengið þá læknisaðstoð sem þurfi.
Hefur þrisv-
ar reynt
að flýja
AP