Morgunblaðið - 23.01.2007, Síða 16

Morgunblaðið - 23.01.2007, Síða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING BRESKI leikstjórinn Paul Green- grass ætlar að fylgja mynd sinni United 93 eftir með heimildar- myndadrama um Írak eftir að bandaríski herinn gerði innrás inn í landið. United 93 fjallar um hryðju- verkaárásina í Bandaríkjunum 11. september og hefur Greengrass fengið mikið lof fyrir myndina sem hlaut nýlega sex tilnefningar til Bafta-verðlaunanna, m.a. sem besta breska myndin og fyrir bestu leikstjórn. Mynd Greengrass um Írak verður aðlögun á bókinni Imperial Life in the Emarald city: Inside Iraq’s Green Zone eftir Rajiv Chandrasek- aran. Chandrasekaran var fréttaritari fyrir Washington Post í Baghdad frá 2003–4. Hann notaði hundruð viðtala og skjala til að skrifa frásögn af lífi sínu innan hins víggirta Green Zone, sem hýsir stjórnsýslubyggingar Bandaríkjanna og sendiráð í Írak. Bókin lýsir Green Zone sem stað sem er einangraður frá raunveru- leika stríðsins, þar sem verkið að byggja upp niðurbrotna þjóð keppir við dægradvöl „Litlu“ Ameríku – þar eru margir barir sem eru fullir af köldum bjór og diskótek þar sem konur mæta í kynæsandi fötum. Greengrasss mun hefja vinnu við myndina um Írak eftir að hafa klár- að The Bourne Ultimatum. En sú mynd er sjálfstætt framhald spennumyndanna The Bourne Identity (2002) og The Bourne Supremacy (2004), leikarinn Matt Damon fer með aðalhlutverkið sem fyrr. Ameríka í Írak Greengrass-mynd um Green Zone Paul Greengrass STAÐFEST hefur verið að La Vie en Rose verði opnunarmynd Kvik- myndahátíðarinnar í Berlín í ár. Um er að ræða ævisögulega kvik- mynd um frönsku söngkonuna Edith Piaf. Meðal annarra mynda sem staðfest hefur verið að keppi um aðalverðlaun hátíðarinnar má nefna The Good German í leik- stjórn Stevens Soderberghs, syst- urmynd Flags of Our Father, Letters from Iowa, í leikstjórn Clints Eastwoods, og CIA-mynd Roberts De Niros, The Good Shepherd. La Vie en Rose er í leikstjórn Oliviers Dahans. Það er leikkonan Marion Cotillard sem leikur söng- konuna sem er dáð og dýrkuð í heimalandi sínu. Með önnur hlut- verk fara m.a. Gerard Depardieu, Sylvie Testud og Emmanuelle Seigner. Kvikmyndahátíðin í Berlín stendur yfir 8.–18. febrúar. Berlín opn- uð með Piaf TÓNLISTARHÓPURINN Aton heldur tónleika í Lista- safni Íslands kl. 20 í kvöld. Tónleikarnir eru liður í Myrk- um músíkdögum, tónlistar- hátíð Tónskáldafélags Íslands og verða verk eftir fjögur ís- lensk tónskáld, (Hlyn Aðils Vilmarsson, Úlf Inga Haralds- son, Guðmund Stein Gunn- arsson og Önnu Sigríði Þor- valdsdóttur) flutt á tónleikunum. Tónlistarhópurinn Aton var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2004 sem bjartasta vonin í flokki sígildrar og samtímatónlistar. Hann hefur starfað frá árinu 1998. Tónleikar Aton á Myrkum músíkdögum Aton KVIKMYNDASAFNIÐ sýnir í kvöld kl. 20 kvikmyndina Síð- asti keisarinn (Last Emperor) eftir Bernardo Bertolucci frá árinu 1987. Myndin fjallar um Pu Yi, sem þriggja ára tók við veldissprotanum í Kína. Sagt er frá hátignarlegri fæðingu hans og stuttri valdatíð sem keisari í Forboðnu borginni, þar sem hann var tilbeðinn af 500 milljónum manna og síðan afsögn hans, nið- urlægingu og spilltu líferni og að lokum þegar hann deyr sem garðyrkjumaður í grasagarði Pek- ingborgar. Frekari upplýsingar á www.kvikmyndasafn.is. Kvikmyndir Síðasti keisarinn í Bæjarbíói Síðasti keisarinn ANNAÐ kvöld heldur Kór Áskirkju fjáröflunartónleika til styrktar gluggasjóði Ás- kirkju. Tónleikarnir eru helgaðir minningu séra Árna Berg Sigurbjörns- sonar. Flutt verður fjölbreytt dagskrá en auk Kórs Ás- kirkju koma fram Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Hjörleifur Valsson, Hallveig Rúnarsdóttir. Stjórnandi er Kári Þormar Allur ágóði af tónleikunum rennur óskertur til gluggasjóðs Áskirkju og hefjast þeir stund- víslega kl. 20. Tónleikar Kór Áskirkju ásamt góðum gestum Áskirkja Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Ólafur Elíasson myndlist-armaður hefur verið val-inn til að hanna þakhæð áListasafnið í Árósum í Danmörku. Fimm listamenn skiluðu hugmyndum í samkeppni um þakhæðina og þótti hugmynd Ólafs þeirra best. Í úrskurði dómnefndar seg- ir að hugmyndir Ólafs mæti kröf- um um að þak- flötur safnsins verði einstakt byggingarlistaverk, sem sameini list og arkitektúr af fágun og verði um leið listaverk á alþjóðlegan mæli- kvarða. Hæðin hefur verið nefnd „Himmelrummet“, eða Himingeim- urinn, og þaðan er útsýni til allra átta. Sporbaugur í öllum litum Ljós og litir eru efniviður Ólafs, en hringlaga þakhæðin markast af gangi með lituðu gleri sem spannar allan litaskalann. Innan hringsins og nokkrum þrepum neðar verður rými til ýmissa nota; kaffihús, fundaað- staða og slíkt. Inni í hringnum verð- ur glær glerkúla með stóru prisma, en einnig hið gamla apparat „camera obscura“. Verkefnið verður fjár- magnað af fasteignafyrirtækinu Realdania og er búist við að bygg- ingunni verði lokið sumarið 2008, en auk safnsins og Realdania er sveitar- félagið Árósar þátttakandi í verkefn- inu. Vitinn skapar sjónarrönd Ólafur Elíasson er þekktur að því að leika á mörkum myndlistar og arkitektúrs og að gefa þeim sem nýt- ur verksins stórt hlutverk í því. Í greinargerð sem hann skrifaði með hugmynd sinni talar hann um vitann sem margvíslegt tákn. Vitinn er kennileiti þeim sem á hann horfir, en um leið horfir hann sjálfur á þann sem horfir, lýsir hann upp, eða skap- ar honum hreyfanlegan sjóndeild- arhring. Ólafur vill með Him- ingeimnum skapa samskonar tengsl milli safnsins, borgarlandslagsins í kring og gestsins sem skoðar. Þegar áhorfandinn gengur eftir göngunum með lituðu glerinu og borgarlands- laginu á aðra hönd er hann að sjálfur að móta sýn sína á veröldina. Hann getur horft á hina grænu Árósa eða fjólubláu, hann getur valið sér sjón- arhorn og sjóndeildarhring eða látið hendingu ráða hvaða augum hann sér heiminn. Því er nærtækt að spyrja Ólaf hvort „listaverkið“ felist í verkinu sjálfu, eða samspili þess, umhverfisins og manneskjunnar; – er það kannski upplifun hvers og eins sem skapar listaverkið? „Það er ekki gott að segja, því þessu getum við aldrei svarað alveg beint. Oft er það þannig í listinni í dag, að það borgar sig heldur ekkert að segja neitt um það, því á meðan getur fólk séð sem flest og fundið listina í eigin hugarflugi. Önnur spurning er hvað fyrirbærið „safn“ þýðir fyrir samtíma okkar. Ég vildi spyrja þeirrar spurningar hvernig Árósasafnið gæti tengst samtím- anum. Þess vegna finnst mér mik- ilvægt að arkitektúrinn hafi dýna- míska virkni og setji einhverja krafta í gang.“ Ólafur kveðst hafa mikla ánægju af að vinna með hug- myndina um gagnvirkni verks, um- hverfis og manneskju, og svo gæti farið að hann bætti fleiri sjónrænum þáttum í Himingeiminn. „Stundum er hægt að horfa á verk mín sem listaverk, en það kemur líka fyrir að þau eru arkitektúr sem hýsir ef til vill listaverk. Það er líka hægt að líta á þetta þannig.“ Ólafur talar um „panoramic pavillion“ – skála sjóndeildarhringsins og segir að með því að ganga einn hring í göngunum gangi maður í gegnum nánast allt lit- róf hvíta ljóssins í litaða glerinu. „Þetta er ekki dagsljós. En í glerkúl- unni verður hins vegar hægt að sjá það litróf sem verður til þegar dags- birtan brotnar á prismanu. Þetta er einfalt, en skemmtilegt. Í safninu á hæðunum fyrir neðan er verið að vinna með þessa liti í verkum frá öll- um tímum, mest þó frá síðari tímum. Margt af þeirri list fæst við liti þeirra tíma sem hún er búin til á. Það er eins hægt að horfa á verkið á þakinu sem málverk, að öðru leyti en því að maður þarf ekki að standa kyrr til að upplifa það. Myndin breytist stöðugt – með því að þú sjálf hreyfir þig frá rauðu yfir í fjólubláa liti og svo blátt og svo framvegis. Hreyfing áhorfandans býr til lita- málverk fyrir hann. Þannig má segja að verkið „hefjist“ í líkama gestsins.“ Tilraunastofa rýmis og litar Ólafur segir það spennandi þegar ekki sé hægt að segja til um hvort verk sé listaverk eða arkitektúr, og á ensku lýsir hann verki sínu sem „Space and Colour Laboratory“, til- raunastofu rýmis og litar. Gesturinn, eða áhorfandinn er þátttakandi í til- rauninni. Safnið sem fyrirbæri er honum líka hugleikið og hann telur að þegar fólk hafi á annað borð ákveðið að fara og skoða safn, þá sé það jafnan opnara fyrir samskiptum við það sem þar er að sjá. Hins vegar séu til söfn sem séu lítið öðruvísi en stórar verslunarmiðstöðvar, þar sem gestum sé ekki boðið upp á annan kost en að þiggja og vera neytendur. „Spurningin er hvernig hægt sé að skapa safn þar sem byggingin sjálf býður upp á listrænt samhengi við listaverkin og góða upplifun, á sama tíma og það gerir einnig ákveðnar kröfur til gestsins. Það er munurinn á því að fara inn á safn og í mollið. Á safni er maður eins og „meðfram- leiðandi“, safnið setur upp einhvers konar uppstillingu. Í öðru lagi kom- um við með okkar reynslu og eitt- hvað annað. Þriðja atriðið verður svo til þegar þessu slær saman, og það er kannski þar sem listin er í dag.“ Ólafur Elíasson sigraði í samkeppni um þakrými á Listasafnið í Árósum í Danmörku Skapar tengsl milli safns, sjóndeildarhrings og gests Í HNOTSKURN » Hugmynd Ólafs Elíassonarum nýja þakhæð Listasafns- ins í Árósum í Danmörku var val- in best af fimm sem dómnefnd bárust. »Kostnaðaráætlun hljóðar uppá 30 milljónir danskra króna, eða um 360 milljónir íslenskra, en Realdania greiðir kostnaðinn. » Verkið byggist á samspililita, ljóss, sjóndeildarhrings og gests. » Áætluð verklok eru sumarið2008. Tilraunastofa rýmis og lita Á efri myndinni sjáum við beint á þakhæðina. Það tekur milli þrjár og fjórar mínútur að ganga rösklega gegnum litrófið, einn hring. Glerkúlan geymir prismann sem brýtur dagsljósið en í gler- göngunum er litað gler. Tröppur liggja niður að opna rýminu þar sem gert er ráð fyrir ýmiss konar starfsemi. Á neðri myndinni má sjá líkan að bygg- ingu Árós listasafnsins í Árósum í Danmörku. Verk Ólafs verður kennileiti í sjálfu sér og mun stafa lit og ljósi á umhverfi sitt. Ólafur Elíasson♦♦♦ Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.