Morgunblaðið - 23.01.2007, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 23.01.2007, Qupperneq 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI VÆNLEGASTA lega jarðganga í gegnum Vaðlaheiði gerir ráð fyrir 7,4 km löngum göngum. Munni ganganna Eyjafjarðarmegin verður í um 60 metra hæð yfir sjávarmáli hjá þjóðvegi 1 við Halllandsnes og í Fnjóskadal verður munninn í um 160 metra hæð yfir sjávarmáli hjá Skóg- um. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítarlegri skýrslu Ágústs Guð- mundssonar, jarðfræðings hjá Jarð- fræðistofunni ehf., sem hann hefur unnið fyrir Greiða leið ehf. Skýrslan er samantekt á niður- stöðum rannsókna í Vaðlaheiði sem Jarðfræðistofan hefur haft umsjón með undanfarin ár, en í þeim var sjónum beint að jarðfræðilegum að- stæðum til gangagerðar. Skýrsla Jarðfræðistofunnar stað- festir að aðstæður til jarðgangagerð- ar í gegnum Vaðlaheiði eru í með- allagi góðar. Í Vaðlaheiði er berggrunnurinn töluvert brotinn og „haggaður“ með allmörg misgengi og bergganga. Setberg á áformaðri jarðgangaleið er sambærilegt við setberg í göngunum í Blönduvirkjun og Fáskrúðsfjarðargöngum. Í skýrslu Jarðfræðistofunnar er það orðað svo að í almennum samanburði við hérlend veggöng megi ætla að basaltið á gangaleið í Vaðlaheiðar- göngum verði í betra meðallagi til gangagerðar en setbergslög í lakara meðallagi. Jarðfræðirannsóknum vegna Vaðlaheiðarganga er að mestu lokið, en þó er ætlunin að bæta við seg- ulmælingum til sprunguleitar á efri hluta heiðarinnar. Vegna gerðar Vaðlaheiðarganga og vegaframkvæmda sem tengjast þeim fékk Greið leið ehf. fornleifa- deild Byggðasafns Skagfirðinga til þess að annast fornleifaskráningu við austari munna jarðganganna, þ.e. í landi Skóga í Hálshreppi. Í skýrslu um málið kemur fram að ein tóft muni lenda innan framkvæmda- svæðis við austari gangamunna og þurfi framkvæmdaaðili að sækja um leyfi til Fornleifaverndar ríkisins til þess að mega fjarlægja hana. Innan 20 metra frá brún fyrirhugaðs fram- kvæmdasvæðis eru skráðar þrjár minjar og innan 20–50 metra eru fjórar minjar, þar af bæjarstæði gamla Skógabæjarins. Aðstæður taldar í meðallagi góðar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Göng Séð til Akureyrar frá Hall- landsnesi, sem er beint á móti. Í HNOTSKURN »Gert er ráð fyrir því að veg-göng í gegnum Vaðlaheiði verði 7,4 kílómetra löng. »Jarðfræðilegar aðstæður tilgangagerðar eru taldar í meðallagi góðar. MIKIÐ hefur snjóað á Akureyri undanfarið en nú er að hlýna aftur. Þessir strákar úr Brekkuskóla skemmtu sér í lítilli brekku steinsnar frá skólanum. Frá vinstri: Bjarmi, Kjartan, Alexander Jósep og Páll Erlingur. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gaman að leika sér í snjónum KRISTJÁN Þór Júlíusson, forseti bæjarstjórnar, og Sigfús Helgason, formaður Íþróttafélagsins Þórs, hafa slíðrað sverðin, en þeir deildu opin- berlega eins og greint var frá í Bæj- arlífspistli fyrir helgi. Í yfirlýsingu segja þeir að deilur á opinberum vettvangi um hugsanlega uppbygg- ingu frjálsíþróttaaðstöðu á fé- lagssvæði Þórs hafi verið óheppileg- ar og engum til hagsbóta, og að hluta til á misskilningi byggðar. Kristján og Sigfús slíðruðu sverð Egilsstaðir | Í dag gefst íbúum á Fljótsdalshéraði tækifæri til að kynnast verkefninu Vistvernd í verki á fundi í Ráðhúsinu í Fellabæ. Verkefnið er alþjóðlegt umhverf- isverkefni fyrir heimili sem hefur það að markmiði að styðja og hvetja fólk til að taka upp vistvænni lífsstíl. Það gengur út á að aðstoða íbúa undir leiðsögn leiðbeinanda við að gera breytingar á heim- ilishaldi og daglegum venjum. Markmiðið er að draga úr álagi á umhverfið sem hefur einnig í för með sér fjárhagslegan ávinning fyrir þátttakendur. Ísland er eitt af þeim 19 löndum sem Vistvernd í verki hefur fest rætur í en verk- efnið er hið eina sinnar tegundar í heiminum svo vitað sé. Í dag hafa um 650 íslensk heimili tekið þátt í verkefninu, þar af 30 á Fljótsdals- héraði. Fundurinn hefst kl. 17. Vistvernd í verki kynnt íbúum á Fljótsdalshéraði AUSTURLAND Fáskrúðsfjörður | Fáskrúðsfirð- ingar líta á bæinn sinn sem góðan búsetukost fyrir fjölskyldur í þeim miklu breytingum sem nú ganga yf- ir í Fjarðabyggð. Þetta kom m.a. fram á íbúaþingi sem þar var haldið fyrir helgina og er liður í slíku þinghaldi á öllum þéttbýlisstöðum Fjarðabyggðar. Hin franska arf- leifð Fáskrúðsfjarðar var íbúum of- arlega í huga, en þeir telja að í henni felist mörg tækifæri á sviði menningar og sögutengdrar ferða- þjónustu. Einnig frekari efling öldrunarþjónustu, umhverfismálin og afþreying, eins og t.d. sjósport. Í gærkvöldi var fyrirhugað íbúaþing í Mjóafirði og í kvöld á Reyðarfirði. Góður búsetukost- ur fyrir fjölskyld- ur á þenslutímum Reyðarfjörður | Á laugardag frum- sýndu þeir Garðar Bachmann Þórðarson og Hákon Unnar Seljan Jóhannsson heimildarmyndina „Okkar skoðun“ í Fjarðabíói á Reyðarfirði. Myndin fjallar um viðhorf ungs fólk á Austurlandi til virkjana- og stóriðjuframkvæmdanna og er um hálftímalöng. Garðar og Hákon eru báðir Austfirðingar á tvítugsaldri. „Aðsóknin var fín,“ segir Garð- ar. „Við gerðum myndina til að fá fram skoðanir unga fólksins á Austurlandi á virkjun, álversbygg- ingu og öðru því sem er að gerast á Austurlandi. Þá rödd hefur vantað í umræðuna.“ Garðar og Hákon halda hlut- lausri afstöðu í myndinni og eru tekin viðtöl við fólk sem er bæði með og á móti. „Margar skoðanir eru í gangi og sumum er alveg sama. Mest kom á óvart hversu margir höfðu enga skoðun og voru orðnir þreyttir á umræðunni og hraðanum á Austurlandi og nenntu bara ekki að pæla í þessu meira. Svo var fólk sem sá tækifæri fyrir sig í þessu öllu saman,“ segir Garð- ar, sem hefur undanfarin ár feng- ist við kvikmynda- og vídeógerð, þó hér sé um frumraun að ræða í kvikmyndagerð af þessum toga. Hann segir ekki frekari pólitískar kvikmyndir vera í deiglunni en þó hafi verið orðað við sig að gera mynd um veggangagerð á Austur- landi. Okkar skoðun var aðeins sýnd einu sinni í Fjarðabíói, en hug- myndir eru uppi um að sýna mynd- ina í Menntaskólanum á Egils- stöðum í vikunni og á Seyðisfirði á næstunni og bjóða hana jafnframt sjónvarpsstöðvum til sýninga. Ljósmynd/GG Nýstárlegt Félagarnir Hákon og Garðar frumsýndu um helgina mynd um afstöðu ungra Austfirðinga til virkjunar- og álversframkvæmdanna. Unga fólkið sumt þreytt á hraðanum Neskaupstaður | Þegar fagnað var hálfrar aldar afmæli Fjórðungs- sjúkrahússins í Neskaupstað á dög- unum komu í hús góðar gjafir. Hollvinasamtök FSN, sem lengi hafa stutt dyggilega við bakið á sjúkrahúsinu, færðu því nýtt og full- komið ómskoðunartæki, en verð- mæti þess er um fimm milljónir króna. Nýja tækið leysir af hólmi 5 ára gamalt tæki og er af nýrri og gjörólíkri kynslóð. Með því verður hægt að gera skoðanir á hjarta og æðum til viðbótar við þær skoðanir sem gerðar hafa verið með gamla tækinu, þ.e. fósturskoðanir og óm- skoðanir á gallvegum. Ný sjúkrarúm á deildir Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað gaf fjögur ný og afar fullkomin sjúkrarúm á sjúkradeild FSN og er hægt að stilla þau með fjarstýringum. Fyrirtækið A. Karls- son gaf einnig rafdrifið sjúkrarúm til FSN en það verður nýtt á gjörgæslu. Hjón í Neskaupstað afhentu og veg- lega peningagjöf. Valdimar O. Her- mannsson, rekstrarstjóri FSN, seg- ist vita af öðrum góðum gjöfum sem berast muni sjúkrahúsinu á afmæl- isárinu. Meginhátíðarhöld vegna af- mælisins verði þegar framkvæmdum við endurbyggingu og nýfram- kvæmdir við FSN ljúki í byrjun apríl eða þar um bil. Traustir bakhjarlar komu færandi hendi Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Röntgenstofa Tækjakostur á FSN hefur tekið örum stakkaskiptum. Seyðisfjörður | Bæjarstjórn Seyð- isfjarðar vill að bæjarfélagið taki þátt í að stofna félag sem leiti leiða til að láta heilbora þrjátíu kílómetra löng veggöng frá Eskifirði, um Norðfjörð, Mjóafjörð og Seyðisfjörð til Héraðs. Setur bæjarstjórn í bók- un fram það skilyrði að bæjarstjórn- ir Fjarðabyggðar og Fljótsdalshér- aðs gerist einnig stofnaðilar að verkefninu. Stjórn félagsins skal vera skipuð bæjarstjórum sveitarfé- laganna en ráðinn framkvæmda- stjóri verkefnisins í allt að 6 mánuði. Sveitarfélögin samþykki að verja allt að kr. 10 milljónum til verkefnisins sem skiptist á þau eftir höfðatölu. Í greinargerð segir að um sé að ræða stærsta hagsmunamál svæðisins með ómælanlegum áhrifum á sam- félag þess og sveitarfélögin þrjú verði að taka frumkvæðið. Stærstu sveitarfélögin beiti sér fyrir veggöngum ÞÓRODDUR Bjarnason, prófessor í HA, heldur í dag kl. 16.30 erindi um svæðisbundinn mun á félagslegri þátttöku grunnskólanema af erlend- um uppruna. Erindið flytur hann í stofu 16 í Þingvallastræti 23. Fræðslufundur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.