Morgunblaðið - 23.01.2007, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2007 19
SUÐURNES
SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS
Liprar og léttar
körfulyftur
með mikla
lyftigetu
i l
i l
Beltadrif eykur
notkunarmöguleika
Hafið samand við sölumann!
Eftir Svanhildi Eiríksdóttur
Reykjanesbær | „Mér finnst ekkert vera nema
jákvætt við skólafötin. Það jákvæðasta er
frelsi fyrir persónuleikann. Börnin verða per-
sónuleiki en ekki fatnaður,“ sagði Jóhannes
Kristbjörnsson, faðir Ásdísar Hjálmrósar,
stúlku á þriðja ári og nemanda í leikskólanum
Gimli, en þar var skólafatnaður tekinn í notk-
un í vikunni. Karen Valdimarsdóttir leik-
skólastjóri sagði það jákvæði og samvinnu for-
eldra að þakka hversu vel hefði tekist til við að
koma skólafatnaði í framkvæmd en hún sagði
það lið í að gera góðan skóla betri.
Hluti af stefnu leikskólans
Leikskólinn Gimli í Reykjanesbæ er fyrsti
leikskólinn á öllu Reykjanesinu sem tekur
formlega í notkun skólafatnað. Leikskólinn er
rekinn samkvæmt Hjallastefnunni og þar er
skólafatnaður hluti af stefnunni. Að sögn Kar-
enar Valdimarsdóttur leikskólastjóra og
rekstraraðila Gimlis er flest sem mælir með
skólafatnaði. Það jafni til að mynda aðstöðu
nemenda og minnki neikvæða samkeppni. Þá
njóti einstaklingurinn sín betur og verði frekar
sjálfbjarga í svo þægilegum fatnaði, sem skóla-
fatnaðurinn sé. ,,Þær gagnrýnisraddir sem
hafa heyrst eru að skólafatnaður minnki sjálf-
stæði barna og sköpunargáfa eigi á hættu að
lúta í lægra haldi. Þar sem mikil áhersla er
lögð á sjálfstæði og skapandi hugsun í skólum
sem vinna eftir hugmyndafræði Hjallastefn-
unnar teljum við okkur á Gimli vera í góðum
málum hvað þessa þætti varðar. Við styrkjum
sjálfsmynd barnsins með því að kenna því að
það sé frábært eins og það er,“ sagði Karen í
samtali við Morgunblaðið.
Jóhanna Björk Pálmadóttir, formaður
stjórnar foreldrafélags Gimlis, sagði stjórnina
hafa komið með ósk varðandi skólafatnað til
Karenar, sem samstundis hefði tekið jákvætt í
beiðnina. Foreldrum nýrra leikskólabarna var
strax í haust kynnt áform um skólafatnað og
var hugmyndinni tekið fagnandi. Í framhaldi
af þessum góðu viðbrögðum var undirbúnings-
vinna hafin og Karen sagði það ánægjulegt að
geta byrjað nýtt ár með nýjum áherslum. Í til-
efni af 35 ára afmæli leikskólans á síðasta ári
ákvað stjórn foreldrafélagsins ásamt Karen
leikskólastjóra að gefa öllum börnum bol sem
er hluti af skólafatnaðinum í stað þess að halda
opinbera afmælisveislu.
Þeir þrír foreldrar leikskólabarna á Gimli
sem blaðamaður ræddi við voru mjög jákvæðir
í garð skólafatnaðarins og höfðu öll fjárfest í
nokkrum umgöngum til að börnin hefðu til
skiptanna. Skólafatnaðurinn samanstendur af
dökkbláum buxum, rauðri flíspeysu, rauðum
háskólabol og rauðum eða bláum stutt-
ermabol.
Stofnkostnaðurinn getur verið mikill, til
dæmis hjá hjónunum Helgu Rósu Atladóttur
og Karli Þórhallssyni, sem eiga tvo drengi á
Gimli, Ingvar Breka, 4 ára, og Marinó Mána á
þriðja ári. „Já, stofnkostnaðurinn er kannski
mikill en til lengri tíma litið felur skólafatn-
aðurinn í sér sparnað. Þetta verður líka miklu
þægilegra og það jákvæðasta er að ég á eftir
að geta klætt strákana,“ sagði Karl brosandi
og viðmælendur voru sammála um að það
vefðist stundum fyrir feðrum að klæða börn
sín.
Unnið að ýmsu jákvæðu
Foreldrarnir voru allir með nýnema síðast-
liðið haust og fengu því kynningu um leið og
börnin byrjuðu í leikskólanum. Þau sögðust öll
hafa verið hlynnt skólafatnaði frá upphafi. „Nú
eru allir í sama liði og allir fá að njóta sín á sín-
um forsendum. Það væri gott ef það væri einn-
ig skólafatnaður í grunnskólunum, hann myndi
spara mörg vandræði þar,“ sagði Helga Rósa
en þau Karl eiga eina dóttur á grunn-
skólaaldri. Blaðamaður sem sjálfur á barn á
leikskólaaldri sér fyrir sér daglegan þvott og
jafnvel að einhverjir foreldrar muni gefast upp
á einsleitum fatnaði. „Ég lít nú á þvottinn sem
smávægilegan og ef foreldrar ætla að gefast
upp á þessu held ég að þeir verði að aga sig,
því það er jú þeirra að láta þetta ganga. Börnin
vilja klæðast þessum fatnaði og eru alsæl,“
sagði Jóhannes Kristbjörnsson og foreldrarnir
voru sammála um að skólafatnaðurinn væri
bara einn af þeim mörgu jákvæðu þáttum sem
verið væri að vinna með á Gimli.
Nú eru öll börnin í sama liðinu
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Allir í sama liði Foreldrar barna á Gimli eru ánægðir með nýju skólafötin. Jóhannes Krist-
björnsson, Helga Rósa Atladóttir og Karl Þórhallsson ásamt börnum sínum og félögum þeirra.
Í HNOTSKURN
» Skólabúningar voru teknir upp íGimli að ósk foreldra.
» Allir fá að njóta sín á sínum for-sendum. Það væri gott ef það væri
einnig skólafatnaður í grunnskólunum,
segir foreldri barns í Gimli.
Skólafatnaður tekinn í
notkun í leikskólanum
LANDIÐ
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
MEÐALAFURÐIR kúastofnsins
voru meiri á síðasta ári en áður hefur
þekkst. Nythæstu kýrnar mjólkuðu
yfir 13 tonn en það hefur ekki gerst
áður og meðalafurðir á afurðahæsta
kúabúinu voru tæplega 7.900 kg sem
einnig er það mesta sem þekkist.
Niðurstöður eru fengnar úr
skýrsluhaldi nautgriparæktarfélag-
anna fyrir árið 2006. Þær mótast
mjög af framleiðsluaðstæðum, sam-
kvæmt upplýsingum Jóns Viðars
Jónmundssonar, nautgriparæktar-
ráðunautar Bændasamtakanna. Eft-
ir langvarandi fækkun kúa fjölgar
þeim nú. Er þetta vegna þess að
bændur hafa haft markað fyrir alla
þá mjólk sem þeir geta framleitt, að
sögn Jóns Viðars. Þetta hefur leitt til
stórfelldrar stækkunar búanna,
meðalbúið í skýrsluhaldinu hefur
stækkað um liðlega 10% milli ára og
er nú liðlega 33 kýr.
Meðalafurðir eru þær mestu sem
nokkru sinni hafa mælst, 5.383 kg
mjólkur eftir hverja árskú. Er þetta
liðlega 100 kg meira en á árinu á
undan.
Mestu afurðir á árskú voru á
Stakkhamri á Snæfellsnesi, hjá
Laufeyju Bjarnadóttur og Þresti Að-
albjarnarsyni. Mjólkuðu kýrnar
þeirra 7.896 kg. að meðaltali yfir ár-
ið. Soffía Jónsdóttir á Efri-Brunná í
Dalabyggð varð í öðru sæti, með
7.742 kg mjólkur eftir hverja kú.
Kýrin Blúnda 468 á Helluvaði á
Rangárvöllum mjólkaði mest á árinu
2006, 13.327 kg. Subba 53 á Kvenna-
brekku stóð henni ekki langt að baki
með 13.011 kg. Er þetta í fyrsta
skipti sem íslenskar kýr skila yfir 13
tonnum í meðalafurðum.
Í fyrsta sinn sem kýr
mjólka yfir 13 tonn
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Metafurðir Laufey Bjarnadóttir og Þröstur Aðalbjarnarson settu Íslands-
met í mjólkurframleiðslu, kýr þeirra mjólkuðu tæplega 7.900 kg á liðnu ári.
Mikil mjólkur-
framleiðsla í fyrra
8:
//
%&
;
%+
+
#+
'+
%+
%+%%
%%+$ %%+%#
%%+
, ;9
3
/ 7 ,B 9
3
>60 39,? 9
3
>60
B;6 , C CC
6 ,<
)!
< =
=
1 "!
%%+ 1
B0
,/1 2 $&O $@!2 !6 !O$ !3
D >6 3 ,B
6 CC, +96
?
2;,> 7,> E0 066 <7 6,
63,F
B
/
GG,
06
,?6H;
%+
+
#+
+$&
+#
+%
+''
$&O $@!2 !6 !O$ !3
27 I1
"$,)
$%,(
#',$
"',&
B0
;; ,
)!
< :/:
8: %
=
!
„HÚN hefur ekki fengið annað at-
læti en hinar kýrnar en hún bara
mjólkar og mjólkar,“ segir Ari
Árnason, bóndi á Helluvaði á Rang-
árvöllum, eigandi afurðahæstu ís-
lensku kýrinnar, Blúndu 468. Ari
og Anna María Kristjánsdóttir,
kona hans, standa saman að bú-
rekstrinum. Blúnda skilaði rúmum
13 tonnum af mjólk og það aðeins á
um það bil ellefu mánuðum. Flestar
þær kýr sem komast efst á listann
mjólka í tólf mánuði. Skömmu eftir
burð, þegar afurðirnar voru sem
mestar, skilaði hún 60 lítrum eftir
daginn. Það var raunar utan mæl-
ingar en Ari segist ekki hafa séð
slíkar tölur í annan tíma.
Einstakur kostagripur