Morgunblaðið - 23.01.2007, Page 20

Morgunblaðið - 23.01.2007, Page 20
ÞÆR eru heldur betur vel búnar til höfuðsins, þessar dansmeyjar sem hér fylgjast með hátíðarhöldum í tilefni dags dýrlingsins heil- ags Sebastíans í borginni Aldan á Norður-Spáni á sunnudag. En þar í borg hefur degi dýrlingsins verið fagnað þennan dag með dansi heilags Sebastíans síðastliðin 350 ár. |þriðjudagur|23. 1. 2007| mbl.is daglegtlíf Nemendur úr MK tóku þátt í Kómeníusarverkefni um fornar pílagrímaleiðir í Evrópu nýverið og héldu til Ítalíu. » 22 menntun Á skautasvellinu í Egilshöll æfa víkingar og valkyrjur íshokkí en þau eru í 5. flokki í skautafélag- inu Birninum. » 23 tómstundir Fyrirhugað er að reisa fimleika- hús á nýja íþróttasvæðinu vestan Reykjaneshallar og taka það í notkun vorið 2009. » 21 bæjarlíf Ég er hrifinn af ljóðskáld-unum Snorra Hjartarsyniog Hannesi Péturssyni,“segir Toshiki Toma sem er prestur innflytjenda á Íslandi. „Mér finnst þeir semja óskaplega fal- leg ljóð, þótt þau séu ekki alltaf auð- skilin,“ segir hann og brosir. „Tómas Guðmundsson er líka í uppáhaldi hjá mér eins og mörgum aðfluttum Ís- lendingum en það er miklu auðveld- ara að skilja ljóðin hans.“ Sjálfum hafði Toshiki aldrei flogið í hug að yrkja ljóð, hvorki á japönsku né íslensku, fyrr en á jólanótt fyrir fimm árum þegar andinn kom skyndilega yfir hann. „Í japönsku eru til ákveðnir bragarhættir eins og ís- lensku og kallast þær algengustu hækur og tanka. Ég yrki hins vegar ekki eftir ákveðnum bragarháttum, þetta er ákaflega frjálslegt hjá mér og tilraunakennt. Í ljóðunum má segja að hinn ópólitíski Toshiki birt- ist,“ segir hann hlæjandi. Þar á presturinn sem er einnig stjórnmálafræðingur að mennt, við að hinn pólitíski Toshiki sé vel sýni- legur í greinaskrifum í blöðum og í fyrirlestrum á ráðstefnum og fundum um innflytjendamál. „Ég vil hins veg- ar ekki vera pólitískt skáld og ekki sérstaklega kristið heldur. Í ljóð- unum tjái ég frekar eigin tilfinningar og stemningu. Ég lít á þjóðerni sem aðeins tæknilega aðgreiningu á manneskjum því við eigum miklu meira sameiginlegt, eins og tilfinn- ingalitrófið.“ Sendi danskri leikkonu jólakort Presturinn á sér líka annað áhuga- mál sem er algjör andstæða við ljóða- lesturinn. „Ég er forfallinn spennu- þáttaaðdáandi. Ég get legið sólarhringum saman yfir „24“- þáttunum sem mér finnst svo svaka- lega spennandi að ég get varla sofið þegar ég hef keypt nýjustu seríuna. Hasarhetjan Jack Bauer er nátt- úrlega ótrúlegur. Það er varla hægt að segja að hann leiki, hann bara hleypur. En ég myndi nú samt ekki skrifa undir allar aðgerðir hans,“ seg- ir Toshiki og bætir því við að sjálfur segi hann stundum í gríni að hann sé liðsmaður FBI. „Það er þá skamm- stöfun fyrir „Félag bölvaðra innflytj- enda“, eða „Félag blessaðra innflytj- enda“ – eftir því hvernig á þá er litið.“ Staðalímyndin af japanska prest- inum fýkur endanlega út í veður og vind þegar hann segist hafa sent danskri leikkonu Lotte Munk Fure, sem birtist í fyrstu seríu „Arnarins“, jólakort. „Hún var myrt og birtist Hallgrími síðan í draumi. Ég var búin að horfa fjórum fimm sinnum á ser- íuna og mér fannst leikkonan virki- lega góð. Mér datt sisona í hug að senda henni jólakort en bjóst vita- skuld ekki við því að fá svar. En svo sendi leikkonan mér virkilega fallegt, handskrifað jólakort þar sem hún sagðist m.a. hafa skoðað vefsíðuna mína og vera sammála mér um margt. Þetta sannfærði mig bara um það að maður á bara að láta slag standa, prófa og sjá hvað gerist. Það er ég búin að læra með árunum,“ seg- ir ljóðskáldið og FBI-liðsmaðurinn Toshiki Toma sem lætur reyna á draumana þótt það þýði langa göngu á móti straumnum. Presturinn orðhagi er félagi í FBI Morgunblaðið/Ásdís Áhugamál Presturinn er forfallinn spennuþáttaaðdáandi og getur legið sólarhringum saman yfir „24“-þáttunum. Morgunblaðið/Ásdís Bréfaskriftir Toshiki sendi dönsku leikkonunni Lotte Munk Fure jólakort en hann var búinn að horfa nokkrum sinnum á fyrstu seríu Arnarins og fannst hún leika vel. Leikkonan sendi honum til baka fallegt, handskrifað jólakort. Ást til þín fæddist Ást til þín fæddist í mér þögul eins og örsmá börn krabba á strandargrynningu Í tærum og glitrandi bárum halda þau af stað í ferð sína til lífs í hafinu Nú veit enginn hvert eru þau farin – Toshiki Toma Blómlegar dansmeyjar MATREIÐSLUMEISTARINN Jose Andres kynnir nú nýstárlega spánska matargerð fyrir íbúum Washington í Bandaríkjunum við góðan orðstír. Á veitingahúsinu Minibar býður hann upp á máltíð sem saman- stendur af þrjátíu mismunandi munnbitum og kosta herlegheitin um 95 dollara eða nálægt sjö þúsund íslenskum krónum. Jose leggur mikinn metnað í að Aðeins 12 við- skiptavinir á dag Lítill Staðurinn tekur sex í sæti. Upplifun Mikil vinna er lögð í hvern bita. Munnbiti Hver biti er sérstakur. Veitingahúsið Minibar 405 Eighth St. NW, Washington, DC 20004 sími: 001-202-393-0812 www.cafeatlantico.com/minibar þjóna vel hverjum viðskiptavini og staðurinn tekur einungis sex í sæti. Panta þarf borð með mánaðar fyr- irvara því einungis er tekið á móti tólf viðskiptavinum á dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.