Morgunblaðið - 23.01.2007, Síða 21

Morgunblaðið - 23.01.2007, Síða 21
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2007 21 Það er ekki ýkja langt síðan ný framtíðarsýn bæjarstjórnar Reykja- nesbæjar leit dagsins ljós. Yfirskrift sýningarinnar, sem nær til ársins 2010 er Tími til að lifa og njóta. Áfram verður unnið að ýmsum góð- um hlutum sem verið hafa í fram- kvæmt jafnframt því sem sjónum verður beint að nýjum verkefnum. Nýr framhaldsskóli er eitt að því sem hugað verður að og eru hug- myndir uppi um að hann muni sér- staklega tengjast listum, vísindum og íþróttum. Þetta þykir mér áhuga- verð og skemmtileg blanda.    Tónlistarskóli Reykjanesbæjar mun komast undir eitt þak haustið 2009 samkvæmt framtíðarsýn, í svokall- aðri Hljómahöll. Ég hef oft furðað mig á því hvernig tónlistarskólinn hefur geta haldið uppi svona frá- bæru starfi við svo lélegar aðstæður sem raunin er. En þar sannast hið forkveðna enn og aftur, það eru ekki húskynnin sem ráða úrslitum heldur fólkið sem þar er. Sjálf sótti ég pí- anótíma á mínum ungdómsárum í einu nágrannasveitarfélaganna á heimili kennarans. Fimleikahús mun einnig rísa á nýja íþróttasvæðinu vestan Reykja- neshallar. Fimleikadeild Keflavíkur hefur einnig lengi vel starfaði í óhentugum húsakynnum en sam- kvæmt framtíðarsýninni mun að- staðan breytast vorið 2009. Bæði kennarar, foreldrar og fimleikaiðk- endur hljóta að taka þessum tíð- indum fagnandi.    Nú er ljóst að þetta stærsta sveitar- félag Suðurkjördæmis mun eiga fáa fulltrúa á Alþingi eftir næstu alþing- iskosningar ef nokkurn. Eftir ósigur Hjálmars Árnasonar síðastliðna helgi virðist sem Björk Guðjóns- dóttir sé eina vona bæjarbúa og jafn- framt svæðisins í heild.    Alls 280 foreldrar hafa sótt kynningarnámskeið á vegum bæj- arins þar sem farið er yfir þá þjón- ustu sem stendur foreldrum 0–2 ára barna til boða ásamt helstu uppeld- isatriðum. Námskeiðin verða for- eldrar að sækja til að geta sótt um umönnunargreiðslur að loknu fæð- ingarorlofi og að leikskóladvöl. Námskeið hafa verið skipulögð einu sinni í mánuði út þetta ár. Að með- altali hafa 193 foreldrar nýtt sér 30 þúsund króna skattfrjálsar umönn- unargreiðslur í hverjum mánuði til að dvelja lengur hjá barni sínu eða niðurgreiða daggæslu.    Revíur Leikfélags Keflavíkur hafa löngum verið vinsælar og nú eru hafnar æfingar á nýrri Suðurnesj- arevíu undir leikstjórn Huldu Ólafs- dóttur, sem jafnframt er höfundur. Áætlað er að frumsýna verkið í marsbyrjun. Enn er unnið að lestrarmenningu í Reykjanesbæ. Bókasafn Reykjanes- bæjar er að hefja verkefni sem nefn- ist Koffort í leikskólum Reykjanes- bæjar. Koffortin eru farandbókasöfn í trékössum sem staðsett verða í öll- um leikskólum bæjarins. Úr koffort- inu geta foreldrar fengið bækur að láni og því tilvalið fyrir foreldra að grípa bók eða bækur með sér heim um leið og barnið er sótt á leikskól- ann. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir  Íþróttir Aðstaða til fimleika- iðkunar mun gjörbreytast í Reykjanesbæ á þessu kjör- tímabili þar sem fyrirhugað er að byggja fimleikahús. REYKJANESBÆR Svanhildur Eiríksdóttir blaðamaður Rúnari Kristjánssyni áSkagaströnd flaug í hug um áramótin: Árið nýja efli þjóð allri dyggð til varnar, þó að komi af falsi flóð fyrir kosningarnar. Og svo bætti hann um: Mörkum nýja manndóms slóð mennt og dáð til varnar, svo að eflist okkar þjóð eftir kosningarnar. Ólafur Stefánsson er afar fróður um kveðskap og rifjar upp sögu af því þegar séra Helgi Sveinsson kom inn á kennarastofuna í barnaskólanum í Hveragerði og heilsaði viðstöddum: „Góðan daginn, Gunnar Ben., góðan daginn Bjarni.“ „Heyrðu,“ segja þeir, „þetta er hálf vísa, viltu ekki klára hana!“ Og Helgi gegndi: „Er það satt hann Ottesen, eigi von á barni.“ Þá var vísan komin: Góðan daginn Gunnar Ben., góðan daginn Bjarni. Er það satt hann Ottesen, eigi von á barni? Það fylgir sögunni að Ottesen var nágranni Helga og barn var á leiðinni. VÍSNAHORNIÐ Allri dyggð til varnar pebl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.