Morgunblaðið - 23.01.2007, Page 22
menntun
22 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
M
arkmiðið var að rann-
saka pílagrímaleiðir
á Ítalíu og á Íslandi
og að hvetja nem-
endur til að kynnast
landi og menningu beggja þjóða.
Snemma á árinu hófu nemendur
MK undirbúningsvinnu með því að
kynna sér ítalskt mál, sögu Ítalíu,
ástarsögu Rómeó og Júlíu, kvik-
myndir Fellinis og dásemdir ítalskr-
ar matargerðar,“ segir Neil McMa-
hon, fornleifafræðingur ensku-
kennari við MK.
Á dimmum og köldum mars-
morgni lögðu íslensku nemendurnir
svo í’ann og næstu tvær vikurnar
nutu Íslendingarnir gestrisni
ítalskra fjölskyldna.
Nemendur tóku þátt í ítölskunámi
og vettvangsferðum um Brescia, þar
sem minjar frá tímum Rómverja
voru skoðaðar ásamt hinni frægu
dómkirkju Duomo Nuevo, sem er sú
þriðja hæsta á Ítalíu.
Eftirminnileg ferð var farin til
hinnar fallegu eyjar Monte Isola á
miðju Iseovatni. Fara þurfti með
gamalli lest frá Brescia til bæjarins
Iseo og sigla þaðan til eyjarinnar í
einstakri náttúrufegurð. Dagsferðir
voru farnar til Veróna og Feneyja.
Heimaslóðir Júlíu voru heimsóttar
í Veróna þar sem rómantískir gestir
hengja gjarnan ástarbréf á húsvegg
hennar á meðan aðrir láta sér nægja
að snerta hægra brjóst hennar sem á
að vera tákn um gæfu í lífinu.
Sigling, klifur og ólífutré
Íslendingarnir lögðu svo ásamt
ítalska hópnum af stað í þriggja daga
göngu norður að Gardavatni á sól-
ríkum laugardegi. Markmið ferð-
arinnar var að líkja eftir gönguleið-
inni, sem pílagrímar fóru á öldum
áður þar sem farið var austur yfir
Norður-Ítalíu til Feneyja og þaðan
var siglt til hinnar helgu borgar, Jer-
súsalem.
Ferðalagið hófst nærri bænum
Salo og eftir nokkurra tíma klifur í
gegnum þykkt skóglendi gátu ferða-
langarnir litið um öxl og notið útsýn-
isins yfir vatnið og bæinn. Ef til vill
stóð einn heimamanna, uppfinn-
ingamaðurinn Gasparo de Salo, hér í
þessu sama skóglendi á 16. öld og
valdi sér timbur í fiðlur sínar sem síð-
ar urðu heimsfrægar. Hádegismatur
var snæddur í kærkomnum skugga
ólífutrjánna áður en ferðinni var
haldið áfram. Þá var gengið í gegn-
um lítil, sofandi þorp, eins og San
Bezzuglio og San Michele, en eftir
því sem lengra var farið breyttist
landslagið úr litlum hlíðum yfir í
stórfenglega dali. Það var þreyttur
hópur pílagríma sem loks settist til
borðs um kvöldið í fjallaskálanum
Casa di Luseto, þar sem boðið var
upp á þjóðlega rétti.
Kirkja og hart klausturgólf
„Snemma næsta morgun var
ferðalaginu haldið áfram í gegnum
yndisleg lítil þorp og altari helguð
Maríu mey og dýrlingunum.
Áfangastaðurinn var hinn forni
einsetustaður San Valentino, þar
sem afskekkt kirkja stendur hátt í
fjallshlíð. Það var mikil þrautaganga
að komast að kirkjunni því hún var
vel falin inni í skógi en kyrrðin, sem
ríkti yfir svæðinu, var mikil og gef-
andi. Á leið niður fjallshlíðina komum
við til bæjarins Gargnano þar sem
sofið var á hörðu gólfi klausturs, en
hvíldin var kærkomin göngumóðum
ferðalöngum.
Á þriðja degi göngunnar lá leiðin
um hið fallega svæði í kringum
Gardavatnið þar sem horft var til
snævi þakinna tinda út við sjóndeild-
arhringinn. Þar hófst lokasprett-
urinn niður veg, sem bar nafnið
„Vegur krossins“ sem þótti einkar
viðeigandi. Örþreyttir göngumenn
tóku svo rútu aftur til Brescia þar
sem unnið var saman í hópum að
verkefni um ferðina. Nemendur leit-
uðust við að svara spurningunni um
hvernig það var að vera pílagrímur á
miðöldum. Og ekki stóð á svörum.
Nemendur voru sammála um að
margt gæti bjátað á í svo langri ferð,
svo sem óttinn við að villast, tungu-
málaörðugleikar, skortur á mat og
vatni á leiðinni, þreyta, jafnvel veik-
indi eða slys. Aftur á móti er ógleym-
anlegt að fullnægja ævintýraþránni,
upplifa nýja staði, lönd og menningu,
finna tengslin, sem mynduðust á milli
hópanna á göngunni og síðast en ekki
síst, sú tilfinning að hafa sigrast á
sjálfum sér og lokið göngunni.
Spænsku tröppurnar
Eftir tveggja vikna dvöl á Norður-
Ítalíu var kominn tími til að yfirgefa
Brescia og fara til Rómar. Farið var
suður með lest þar sem íslensku
nemendurnir sáu norðrið bráðna inn
í suðrið, eins og Henry James orðaði
það. Í Rómaborg fengu nemendur
tækifæri til að skoða þær mörgu
sögufrægu byggingar, sem eru í
borginni, meðal annars Spænsku
tröppurnar sem eru ekki langt frá
norðurinnganginum, þar sem píla-
grímar miðalda gengu inn í borgina.
Það var vel við hæfi að ferðin tæki
enda í Róm þar sem svo margir
þreyttir pílagrímar enduðu ferð sína
þar á öldum áður. Þau áhrif, sem
þessi stórfenglega borg hafði á Niku-
lás ábóta Bergsson frá Munka-
Þverá á miðri 12. öld, voru líklega
jafnsterk þeim áhrifum, sem hún
hafði á þennan hóp ungra, íslenskra
pílagríma nú á dögum,“ segir Neil
McMahon.
Sturtubað Vaskir ítalskir og íslenskir drengir fengu á sig kalda sturtubunu úr næsta fossi. Þjóðfélagsmálin Íslensku nemarnir Bjarki og Egill tóku eldri konur tali á gangi í ítölsku þorpi.
Göngustafirnir Íslenskir pílagrímar upp af Gardavatni þar sem nokkrir pílagrímar eru með göngustafi, eitt helsta
tákn pílagríma í gegnum aldirnar. Í fornum heimildum er stafurinn sagt hafa tvöfalt notagildi, til stuðnings göngu-
manninum og til að verjast úlfum og hundum. Á táknrænan hátt varði hann pílagríma gegn vélabrögðum djöfulsins.
Andi pílagrímanna sveif yfir vötnum
Sextán nemendur og tveir
kennarar frá Mennta-
skólanum í Kópavogi tóku
nýverið þátt í Kómeníus-
ar-verkefninu „Fornar
pílagrímaleiðir í Evrópu
enduruppgötvaðar“ með
ítölskum skólahópi frá
Brescia. Jóhanna Ingv-
arsdóttir spurði annan
fararstjórann, Neil
McMahon, út í förina.
join@mbl.is
SVOKALLAÐIR prótínkúrar í megrunar-
skyni geta skapað nýja hættu í stað þeirrar
sem fylgir því að vera of þungur að því er
forskning.no greinir frá.
Lengi hefur verið vitað að offita getur
aukið líkur á krabbameini. Síðustu ár hafa
megrunarkúrar sem byggja á mikilli prót-
ínneyslu, s.s. hinn svonefndi Atkinskúr, not-
ið vinsælda. Ný rannsókn sýnir hins vegar
að of mikil prótínneysla getur aukið hætt-
una á tegundum krabbameins sem ekki
tengjast offitu.
Kyrrsetufólk og grænmetisætur
Rannsóknin var gerð við Washington-há-
skóla í Bandaríkjunum en í henni var fylgst
með þremur hópum fólks um nokkurt skeið.
Í fyrsta hópnum voru 21 grannur einstak-
lingur sem neytti grænmetisfæðis með lágu
prótíninnihaldi auk hráfæðis.
Annar hópurinn samanstóð af 21 lang-
hlaupara. Þeir neyttu vestrænnar fæðu sem
innihélt fleiri kaloríur og meira prótín en
grænmetisæturnar. Þar sem þeir hlupu yfir
75 kílómetra á viku voru þeir þó ekki þybbn-
ari en þær.
Í þriðja hópnum var fólk sem lifði kyrr-
setulífi en í mataræði þess var meira af
sykri, unnum kornvörum og dýraafurðum en
hjá hinum tveimur.
Niðurstöðurnar sýndu að í blóði grænmet-
isætanna og hlauparanna var minna af svo-
kölluðum plasma-vaxtarefnum og ákveðnum
hormónum sem eru tengd krabbameins-
hættu. Hins vegar sýndi sig að grænmet-
isæturnar sem neyttu minnst af próteini
höfðu áberandi minna af ákveðinni tegund
plasma-vaxtarefnis, en jafngrannir hlaupar-
ar. Vísindamennirnir segja þetta vísbend-
ingu um mikilvægi þess að takmarka magn
prótíns í fæðunni.
heilsa
Prótín er best í hófi
Morgunblaðið/Golli
Gott í hófi Kjöt er prótínrík fæða og segja
vísindamenn nú mikilvægt að takmarka
magn prótíns í fæðunni.