Morgunblaðið - 23.01.2007, Side 23
tómstundir
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2007 23
Eftir Unni H. Jóhannsdóttur
uhj@mbl.is
Íshokkí hefur á síðustu árumfengið byr undir báða vængimeð tilkomu yfirbyggðraskautasvella en afbrigði af
leiknum hefur sennilega verið
stundað hér á landi allt frá land-
námi ef marka má frásagnir í Ís-
lendingasögunum. Á skautasvell-
inu í Egilshöll renna fjölmargir
víkingar og tvær valkyrjur í 5.
flokki í skautafélaginu Birninum
sér á skautum með kylfur í hendi
og rekja á undan sér gúmmípökk.
– Er þetta ekki svolítil kúnst?
„Nei, ekki þegar maður er bú-
inn að æfa lengi,“ segja íshokkí-
leikmennirnir Arnar Breki Elfar
og Andri Már Helgason sem báðir
eru 11 ára. „Ég er búinn að æfa í
þrjú og hálft ár,“ segir Arnar
Breki en Andri Már hefur æft
einu ári skemur. „Við sáum ís-
hokkíið fyrst í NHL-deildinni í
sjónvarpinu, sem er úrvalsdeildin,
og þannig fengum við áhugann.
Þegar við byrjuðum að æfa dutt-
um við auðvitað oft en ekki leng-
ur,“ segja þeir félagar og það má
sjá á svellinu þar sem þeir sýna
ýmsar kúnstir.
„Það eru fimm í hverri línu og
yfirleitt tvær línur í hverju liði í
íshokkíi auk markmannsins: sent-
er, vinstri vængur, hægri vængur,
vinstri vörn og hægri vörn, Leik-
reglurnar eru alveg skýrar. Það
eru engin slagsmál leyfð. Við höf-
um engan áhuga á þeim,“ segir
Arnar Breki ákveðinn. „Það er
skemmtilegast að spila saman en
stundum verða árekstrar. Ég hef
einu sinni puttabrotnað.“
– Skipaði mamma þín þér þá
ekki að hætta í þessu?
„Nei, nei hún hefur svo mikinn
áhuga á þessu sjálf.“
En búningarnir, þetta eru nú
ansi miklir búningar?
„Já og það er gaman að vera í
þeim en stundum leiðinlegt að
klæða sig í þá. Það tekur svo lang-
an tíma,“ segir Andri Már og þeir
svara brosandi í kór þegar spurt
er hver sjái um þvottinn á þeim:
„Mamma.“
Kapparnir segja að það sé góð-
ur andi í hópnum og þeir hafi þeg-
ar farið í keppnisferðir með Birn-
inum til Danmerkur og Svíþjóðar
og í febrúar verði farið til Kanada.
„Við stefnum svo á að spila með
meistaraflokki Bjarnarins og
kannski í NHL-deildinni.“
Lengi vel eina
stelpan á svellinu
Kristín Ingvadóttir, 10 ára, hef-
ur í fimm ár verið nánast eina
stelpan í öllum strákahópnum og
þykir mjög efnilegur íshokkíleik-
ari. „Bróðir minn fékk bréf frá
Birninum um íshokkíæfingar þeg-
ar hann var sex ára og mig lang-
aði líka að fara æfa. Ég er eig-
inlega búin að vera ein með öllum
strákunum á æfingum síðan en ég
leik á vinstri væng.“
Langar þig ekki að fá fleiri
stelpur í þetta?
„Jú, ég væri alveg til í það. Ég
vil endilega hvetja stelpur til þess
að æfa íshokkí. Þetta er mjög
skemmtileg íþrótt.“
Og nýlega fjölgaði stelpunum
um helming á æfingunum þegar
jafnaldra Kristínar, Soffía Jó-
hannsdóttir, byrjaði að æfa. „Mig
langaði að prófa því pabbi minn og
bróðir voru báðir að æfa íshokkí.
Mér líst bara ágætlega á þetta.“
Rjóð í kinnum renna þessir sæl-
legu krakkar, sem búningarnir
gera afar stælta, aftur út á ísinn
og taka til við æfingar sem miðast
að því að gera þau að hrað-
skreiðum, sterkum, útsjónar-
sömum og leiknum íshokkí-
leikmönnum. Pökkinn í netið!
Vígalegir víkingar og valkyrjur í íshokkíi
Morgunblaðið/Golli
Svellköld Þeim Andra Má, Soffíu, Kristínu og Arnari Breka þykir mjög gaman að æfa íshokkí.
Fjölþætt Í íshokkíi þurfa leikmenn að sameina hraða, snerpu og tækni.
Leikreglurnar eru alveg
skýrar. Það eru engin
slagsmál leyfð. Við höfum
engan áhuga á þeim.