Morgunblaðið - 23.01.2007, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
BARÁTTAN FYRIR
TJÁNINGARFRELSI
Morðið á Hrant Dink, arm-ensk-tyrkneskum ritstjóra,í Istanbúl síðastliðinn föstu-
dag beinir kannski athygli íbúa vest-
rænna lýðræðisríkja um stund að
hlutskipti blaðamanna víða um heim.
Í fjöldamörgum ríkjum, ekki sízt í
Mið-Austurlöndum, búa þeir ekki að-
eins við stórlega skert mál- og prent-
frelsi af hálfu stjórnvalda, heldur
jafnframt stöðugar hótanir af hálfu
öfgamanna. Stundum er gerð alvara
úr þeim hótunum, eins og morðið á
Dink sýnir. Ritstjórinn hafði beðið
um vernd stjórnvalda eftir að honum
hafði margoft verið hótað lífláti, en
fékk ekki.
Það er kannski heldur engin furða,
því að á undanförnum árum hafði
Dink nokkrum sinnum verið sóttur
til saka af ríkisvaldinu í Tyrklandi,
einkum fyrir að segja sannleikann
um fjöldamorð tyrkneska hersins á
Armenum í lok fyrri heimsstyrjald-
arinnar og hvetja til uppgjörs við þá
ljótu fortíð. Fjöldi annarra blaða-
manna og rithöfunda hefur verið
ákærður á undanförnum tveimur ár-
um fyrir sömu sakir samkvæmt laga-
grein, sem gerir refsivert að móðga
„tyrkneska þjóðarvitund“.
Frelsi fjölmiðla er þó mun meira í
Tyrklandi en í flestum nágrannaríkj-
um þess í Mið-Austurlöndum. Í öll-
um þessum ríkjum er þrátt fyrir rit-
skoðun og kúgun að finna fjölda-
marga hugrakka blaðamenn og
rithöfunda, sem berjast fyrir tján-
ingarfrelsinu. Þetta fólk er líklega
beztu bandamenn Vesturlanda í bar-
áttu þeirra fyrir lýðræði og frelsi og
gegn öfgastefnum og hryðjuverkum.
En fær það þann stuðning, sem það
verðskuldar? Láta vestrænar ríkis-
stjórnir kannski iðulega sem þær
taki ekki eftir því þegar blaðamenn
eru fangelsaðir eða drepnir fyrir
skrif sín, af því að viðkomandi ríki er
í orði kveðnu bandamaður í hinu svo-
kallaða stríði gegn hryðjuverkum?
Barátta gegn hryðjuverkum er
fyrst og fremst átök hugmynda. Þar
takast á hugmyndir um frelsi, lýð-
ræði og umburðarlyndi annars vegar
og hins vegar öfgastefnur, sem oft
sigla undir fölsku flaggi trúrækni
eða þjóðhollustu. Sumt eiga þessi
hugmyndafræðilegu átök sameigin-
legt með átökum kalda stríðsins, á
milli lýðræðis og alræðisstefnu. En
þeir, sem berjast fyrir lýðræði og
tjáningarfrelsi í einræðisríkjum í
Mið-Austurlöndum, njóta ekki sömu
athygli og stuðnings og andófsmenn
í Sovétríkjunum og leppríkjum
þeirra gerðu á sínum tíma. Margir
sögðu þeir þó frá því, eftir að Berl-
ínarmúrinn féll, að athygli og stuðn-
ingur Vesturlanda hefði ekki sízt
haldið þeim gangandi.
Verðskuldar það hugrakka fólk,
sem berst fyrir þeim lífsgildum, sem
lýðræðissamfélög grundvallast á,
ekki eindregnari stuðning þeirra,
sem gjarnan líta á lýðræðið sem
sjálfsagðan hlut?
NÝTT TÆKIFÆRI
Hér tölum við um það sem vel geng-ur og veltum engum upp úr fortíð
sinni.“ Þessi orð mælir Hákon Gunn-
arsson, sem ásamt Snæfríði Njálsdótt-
ur, eiginkonu sinni, rekur bújörðina og
meðferðarheimilið Árbót í Aðaldal.
Heimilið er fyrir unglinga sem hafa
lent í erfiðleikum og geta þeir tekið
þátt í bústörfunum. Þau hjón hafa ann-
ast börn fyrir barnaverndarnefndir í
Kópavogi og Reykjavík frá árinu 1986
og hófu rekstur meðferðarheimilis sem
ríkisstofnunar árið 1992. Nú er starf-
semin tvískipt og stöðugildi fjórtán
alls auk sálfræðings í hlutastarfi og
kennara. Þau hafa því mikla reynslu
eftir að hafa starfað með unglingum í
rúm tuttugu ár.
Meðferðarheimili eins og Árbót eru
mjög mikilvæg í samfélaginu. Börn og
unglingar, sem fara út af sporinu,
þurfa að eiga leið inn í samfélagið á
nýjan leik. Starfsemi slíkra heimila
þarf að vera í föstum skorðum. Um
hana þarf að vera skýr rammi og ekki
er síður nauðsynlegt að fylgst sé með
því að reksturinn og aðstæðurnar
standist settar kröfur. Það er vitan-
lega hagur skattborgara að svo sé, en
fyrst og fremst eru það hagsmunir
þeirra, sem þurfa á nýju tækifæri að
halda. Rekstur meðferðarheimila get-
ur kostað sitt, en hvað kostar manns-
líf?
Í umfjöllun Péturs Blöndal um Ár-
bót í Morgunblaðinu á sunnudag kem-
ur fram að sumir af skjólstæðingunum,
sem dvelja í Árbót, eiga langan af-
brotaferil að baki þótt ungir séu. „Auð-
vitað skiptir mestu að hér fá krakk-
arnir nýtt tækifæri,“ segir Hákon
Gunnarsson. „Ég held að flestir átti sig
á mikilvægi þess. En mikið er lagt upp
úr tölum og uppgjörum nú til dags og
þess vegna bendi ég stundum á það að
þó að lagt sé út í nokkurn kostnað við
að hjálpa þessum krökkum, þá held ég
að þjóðhagslegur ávinningur sé mikill,
því ef ekkert væri að gert er ekki ólík-
legt að sumir af þeim krökkum sem
hingað koma gætu kostað þjóðfélagið
mun meira.“
Snæfríður Njálsdóttir segir að sér
finnist íslenskt samfélag ekki vera
barnvænt. Foreldrar séu undir miklu
álagi vegna vinnu og eins sé mikið um
einstæða foreldra og börnin einangr-
ist: „Svo er hraðinn mikill og það eru
gerðar miklar kröfur til krakka í skól-
um. Ef þeir lenda utanveltu og stand-
ast ekki kröfur geta þeir lent á jaðr-
inum og í óheppilegum félagsskap.“
Ein leið til þess að komast á réttan
kjöl er að skipta um umhverfi. Oft get-
ur verið erfitt að byrja upp á nýtt í
sama gamla umhverfinu innan um
sömu gömlu vinina. Í Árbót er boðið
upp á slíkt tækifæri og umsjónarmenn-
irnir gera sér grein fyrir því að starfið
er ekki bundið við venjulegan vinnu-
dag, heldur útheimtir meira. Eins og
Hákon segir er í Árbót fléttað saman
heimilisstörfum, bústörfum, kennslu
og sálfræðilegri meðferð og kallar
hann þessa blöndu „umhverfismeð-
ferð“. Í Árbót er unnið gott starf þar
sem ungt fólk í vanda fær það sem
mestu máli skiptir: nýtt tækifæri.
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
Fjórir nemar við lagadeild Háskóla Ís-lands vinna nú að nýju fræðiriti umíslenskt lagamál, sem er fyrsta ritsinnar tegundar hér á landi. Mark-
miðið með verkinu er að varðveita og efla ís-
lenskt lagamál en fyrirhuguðu verki svipar til
lögfræðilegra orðabóka sem komið hafa út á
Norðurlöndum um áratugaskeið. Íslenska lög-
fræðiorðabókin verður á margan hátt sambæri-
leg Juridisk ordbog sem fyrst kom út í Dan-
mörku árið 1934.
Að orðabókinni vinna laganemarnir Eggert
Ólafsson, Helgi Valberg Jensson, Hildur Leifs-
dóttir og Kristján Geir Pétursson sem vinna
við orðtöku og frumvinnslu skýringa undir rit-
stjórn Páls Sigurðssonar prófessors við laga-
deild HÍ. Í ritnefnd eru Viðar Már Matthíasson
lagaprófessor og formaður nefndarinnar, Páll
Hreinsson lagaprófessor og Jóhann J. Ólafsson
stórkaupmaður.
Verkið er unnið á vegum Lagastofnunar HÍ
sem mun annast útgáfuna og er stefnt að því
að ritið komi út á miðju næsta ári. Ritið verður
framlag lagadeildar HÍ og Lagastofnunar til að
minnast 100 ára afmælis lagakennslu á Íslandi
1. október 2008.
Að sögn Kristjáns Geirs Péturssonar laga-
nema er hér um að ræða rit sem mun geyma
öll helstu lagaorð og -hugtök íslenskrar lög-
fræði á ólíkum réttarsviðum með stuttum skil-
greiningum. „Hugmyndin er að gefa út hand-
bók sem muni nýtast bæði lögfræðingum og
öðrum sérfræðingum ásamt öllum almenningi,“
segir hann. „Á Norðurlöndunum og víðar er
löng hefð fyrir bókum af þessu tagi en hér-
lendis hefur ekki verið ráðist í útgáfu slíks
verks. Hið eina sem út hefur komið í þessa
veru á íslensku er Lögbókin þín sem er tals-
vert frábrugðin því sem hér er verið að fást
við.“
Skima allar bækur, ritgerðir
og greinar um lögfræði
Ljóst er að vinna við lögfræðiorðabókina er
gríðarlega mikil, einkum í ljósi þess að fjór-
menningarnir stóðu í upphafi frammi fyrir því
að taka saman allt efni sem ritað hefur verið
um lögfræði á íslensku síðastliðin 100 ár.
„Þetta felur ekki aðeins í sér skimun á því
sem hefur verið skrifað um lögfræði í fræðibók-
um, heldur öllum ritgerðum, tímaritsgreinum
og fleiru. Nú þegar erum við komin með orða-
grunn upp á 10 þúsund orð og á síðari stigum
verður tekin ritstjórnarleg ákvörðun um hvað
verður valið inn í bókina að lokum. Hugmyndin
er að hér verði þróað sívinnsluverkefni og að
bókin verði gefin út í endurbættri mynd í fram-
tíðinni eftir því sem við á.“
Að sögn Hildar hefur það komið hópnum
talsvert á óvart hversu auðugur íslenskur laga-
orðaforði er.
n
u
s
h
l
l
s
a
a
v
i
f
e
v
e
m
Í
V
s
d
„Það er augljóst að íslenskt lagamál er ótrú-
lega fjölbreytt og til samanburðar má nefna að
í Juridisk ordbog eru ekki jafnmörg orð og við
höfum þegar tekið saman,“ segir hún. „Þetta er
sérstaklega áhugavert í ljósi þess að íslensk
lögfræði sem akademísk grein á sér ekki svo
langa sögu.“
Kristján Geir bætir við að sérstaða íslensks
lagamáls felist að sumu leyti í því að enn lifir
hluti hins forna lagamáls góðu lífi í nútímanum.
„Ef við berum okkur saman við Dani, sem hafa
talsvert af tökuorðum í sínu lagamáli, þá ein-
kennist íslenska lagamálið af mikilli nýyrða-
smíð. En að sjálfsögðu eru latnesk orð og orða-
sambönd allt frá dögum Rómarréttar samofin
íslensku lagamáli. Á hinn bóginn er unnið mik-
ið þýðingastarf í nútímalögfræði og nægir þar
að nefna umfangsmikið lagamál frá Evrópu-
rétti sem kemur í hlut sérfræðinga Þýðing-
armiðstöðvar utanríkisráðuneytisins að þýða á
íslensku. Við samningu bókarinnar höfum við
Laganemar vinna að fyrstu lögfræðiorðabók sinnar teg
Geymir öll helstu h
og heiti íslenskrar l
Fræðirit Stefnt er að því að lögfræðiorðabókin kom
eru Hildur Leifsdóttir, Kristján Geir Pétursson, Hel
FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flutti í gærmorgun ræðu á al-
þjóðlegri ráðstefnu um sjálfbæra þróun sem haldin er í Delhi á Indlandi. Í
fyrirsvari fyrir ráðstefnunni er dr. R. K. Pachauri, aðalframkvæmdastjóri
tækni- og vísindastofnunarinnar TERI á Indlandi. Dr. Pachauri stýrir jafn-
framt vinnu IPCC (Intergovernmental Panel on Climate Change) en það er
samstarf um 3000 vísindamanna um mat á hættum vegna loftslagsbreytinga.
Niðurstöður af starfi IPCC eru væntanlegar á næstunni.
Þá voru forseti Íslands og forseti Finnlands, Tarja Halonen, heiðursgestir
á fundi indverskra fyrirtækja sem haldinn var sl. sunnudag, 21. janúar. Á
fundinum var einkum rætt um samspil orkubúskapar, loftslagsbreytinga og
efnahagslegrar þróunar. Þátttakendur voru forystumenn á fjölmörgum svið-
um indversks efnahagslífs og fluttu báðir forsetarnir ræður á fundinum.
Í ræðu sinni við setningarathöfn ráðstefnunnar í gærmorgun fjallaði for-
seti Íslands um möguleika á samstarfi Indverja og Íslendinga um nýtingu
hreinna orkulinda, svo sem jarðhita. Hann nefndi þann árangur sem orðið
hefði í samstarfi þjóðanna eftir opinbera heimsókn forseta Indlands til Ís-
lands árið 2005. Þá rakti forseti Íslands hvernig Ísland gæti orðið miðstöð fyr-
ir samræður, rannsóknir og ákvarðanir á sviði hreinnar orku og stuðlað þann-
ig að breyttri orkunýtingu á heimsvísu um leið og hamlað yrði gegn hættum
vegna loftslagsbreytinga. Í ræðu sinni ítrekaði forsetinn þær áherslur sem
fram komu í nýársávarpi hans hinn 1. janúar síðastliðinn og óskaði eftir sam-
vinnu við rannsóknarstofnanir, fyrirtæki, samtök og sérfræðinga á Indlandi.
Fjallað um hættuna af varanlegum loftslagsbreytingum
Á ráðstefnunni verður m.a. fjallað um hættuna á varanlegum loftslags-
breytingum og áhrif þeirra á lífshætti og lífsskilyrði í heiminum, þróun orku-
mála í veröldinni og hlutverk endurnýjanlegra orkugjafa, ekki síst með tilliti
til Indlands og Kína, vatnsbúskap í Asíu og Afríku, tækninýjungar og barátt-
una gegn fátækt.
Ráðstefnuna sækja, auk fjölmargra indverskra forystumanna, heims-
þekktir vísindamenn og fræ
stjórnmálamenn, leiðtogar
ana og samtaka. Meðal þá
lands, Kjell Magne Bonde
fræðingurinn Jeffrey S
forsætisráðherra Hollands,
skýrslu um loftslagsmál.
Nánari upplýsingar um r
able Development Summit
dsds/
Situr ráðstefnu á Indlandi um sj
Ráðstefna Frá vinstri: Je
seti Finnlands, forseti Ísla