Morgunblaðið - 23.01.2007, Síða 25

Morgunblaðið - 23.01.2007, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2007 25 Forseti Alþingis heimsóttinýlega Sádi-Arabíu í boðiforseta ráðgjafaþingslandsins, en sádi-arabískir þingmenn höfðu komið til Íslands og annarra Norðurlanda árið 2004. Þess má geta að sendinefnd frá ut- anríkismálanefnd norska Stórþings- ins mun heimsækja Sádi-Arabíu síð- ar í þessum mánuði. Forseti Alþingis ákvað að taka með sér sendinefnd kvenna til Sádi-Arabíu og vakti það mikla athygli þar í landi. Tilgangur heimsóknarinnar var m.a. að ræða starfsemi þing- anna, en ráðgjafaþingið í Sádi- Arabíu hefur unnið að því að auka samskipti sín út á við og fá upplýs- ingar um starfsemi þjóðþinga á Vesturlöndum. Hlýtur það að teljast jákvætt skref og vill Alþingi leggja sitt af mörkum til að kynna lýðræð- isleg vinnubrögð í þessum heims- hluta. Jafnframt vildi sendinefndin fá tækifæri til að kynna sér þjóð- félagsþróun í Sádi-Arabíu og ræða málefni kvenna, sem vissulega er ekki vanþörf á. Réttindi kvenna voru rædd við alla fulltrúa stjórn- valda sem sendinefndin hitti og segja má með réttu að þau hafi verið aðalumræðuefnið. Þá var þetta tækifæri nýtt til að kynna, að beiðni utanríkisráðuneytisins, framboð Ís- lands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Að lokum gafst í heim- sókninni tækifæri til að ræða m.a. viðskiptamál og umhverfismál, sem og ástandið í Mið-Austurlöndum. Mikið hefur verið rætt á und- anförnum árum um nauðsyn þess að auka skilning á milli menning- arsvæða, að fá fólk á Vesturlöndum og í Arabaheiminum til að ræða meira saman. Mikilvægt er að slíkar viðræður fari fram af gagnkvæmri virðingu og í vinsemd, ef þær eiga að hafa áhrif. Mennt er máttur Þar sem heimsókn okkar til Riyadh hafa þegar verið gerð nokk- ur skil viljum við í þessari grein segja frá heimsókninni til Jeddah, sem var ekki síður merkileg. Sam- skipti kvenna og karla eru meiri í Jeddah en annars staðar í landinu, enda er þessi borg í fararbroddi þjóðfélagsbreytinga. Konur eru enn langt frá því að ná fram jafnrétti, en þær eru þó mun meira áberandi, sérstaklega á viðskiptasviðinu, en konur annars staðar í Sádi-Arabíu. Í Jeddah gafst gott tækifæri til að ræða við konur. Umræður veittu okkur innsýn inn í hugarheim sádi- arabískra kvenna og þær kynntust okkar sjónarmiðum. Allir viðmælendur sendinefnd- arinnar í ferðinni lögðu ríka áherslu á aukna menntun kvenna og töldu hana lykilinn að auknum réttindum þeirra. Þess má reyndar geta að meira en helmingur háskólanema í landinu er nú konur. Við fengum tækifæri til að heimsækja kvennaháskóla í Jeddah sem starf- ræktur hefur verið í sjö ár. Við hitt- um rektor, kennara og aðra starfs- menn, auk nokkurra nemenda, sem allt voru konur. Í skólanum er fyrsta verkfræðideildin ætluð konum í Sádi-Arabíu, en jafnframt er hægt að læra viðskiptafræði, tölvufræði og fleiri fög. Rætt er um að stofna stjórnmálafræðideild við skólann, sem yrði spennandi nýjung. Það var mjög gaman að ræða við konurnar í skólanum, þær höfðu greinilega mjög mikinn metnað, voru stoltar af starfi sínu og bjart- sýnar. Auðvitað hafa ekki allar stúlkur aðgang að svo fínum skóla sem þessum, en hann er ekki eins- dæmi og þessi skóli vinnur t.d. að því að veita kennurum úr öðrum skólum þjálfun svo bæta megi menntun kvenna annars staðar í landinu. Þeir sem vilja auka mennt- un kvenna og vinna þannig að aukn- um réttindum þeirra eiga stuðning okkar skilið. Áhugavert gæti verið fyrir íslenskan háskóla að taka upp samstarf við kvennaháskóla í Sádi- Arabíu með það í huga að fá hingað ungar konur sem skiptinemar. Kvennasendinefnd vekur athygli Sendinefndin fékk jafnramt tæki- færi til að heimsækja verslunarráð borgarinnar, en þar sitja fjórar kon- ur í átján manna stjórn. Fjölmargar konur taka þátt í störfum ráðsins, en á örfáum árum hefur þátttaka kvenna í atvinnulífi borgarinnar aukist umtalsvert, þó að margar hindranir séu enn fyrir hendi. Að- eins 25% Sáda eru á vinnumarkaði, þar af 5–7% kvenna. Þessu þarf að breyta. Sendinefndin átti fund með stórum hópi úr viðskiptalífi borg- arinnar, þar á meðal u.þ.b. 20 kon- um, meðal annars bankastjórar, konur í fyrirtækjarekstri og fjöl- miðlakonur. Forseti Alþingis hélt þar inngangserindi, en síðan fóru fram mjög opnar og líf- legar umræður. Konur í Jeddah hafa sótt mjög fram á við- skiptasviðinu á und- anförnum árum, unnið mikið frum- kvöðlastarf og er það farið að hafa áhrif í öðrum borgum. Við- mælendur, bæði karlar og konur, áttu von á því að þetta ætti smátt og smátt eftir að skila sér á pólitíska sviðinu. Margir viðmælendur lögðu áherslu á að breytingar á löggjöf og þjóðfélagsskipan í Sádi-Arabíu yrði að gera í sátt við þeirra hefðir og menningu. Konurnar, og reynd- ar karlarnir líka, töldu mjög spenn- andi tíma framundan í Sádi-Arabíu. Það var sérstaklega áhugavert að heyra sjónarmið kvenna í viðskiptaráðinu, ekki síst um áherslur þeirra í bar- áttunni fyrir auknu frelsi, en þær eru ekki alltaf í samræmi við okkar hugmyndir. Þó er alltaf hægt að finna sameiginlegar áherslur, eins og kom fram t.d. í umræðum um dagvistarmál. Jafnframt var sagt frá því að fyrir fimm árum hefði ver- ið óhugsandi að tala um heimilis- ofbeldi í landinu, en nú væri búið að stofna eitt kvennaathvarf. Kannski teljast þessi skref ekki ýkja merki- leg í okkar þjóðfélagi, en það er ljóst að aukin samskipti út á við og menntun eru lykilatriði til að auka réttindi kvenna. Konur í Sádi-Arabíu vilja og þurfa aukin samskipti við kynsystur sínar á Vesturlöndum. Þær lögðu áherslu á að það væri mjög mik- ilvægt fyrir þær að þessi sendinefnd skipuð eingöngu konum hefði komið til landsins. Það vekti athygli og veitti þeim meðbyr. Stjórnarkona í verslunarráðinu sagði eina setningu sem má segja að hafi verið meg- ininntakið í þeirra málflutningi: „Við þurfum stuðning ykkar, ekki þrýst- ing, við þurfum skilning, ekki dóm- hörku.“ Að sýna gest- gjöfum virðingu Sendinefndin ákvað í upphafi heimsóknar að eigin frumkvæði að klæða sig að hluta samkvæmt siðum landsins og bera slæðu yfir hárinu á fundum með ráðamönnum. Það er hefðbundið í opinberum heimsókn- um sem þessum að taka tillit til sið- venja þess lands eða þjóðhöfðingja sem sóttur er heim. Við fundum það þó greinilega, bæði hjá körlum og konum, að þau voru þakklát að við skyldum leggja okkur fram um að sýna menningu landsins virðingu með þessum hætti. Við erum ekki í vafa um að þessi ákvörðun okkar hafi orðið til þess að viðmælendur okkar hafi verið opnari og tilbúnari til viðræðna um viðkvæm mál en þeir hefðu annars verið. Konur sem sendinefndin hitti í höfuðborginni voru allar með blæju fyrir andlitinu þegar karlar voru ná- lægir, sem var mjög sláandi fyrir okkur. Við lítum svo á að það hafi verið jákvætt fyrir konur í Riyadh að sjá konur frá erlendu þjóðþingi sem voru einar á ferð og ekki huldu andlit sitt. Þess ber að geta að Jeddah er mun frjálslegri borg en Riyadh, en konur sem sendinefndin hitti þar báru slæðu yfir hárinu ein- göngu. Þær kunnu að meta að við skyldum bera slæðu á höfði eins og þær og sögðu það virðingarvott við sig og sína menningu. Það er ljóst að ef Sádi-Arabía ætl- ar að njóta velgengni og virðingar í samfélagi þjóðanna, ef það ætlar að ná árangri í efnahagsmálum og í samkeppni á alþjóðamarkaði, í þess- um hnattvædda heimi sem við lifum í í dag, þá verður að gera átak í mál- efnum kvenna og mannréttinda- málum almennt. Okkur fannst því mjög jákvætt að fara til Sádi-Arabíu sem sendinefnd þingkvenna frá Ís- landi, ræða þessi mál og kynna okk- ar viðhorf. Okkur í sendinefndinni dettur ekki í hug að halda því fram að þessi heimsókn ein og sér muni leiða til einhverra stórfelldra breyt- inga á högum kvenna í Sádi-Arabíu eða að hún muni leysa þau vandamál sem herja á þennan heimshluta, en við höldum því fram að slíkar heim- sóknir séu af hinu góða og opni kannski smám saman einhverjar gáttir. Við kynntum okkar sjón- armið og ræddum af hreinskilni við viðmælendur okkar, en lögðum áherslu á að sýna þeim virðingu og vera lausar við þá fordóma sem stundum eru einkennandi fyrir sam- skipti á milli menningarsvæða. Oft er auðveldara fyrir stjórnvöld í ríkj- um sem gagnrýnd eru af Vest- urlöndum að heyra slíka gagnrýni frá litlu landi eins og Íslandi en frá stórþjóðum. Við eigum að nýta þau tækifæri sem bjóðast til að láta rödd okkar heyrast, að leggja lóð á vog- arskálarnar í baráttu fyrir auknu lýðræði, mannréttindum og rétt- indum kvenna. Kvennasendinefnd í Sádi-Arabíu Eftir Sólveigu Pétursdóttur, Rannveigu Guðmundsdóttur, Arnbjörgu Sveinsdóttur og Kolbrúnu Halldórsdóttur »Mikilvægt er aðslíkar viðræður fari fram af gagn- kvæmri virðingu og í vinsemd, ef þær eiga að hafa áhrif. Sólveig Pétursdóttir Sólveig er forseti Alþingis, Rannveig er 1. varaforseti Alþingis, Arnbjörg er alþingismaður og Kolbrún er alþingismaður. Sólveig Pétursdóttir skrifar kveðju frá Alþingi til verslunarráðsins í Jeddah að viðstöddum formanni ráðsins. Kolbrún Halldórsdóttir Rannveig Guðmundsdóttir Arnbjörg Sveinsdóttir notið góðs af því þýðingarstarfi sem þar er unnið og hin mikla vinna sem fram fer hjá mið- stöðinni endurspeglar vel þá grundvallar- hugsun að þýðingarstarfsemi er bráðnauðsyn- leg ef ætlunin er að viðhalda íslensku lagamáli.“ Framundan hjá hópnum er mikil vinna við skilgreiningar lagahugtaka og samræming- arvinna vegna orðasafnsins, en þær verða unn- ar í nánu samstarfi við prófessora og kennara við lagadeild HÍ. „Við gerum okkur einnig von- ir um að verkið verði aðgengilegt á Netinu í framtíðinni hvort sem það verður gegn gjaldi eða ekki.“ segir Kristján Geir. Hópurinn mun vinna að verkinu samhliða námi og hefur verk- efnið fengið styrki frá Alþingi, mennta- málaráðuneytinu og Rannsóknasjóði Háskóla Íslands. Fjármögnun verksins er þó ekki lokið. Verkefnið verður kynnt sérstaklega á Rann- sóknadögum Stúdentaráðs Háskóla Íslands dagana 24. til 25. janúar nk. gundar hérlendis hugtök lögfræði Morgunblaðið/RAX i út á næsta ári. Höfundar af hálfu laganema lgi Valberg Jensson og Eggert Ólafsson. æðimenn, forstjórar alþjóðlegra stórfyrirtækja og á vettvangi umhverfismála og forystumenn stofn- átttakenda eru m.a. Tarja Halonen, forseti Finn- evik, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, hag- Sachs, Ruud F. M. Lubbers, fyrrverandi , og Nicholas Stern, höfundur svokallaðrar Stern- ráðstefnuna, sem á ensku ber heitið Delhi Sustain- t, má finna á heimasíðu hennar www.teriin.org/ álfbæra þróun effrey Sachs hagfræðingur, Tarja Halonen, for- ands og dr. Pachauri á ráðstefnunni í Delhi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.