Morgunblaðið - 23.01.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.01.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2007 27 Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is UNDIRHEIMAR Íslands eru með þeim margflóknustu í heiminum og eru þá öll hin stærri lönd meðtalin. Oft hefur fólk hér á landi talað um undirheimana sem eitthvað þoku- kennt og lítt hönd á festandi. Flestir óttast undirheimana. Fáir hafa litið þá augum. Einungis einn maður hef- ur hingað til ferðast um þann heim allan. Fyrir hans tilstuðlan er nú svo komið að Ísland er eina landið í heiminum sem eignast hefur heil- stætt yfirlit um undirheima sína. Stórvirkið Íslenskir hellar eftir Björn Hróarsson hefur verið a.m.k. 25 ár í vinnslu. Um er að ræða tvær bækur í öskju. Verkið í heild er 672 blaðsíður. Ljósmyndir í bókinni eru um 1000 talsins, auk um 100 upp- drátta af hraunhellum. Í þessu stór- kostlega verki, sem er í rauninni hreint afrek út af fyrir sig, er lýst undraveröld hraunhellanna á Ís- landi. Hellarnir mynda undirheima landsins. Þeir eru yfir 100 km að lengd og að rúmmáli eru þeir yfir fimm milljónir rúmmetra. Með stórfenglegum ljósmyndum og uppdráttum er lýst á fimmta hundrað hellum og um fæsta þeirra hefur verið fjallað á prenti fram til þessa. Bókin færir lesendum gríð- arlega viðbót við lýsingu landsins og gefur nú öllum kost á að berja þá augum. Sérhver hellisrás hefur sín sérkenni og lögun. Litadýrð undir- heimanna er mikil. Samsetning lita er komin beint frá móður náttúru, svo og önnur jarðmyndunarlista- verk, sem þar er að finna. Hug- myndaauðgi manna getur verið fjöl- breytt, en henni eru takmörk sett og hún verður í rauninni léttvæg þegar staðið er andspænis afurð náttúr- unnar. Hún birtist m.a. í hellunum, sem hafa fengið að vera ósnertir í þúsundir ára. Hellafræðin er kynnt ítarlega til sögunnar og tilurð hraunhella út- skýrð á glöggan og aðgengilegan hátt. Fjallað er um hraunrennsli og þær einstæðu myndanir sem ís- lenskir hraunhellar geyma og gerð grein fyrir hellarannsóknum, hella- mennsku og umgengni í hellum svo eitthvað sé nefnt. Með hjálp stór- fenglegra ljósmynda er hulunni svipt af óþekktri en heillandi veröld og lesendum boðið í ferðalag sem seint gleymist. Björn sagði við útgáfu bókarinnar að eitt af mark- miðum útgáfunnar væri að kynna þessa undirheima og upplýsa um undur þeirra og hvernig skuli um þá gengið. Bókinni er beinlínis ætlað að koma í staðinn fyrir hellaferðir enda nú hægt að njóta hellanna heima í stofu eða „sitja kyrr á sama stað en samt að vera að ferðast“. Þótt bókin sé eðlilega búin til fyrir lesendur sína eins og aðrar bækur þá er hún einnig og ekki síður sett saman fyrir hellana sjálfa. Þeir þurfa á því að halda að um þá sé vit- að og um þá sé fjallað. Það er hvorki hægt að skoða, virða, nýta né vernda heim sem ekki er vitað um. Þetta mikla verk fjallar þannig ekki bara um hellana heldur var hún einnig hugsuð fyrir þá. Í hinu mikilfenglega ritverki Ís- lenskir hellar leggst allt á eitt við að ljúka upp ævintýralegri veröld und- irheima landsins sem fáir þekkja – en allir geta nú fræðst um, skoðað og dáðst að. Til hamingju, Björn Hróarsson – til hamingju Íslendingar. ÓMAR SMÁRI ÁRMANNSSON, lögreglumaður. Undirheimar Íslands Frá Ómari Smára Ármannssyni: Úr hellinum Ferli í Brennisteinsfjöllum. Í TILEFNI af skrifum Björg- vins Sigurðssonar alþingismanns í Morgunblaðið um íbúakosningu vegna samninga okkar um álver í Helguvík vil ég upplýsa hann um eftirfarandi: „Pacta sunt servanda“ er meg- inregla samningaréttarins. Halda ber gerða samninga. Í gerðum samningum okkar um lóð undir álver við Helguvík eru engir fyrirvarar um að málið skuli lagt undir sérstaka kosn- ingu íbúa. Meginsamningarnir, sem tengjast þjónustu hafnarinnar og úthlutun og gerð lóðar við Helguvík, voru samþykktir sam- hljóða í bæjarstjórn í maí í fyrra, stuttu fyrir bæjarstjórn- arkosningarnar. Engin tillaga kom fram um íbúakosningu, engin bókun var gerð um það. Samningarnir núna ganga ein- göngu út á að færa álverið norð- ar og fjær byggð. Það var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn sl. þriðjudag. Bæjarfulltrúum er fullljóst að mikill stuðningur íbúa er við málið, sérstaklega eftir að við færðum staðsetningu fjær byggð. Samningunum tilheyra fyr- irvarar um niðurstöður af mati á umhverfisáhrifum, orkuöflun og stjórnsýslulega meðferð málsins. Það ferli fer nú fljótlega af stað með vönduðum kynningum. Pacta sunt servanda-reglan hefur gilt og verið í heiðri höfð frá örófi alda. Trúverðugleiki manna hefur jafnan verið metinn eftir því hvernig þeir standa við orð sín. Þeir sem ekki standa við gerða samninga eru að jafnaði ekki hátt skrifaðir og fáir vilja eiga viðskipti við slíka aðila. Mikilvægt er fyrir sveitarfélag að stjórnvöld þess standi vörð um trúverðugleika þess. Aðilar sem leita til sveitarfé- lags um uppbyggingu á atvinnu- rekstri verða að geta treyst því að samningar sem þeir gera við til þess bær stjórnvöld í sveitar- félaginu standi. Stjórnvöld í Reykjanesbæ standa við gefin loforð og gerða samninga. Það gildir jafnt um kosninga- loforð og samninga sem gerðir eru við lögaðila. Árni Sigfússon „Pacta sunt servanda“ Höfundur er bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Miðvikudagur, 24.janúar Deildakynningar kl 12:30 til 15:30 * Raunvísindi..............................................Askja, sal 132 * Félags- og hugvísindi.............................Oddi, sal 101 * Lögfræði og Viðskipta- og hagfræði....Lögberg, sal 101 * Heilbrigðisvísindi....................................Læknagarður, 2.hæð * Verkfræði.................................................VR-II, 1.hæð Kynnt verða fjölmörg verkefni framhaldsnemenda ásamt hugmynd nemenda um nýsköpunar- og frumkvöðlasetur við Háskóla Íslands, InnoVit. Fyrir utan nemendur munu eftirfarandi aðilar meðal annarra koma fram á deildakynningum: * Ólafur Þ. Harðarson, deildarforseti Félagsvísindadeildar HÍ * Kristinn Andersen, rannsóknastjóri Marels hf. * Þorleifur Finnsson, sviðstjóri nýsköpunar Orkuveitu Reykjavíkur * Sigurður Reynir Gíslason, vísindamaður/rannsóknaprófessor HÍ STÚDENTARÁÐS 2007 annsóknadagarR Aðalstyrktaraðilar: Aðrir styrktaraðilar: 24. - 25. janúar Fimmtudagur, 25.janúar Lokahóf, hátíðarsal aðalbyggingu kl 15:00 Kynnt verða tvö framúrskarandi verkefni nemenda við HÍ. Einnig munu eftirfarandi aðilar ávarpa samkomuna: * Iðnaðar- og viðskiptaráðherra * Stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur * Þróunarstjóri Háskóla Íslands * Formaður Stúdentaráðs www.rannsoknadagar.hi.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.