Morgunblaðið - 23.01.2007, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 23.01.2007, Qupperneq 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIKIÐ hefur gengið á innan Frjálslynda flokksins undanfarið og þingmenn flokksins, sem og sumir ný- ir meðlimir hans, virðast hafa fengið skotleyfi á Margréti Sverrisdóttur undanfarnar vikur. Það hefur ekki verið vilji Margrétar að fara út í eitthvert skít- kast við þessa aðila heldur hefur hún lagt til við stuðningshóp sinn innan flokksins að falla ekki í sömu gryfju og þessi hópur gerir með málflutningi sín- um. Það eina sem þess- ir menn eiga eftir að gera er að reisa henni níðstöng á áberandi stað. Ég get ekki lengur orða bundist. Á haust- dögum varð alvarlegur trúnaðarbrestur milli miðstjórnar flokksins og þingflokksins. Þeg- ar lagt var til að Nýtt afl sameinaðist Frjáls- lynda flokknum með pomp og prakt var meirihluti miðstjórnar andvígur sameiningu. Mörg málefni flokkanna tveggja voru ólík og áhugi var ekki fyrir því hjá meirihluta mið- stjórnar að fara að taka upp okkar ágætu málefnahandbók og sjóða sam- an einhvern bastarð úr mál- efnahandbók flokkanna tveggja sem enginn yrði sáttur við. Auk þess sáum við ekki að innganga Nýs afls væri flokknum til framdráttar í komandi kosningum þar sem Nýtt afl hafði barist hatrammlega gegn Frjálslynda flokknum í síðustu alþingiskosningum og hlotið vægast sagt slæma útreið hjá kjósendum. Meirihluti mið- stjórnar kvað því upp úr með það að félagar úr Nýju afli væru velkomnir sem einstaklingar í Frjálslynda flokk- inn, eins og allir aðrir sem ekki eru skráðir í annan stjórnmálaflokk og eru tilbúnir til að samþykkja grund- vallarstefnu flokksins og vinna að framgangi hennar. Þetta átti þingflokkurinn og nokkr- ir áhangendur hans innan miðstjórnar erfitt með að sætta sig við. Atburða- rásin fór af stað. Nýtt afl var lagt nið- ur sem stjórnmálaflokkur, eða hvað? Jón Magnússon kynnir sig enn sem formann Lýðræðisflokksins Nýs afls á heimasíðu sinni. Næsta skrefi var stillt upp þannig að félagar úr flokknum sendu saman inngöngubeiðni í Frjáls- lynda flokkinn, send var út fréttatilkynning um að Nýtt afl hefði verið lagt niður sem stjórn- málaflokkur og liðsmenn hvattir til að ganga í Frjálslynda flokkinn. Þetta var hálfspaugileg tilkynning um ekki sam- einingu en samt samein- ingu Nýs afls og Frjáls- lynda flokksins. Meirihluti miðstjórnar hafði sérstaklega lagst gegn því að það yrði gerður fjölmiðlasirkus í kringum inngöngu ein- stakra félaga úr Nýju afli. Þessi gjörð var því þvert á það sem meiri- hluti miðstjórnar lagði upp með. Síðar kom í ljós að þessi frétta- tilkynning var samin af Jóni Magnússyni og hlaut hún bless- un formanns og varaformanns Frjáls- lyndra. Á þessari stundu voru komnir al- varlegir brestir í samband meirihluta miðstjórnar og þingflokksins. Mar- grét Sverrisdóttir var ötull talsmaður okkar hóps og stóð hún þétt við bakið á okkur. Þarna byrjaði núningur þing- flokksins og Margrétar. Hún stóð fast á sínu og stóð með meirihluta mið- stjórnar gegn þessum gerræðislegu vinnubrögðum þingflokksins. Á næstu vikum gerðust atburðir sem flestum er kunnugt um. Jón Magnússon skrifaði fræga grein í Blaðið sem hann nefndi „Ísland fyrir Íslendinga?“ Mikil fjölmiðlaumfjöllun fór í gang. Margir úr flokknum og þar á meðal sá hluti miðstjórnar sem hafnaði sameiningu við Nýtt afl var ósáttur við þann málflutning sem fór í gang þar sem okkur fannst hallað á einn trúarhóp umfram annan í um- ræðunni sem annars var nauðsynleg. Margrét varð öflugasti talsmaður okkar og hlaut bágt fyrir. Nú byrjuðu nornaveiðarnar fyrir alvöru. Rógsherferð gegn Margréti fór í gang þar sem Útvarp Saga var notuð sem málpípa þessara manna sem mest höfðu sig í frammi. Harðar umræður fóru fram á mið- stjórnarfundum og orð sem hafa verið látin falla á þeim fundum ætla ég ekki að hafa eftir, en stundum hef ég efast um dómgreind og heilindi sumra þingmanna flokksins eftir þessa fundi. Í fjölmiðlum undanfarið hafa þing- menn vegið að Margréti og segja hana vera að hanna þessa atburðarás sem fór af stað með innflytjendaumræð- unni til þess að búa til ágreining innan flokksins með það að markmiði að geta „hjólað í forystumenn flokksins á landsþingi“. Þetta er rangt. Ég hef verið að spyrja Margréti annað slagið síðastliðin tvö ár, eða frá því að hún fékk áskorun á síðasta landsþingi um að gefa kost á sér í varaformanns- sætið, hvort hún ætlaði að gefa kost á sér á næsta landsþingi. Það hefur af hálfu Margrétar aldrei annað komið til greina en að flokkurinn færi án þeirra átaka inn í næstu kosningar. Þar til núna nýlega. Tilkynning Mar- grétar um væntanlegt framboð til for- ystu flokksins er afleiðing af þeirri orrahríð sem hún hefur mátt þola undanfarið. Völd eru vandmeðfarin og þeim fylgir mikil ábyrgð. Ekki er öllum treystandi til að fara með völd og alls ekki þeim sem gera hvað sem er til þess að ná þeim. Ég hvet alla flokksmenn Frjáls- lynda flokksins til að flykkjast á landsþingið hinn 27. janúar. Alvarlegur trúnaðarbrestur milli miðstjórnar og þingflokks Sólborg Alda Pétursdóttir skrifar um Frjálslynda flokkinn » Völd eruvandmeð- farin og þeim fylgir mikil ábyrgð. Sólborg Alda Pétursdóttir Höfundur situr í miðstjórn Frjáls- lynda flokksins og býður sig fram í embætti ritara flokksins á komandi landsþingi. PARKET...FLÍSAR...PARKET...FLÍSAR. ...FLÍSAR...PARKET...FLÍSAR...PARKE PARKET...FLÍSAR...PARKET...FLÍSAR. ...FLÍSAR...PARKET...FLÍSAR...PARKE PARKET FLÍSAR PARKET FLÍSAR... ... ... . ...FLÍSAR...PARKET...FLÍSAR...PARKE PARKET...FLÍSAR...PARKET...FLÍSAR. ...FLÍSAR...PARKET...FLÍSAR...PARKE PARKET...FLÍSAR...PARKET...FLÍSAR. Ú LÞúsundir fermetra af flísum með 20-70% afslætti Plastparket frá 790 kr/m 2 Viðarparket frá 1990 kr/m 2 ÞANN 11. janúar sl. var skrifað undir merkan samning um kennslu og rannsóknir við Háskóla Íslands. Undirbúningur þessa samnings er langur og hefur há- skólasamfélagið lagt mikla vinnu í hann. Að baki samningsins býr mikill metnaður, bæði Háskólans og stjórnvalda. Með þessum samningi skapast forsendur fyrir því að Háskóli Íslands verði háskóli í fremstu röð í heim- inum. Samningurinn er til fimm ára eða til ársins 2011 og á því tímabili hækka rann- sóknaframlög um 640 milljónir árlega eða um tæpa 3 milljarða í lok tímabilsins. Fyrsta skrefið til eflingar HÍ var stigið við fjárlagaafgreiðslu fyrir árið 2007, en þá voru framlög til skól- ans hækkuð um 300 milljónir. Mjög at- hyglivert var að stjórnarandstaðan sat hjá í þeirri atkvæðagreiðslu. Það gefur vísbendingar um stefnu hennar í málefnum Háskóla Ís- lands. Það eru hins vegar mörg spennandi efnisatriði í þessum samningi. Sem dæmi má nefna að stefnt er að því að fimmfalda fjölda brautskráðra doktora og tvöfalda fjölda brautskráðra meistaranema. Námskeið í framhaldsnámi verða fleiri og sum þeirra í samvinnu við erlenda háskóla. Afköst í rann- sóknum verða meiri og efla á gæði þeirra. Oft er rætt um að mælistika rannsókna sé fjöldi birtra vís- indagreina og þar stendur Háskóli Íslands sig afar vel. Um 80% af slíkum birtingum íslenskra vísinda- manna eru verk starfsmanna Há- skóla Íslands. Á þeim tíma þegar ég átti sæti í há- skólaráði var það draumur okkar að á móti hverri krónu sem kæmi inn fyrir kennslu kæmi einnig króna í rannsóknir. Manni þótti þetta dálítið fjar- lægt, en alls ekki úti- lokað. Nú er sá draum- ur að rætast vegna þess að í lok samnings- tímans verður hlutfallið komið yfir 100% en það er 43% í dag. Þetta er stórkostlegur áfangi og hef ég heyrt af mikilli ánægju með þetta í há- skólasamfélaginu, sem og þjóðfélaginu öllu. Annar draumur sem við áttum okkur var að Vísindagarðar Háskóla Íslands myndu taka til starfa sem fyrst. Þessi samningur kveður á um að starfsemi Vís- indagarðanna hefjist fyrir lok ársins 2007. Með því er verið að skapa vettvang fyrir sam- starf ýmissa aðila sem tengjast ný- sköpun, hátækni og rannsóknum. Slíkir vísindagarðar hafa fyrir löngu sannað tilvist sína og hefur Háskólinn unnið lengi að stofnun þeirra. Þeir verða mikil lyftistöng fyrir samfélagið og munu veita stúdentum tækifæri sem ekki eru til staðar í dag. Mörg önnur atriði eru í þessum samningi og öll verða þau til þess að efla Háskólann sem framsækinn þjóðskóla. Hér er um að ræða arð- bæra fjárfestingu sem mun skila sér til samfélagsins alls. Ég vil hér að lokum óska okkur öllum til ham- ingju með þessi tímamót. Stórsókn Háskóla Íslands Dagný Jónsdóttir skrifar um eflingu Háskóla Íslands Dagný Jónsdóttir » Oft er rættum að mæli- stika rannsókna sé fjöldi birtra vísindagreina og þar stendur Há- skóli Íslands sig afar vel. Höfundur er varaformaður mennta- málanefndar Alþingis. Oft er sagt: Hann gat sér góðan orðstý. Betra þætti: Hann gat sér góðan orðstír. Rétt væri: Hann kaus Valtý Guðmundsson. (Ath.: tír merkir sæmd; týr merkir hetja eða goð.) Gætum tungunnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.