Morgunblaðið - 23.01.2007, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2007 29
Á UNDANFÖRNUM árum hef-
ur sjónum verið beint að geðfötl-
uðum og aðstæðum
þeirra. Árni Magn-
ússon, þáverandi félags-
málaráðherra, í sam-
vinnu við Jón
Kristjánsson, þáverandi
heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra,
hratt af stað sérstöku
átaki til að bæta bú-
setuúrræði geðfatlaðra
en ekki síst þá þjónustu
sem þeir þurfa eins og
starfsendurhæfingu,
stoðþjónustu og ýmis
úrræði. Útgangs-
punktur verkefnisins er
aukin lífsgæði og sjálfstæði geðfatl-
aðra.
Nýlega voru kynntir mikilvægir
áfangar í þessu átaki félagsmála-
ráðherra til eflingar þjónustu við
geðfatlað fólk. Í byrjun október
kynnti verkefnisstjórn stefnu og
framkvæmdaáætlun áranna 2006–
2010 á blaðamannafundi og síðan þá
hefur verið unnið hörðum höndum
að því að koma henni í framkvæmd.
Heimili fyrir heimilislausa
Magnús Stefánsson félagsmála-
ráðherra og Reykjavíkurborg gerðu
nú á dögunum með sér samstarfs-
samning um stofnun og rekstur
heimilis fyrir heimilislausa í
Reykjavík. Á heimilinu geta 10
heimilismenn dvalið samtímis og
verður boðið upp á almenna og sér-
hæfða heilbrigðis- og hjúkr-
unarþjónustu og heildstæða fé-
laglega ráðgjöf og stuðning til þess
að ná tökum á lífi sínu, meðal ann-
ars að sækja áfengis- og fíkniefna-
meðferð. Um er að ræða til-
raunaverkefni til þriggja ára og af
hálfu félagsmálaráðuneytisins er
verkefnið hluti af átakinu til efl-
ingar þjónustu við geðfatlað fólk.
Nú þegar er farið að leita að hús-
næði og óskað hefur verið eftir
samvinnu og aðild heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytisins, heilsu-
gæslunnar og lögreglunnar á höf-
uðborgarsvæðinu.
Í könnun sem félagsmálaráðu-
neytið lét gera 2005 og átakið bygg-
ist á kom fram að á annað hundrað
manns, geðfatlað fólk, hafði þörf
fyrir betri búsetu og stoðþjónustu
en það bjó við og hluti þess hóps
var heimilislaus. Heimilið er mik-
ilvægt skref í að auka þjónustuna
við þennan hóp sem
aðstæðna sinna vegna
og oft vegna veikinda
á ekki lengur í nein
hús að venda. Þetta
fólk þarf því á mjög
sértækum úrræðum
að halda til þess að
geta stigið fyrstu
skrefin til bata. Í vel-
ferðarríki eins og því
sem við búum í er
ótækt að fólk þurfi að
búa við langvarandi
húsnæðisleysi og ör-
yggisleysi sem af því
stafar, sama hverjar
aðstæður þess eru.
Úttekt á þjónustu við geðfatl-
aða og aukin fræðsla
Annar áfangi í átakinu varð að
veruleika milli jóla og nýárs þegar
félagsmálaráðherra og fulltrúar AE
starfsendurhæfingar skrifuðu undir
samning um mat á þjónustu við
geðfatlað fólk og átak í ráðgjöf og
fræðslu. AE starfsendurhæfing,
með þær Elínu Ebbu Ásmunds-
dóttur og Auði Axelsdóttur í far-
arbroddi, sérhæfir sig í starfs- og
atvinnuendurhæfingu öryrkja, eink-
um með áherslu á þá sem eru með
geðröskun. Samningurinn tekur til
áranna 2007 og 2008 og felur meðal
annars í sér að AE starfsendurhæf-
ing tekur að sér gerð fræðsluefnis
um þjónustu við geðfatlaða og miðl-
un á efninu til starfsmanna svæð-
isskrifstofa um málefni fatlaðra. Á
fyrri hluta samningstímans verður
lögð sérstök áhersla á fjögur svæði
úti á landi þar sem þjónusta við
geðfatlaða er veitt á vegum ráðu-
neytisins. Svæðin tengjast Ísafirði,
Egilsstöðum, Húsavík og Akureyri.
Fræðsluefnið verður byggt á val-
deflingu og notendarannsóknum/
batarannsóknum, erlendum sem
innlendum.
Geðfatlaðir hafi áhrif
Í úttekt sinni á þjónustu við geð-
fatlaða notar AE starfsendurhæfing
NsN-aðferð eða Notandi spyr Not-
anda. Geðfötluðum er gefið tæki-
færi til að miðla af reynslu sinni og
þekkingu en ekki síst að hafa áhrif
á þjónustuna. Þessi hugmyndafræði
fellur mjög vel að stefnu félags-
málaráðuneytisins í málefnum geð-
fatlaðra sem sett er í samstarfi við
hagsmunasamtök þeirra sem búa
við fötlun og aðstandendur þeirra.
Framtíðarsýn stefnunnar er að þeir
sem búa við fötlun eigi, jafnt og
aðrir, kost á stuðningi til sjálfstæðis
og lífsgæða svo að þeir fái notið sín
sem fullgildir þegnar samfélagsins
á forsendum eigin getu og styrk-
leika og njóti virðingar og jafn-
réttis.
Sú hugmyndafræði sem þær
stöllur hafa þróað og auðvitað fleiri
hafa tileinkað sér hér heima og er-
lendis byggist einnig á þessum gild-
um. Lífsgæði einstaklinganna sem
um ræðir eru útgangspunkturinn
og þeim er gefið færi á að hafa
áhrif á þjónustuna og stefnuna.
Sem dæmi um það starfar við hlið
verkefnisstjórnarinnar svokallaður
ráðgjafarhópur sem samansettur er
af fulltrúum notenda þjónustunnar,
aðstandenda og hagsmunahópa.
Frumraun verkefnisins NsN varð
sumarið 2004 og heppnaðist mjög
vel og veitti nokkrum geðfötluðum
einstaklingum í Hugarafli gott
tækifæri til að sýna hvað í þeim
býr. Verkefnið hefur svo sannarlega
undið upp á sig og sprotar þess
orðnir margir. Nú eru framundan
enn fleiri spennandi verkefni og
mikilvægt að okkur takist vel upp í
þessu átaki. Ég held og veit reynd-
ar að við munum taka mörg risa-
skref til framtíðar heppnist okkur
ætlunarverk okkar um að auka lífs-
gæði geðfatlaðra í samfélaginu.
Mikilvægir áfangar átaks
í málefnum geðfatlaðra
Sæunn Stefánsdóttir
fjallar um átak til eflingar
þjónustu við geðfatlað fólk
Sæunn
Stefánsdóttir
»Nú eru framundanenn fleiri spennandi
verkefni og mikilvægt
að okkur takist vel upp í
þessu átaki.
Höfundur er þingmaður
Framsóknarflokksins og situr
í verkefnisstjórn átaksins.
FRAMTÍÐARSÝN framsókn-
armanna er skýr. Við viljum áfram
starfa að alhliða framförum fyrir
alla þjóðina og allar byggðir lands-
ins. Við byggjum hugmyndir okk-
ar á hugsjónum samvinnu og sam-
hjálpar með öflugt og þroskað
atvinnu- og viðskiptalíf, sam-
keppnisfært við nágrannalöndin,
sem grundvöll fyrir margþættu
velferðarkerfi, menningar- og
þjóðlífi.
Við framsóknarmenn viljum
áfram vinna að þeirri framtíðarsýn
að hér eflist og þroskist þekking-
arsamfélag með öflugu mennta-
kerfi og menntasókn og skapandi
greinum, vísindum og tækni sem
blómstrar ekki síst í fjölbreyti-
legum litlum og meðalstórum fyr-
irtækjum sem njóta svigrúms fyrir
frjálst ábyrgt framtak.
Öflugt og lýðræðislegt þekking-
arsamfélag er það svar sem fram-
sóknarmenn vilja gefa við kalli
nýrrar aldar. Við viljum efla
menntun, vísindi og tækni til þess
að Íslendingar stefni áfram inn í
framtíðina með sterkum metnaði.
Forsendur fyrir þessu eru í öflugu
opnu hagkerfi og samkeppnishæfu
viðskiptalífi sem stendur að baki
menningarlífi, félagsmálum og vel-
ferðarkerfi.
Á síðustu árum hefur orðið hér
bylting í málefnum háskólastigsins
og í vísindamálum þjóðarinnar.
Þessu þurfum við að fylgja eftir
með öflugri menntasókn í þágu
allrar þjóðarinnar. Hér þarf mikill
metnaður að ríkja því að í þessu er
vaxtarbroddur gróandi þjóðlífs.
Íslendingar verða að stefna að
langvarandi stöðugleika og jafn-
vægi í efnahagsmálum, til þess
m.a. að arði hagvaxtarins verði
dreift til allra byggða landsins og
til allrar þjóðarinnar, einkum til
þeirra sem mest eru þurfandi. Nú
lýkur brátt stærstu fram-
kvæmdum þjóðarsögunnar og þá
er tímabært að vinna að þessu
mikilvæga framtíðarverkefni.
Jón Sigurðsson
Framtíðarsýn
framsóknarmanna
Höfundur er formaður
Framsóknarflokksins.