Morgunblaðið - 23.01.2007, Qupperneq 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Ásta Jósefsdóttirfæddist í Reykja-
vík 21. apríl 1947.
Hún lést á krabba-
meinsdeild Land-
spítalans 13. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Jósef Magn-
ússon, f. 1.11. 1920 í
Vatnsdalshólum,
Sveinsstaðahr. í A-
Hún., d. 18.2. 1995,
bóndi á Hvoli, og
María Hjaltadóttir,
f. 1.7. 1924 í Reykja-
vík, d. 18.7. 1992, húsfreyja á Hvoli
og síðar á Hvammstanga. Þau eign-
uðust tíu börn en tvær stúlkur lét-
ust á unga aldri. Ásta var næstelst í
systkinahópnum. Systkini hennar
eru: Magnús Jósefsson, f. 1945,
Kristín Guðrún Jósefsdóttir, f.
1948, stúlka, f. 5.5. 1950, d. 11.6.
1950, Hjalti Jósefsson, f. 1951,
Oddný Jósefsdóttir, f. 1953, Gréta
Björg Jósefsdóttir, f. 1955, Gunnar
Ásgeir Jósefsson, f. 1958, Jóhanna
Kristín Jósefsdóttir, f. 1961, og
stúlka, f. 7.9. 1964, d. 10.9. 1964.
Sambýlismaður Ástu var Að-
alsteinn Björn Hannesson, f. 1.9.
1948 á Ísafirði, sjómaður, lauk skip-
stjóraprófi, d. 14.6. 1972. Foreldrar
hans voru Hannes Guðjónsson, sjó-
2.12. 1894, d. 17.12. 1963, og Agnes
Sigrún Jónsdóttir, f. 15.4. 1917, d.
22.8. 1948. Dætur Ástu og Björns
Gunnars eru: 1) Ingibjörg Björns-
dóttir, f. 28.2. 1980, maki Eyþór
Örn Eyjólfsson, f. 1978. Barn
þeirra er Daníel Örn, f. 2003. 2)
Ásta Birna Björnsdóttir, f. 12.5.
1986, maki Þórður Sigmarsson, f.
1981.
Sambýlismaður Ástu er Guð-
laugur Þór Þorsteinsson, málm-
smiður, f. 25.9. 1950.
Ásta ólst upp hjá móðurömmu
sinni og afa, Ástu Ásgeirsdóttur, f.
19.4. 1893, d. 2.9. 1986, og Hjalta
Gunnarssyni, f. 2.12. 1891, d. 18.7.
1977, í Grænuhlíð 5 í Reykjavík.
Hún bjó áfram í Grænuhlíðinni eft-
ir andlát Aðalsteins og fram til árs-
ins 1977 en flutti þá í Efstasund.
Veturinn’64–65 stundaði hún nám
við Húsmæðraskólann á Blönduósi.
Hún vann ýmis verslunarstörf á
sínum yngri árum, starfaði hjá
Sápugerðinni Frigg og einnig á
Kópavogshæli. Hún bjó á Vopna-
firði frá 1979 til ársins 1993. Hún
flutti þá í Efstasund 92 í Reykjavík
og bjó þar síðan. Hún starfaði við
heimilishjálp á seinni árum, bæði á
Vopnafirði og hjá Félagsþjónust-
unni í Reykjavík en lengst af var
hún húsmóðir bæði á Vopnafirði og
í Reykjavík.
Útför Ástu verður gerð frá
Langholtskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
og verkamaður, f.
19.4. 1898, d. 1.2.
1977, og Þorsteina
Guðjónsdóttir hús-
móðir, f. 30.10. 1907,
d. 10.4. 1991. Börn
Ástu og Aðalsteins
eru: 1) Ásgeir Hannes
Aðalsteinsson, f. 3.7.
1968, maki Hulda
Gunnarsdóttir, f.
1968. Þau eiga eitt
barn, Jósef, f. 2006. 2)
Steinunn Birna Að-
alsteinsdóttir, f. 24.8.
1972. Eiginmaður
hennar er Þórður Sigurður Björns-
son, f. 1965. Börn þeirra eru Katrín
Líf, f. 1995, og Aðalsteinn Björn, f.
2000. Ásta eignaðist son, Ólaf Birgi
Vigfússon, f. 5.5. 1971, sem hún gaf
frá sér og ólst hann upp að Syðra-
Álandi í Þistilfirði. Kjörforeldrar
hans voru Vigfús Guðbjörnsson,
bóndi, f. 30.6. 1931, d. 23.9. 2006, og
eiginkona hans María Jóhanns-
dóttir, húsmóðir, f. 6.12. 1931, d.
9.6. 2003. Maki Ólafs Birgis er Kar-
en Rut Konráðsdóttir, f. 1975. Dæt-
ur þeirra eru Anna María, f. 2000,
og Erla Rós, f. 2003. Ásta giftist
hinn 7. desember 1980 Birni Gunn-
ari Björgvinssyni vélstjóra, f. 3.4.
1940, d. 12.9. 1992. Foreldrar hans
voru Björgvin Sigfússon bóndi, f.
Mig langar til að minnast mömmu
sem er mér svo margt. Hún ól mig og
systkini mín í heiminn, kom okkur til
vits og ára og vildi að við stæðum á
eigin fótum.
Mamma einblíndi alltaf á það sem
hún gat, hún bjó einnig yfir miklu
skapgerðarþreki til að takast á við
áföll. Ég held að hlýhugur vina og
ættingja hafi gefið henni mikinn
styrk bæði til að takast á við skyndi-
legt fráfall stjúpa míns og eins þegar
brjóstakrabbameinið greindist í jan-
úar ’94. Amma hafði þá dáið úr
brjóstakrabbameini 1½ ári áður.
Þegar mamma greindist aftur í febr-
úar ’05, reis gamall draugur upp sem
ég var fyrir löngu búin að pakka nið-
ur í skúffu og vildi helst gleyma. En
mamma tók þessu af einstöku æðru-
leysi: „Ég get ekki breytt þessu,
þetta er bara komið og því verður
ekki breytt. Steina mín, ég get ekki
annað en spilað úr því sem að mér er
rétt og ef ég ætlaði að gefast upp í
hvert sinn sem ég hefði orðið fyrir
áföllum í lífinu, ja … þá væri ég
löngu dauð!“ Og svo brosti hún í ró
sinni. Það fékk mikið meira á hana
hvað við hin tókum þetta nærri okk-
ur.
Ég veit að mamma hefur aldrei
verið hamingjusamari en með Gulla.
Ég hef aldrei séð hana blómstra svo
fallega fyrr. Hálfu ári eftir að þau
drógu sig saman greindist hún aftur
og mér fannst lífið vera ósanngjarnt.
En mikið naut hún sín vel á ferðalög-
unum í húsbílnum og á sjónum með
Gulla en þessi tími sem þau fengu
saman er ómetanlegur.
Það var henni líka dýrmætt að
endurnýja kynni sín við Ólaf Birgi
sem hún gaf frá sér sem ung kona.
Þar eignaðist hún tvö ný barnabörn,
Önnu Maríu og Erlu Rós og varð
aukaamma. Hún fékk frá þeim ynd-
islega jólagjöf, myndaalbúm sem
hún tók með sér hvert sem hún fór,
sýndi og ljómaði.
Mamma hafði upplifað raunir sem
ég óska ekki nokkrum manni að
ganga í gegnum en hún var ein
sterkasta manneskja sem ég þekki.
Elsku mamma, ég veit að þér líður
vel þar sem þú ert núna og þú finnur
ekki til. Ég man þegar ég var lítil
stúlka í Grænuhlíðinni hjá lang-
ömmu. Ég sat á gólfinu með liti og
blað og raulaði með útvarpinu af inn-
lifun: „Ég skal mála allan heiminn
elsku mamma, svo að sólin skíni
skært og bjart“. Ég faðmaði þig og
sýndi þér myndina og í barnslegri
einlægni minni fannst mér ég geta
málað fegurðina og sólina inn í líf þitt
og ég vildi að þú yrðir alltaf ham-
ingjusöm. Þá vissi ég ekki hvaða
spor lífið hafði sett í hjarta þitt né
hvað framtíðin átti eftir að leggja á
herðar þínar. Ég vildi að ég hefði
geta málað allan heiminn handa þér
mamma …, það er svo margt sem
mig langar til að þakka fyrir, allt sem
ég er vegna þín, allt sem þú kenndir
mér. Mamma, ég vildi að ég þyrfti
ekki að kveðja þig því ég veit einfald-
lega ekki hvernig ég á að gera það,
mér finnst ég bara litla stelpan henn-
ar mömmu og vill ekki að hún fari en
ég veit að ég þarf að kveðja.
Elsku mamma, ég vona að þér líði
vel og ég vona að þú finnir huggun og
frið.
Ég syng fyrir þig mamma: „Ég
skal mála allan heiminn, elsku
mamma, svo að sólin skíni skært og
bjart …“ þín að eilífu,
Steinunn.
Í dag kveð ég Ástu, ömmu sonar
míns. Ég hef ekki þekkt Ástu í lang-
an tíma en sá tími sem við áttum
samleið var ánægjulegur og sé ég
mjög eftir þessari mætu konu.
Ásta hefði haldið upp á 60 ára af-
mæli sitt á þessu ári. Ævi hennar var
ekki þrautalaus ganga en hug henn-
ar og hjarta glöddu barnabörnin,
börnin og hann Gulli. Ásta og Gulli
sambýlismaður hennar áttu sér sam-
eiginleg áhugamál. Þau þeystu um
landið á húsbílnum sínum og renndu
til fiskjar á bátnum sem bar nafn
hennar. Ást þeirra og vinátta var
sönn fegurð og létti Ástu baráttuna í
veikindum hennar.
Í erli dagsins reyndi hún að fylgj-
ast með högum barna sinna og
barnabarna. Þegar ég leit inn í kaffi
til hennar sýndi hún mér ánægð af-
rakstur liðinna daga. Hún prjónaði
hverja flíkina á fætur annarri fyrir
litlu krílin.
Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst
Ástu. Þakklát fyrir að hafa mynd af
henni ætíð í hjarta mínu. Mynd og
minningar sem ég get gripið til þeg-
ar ég segi syni mínum frá ömmu
sinni. Ömmu sem hossaði honum á
hné sér, kyssti svo ofurblítt á vang-
ann og fékk að launum tannlaust
bros saklauss barns.
Við kveðjum þig, elsku amma, og
minning þín mun lifa í hjarta okkar.
Hulda og Jósef.
Hulda Gunnarsdóttir
Hún Ásta systir er farin svo allt,
allt of fljótt, við vissum að hverju
stefndi en aldrei er maður viðbúinn.
Maður trúir þessu varla ennþá, hún
sem átti eftir að gera svo margt. Hún
Ásta Jósefsdóttir
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÞÓRA KRISTÍN EIRÍKSDÓTTIR,
Efstaleiti 12,
Reykjavík,
sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
sunnudaginn 14. janúar, verður jarðsungin frá
Kópavogskirkju þriðjudaginn 23. janúar kl. 15.00.
Tómas Árnason,
Eiríkur Tómasson, Þórhildur Líndal,
Árni Tómasson, Margrét Birna Skúladóttir,
Tómas Þór Tómasson, Helga Jónasdóttir,
Gunnar Guðni Tómasson, Sigríður Hulda Njálsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR PÁLSSON
símvirki,
hjúkrunarheimilinu Eir,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju miðviku-
daginn 24. janúar kl. 13.00.
Arnbjörg Handeland, Dag Handeland,
Páll Guðmundsson,
Anna Guðmundsdóttir, Óskar Þór Þráinsson,
Þórhalla Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
BJARNA HERMANNS FINNBOGASONAR,
Hrafnistu,
Hafnarfirði.
Brynhildur Bjarnadóttir, Guðmundur B. Aðalsteinsson,
Ólafur Kr. Hermannsson, Ragnheiður B. Brynjólfsdóttir,
Guðbjörg Jóna Hermannsdóttir, Gunnsteinn Sigurðsson,
Anna Sigrún Hermannsdóttir,
Kristjana M. Hermannsd. Bjordal, Jan Arild Bjordal,
barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað
Lokað í dag, þriðjudaginn 23. janúar, frá kl. 13.30 vegna útfarar
ÞÓRU KRISTÍNAR EIRÍKSDÓTTUR.
Skóverslunin Iljaskinn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og
útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
SIGURÐAR FRIÐGEIRS HELGASONAR,
Ísafirði,
sem andaðist mánudaginn 8. janúar sl.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Hlíf og Fjórð-
ungssjúkrahússins á Ísafirði.
Friðrik Sigurðarson, Sigríður M. Gunnarsdóttir,
Rannveig Sigurðardóttir, Hólmgeir Hreggviðsson,
Pálína Sigurðardóttir, Guðni Geirsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
ALEXÍA MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR,
Skipholti 6,
Reykjavík,
lést á Landspítala Fossvogi föstudaginn
19. janúar.
Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtu-
daginn 25. janúar kl. 13.00.
Jens Stefán Halldórsson,
Ólöf Jóna Jensdóttir, Björn Grímsson,
Ástbjörn Jensson, May Brit Kongshaug,
Jenný Stefanía Jensdóttir, Grettir Grettisson,
Ingibjörg Jensdóttir, Gunnar Smith,
ömmu- og langömmubörn.
✝
Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
MAGNÚS KR. GUÐMUNDSSON
fv. kaupmaður,
áður til heimilis í Sörlaskjóli 62,
lést á Hrafnistu, Reykjavík, sunnudaginn 21. janúar.
Jarðsett verður frá Neskirkju föstudaginn 26. janúar
kl. 15.00.
Ólöf Magnúsdóttir, Hilmar E. Guðjónsson,
Guðmundur Valur Magnússon, Eva Egilsdóttir,
Kristbjörg Magnúsdóttir, Axel Axelsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
INGUNN ÓLAFSDÓTTIR,
Álftamýri 16,
Reykjavík,
sem lést fimmtudaginn 18. janúar, verður jarðsung-
in frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 24. janúar
kl. 15.00.
Sólveig Pétursdóttir,
Ólafur Pétursson, Margrét Þorgeirsdóttir,
Guðný Pétursdóttir,
Auður Pétursdóttir, Ríkharður Sverrisson,
ömmubörn og langömmubörn.