Morgunblaðið - 23.01.2007, Blaðsíða 35
vonaðist til að fá aðeins lengri tíma,
helst nokkur ár svo hún gæti fylgst
með börnunum og barnabörnunum
eldast, en það verður ekki, en ég hef
trú á að hún fylgist með þeim annars
staðar frá. Ásta greindist fyrst með
þennan illvíga sjúkdóm fyrir þrettán
árum, hún tók tíðindunum af slíku
æðruleysi og var staðráðin í að sigr-
ast á sjúkdómnum. Það tókst henni,
framtíðin virtist björt og hann Gulli
hennar kominn inn í hennar líf og
henni aldrei liðið betur á ævinni eins
og hún sagði, því hann Gulli var svo
óskaplega góður við hana. En krabb-
inn lét hana ekki í friði og hún
greindist aftur fyrir tveimur árum,
sama yfirvegunin en henni tókst ekki
að sigra í þetta sinn.
Nú hefur fækkað í stóra systkina-
hópnum, við vorum átta systkinin
sem komumst á legg. Ásta ólst að
mestu upp í Reykjavík hjá afa okkar
og ömmu, ég held hún hafi saknað
þess að hafa ekki alist upp hjá for-
eldrum sínum og þessum stóra
systkinahópi. Við Ásta náðum mjög
vel saman og sagði hún mér ýmislegt
sem hún hefði aldrei sagt öðrum.
Ásta mátti þola mikið mótlæti í
einkalífi sínu sem hefði verið mörg-
um ofviða en ég man aldrei eftir að
hafa séð hana tárast eða gráta, oft
var nú tilefni til þess. Eitt skipti man
ég þegar hún var unglingur og var að
lesa ástarsögur og eitt sinn gat hún
varla lesið fyrir gráti og tárin runnu í
stríðum straumi, nokkrir vasaklútar
orðnir blautir og ég krakkabjáninn
sagði: „Aumingjaskapur er þetta,
geturðu ekki lesið bók án þess að
grenja eins og smá krakki!“ Þá sagði
hún hneyksluð: „Skilurðu ekki að
þetta er svo sorglegt?“ Ásta var bara
svona, yfirvegunin algjör en ofboðs-
lega þrjósk, það hálfa hefði verið
nóg.
Hún systir mín hafði mjög gaman
af handavinnu og ef henni leið illa, þá
náði hún sér í prjóna eða heklunál og
skapaði þessar fínu peysur, húfur og
dúka, en Ásta gat aldrei farið eftir
prjónauppskriftum, hún sagði að það
færi allt í vitleysu hjá sér. Nú getur
maður ekki lengur kíkt til hennar ef
farið er suður, eða hún komið hingað,
hún fór aldrei hér um nema koma við
eða gista. Björn og Ásta komu oft
hér og voru oft nokkra daga, þá
bjuggu þau á Vopnafirði. Síðast
komu hún og Gulli hér í júní á hús-
bílnum þeirra, þá var hún orðin sár-
lasin. Ég sakna mest að geta ekki
hringt í hana eða hún í mig, oft var
talað í hálftíma, klukkutíma, stund-
um lengur, um allt og ekki neitt, að-
allega til að heyrast.
Við viljum að lokum þakka Ástu
fyrir samfylgdina.
Elsku Gulli, Ásgeir, Óli, Steina,
Ína, Ásta, systkini og fjölskyldur.
Guð gefi ykkur styrk í sorginni, þín
systir
Oddný og fjölskylda.
Mikil hvunndagshetja hefur kvatt.
Hvað getur maður sagt þegar það
er frá svo miklu að segja um ein-
stakling og hversdagshetju eins og
hún Ásta var og allt það sem hún
gekk í gegnum.
Þegar maður hugsar um að hafa
þekkt einhvern í hálfa öld virðist það
ákaflega langur tími, en í raun, þeg-
ar litið er á það á annan hátt núna, er
það eins og nokkur augnablik í eilífð-
inni, þrungin mjög mikilli og djúpri
reynslu og upplifun.
Við vorum tíu ára gamlar þegar
við hittumst fyrst í Grænuhlíðinni,
sem þá var í byggingu og vorum ekki
einu sinni í sama skóla, hún var í
Austurbæjarskólanum en ég í
Breiðagerðisskólanum. Við tengd-
umst strax böndum sem erfitt er að
útskýra nema að segja að hugsan-
lega hafa sálir okkar þekkst síðan
einhvern tíma. Uppeldi okkar var
með mjög ólíku móti. Við vorum dag-
lega á heimili hvor annarrar. Að tala
saman, leika okkur saman, drekka
saman, borða kökur, góðan mat og
það var ekkert verið að spá í línurnar
þegar heilu terturnar voru hesthúsa-
ðar, annaðhvort hjá henni eða mér
og við greinilega brenndum því sem
við borðuðum í þá daga. Ásta kom
með okkur fjölskyldunni í bíltúra og
fleira.
Svo tóku unglingsárin við með sín-
um átökum þegar hormónar fara í
gang og sumir með meiri örvun í
þeim en aðrir. Ég var með mjög
hæga starfsemi en hún hraðari.
Ég skynjaði hvernig hún upplifði
þetta. Svo fór hún norður um tíma til
foreldra sinna, en hún ólst samt mik-
ið til upp hjá ömmu sinni í Grænu-
hlíðinni. Kom aftur og þá heldur okk-
ar sameiginlega lífsferð áfram.
Þráðurinn var alltaf til staðar.
Ásta fór síðar í Húsmæðraskólann
á Blönduósi en ég fór í hússtjórn-
ardeild í Húsmæðraskólanum í
Reykjavík. Báðar töldum við ein-
hvern veginn að það ætti að vera
okkar hlutskipti. Ásta var snillingur í
hannyrðum og eru heil reiðinnar
ósköp af fötum og listaverkum til eft-
ir hana sem hún prjónaði, saumaði,
heklaði og saumaði út með kross-
saumi, góbelínsaumi og hverju sem
var, einnig rúmföt. Hún var mun
meira fyrir þetta en ég var nokkurn
tíma.
Við erum af kynslóð sem var fædd
áður en heimurinn vaknaði að neinu
ráði til þess að lifa og vita hvernig
maður myndi þurfa að vinna tilfinn-
ingalega reynslu. Vissum ekki held-
ur hver var leynilykillinn að því að ná
í þessa svokölluðu „eilífu ást“ né
hvernig unnið væri að því að halda
ástinni sem við héldum að við hefð-
um gripið. Tíma þegar ekki var talað
um mikilvægi þess að þekkja sjálfan
sig, en mun mikilvægara að reyna að
finna einhvern annan til að fylla í
eyður í hjarta og sál. Það var því
hlutskipti margra, eins og Ástu, að
leita gæfunnar á þessum sviðum.
Það var talið sjálfsagt að þegar
einstaklingur næði tvítugsaldri eða
svo, þá væri aðalmarkmiðið að finna
maka og drífa í því að eignast börn.
Enginn var hvattur til að velta því
fyrir sér hvort það væri þetta sem
hann vildi gera við líf sitt, eða eitt-
hvað annað. En það voru engin
meiraprófsnámskeið í því heldur
hvernig það væri með þessa ást og
við sáum bara hillingar sem auðvitað
stóðust ekki veruleikann.
Sumarið 1967 fórum við Ásta sam-
an á Þjóðhátíðina í Vestmannaeyjum
og þar kynnist Ásta Aðalsteini föður
Ásgeirs Hannesar, leiðir þeirra
skildu um tíma og hún eignast Ólaf
Birgi, sem gott fólk ættleiddi en hún
vissi hver þau voru og hún sleppti
ekki barni sínu úr hjartanu og vissi
hvar drengurinn var og hafði
samband og hélt því. Svo ná þau
saman um smá tíma aftur, hún og
Aðalsteinn, og hún varð barns-
hafandi að Steinunni Birnu.
Aðalsteinn dó 14. júní 1972, þegar
Steinunn var í móðurkviði.
Við vorum samferða í ýmsum til-
finningalegum tilraunum sem kyn-
slóðir höfðu verið að gera með það að
geta lifað með öðrum aðila og augu
okkar opnuðust fyrir að hlutirnir
voru ekki eins og kirkjan reyndi að
telja okkur trú um að lífið eða hjóna-
band væru. Nokkur ár var Ásta var
einstæð móðir, en seinna hitti hún og
giftist Birni Björgvinssyni og þau
eignuðust tvær dætur, Ingibjörgu og
Ástu Birnu. Björn dó svo árið 1992.
Erfiðir tímar.
Nýr veruleiki birtist, sem engin
formúla er fyrir í þekkingarkistunni
að vinna úr. Engar bækur, engin
fræði sem leiddu fólk í gegnum úr-
vinnslu, um þann mun sem er á ein-
staklingum og hlutskipti þeirra og að
„hamingjan kemur ekki af himnum
ofan“ eins og englar í kór! Það var
það sem við stríddum við, við Ásta og
mörg af þessari kynslóð, sem flest-
um öðrum. Ég horfði á þessa baráttu
sem Ásta háði til að finna sína ham-
ingju og öðlast næga sjálfsþekkingu
til að halda sjálfri sér uppi og lifa. En
eftir allt sem þeir vita sem þekkja og
hafa þekkt Ástu í gegnum árin, þá
náði hún að öðlast þessa gleði og
hamingju, þó það kæmi ekki til sinn-
ar fullnustu fyrr en líkamleg heilsa
var komin á undanhald. Það er það
sem mér finnst svo sorglegt, að þeg-
ar Ásta virkilega hafði fundið þann
frið og þá innri gleði í sér að vera hún
og með Guðlaugi, að þá var tími fyrir
hana að fella tjald lífs síns og hann að
sjá á eftir öðrum maka eftir langvar-
andi umönnun og veikindi.
Ásta hélt sambandinu við Ólaf
Birgi sem hún gaf öðrum til að ann-
ast og elska en geymdi alltaf í hjart-
anu sem barnið sitt eins og hin, og
það veitti henni mikla gleði síðustu
ár ævinnar þegar hún hitti hann og
fjölskyldu hans fyrir norðan að börn-
in hans fagna henni innilega og kalla
hana ömmu.
Ásta var hreinskilin og ekkert fyr-
ir að fela neina hluti og það áttum við
sameiginlegt. Við ræddum margt og
hún var inni í andlegu málunum eins
og ég og hún öðlaðist innsýn og
skilning fyrir sig í gegnum árin sem
fengin voru frá eldvígslum lífs henn-
ar. Eldskírnum hennar verða ekki
gerð nein skil í einni minningargrein
en við sem vorum með henni í þeim
og í lífinu geymum þær í hjörtum
okkar. Nú hefur hún tækifæri til að
fá beina upplifun sjálf að því að vera
hinum megin tjaldsins mikla og
halda áfram að læra.
Matthildur Björnsdóttir.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2007 35
Raðauglýsingar
Til sölu
Vorum að taka inn Pit Bike 125cc.
Ro
ck
etb
ike á tilboðsverði
aðeins kr. 159.000
Nú til afgreiðslu
Lýsing:
Upside down fram demparar. Allt úr áli.
Stillanlegur gas afturdempari. Diskabremsur að aftan
og framan. Burðargeta 130 kg. ECC samþykkt.
Mótor & Sport - Vélasport
Tangarhöfða 3 - Símar 578 2233 & 845 5999
Félagslíf
HLÍN 6007012319 IV/V Heim-
sókn frá Helgafelli og Heklu
I.O.O.F. Rb.1 1561238 - 9.0*
HELGAFELL 6007012319 IV/V
Heimsókn til Hlínar
HAMAR 6007012319 I Þorraf.
FJÖLNIR 6007012319 I H.v
EDDA 6007012319 III
Alfa 1 og 2 hefst í dag kl.
19:00. Skráning og uppl. í síma
535 4700 eða á www.gospel.is
eða mæta á staðinn, við tökum
vel á móti þér.
Fíladelfía, Hátúni 2.
✝
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og
útför
ÖNNU ÞORBJARNARDÓTTUR
frá Akbraut,
Eyrarbakka,
Vallholti 16,
Selfossi.
Elín Sigurðardóttir,
Sigríður Inga Sigurðardóttir,
Þorbjörn Sigurðsson,
Jón Sigurðsson,
Elsa Sigurðardóttir,
Ester Kláusdóttir,
Magnús Gunnarsson,
Björgólfur Gunnarsson,
Geir Gunnarsson,
Hjörtur Gunnarsson.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við fráfall og útför ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
BIRNU ÞURÍÐAR JÓHANNESDÓTTUR,
Suðurgötu 15-17,
Keflavík.
Þórunn Sveinsdóttir, Jóhann G. Sigurbergsson,
Kolbrún Sveinsdóttir, Ólaf Clausen,
Jón Sveinsson, Eunice Sveinsson,
Þuríður Sveinsdóttir, Bjarni M. Jóhannesson,
Sveinn Sveinsson, Kristín Nielsen,
Auður Sveinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
FRÉTTIR
BJÖRGUNARSVEITIN Súlur á Akureyri fékk nýlega afhenta fjóra Lynx-
vélsleða frá Bílasalanum, umboðsaðila Ellingsen.
Um er að ræða þrjá Lynx xtrim 800 powertec og einn Lynx st 600. Sleð-
arnir verða útbúnir GPS VHF-talstöðvum og öllum öðrum nauðsynlegum
búnaði.
Myndin var tekin þegar sleðanir voru afhentir; frá vinstri: Heimir Þor-
steinsson frá Bílasalanum, Skúli Árnason, formaður björgunarsveitarinnar,
Ólafur Tr. Ólafsson, Guðmundur Guðmundsson og Gunnar Þór Garðarsson.
Súlur fá fjóra nýja vélsleða
FYRIRTÆKIÐ Intus, sem gefur
út kvikmyndir á einnota mynddisk-
um hér á landi, hefur hafið samstarf
við Scanbox, sem er kvikmynda-
dreifingarfyrirtæki á Norðurlönd-
um, um dreifingu á einnota mynd-
diskum á Norðurlöndum. Verður
þeim þar dreift á myndbandaleigur,
að sögn Árna Jensen, fram-
kvæmdastjóra Intus.
Árni sagði að kostirnir við það að
vera með einnota disk væri að fólk
gæti horft á mynddiskinn þegar því
hentaði. Þá þyrfti ekki að skila
mynddiskinum, auk þess sem þetta
stórminnkaði líkurnar á því að fá
disk með takmörkuðum myndgæð-
um vegna þess að hann væri risp-
aður eða eitthvað slíkt.
Einnota mynddiskar eru þannig
úr garði gerðir að þeir eyðileggjast
48 tímum eftir að þeir eru spilaðir.
Um er að ræða franska uppfinningu
og eru diskarnir framleiddir þar í
landi.
Árni segir að einnota mynd-
diskar hafi fengið mjög góðar
viðtökur hér á landi, en þeir eru
seldir víða í verslunum.
Myndbandaleigur hér á landi hafi
hins vegar ekki viljað fara þessa
leið.
Árni sagði að fyrsta sendingin
væri farin af stað til Danmerkur og
hefðu sjötíu myndbandaleigur þar í
landi tekið þá inn. Hinar Norður-
landaþjóðirnar myndu síðan fylgja í
kjölfarið.
Einnota mynddiskar
til Norðurlandanna