Morgunblaðið - 23.01.2007, Qupperneq 37
|þriðjudagur|23. 1. 2007| mbl.is
staðurstund
Gagnrýnandi var á tónleikum
Sinfóníuhljómsveitar Íslands sl.
fimmtudag þar sem Judith Ing-
ólfsson lék einleik. » 38
tónlist
Sæbjörn Valdimarsson segir
kvikmyndaárið 2006 vera ár
Mýrarinnar, en hún var mest
sótta mynd ársins. » 39
af listum
Nótt á safninu með Ben Stiller
og Babel voru mest sóttu
myndir síðustu helgar í hér-
lendum kvikmyndahúsum. » 41
kvikmyndir
Mike Tyson er enn einu sinni
kominn í kast við lögin. Í þetta
sinn á hann m.a. að hafa ekið
undir áhrifum. » 44
fólk
Aðra vikuna í röð trónir dans-
myndin Stomp the Yard á toppi
bandaríska bíólistans. Nótt á
safninu er í öðru sæti. » 45
kvikmyndir
Hugmyndin kemur út fráþví að við höfum verið aðleita allra leiða til að fáinn aukið fjármagn til
reksturs Skaftfells,“ segir Þórunn
Eymundardóttir, framkvæmdastjóri
menningarmiðstöðvarinnar Skaft-
fells á Seyðisfirði. Fyrirhugað er að
halda uppboð á verkum sem lista-
menn hafa ánafnað Skaftfelli og nýta
ágóðann til að renna styrkari stoðum
undir reksturinn, sem stöðugt vex
fiskur um hrygg.
„Aðalheiður Eysteinsdóttir mynd-
listarmaður benti okkur á þennan
möguleika,“ heldur Þórunn áfram.
„Það var því ákveðið að biðja lista-
menn að leggja verk til Skaftfells,
bjóða þau upp og verja ágóðanum til
rekstursins. Við eigum gríðarlegan
fjölda af góðum listamönnum á bak
við okkur sem vilja allt fyrir Skaftfell
gera. Björn Roth og Guðmundur
Oddur fóru að vinna að þessu sl. vor
ásamt Tinnu Guðmundsdóttur, nema
við Bifröst, sem tekur verkefnið inn
sem hluta af námi sínu, þ.e. að halda
utan um listmunauppboð. Þau höfðu
samband við fjölda listamanna sem
sýnt hafa í Skaftfelli eða á listahátíð-
inni á Seyði síðustu 11 ár. Nið-
urstaðan varð 40 verk eftir 36 lista-
menn. Listamennirnir gefa verkin og
sumir taka einhverja þóknun sem er
reiknuð af matsverði verkanna.“
Sýning á verkunum var opnuð í
Skaftfelli í lok október sl. þar sem
þau héngu uppi fyrir gesti og gang-
andi um mánaðarskeið. Þeim var svo
pakkað í lok nóvember og fara nú á
uppboð hjá Jóni Sæmundi Auðarsyni
og Hrafnhildi Hólmgeirsdóttur í
versluninni Liborious. „Vonin er að
fá eins gott verð fyrir verkin og
mögulegt er og að í kringum þetta
myndist spenna og eftirvænting,“
segir Þórunn. „Öll verkin eru með
grunnverð og búið að vinna uppboðs-
skrá með helstu upplýsingum. Verð-
mæti sýningarinnar er mjög gróf-
lega áætlað í kringum tvær og hálf til
þrjár milljónir króna.“
Töluverður áhugi er fyrir uppboð-
inu og segir Þórunn m.a. fólk fyrir
austan hafa hug á að bjóða í verk.
Unnt sé að bjóða fyrirfram í þau,
senda fulltrúa á uppboðið eða bjóða
símleiðis.
„Þetta eru margir og fjölbreyttir
myndlistarmenn, allt frá því að vera
fulltrúar yngstu kynslóðar íslenskra
myndlistarmanna og yfir í stærðar
kanónur í myndlistinni.“
Metnaðarfullt og mikilsvert
Skaftfell hefur nú verið rekið í átta
ár sem sjálfseignarstofnun af Skaft-
fellshópnum, sem er félag um mynd-
list og menningu. Auk þess sitja í
stjórn hússins fulltrúar frá sveitarfé-
laginu, Sambandi íslenskra mynd-
listarmanna og gefendum hússins,
þeim Garðari Eymundssyni og Kar-
ólínu Þorsteinsdóttur. Garðar er list-
málari og húsasmiður, rak trésmiðju
í húsinu en gaf það árið 1996 til nota
fyrir myndlist og menningar-
starfsemi, sem nú teygir anga sína
víða. Sýningar í húsinu eru að mestu
reknar fyrir sjóðstyrki, en síðasta ár-
ið hafa Seyðisfjarðarkaupstaður og
menningarráð Austurlands komið að
fjármögnun sem á að standa undir
sýningarhaldi og starfsmanni í hálfu
starfi. Með þeim samningi tekur
Skaftfell að sér hlutverk miðstöðvar
myndlistar á Austurlandi. Þetta fjár-
magn nægir þó hvergi til.
„Við höfum með þessum samningi
tryggt rekstrarfé upp á sex milljónir
á ári, þetta hefur einhvern veginn
gengið upp síðustu ár en eðli málsins
samkvæmt spila aðrir styrkir stórt
hlutverk. Eðlileg fjárhagsáætlun
fyrir þá starfsemi sem er í gangi
myndi hljóða upp á 12–15 milljónir
króna á ári. Hins vegar hefur verið
unnið hér gríðarlega mikið sjálfboða-
starf sem er frábært en manni finnst
að svona fullorðin stofnun eigi ekki
að vera rekin fyrir sjálfboðavinnu og
vart hægt að gera þá kröfu á fólk að
það verji áratugum í að gefa vinnu
sína. Skaftfell hefur fyrir löngu sann-
að sig sem stofnun sem er verð þess
að fá almennilegt fjármagn til að
reka þá starfsemi sem er hér. Það er
metnaðarfullt og mikilsvert starf
sem hér hefur verið unnið og þessi
átta ár hafa skilað miklum árangri og
einnig lagt mikið inn í bæjarfélagið
þó að erfitt sé að meta slíkt til fjár.
Þetta er mikil kynning fyrir Seyð-
isfjörð og hingað hafa menn flutt og
keypt sér hús og varið miklum tíma,
gagngert út af Skaftfelli.“
Þéttskipað sýningahald
Gestavinnustofa Skaftfells er í
stöðugri notkun og hefur þurft að
vísa frá fólki á hverju ári. Hið sama
gildir um aðalsýningarsalinn og
Vesturvegginn, sem er óhefðbundn-
ara gallerí í Bistrói Skaftfells.
Fyrsta sýning ársins 2007 í Skaft-
felli verður frá útskriftarnemum og
erlendum gestanemum við Listahá-
skóla Íslands, undir leiðsögn Björns
Roth og Dieter Roth listaakademí-
unnar. Er sú sýning skömmu fyrir
páska, að undangengnum vinnubúð-
um nemendanna í Skaftfelli. Þrjátíu
umsóknir bárust um sýningar fyrir
árið 2007 og úr þeim hópi var m.a.
valið á vorsýninguna og eru þar á
ferð Finnur Arnar, Jón Garðar og
Þórarinn Blöndal með samsýningu.
Sumarsýningin er í vinnslu en haust-
sýningin verður frá Erlu Þórarins-
dóttur, Huldu Hákon, Jóni Óskari og
Steingrími Eyfjörð. Í októberlok
verða sett upp klassísk íslensk verk
og er sú sýning hugsuð sem fræðslu-
sýning. „Við viljum taka alvarlega
það hlutverk okkar að fræða og
miðla inni á svæðinu. Sú sýning er
því hugsuð fyrir skólahópa og al-
menning og verður unnið fræðslu-
efni sérstaklega fyrir hana og með
því reynt að brúa bilið milli klass-
ískrar myndlistar og samtímalistar,
en það bil er geysilega breitt í vitund
flestra sem ekki eru innanbúð-
armenn í myndlist. Það er mikil þörf
á að útskýra að þetta er sami hlut-
urinn og mjög sterkt samhengi
þarna á milli þó að ekki sé það aug-
ljóst við fyrstu sýn.“ Aðventusýning
2007 verður bókverkasýning, en sú
hefð hefur skapast að opnun hennar
helst í hendur við árlegan upplestur
rithöfunda í Skaftfelli. Sýningarárið
endar svo á fyrstu mánuðum ársins
2008 með úrvali íslenskrar samtíma-
listar og er hún hugsuð sem eft-
irfylgni við klassíska sýningu í upp-
hafi vetrar.
Mörg bókverka Dieter Roth
Í Skaftfelli er rekið Bistró, með
það fyrir augum að vera samastaður
fyrir íbúa gestaíbúðarinnar og sam-
bræðingur Seyðisfirðinga sjálfra og
þess sem er að gerast í húsinu. Sú
nýbreytni hefur verið tekin upp að
hafa Bistróið opið árið um kring. Þar
er afar áhugavert bókasafn, m.a. fjöl-
margar bækur Dieters Roth, en þær
er sumar hverjar erfitt að nálgast og
væru sjálfsagt víðast hvar geymdar
undir gleri en eru í Skaftfelli hafðar
frammi fyrir gesti að fletta.
Þórunn segir áhugann á Skaftfelli
fara vaxandi og megi merkja það á
því að æ fleiri þungavigtarmenn í
myndlist innan lands og utan leiti
hófanna um sýningarhald.
„Skaftfell þarf að fá að vaxa og
dafna. Ýmsar forsendur, eins og t.d.
fjárhagslegar, vantar til þess að slíkt
geti gerst. Það væri óskandi að við
gætum gert betur við myndlist-
armennina sem sýna í Skaftfelli,
sinnt almennu fræðsluhlutverki
hússins mun betur en gert er, náð
betra sambandi við fólkið á svæðinu
og haft bolmagn til að ráða fólk til
þeirra fjölmörgu starfa sem hér þarf
að vinna. Draumurinn er að unnt sé
að fylgja eftir þeim gríðarlegu mögu-
leikum sem Skaftfell býr yfir, til
framgangs og virðingarauka mynd-
listarinnar, jafnt innan fjórðungs
sem utan,“ segir Þórunn að endingu.
Skaftfell býður
upp listaverk
í Reykjavík
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Skaftfell Menningarmiðstöðin á Seyðisfirði.
Ljósmynd/Skaftfell
Flutningar Verkunum pakkað niður í sýningarsal Skaftfells.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Framkvæmdastjórinn Þórunn Eymundardóttir vonast til að uppboðið hjá
Liborius styrki rekstur menningarmiðstöðvarinnar.
Skaftfell á Seyðisfirði efnir til uppboðs á verkum
eftir fjölda listamanna sem komið hafa að sýning-
arhaldi menningarmiðstöðvarinnar. Uppboðið fer
fram í Liborius í byrjun febrúar. Þórunn Ey-
mundardóttir sagði Steinunni Ásmundsdóttur
frá uppboðinu og starfsemi Skaftfells.
steinunn@mbl.is.
Sýningin opnar 9. febrúar. Upp-
boðið verður haldið 17. febrúar.
Ekki hefur verið tilkynnt um ná-
kvæma tímasetningu.