Morgunblaðið - 23.01.2007, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2007 39
menning
Málið er ljóst. Þess ágætakvikmyndaárs 2006 verð-ur fyrst og fremst minnst
sem árs Mýrarinnar. Hún er fyrsta,
íslenska myndin til að vinna það
afrek í áratugi að verða mest sótta
mynd ársins og sú langtekjuhæsta.
Árangurinn er enn glæsilegri þeg-
ar rýnt er í listann því þá kemur í
ljós að Mýrin tók inn jafn mikið og
myndirnar sem voru í næstu tveim-
ur sætum. Þar eru sannarlega eng-
ir aukvisar á ferð, eða Sjóræn-
ingjar Karíbahafsins 2 og Casino
Royale, nýjasta Bond-myndin. Fok-
dýrar afþreyingarmyndir sem fóru
sigurför um heiminn, bæði vegna
gæðanna og studdar af tuga millj-
óna dala auglýsingaherferðum.
Það þarf nánast allt að gangaupp til að ná á níunda tug þús-
unda gesta á bíómynd á Íslandi og
það er lítið hægt að finna að Mýr-
inni. Meginástæðurnar fyrir vel-
gengninni eru tvær. Í fyrsta lagi
framúrskarandi fagmennska hvar
sem á hana er litið að slíkt er
næsta óvenjulegt þegar um inn-
lenda framleiðslu er að ræða. Í
öðru lagi er hún byggð á frábærri
metsölubók Arnaldar Indr-
iðasonar, ókrýnds konungs ís-
lenskra krimmahöfunda. Það eru
því tugir þúsunda ánægðra lesenda
sem bíða spenntir eftir kvikmynda-
gerðinni. Slíkt bakland jafnast á
við hreina og klára forsölu. Þegar
mynd spyrst að auki einstaklega
vel út, blasir metaðsókn við.
Það dregur ekki úr ánægju land-
ans að auk afreks Mýrarinnar, litu
nokkrar, aðrar íslenskar gæða-
myndir dagsins ljós í fyrra, þó þær
næðu ekki inn á listann yfir mest
sóttu myndirnar. Að auki eru fjöl-
margar forvitnilegar myndir í
framleiðslu. Það fer ekki á milli
mála að íslensk kvikmyndagerð er
á uppsiglingu eftir mögur ár.
Stóru kvikmyndahátíðirnar nutu
vinsælda, en þær tölur eru ekki all-
ar taldar með, frekar en aðsókn-
artölur þeirra mynda sem sýndar
voru á nokkrum, minni þemadög-
um.
Hollywood brást ekki skyndi-bitaframleiðslan. Af 30 vin-
sælustu myndunum má rekja 29
þeirra að mestu eða öllu leiti til
kvikmyndaborgarinnar. Gömul
saga og ný að Evrópubúar kunna
ekki tökin á smellagerðinni, skort-
ir fjármagn og eru að róa á allt
önnur mið. Á máli þjóðar sem hef-
ur löngum átt allt sitt undir sjáv-
arfangi, má segja að kvikmynda-
verin hugsi um magnið frekar en
gæðin á meðan Gamli heimurinn
leitar uppi fáséðari og bragðmeiri
stofna. Á hinn bóginn skreyta
myndir úr austri þess oftar listann
yfir 10 bestu myndir ársins. Evr-
ópumenn eiga að vísu þátt í örfá-
um verkum á metaðsóknarlist-
anum, en fjármagnið kemur að
vestan.
Að venju eru framhaldsmyndir
áberandi, í fyrra eru þær tæpur
þriðjungur, af þeim 30 vinsælustu,
eða níu, og endurgerðirnar fjórar.
Þegar á heildina er litið kemur í
ljós að sumarið er, sem fyrr,
drýgsti aðsóknartíminn. Þó má
merkja breytingar því aðsóknin
dreifist jafnar yfir árið 2006 en oft-
ast áður og stórir smellir stinga
upp kollinum á óhefðbundnum tím-
um.
Annars kemur fátt á óvart, vin-
sældir Garfield 2, Click, Hoodw-
inkled og Step-Up, vekja samt
furðu og eru í litlu samræmi við
gang þeirra í öðrum löndum. Sama
má segja um Hostel, en „íslenskar
rætur“ hennar hafa greinilega
skilað sér.
Ef myndirnar eru grófflokkaðarí gaman-, spennu-, fjöl-
skyldumyndir og drama, er mjótt á
mununum á milli spennumynd-
anna, sem hafa vinninginn, og
gamanmyndanna. Tölvuteikni-
myndirnar eru fastar í sessi og
endurspeglar staða þeirra á listan-
um þá miklu áherslu sem kvik-
myndaframleiðendur leggja á
greinina. Stjörnuskinið hjálpar tví-
mælalaust nokkrum myndanna,
ekki síst nærvera Toms Hanks í Da
Vinci Code og Johnny Depp er að
líkindum stærsta karlkyns kvik-
myndastjarna samtímans.
Ár Mýrarinnar
AF LISTUM
Sæbjörn Valdimarsson
» Það dregur ekki úránægju landans að
auk afreks Mýrarinnar,
litu nokkrar, aðrar ís-
lenskar gæðamyndir
dagsins ljós í fyrra
Frábær Ingvar E. Sigurðsson í hlutverki rannsóknarlögreglumannsins Erlendar í Mýrinni.
saebjorn@heimsnet.is
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Fyrsti konsert er frír SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS
Ljósið í myrkrinu
FIMMTUDAGINN 25. JANÚAR KL. 19.30
Hljómsveitarstjóri ::: Roland Kluttig
Einleikari ::: Guðrún Birgisdóttir
Martial Nardeau
myrkir músíkdagar í háskólabíói
Örlygur Benediktsson ::: Eftirleikur
Karólína Eiríksdóttir ::: Konsert fyrir tvær flautur
Erik Mogensen ::: Rendez-vous
Herbert H. Ágústsson ::: Concerto breve
í boði FL Group og Sinfóníuhljómsveitarinnar
Hátíð Tónskáldafélagsins, Myrkir músíkdagar, skipar
veglegan sess í tónlistarlífi okkar og vekur eftirtekt
langt út fyrir landsteinana. Nú er komið að þætti
Sinfóníunnar á hátíðinni.
LAGADEILD
HÁSKÓLI ÍSLANDS
Lagadeild Háskóla Íslands, Lagastofnun, Mannréttindastofnun.
Fræðafundir, málstofur
og ráðstefnur.
Á miðvikudögum kl. 12:15 í Lögbergi, stofu 101.
Allir velkomnir.
Nánari upplýsingar á www.lagadeild.hi.is
24. janúar Rannsóknadagar Stúdentaráðs Háskóla Íslands
Dagskrá lagadeildar og viðskipta- og hagfræðideildar:
12:30-12:35 Opnun Sigurður Örn Hilmarsson
12:35-13:05 Þorleifur Finnsson Sviðsstjóri nýsköpunar Orkuveitu Reykjavíkur
13:05-13:15 Guðjón Ólafur Jónsson Alþingismaður
13:15-13:45 InnoVit, nýsköpunar- Andri Heiðar Kristinsson
og Frumkvöðlasetur
13:45-14:00 Hlé
14:00-14:20 Íslensk lögfræðiorðabók Rannsóknaverkefni á vegum Lagastofnunar HÍ
14:20-14:40 Kvikverðlagning Baldur Thorlacius, MA í hagfræði
14:40-15:00 Hvernig var kvóta í botnfiski Helgi Áss Grétarsson, sérfræðingur Lagastofnun
úthlutað árin 1994-1990?
15:00 Lokaávarp
7. febrúar Málstofa í stjórnskipunarrétti
Hlutverk stjórnmálaflokka og ný löggjöf um fjármál þeirra
Borgar Þór Einarsson lögfræðingur og formaður SUS
Dr. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við félagsvísindadeild HÍ
9. febrúar Málþing - Jafnréttislögin í 30 ár
föstudagur Mannréttindastofnun HÍ og Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við HÍ
28. febrúar Málstofa um kennslu í lagadeild Háskóla Íslands
Orator félag laganema og lagadeild
14. mars Málstofa í stjórnskipunarrétti
Landgrunnið við Ísland
Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur
28. mars Auðlindaréttur – Vatnalög
Aagot Vigdís Óskarsdóttir, sérfræðingur hjá Lagastofnun
2. apríl Alþjóðleg ráðstefna um mannréttindasamninga Sameinuðu þjóðanna
mánudagur Mannréttindastofnun HÍ og Mannréttindaskrifstofa Íslands
11. apríl Verkefni sveitarfélaga
Trausti Fannar Valsson, doktorsnemi við lagadeild HÍ
25. apríl Réttarstaða aldraðra
Kristín Benediktsdóttir, doktorsnemi við lagadeild HÍ