Morgunblaðið - 23.01.2007, Qupperneq 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
fólk
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
ÉG HELD AÐ VIÐ ÆTTUM
AÐ TAKA TIL Í ÍSSKÁPNUM
AF
HVERJU
SEGIR ÞÚ
ÞAÐ?
SPÆGIPYLSAN
ER BYRJUÐ AÐ
JÓÐLA
ÉG HELD AÐ
VIÐ ÆTTUM AÐ
BÍÐA ÞANGAÐ TIL
HÚN BYRJAR AÐ
DANSA
ÞAÐ ERU
ALLTAF BÖRN
SEM ERU
FÖRNARLÖMB
SYNDARINNAR!
ÞEGAR EITTHVAÐ FER
ÚRSKEIÐIS Í HEIMINUM ÞÁ
ERU ÞAÐ ALLTAF BÖRNIN
SEM FINNA FYRIR ÞVÍ!
JÁ, OG HUNDAR
LÍKA... ÞEIR ERU LÍKA
FÓRNARLÖMB
TAKK
KALVIN, VIÐ
ERUM AÐ FARA.
TAKTU SAMAN
DÓTIÐ ÞITT
LOKSINS
EKKI SEGJA
SVONA, ÞAÐ ER
ÝMISLEGT GOTT
VIÐ ÞESSAR
FERÐIR OKKAR
EINS
OG
HVAÐ?
VIÐ LÆRUM
ÝMISLEGT UM
OKKUR SJÁLF
Á ÞVÍ AÐ
VERA ÖLL
HÉRNA SAMAN
EINS OG ÞAÐ
HVAÐ VIÐ GETUM
VERIÐ LENGI Á
SAMA STAÐ ÁN
ÞESS AÐ VERÐA
BRJÁLUÐ
JÁ
HRÓLFUR!
ÞETTA ER
ÓVIÐEIGANDI GJÖF
HANDA FÓLKI SEM
Á BRÚÐKAUPS-
AFMÆLI!
RÓLEG,
ÞETTA ER
BARA GRÍN
ÉG Á LÍKA
ÞRJÁ LITLA
FRÆNDUR...
SEM ÉG VEIT AF
EF VIÐ GETUM EKKI
FLUTT Í ANNAÐ HVERFI,
HVAÐ MEÐ AÐ SENDA
KRAKKANA Í EINKASKÓLA
EINKASKÓLAR
ERU DÝRIR. AUK
ÞESS SEM
SKÓLINN HÉRNA
ER FÍNN
„FÍNN“ ER EKKI NÓGU GOTT
FYRIR KRAKKANA OKKAR. AF
HVERJU ÆTTU AÐRIR KRAKKAR
AÐ HAFA ÞAÐ BETRA?
VEGNA ÞESS AÐ FORELDRAR
ÞEIRRA ERU RÍKIR
ÞETTA ER
ÍSLAND, VIÐ
TÖKUM BARA
LÁN!
ÉG VERÐ AÐ DRÍFA MIG
ÚR ÞESSU
ÉG VONA AÐ
ENGINN TÆMI
RUSLIÐ ÁÐUR EN
ÉG KEMST Í ÞAÐ
ÉG VERÐ AÐ
DRÍFA MIG,
HANN ER BÚINN
AÐ SLÖKKVA Á
ÞJÓFAVÖRNINNI
FYRIRGEFÐU, HERRA
PARKER. VONA AÐ ÞÉR
HAFI EKKI VERIÐ BRUGÐIÐ
EKKI FYRST ÞETTA
VAR MÉR AÐ KENNA
Stúdentaráð Háskóla Íslandsheldur Rannsóknadaga SHÍ2007 dagana 24. og 25. jan-úar.
Jan Herman Erlingsson er aðstoð-
arframkvæmdastjóri Rann-
sóknadaga: „Við höldum tveggja
daga ráðstefnu um nýsköpun og
rannsóknir nemenda á meistara- og
doktorsstigi, þar sem megináhersla
er á að kynna rannsóknarverkefni
þeirra, bæði fyrir almenningi, fyrir
háskólasamfélaginu og atvinnulífi,“
segir Jan. „Ellefu deildir háskólans
halda fimm ráðstefnur sem haldnar
verða samhliða 24. janúar, en 25. jan-
úar höldum við lokahóf og kynnum
nýjan rannsóknarsjóð.“
Í Öskju verða haldnir fyrirlestrar
raunvísindadeildar, í Odda fyr-
irlestrar félags-, guðfræði- og hugvís-
indadeilda, í Lögbergi lagadeildar og
viðskipta- og hagfræðideildar. Fyr-
irlestrar verkfræðideildar verða í VR
II og fyrirlestrar heilbrigðisvís-
indadeilda í Læknagarði. Hefjast
ráðstefnurnar allar kl. 12.30.
Hugmyndir um nýsköp-
unarsetur kynntar
„Sautján rannsóknarverkefni
verða kynnt í fyrirlestrum, en til við-
bótar verður mikill fjöldi veggspjalda
við hvern fyrirlestrasal þar sem
kynnt eru fleiri verkefni,“ segir Jan
en einnig verður blaði með útdráttum
úr fyrirlestrum dreift og bæklingar
gefnir út fyrir hverja ráðstefnu. „Við
fáum til okkar fulltrúa atvinnulífs, há-
skóla og stjórnmála, og á öllum ráð-
stefnum verða kynntar hugmyndir
nemenda um nýsköpunar- og frum-
kvöðlasetur við Háskóla Íslands, sem
er verkefni sem nokkrir nemenda
hafa unnið að. Með slíku setri mætti
auka virkni hins íslenska þekking-
arsamfélags og stuðla að aukinni ný-
sköpun og frumkvöðlastarfsemi, og
ekki síst bæta aðgengi íslenskra fyr-
irtækja að framúrskarandi nem-
endum og sprotafyrirtækjum.“
Hóf fimmtudagsins verður haldið í
hátíðarsal Aðalbyggingar. Þar taka
meðal annars til máls Jón Sigurðsson
ráðherra iðnaðar- og viðskiptamála,
og Guðlaugur Þór Þórðarson stjórn-
arformaður OR sem kynnir hinn nýja
umhverfis- og orkurannsóknarsjóð
Orkuveitunnar. Þá verða kynnt tvö
valin rannsóknarverkefni nemenda
við Háskólann.
Aðalstyrktaraðilar Rann-
sóknadaga 2007 eru Actavis, Orku-
veita Reykjavíkur og Marel, en að
auki styrktu viðskipta- og iðnaðarráð,
Félagsstofnun stúdenta og Stúd-
entasjóður dagskrána.
Jan segir Rannsóknadaga 2007
minna á hve mikilvægt er að Háskóli
Íslands bjóði upp á öflugt rannsókn-
artengt framhaldsnám: „Skrifað var
undir tímamótasamning á dögunum
um auknar fjárveitingar hins op-
inbera til rannsókna við Háskólann, “
segir Jan. „Með dagskránni 24. og 25.
janúar sýnum við af hverju slíkur
samningur á rétt á sér, og verður
dagskráin vonandi til þess að efla þá
umræðu sem hefur átt sér stað á Ís-
landi um rannsóknar- og vísinda-
starf.“
Nánari upplýsingar má finna á
slóðinni http://rannsoknadagar.hi.is,
þar sem meðal annars má finna skjal
með dagskrá Rannsóknadaga 2007.
Menntun | Rannsóknadagar SHÍ 2007 í
Háskólanum á miðvikudag og fimmtudag
Lifandi rann-
sóknarstarf
Jan Herman
Erlingsson fædd-
ist á Ísafirði 1985
og ólst upp á Ak-
ureyri. Hann
lauk stúdents-
prófi frá Mennta-
skólanum á Ak-
ureyri 2005 og
leggur nú stund
á nám í stjórnmálafræði við Há-
skóla Íslands. Jan hefur fengist við
verslunarstörf og þjónustustörf, en
hann situr nú í stjórn Vöku – félags
lýðræðissinnaðra stúdenta. For-
eldrar Jans eru Erlingur Níelsson
verslunarstjóri og Ann Merethe
Jakobsen hjúkrunarfræðingur.
LEIKKONAN Sienna Miller gengur yfir Aðalstræti í bænum Park City í
Utah-fylki í Bandaríkjunum. Þar fer nú fram kvikmyndahátíðin Sundance
þar sem fleiri en 120 kvikmyndir óháðra kvikmyndargerðarmanna verða
sýndar til 28. janúar. Miller leikur ásamt Steve Buschemi í kvikmyndinni
Interview (Viðtal) sem sýnd er á kvikmyndahátíðinni í ár.
Reuters
Óháðar stjörnur