Morgunblaðið - 23.01.2007, Page 44

Morgunblaðið - 23.01.2007, Page 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Strætó til Selfoss og Keflavíkurflugvallar? HVAÐ getum við gert til að fækka slysum í umferðinni? Þeirri spurn- ingu hafa menn velt fyrir sér að und- anförnu – og ekki að ástæðulausu. Nægir að leggja betri vegi með fleiri akreinum? – Leysir það vandann? – Í Bandaríkjunum og löndum Evrópu- sambandsins verða árlega yfir 100.000 dauðaslys í umferðinni, þrátt fyrir langtum fullkomnara vegakerfi en hér á landi. (Í Bandaríkjunum einum fórust 44.000 manns á sl. ári samkvæmt Time). Eru bílarnir ef til vill orðnir alltof margir? Er ekki brýnt að draga úr umferð á þjóðvegum þar sem hún er allra þyngst, svo sem á Keflavík- urveginum og um Hellisheiði? – En hvernig? Er e.t.v. reynandi að taka upp strætisvagnaferðir milli Reykjavík- ur, Selfoss, Reykjanesbæjar og Keflavíkurflugvallar með sama far- gjaldi og gildir innan höfuðborg- arsvæðisins? Gæti sú ráðstöfun létt á örtröð bíla og aukið öryggi vegfar- enda? Eru líkur á að menn nýti sér þá þjónustu? Reynslan af stræt- isvagnasamgöngum milli Reykjavík- ur og Akraness er reyndar mjög góð. Vagnarnir oftast þéttsetnir. Stræt- isvagnaferðir milli þessara staða hljóta að teljast sjálfsagðar. Reykjanesbær og Selfoss eru í reynd orðin úthverfi Reykjavíkur. Og eitt og sama vinnusvæðið. Er hugsanlegt að semja við fyrirtækin, sem nú hafa sérleyfi til fólksflutn- inga á þessum leiðum, að taka upp strætisvagnaferðir í stað núverandi fyrirkomulags? – A.m.k. meðan samningar þeirra eru í gildi? Ríki og viðkomandi sveitarfélög yrðu eflaust að leggja til nokkuð fé, eigi þær breytingar að ná fram. Reykjanesbrautin er einn fjölfarn- asti þjóðvegur landsins og flestir sem aka þar um eru á leið til og frá Keflavíkurflugvelli. – Er hægt að létta á umferðinni á þeim slóðum? – Lítum á þetta: Boeing 757-300 tekur um 220 farþega. Gefum okkur að þeir komi allir frá höfuðborgarsvæð- inu. Sláum því líka föstu að 1⁄3 hluti farþeganna – nálægt 70 – fari á milli í rútum eða leigubílum. Hinir 150 í 80– 90 einkabílum. (Einkabílarnir fara stundum fjórar ferðir til að koma einum eða tveimur flugfarþegum til og frá vellinum. – Án farþega aðra leiðina). 30, 40 eða e.t.v. 60 flugferðir til og frá Keflavíkurflugvelli á hverj- um degi? Hver og einn getur síðan spreytt sig á að reikna út ferðafjölda einkabílanna í hverjum mánuði! Þrjár 75 manna rútur/stræt- isvagna þarf til að flytja alla farþeg- ana í fullhlaðna Boeing 757-vél. Nýlega var sagt frá því að Flug- félag Íslands hygðust hefja beinar ferðir milli Akureyrar og Keflavík- urflugvallar á sumri komanda. Þar er komið til móts við flugfarþega sem eru á leið til útlanda frá Norðurlandi. (Það þýðir jafnframt færri ferðir um Reykjanesbraut!). Athyglisvert er að í tengslum við þessa nýbreytni gefst mönnum kostur á að innrita sig norð- ur á Akureyri. Hvers vegna ætti ekki það sama að gilda um aðra farþega? – Menn innrita sig þá á flugafgreiðslu í Reykjavík, losna við farangurinn, setjast upp í rútu/strætó og greiða 250 kr. fyrir ferðina suður á flugvöll. – A la Akranes-strætó! G.S.S. Ánægja með mokstur á gangstéttum ÉG vil láta í ljós ánægju og þakklæti fyrir góðan mokstur á gangstéttum í Bústaðahverfi. Eins er búið að gera aðgengi að strætisvagnabiðstöðvum aðgengilegra. Finnst ástæða til að þakka það sem vel er gert. Eldri kona. Gott mál MÉR finnst það gott mál ef Sam- hjálp ætlar að koma skjólstæðingum Byrgisins til aðstoðar. Það er stað- reynd að margir sem þola ekki AA- staglið hafa náð árangri í gegnum trúarleiðina og er ég sjálf í þeim hópi. Þess eru mörg dæmi að guð hefur komið fólki til hjálpar í erfiðum aðstæðum. Ég hef persónulega reynslu af Samhjálp og sú reynsla er mjög góð. Nú hef ég ekki smakkað vín í mörg ár og hef enga löngun til þess en ég fer aldrei á AA-fundi. Kona í Reykjavík. Brjótum blað ÍSLENDINGAR voru fyrstir til að kjósa kvenforseta í heiminum. Sköp- um líka fordæmi í kjöri formanns KSÍ. Gefum bisnessköllunum frí og kjósum Höllu. Ingi Stein. Ullarfrakki týndist á Ölstofunni GRÁR ullarfrakki með hvítu fóðri týndist á Ölstofunni. Skilvís finnandi vinsamlega hafi samband við Kjart- an í síma 892 3924. Svartur herrajakki tekinn í mis- gripum SVARTUR herrajakki frá Friendtex var tekinn í misgripum á þorrablóti Stjörnunnar 19. janúar sl. Á sama stað fannst gullúr. Upplýsingar í síma 899-4520. velvakandi Svarað í síma 5691100 frá kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Kominn á miðjanaldur er Víkverji farinn að nota strætó, einn fárra í sínum ald- ursflokki, enda þessi samgöngumáti aðallega notaður af unglingum og öldruðum. Þó að þokkalega þægilegt sé að ferðast með strætó kom þessi lífsstíls- breyting ekki til af góðu. Fyrirtækið sem Víkverji vinnur hjá flutti upp í sveit og þar sem aðeins einn bíll er á heimilinu þykir ráð- legra að hafa hann til taks miðsvæðis í borg- inni fyrir húsmóðurina, svo hún geti reddað börnunum í frístundirnar, keypt í matinn og dedúað við sjálfa sig. Á meðan Víkverji var fjarverandi í orlofi munu starfsfélagar hans marg- ir hverjir hafa barist hart fyrir því að strætóleið nr. 5 yrði opnuð á ný, sem Strætó bs. hafði lagt niður sökum manneklu og lítillar eftirspurnar á leiðinni. Með undirskriftum og hvatn- ingum var leiðin opnuð á ný, reyndar á takmörkuðum tíma dagsins, að morgni frá kl. 7–9 og síðdegis frá kl. 15–18. Víkverji hefur síðustu mánuði tekið þennan strætó alloft og kollegarnir eru ekki íkja margir til viðbótar. Fyr- ir kemur að Víkverji sitji einn eftir í vagn- inum þegar á leiðarenda er komið og þegar nýir bílstjórar hafa verið á ferð hafa þeir stundum gleymt heimreiðinni að vinnustað Víkverja, og snúið vagninum við til að þjónusta þennan eina farþega. Hefur Víkverji aldrei setið í stærri einkabíl um ævina. Ef fram heldur sem horfir væri ekki að undra að Strætó bs. hætti að aka þessa leið. Hún svarar ekki kostnaði og liggur við að Víkverji sé farinn að hafa áhyggjur af borgarsjóði og nagandi samviskubit yfir því að sitja í tómum vagni. Borgin gæti alveg eins greitt afborganir af nýjum bíl fyrir Víkverja eins og að setja undir hann heilan strætisvagn. Skyldi engan undra að Strætó bs. hafi í gær hækkað gjaldskrána. Það eykur hins vegar ekki líkurnar á að fleiri starfsfélagar Víkverja fari að nota strætó. Annaðhvort hafa þeir keypt sér annan bíl á heimilið, eru svona teprulegir að geta ekki tekið strætó eða halda slíku ríghaldi í eina ökutækið að makar og börn þurfa að notast við tvo jafnfljóta, reiðskjóta eða strætó. Víkverji telur síðast- nefnda farkostinn langólíklegastan. víkverji skrifar | vikverji@mbl.is            Orð dagsins: Þegar þú leggst til hvíldar, þarft þú ekki að hræðast, og hvílist þú mun svefninn verða vær. (Ok. 3, 24.) Fyrrverandi heimsmeistarinn íþungavigt karla í hnefaleikum, Mike Tyson, neitaði því í dag er hann mætti fyrir dómara í Phoenix í Ari- zona í Bandaríkjunum að hafa haft fíkniefni í fórum sínum og að hafa ek- ið undir áhrifum. Tyson, sem er fertugur, var hand- tekinn í Scottsdale seint í desember eftir að hafa verið nálægt því að klessa á lögreglubíl. Lögreglumenn- irnir leituðu í framhaldinu í bifreið Tysons og fundu þar kókaín. Tyson lýsti sig hinsvegar saklausan í dag. Hann mun aftur mæta fyrir dóm- ara í lok febrúar. Hnefaleikakappinn fyrrverandi, sem var eitt sinn þekktur sem „harð- svíraðasti maður á jörðinni“, hefur þegar setið inni fyrir nauðgun og of- beldisverk.    Framleiðendur þáttanna Americ-an Idol hafna þeirri gagnrýni að aldrei hafi verið meiri illkvittni í þátt- unum en í nýjustu röðinni, sem hófst á þriðjudaginn. Einn dómaranna, hinn alræmdi Simon Cowell, sagði einn keppandann líta út eins og „frumskógardýrin með risastóru aug- un ... hálfapa“. Rúmlega 37 milljónir sjónvarps- áhorfenda fylgdust með fyrsta þætt- inum í nýju röðinni, og hefur áhorf á þættina aldrei verið meira. Cowell sagði við fréttamann: „Þeir sem þola ekki að heyra svona lagað eiga ekki að taka þátt.“ Cowell sagði að hálfapalíkingin hefði verið alveg óundirbúin. Ef keppandanum hefði verið misboðið „biðst ég afsökunar. Það er ekki víst að ég kalli neinn hálfapa aftur.“ Ken Warwick, framleiðandi þátt- anna, sagði að áhorfendur vildu fá að sjá þá söngvara sem stæðu sig verst. „Það eru verstu söngvararnir sem auka áhorfið mest,“ sagði Warwick og kemur það í sjálfu sér engum á óvart. Fólk folk@mbl.is SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is / KEFLAVÍK NIGHT AT THE MUSEUM kl. 8 - 10:15 LEYFÐ THE PRESTIGE kl. 10:15 B.i. 12 ára KÖLD SLÓÐ kl. 8 B.i. 12 ára / AKUREYRI BABEL kl. 8 - 10:40 B.i. 16 ára THE PRESTIGE kl. 8 B.i. 12 ára CHILDREN OF MEN kl. 10:20 B.i. 16 ára FLAGS OF OUR FATHERS kl. 5:40 B.i. 16 ára FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is FORELDRAR kl. 6 - 8 - 10 BABEL kl. 6 - 9 - 10:30 B.i. 16 ára THE PRESTIGE kl. 5:30 - 8 B.i. 12 ára CHILDREN OF MEN kl. 5:50 B.i. 16 ára FLAGS OF OUR FATHERS kl. 5:30 - 8 B.i. 16 ára THE DEPARTED kl. 10:30 B.i. 16 ára THE HOLIDAY kl. 8 B.i. 7 ára DÉJÁ VU kl. 10:30 B.i. 12 ára Með stórstjörnunum BRAD PITT og CATE BLANCHETT. Frá leikstjóra AMORES PERROS og 21 GRAMS eeee - LIB, TOPP5.IS eeee - PANAMA.IS eeee - FRÉTTABLAÐIÐ EF ÞÚ VILT FÁ ÞARFTU AÐ HLUSTA SKILNING… GOLDEN GLOBE BESTA MYND ÁRSINS ÁHORFENDAVERÐLAUNIN Á CANNES. LEIKSTJÓRAVERÐLAUNIN Á CANNES.FORELDRAR KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI 6 TILNEFNINGAR TIL BAFTA VERÐLAUNA. FRÁ ÞEIM SÖMU OG GERÐU VERÐLAUNA- MYNDINA BÖRN SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI eeee FRÉTTABLAÐIÐ eeee H.J. MBL. M.M.J KVIKMYNDIR.COM dagbók MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Í dag er þriðjudagur 23. janúar, 23. dagur ársins 2007

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.