Morgunblaðið - 23.01.2007, Page 48

Morgunblaðið - 23.01.2007, Page 48
Í HNOTSKURN » Heimild er til að dæmamenn í öryggisgæslu eft- ir að afplánun lýkur, skv. heimild í 67. grein almennra hegningarlaga. » Þar segir að sé sennilegtað viðkomandi haldi áfram að brjóta af sér, m.a. vegna eðlis afbrota hans og andlegs ástands, megi beita tilteknum öryggisráðstöf- unum. » Hægt er að ákveða þettaí refsidómi eða í sérstöku máli síðar. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is RÍKISSAKSÓKNARI hefur heim- ild til að krefjast þess að öryggis- ráðstöfunum verði beitt gegn Ágústi Magnússyni, dæmdum kyn- ferðisbrotamanni, eftir að afplánun hans lýkur, jafnvel þótt kröfu um slíkt hafi verið hafnað þegar dómur var kveðinn upp. Ágúst var dæmdur í fimm ára fangelsi í mars 2004 en var að af- plána síðasta hluta dómsins á Vernd þegar hann beit á agn frétta- skýringaþáttarins Kompáss. Að sögn Valtýs Sigurðssonar, for- stjóra Fangelsismálastofnunar, var það með vitneskju ríkissaksóknara að Ágúst hóf afplánun hjá Vernd. Samkvæmt lögum og vinnu- reglum Fangelsismálastofnunar afplána menn sem hafa verið dæmdir fyrir alvarleg afbrot 2⁄3 hluta dóma en er síðan sleppt á reynslulausn, nema sérstakar ástæður mæli gegn því. Valtýr sagði að ekki hefði verið um það að ræða í þessu tilviki, enda hefði Ágúst sýnt mikla iðrun og sam- starfsvilja meðan hann afplánaði á Litla-Hrauni. Aðspurður hvaða áhrif varsla barnakláms hefði á möguleika hans á reynslulausn sagðist Valtýr ekki geta sagt það á þessari stundu. Getur krafist öryggisgæslu nú ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 23. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  V 13–23 m/s, hvassast á annesj- um NV til. Búast má við hvössum vindhviðum NA til og á SA- landi. Skýjað að mestu. » 8 Heitast Kaldast 8°C 0°C BLÚNDA 468 á Helluvaði á Rangárvöllum var nythæsta kýr landsins á síðasta ári. Skilaði hún 13.327 kg mjólkur á árinu. Er þetta í fyrsta skipti sem íslensk kýr mjólk- ar meira en 13 tonn á einu ári. Blúnda er einstakur gripur, að sögn eig- andans, Ara Árnasonar, sem stendur að búinu á Helluvaði ásamt Önnu Maríu Krist- jánsdóttur, konu sinni. „Hún hefur ekki fengið annað atlæti en hinar kýrnar, hún bara mjólkar og mjólkar,“ segir Ari. Það vekur einnig athygli að Blúnda mjólkaði aðeins í ellefu mánuði á síðasta ári. | 19 Blúnda skil- aði 13 tonnum Ljósmynd/Ari Árnason Met Blúnda mjólkaði 13 tonn í fyrra. MÝRIN gnæfir yfir aðrar myndir þegar litið er yfir tölur um aðsókn að íslenskum kvikmyndahúsum á síðasta ári. Alls sáu rúmlega 81.500 manns Mýrina en næst á eftir koma framhaldsmynd Sjóræningja Karíbahafsins, Dauðs manns kista, með rúma 65.400 áhorfendur og James Bond- myndin Casino Royal, sem rúmlega 51.500 kvikmyndahúsagestir sáu. Heildartekjur af miðasölu Mýrarinnar námu rúmum 88 milljónum sem er nálægt því að vera samanlagðar tekjur af fyrr- nefndum myndum. Aðrar íslenskar myndir ná ekki inn á lista yfir 30 mest sóttu kvikmyndir síðasta árs. | 39 Um 81.000 manns sáu Mýrina í fyrra BJARKI Birgisson hyggst hjóla hringinn um meginland Bandaríkjanna, tæplega 30 þúsund kílómetra leið, og afla með því stuðnings til stofnfrumurannsókna. Hann stefnir að því að hefja ferðina um mitt ár 2008 og telur að ferða- lagið geti tekið allt að þremur árum. Bjarki er afreksmaður í sundi og vakti ganga hans og Guðbrands Einarssonar hringinn í kringum landið 2005 undir yfirskriftinni „Haltur leiðir blindan“ mikla athygli. Einnig hjólaði Bjarki í kringum Ísland sumarið 2006 ásamt Gyðu Rós Bragadóttur til stuðnings BUGL. Bjarki er hreyfihamlaður vegna CP (cerebral palsy). Bjarki sagði í samtali við Morgunblaðið að undirbúningur ferðarinnar væri að hefjast. Hann er farinn að æfa hjólreiðar og undirbúa sig líkamlega. Einnig er unnið að því að afla stuðnings forystumanna lands og þjóðar við ferðina og eins fyrirtækja og annarra mögu- legra stuðningsaðila hér heima og erlendis. Bjarki telur að stofnfrumurannsóknir skipti alla máli og gefi mörgum von. Því sé mikilvægt að styðja þær. „Ég veit ekki hvað margir eru í hjólastól eða með CP í heiminum en ef hægt er að laga það sem veldur fötluninni þá getur hreyfihamlað fólk fengið styrk í fæturna og farið að ganga. Það er eitthvað að öllum, en það er líka til lækning við öllu , bara eftir að finna hana við ýmsum sjúkdómum. Mér finnst þetta nóg til að drífa mig áfram. Mér finnst peningum vera vel varið í svona rannsóknir,“ sagði Bjarki. Stefnt er að því að íslenskir aðstoðarmenn verði með í ferðinni. Eins er Bjarki á förum utan bráðlega til að afla sér stuðnings og að- stoðar. Þá er talsverð pappírsvinna við leyf- isumsóknir varðandi ferðalagið framundan. Hann segist ekki síst vilja vekja athygli bandarískra yfirvalda með ferðinni í því skyni að fá þau til að leyfa stofnfrumurann- sóknir í meiri mæli en nú er. Ætlar að hjóla kringum Bandaríkin  Bjarki Birgisson áformar að hjóla tæplega 30 þúsund kílómetra leið kringum Bandaríkin og afla með því stuðnings til stofnfrumurannsókna  Bjarki gekk kringum Ísland 2005 og hjólaði hringinn í fyrra Morgunblaðið/ÞÖK Hjólar Bjarki Birgisson áformar að hjóla hringinn í kringum Bandaríkin. Í ÖRUGGUM faðmi pabba renndi þessi snót sér niður Ártúnsbrekkuna og spennan skein bókstaflega úr andliti hennar. Þó að snjórinn og ísilögð vötn séu skemmti- legur leikvöllur, þá er ýmislegt að varast. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins brýnir fyrir fólki að hreinsa vel úr niðurföllum í dag til að koma í veg fyrir að vatn flæði inn í hús þar sem von er á mikilli hláku. Þá er ís á vötnum þunnur og mjög varhugaverður þessa dagana. Lögreglan beinir því til foreldra að ræða hætt- una við börn sín. Morgunblaðið/Golli Spennuþrungin sleðaferð MYNDLISTARMAÐURINN Ólafur Elías- son mun hanna þakhæð á Listasafnið í Ár- ósum í Danmörku en hugmynd Ólafs þótti taka fram öðrum sem bárust í samkeppni um hæðina. Meðal þess sem kemur fram í úrskurði dómnefndar er að hugmyndin uppfylli kröfur um að þakflötur safnsins verði einstakt byggingarlistaverk, sem sameini list og arkitektúr af fágun. Áætluð verklok við framkvæmdina eru sumarið 2008 og hljóðar kostnaðaráætlun upp á 30 milljónir danskra króna. Verkið byggist á samspili lita, ljóss, sjóndeildarhrings og gesta. | 16 Ólafur hannar þakhæð listasafns FRUMVARP um Ríkisútvarpið ohf. verður að lögum í dag þegar greidd verða atkvæði um frum- varpið. Lögin taka gildi 1. apríl nk. Stjórnarandstaðan tilkynnti form- lega í gær að umræðu um RÚV væri lokið af hennar hálfu en að málinu væri þó ekki lokið þar sem stjórnarandstöðuflokkarnir væru allir staðráðnir í að breyta starfs- umhverfi RÚV kæmust þeir til valda eftir kosningar. „Ríkisstjórnarflokkarnir, Sjálf- stæðisflokkur og Framsóknar- flokkur, hafa kosið að afgreiða frumvarp um Ríkisútvarpið í mikl- um ágreiningi við stjórnarandstöð- una. Forystumenn þessara flokka hafa hafnað öllum sáttaboðum,“ segir í yfirlýsingu frá Samfylking- unni, Vinstri grænum og Frjáls- lynda flokknum. | 10 Ný lög um RÚV sam- þykkt í dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.