Morgunblaðið - 15.03.2007, Page 4

Morgunblaðið - 15.03.2007, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ viðskipti/athafnalíf      ) * +  !   "    # $    %  & ,-) . )  /)  01 1  + )$  1 + - )$ 2 * 1  3-4 5-6  7##8 9 3-   # :! !' !:: &! &!' :!& (! ; ; ;!' ;'! ; ;!( ; ;!' <'!' & & & & & ' ' ' ' ' (  )  &!* +  &!*    ) * + ' => )  # =? > = @ @3 =   #               A  )$ # 3B #  *  2?C 4  # ?D "A*                  B *  E   E >3  ,  4FA1 G                    0HCI J K 3L,C /EI                ::&M K ?+ 3 * E  J  Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is FJÁRFESTAR hafa áhyggjur af þróun fasteignamarkaðarins í Bandaríkjunum. Vanskil af íbúða- lánum vestra eru meiri en þau hafa verið frá því mælingar hófust. Lækkun vísitalna í kauphöllum í fyrradag er að stórum hluta rakin til nýrra upplýsinga um vanskil frá samtökum veðlánabanka, Mortgage Bankers Association (MBA), en Dow Jones-visitalan, Nasdaq og S&P lækkuðu þá allar um 2%. Í frétt í New York Times (NYT) segir að hætta sé talin á því að fram- undan sé niðursveifla á fasteigna- markaðinum. Vanskil og gjaldþrot íbúðaeigenda hafi aukist víða um Bandaríkin, og séu ekki lengur bundin við ríki sem hafi átt við efna- hagserfiðleika að stríða. Þannig hafi vandinn til að mynda aukist í ríkjum eins og Kaliforníu, sem til þessa hafi ekki sýnt merki um slíkt. Minni kröfur auka vandann Vandinn á fasteignamarkaðinum vestanhafs er mestur í tengslum við auknar lánveitingar fjármálafyrir- tækja sem hafa ekki gert jafn stífar kröfur til lántakenda og önnur fyr- irtæki hafa gert. Hlutdeild þeirra á markaðinum hefur aukist mikið á umliðnum árum. Þessi fjármálafyr- irtæki hafa veitt hærra lánshlutfall en önnur en eru jafnframt með hærri vexti. Þau hafa, að því er fram kemur í frétt NYT, orðið verr úti en önnur að undanförnu vegna vanskila íbúða- eigenda, og hefur gengi hlutabréfa þeirra sem eru skráð á markaði lækkað mikið. Vandi eykst á íbúða- markaði vestanhafs Vanskil hafa ekki verið meiri en nú frá því mælingar hófust Reuters Áhrif Vanskil af íbúðalánum hafa áhrif á hlutabréfamarkaði. Á myndinni er framhlið New York Stock Exchange á Wall Street í New York. VERÐBÓGA í Kína í febrúar mældist 2,7% og hækkaði hún um 0,5 prósentustig frá janúarmánuði. Í kjölfarið eykst þrýstingur á seðla- banka landsins um hækkun stýri- vaxta, samkvæmt frétt Bloomberg, sem segir þetta ekki koma á óvart því hagfræðingar hafi spáð 2,8% verðbólgu. Undirliggjandi verðbólguþrýst- ingur er töluverður og í ljósi mik- illa áhrifa Kína á heimshagkerfið er talið brýnt að brugðist verði við. Matvæli var sá flokkur sem leiddi hækkunina en eftirspurn eftir mat virðist stöðugt aukast í Kína sam- tímis því sem landnæði til ræktunar fer minnkandi. Reuters Eftirspurn Matvæli leiða hækkun verðbólgunnar í Kína. Þrýstingur á seðla- banka Kína EFNAHAGS- og framfarastofnun Evrópu (OECD) segir að verð- bólga á evrusvæðinu, í Bandaríkj- unum og Japan réttlæti ekki frek- ari hækkun á stýrivöxtum á þessum myntsvæðum. Þetta er haft eftir aðalhagfræðingi OECD á fréttavef BBC-fréttastofunnar. Hann segir að verðbólgan á þess- um svæðum sé vel innan marka. Seðlabanki Everópu hækkaði stýrivexti sína fyrr í þessum mán- uði úr 3,50% í 3,75%. Seðlabanki Japans hækkaði vextina í febrúar úr 0,25% í 0,50% en vextirnir hafa verið óbreyttir í Bandaríkjunum, 5,25%, frá því á miðju síðasta ári. Hagfræðingur OECD útilokar þó ekki að til greina geti komið að það muni þurfa að hækka stýrivextina á evrusvæðinu, í Bandaríkjunum eða Japan. Sá tími sé hins vegar ekki kominn enn. Engin þörf á hækkun stýrivaxta AFÞREYINGAR- og fjölmiðlafyr- irtækið Viacom Media ætlar í mál við netleitarfyrirtækið Google og netveitu þess, YouTube. Mun Viacom fara fram á einn milljarð dollara í bætur, um 67 milljarða ís- lenskra króna, vegna meintrar heimild- arlausrar notk- unar YouTube á efni frá Viacom, að því er fram kemur í frétt á fréttavef BBC. Viacom, sem á meðal annars sjónvarpsstöðvarnar MTV, VH1 og Nickelodeon, segir að You- Tube noti efni frá stöðvunum óspart án þess að hafa haft fyrir því að fara fram á heimild til þess. Segir Viacom að um það bil 160 þúsund myndskeið frá stöðv- unum hafi verið niðurhöluð á YouTube. Haft er eftir talsmanni Google í frétt BBC að hann sé sannfærður um að YouTube hafi virt höfund- arréttinn á því efni sem þar sé í boði. Og dómstólar muni komast að þeirri niðurstöðu. Viacom ætlar í mál við Google Á MTV Christina Aguilera LEYND varðandi launakjör stjórn- enda opinberra stofnana og fyr- irtækja í Póllandi verður aflétt ef frumvarp pólsku ríkisstjórnarinnar þar um verður samþykkt. Í frétt á fréttavef pólska blaðsins Gazeta Wyborcza segir að stjórn- endur ríkisstofnana og fyrirtækja sem ríkið á meira en 50% hlut í verði að upplýsa um heildartekjur sínar og maka sinna einnig. Segir í fréttinni að sérstakri stofnun sem hefur það hlutverk að fylgjast með hugsanlegri spillingu í Póllandi (CBA), verði falið að yfirfara upp- lýsingar stjórnendanna. Pólska viðskiptaráðið hefur mót- mælt frumvarpinu og sagt það fæla hæfa stjórnendur frá því að sækjast eftir því að stýra opinberum stofn- unum eða fyrirtækjum. Þá hefur því verið haldið fram að hætta sé á því að glæpamenn komist yfir upp- lýsingarnar og muni hugsanlega geta misnotað þær. Launaleynd af- numin hjá pólsk- um stofnunum L 4  L 4  L 4  L 4   ( & & ' '         !& !' !'  : : ( ( &  E E <!: < ;  E E <!( <!' ;  E E < ; ;  E E < ; ;!& -  ? * 4  -  ? * 4  -  ? * 4  -  ? * 4        Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is HJÓL hagkerfanna á evrusvæðinu snúast hratt og ef eitthvað er er hraðinn að aukast og sér raunar ekki fyrir endann á keyrslunni ef marka má nýjar spár sérfræðinga OECD sem hafa nú hækkað aðeins þriggja mánaða gamla hagvaxtarspá sína umtalsvert. Þeir gera nú ráð fyrir að vöxturinn á fyrri helmingi þessa árs verði 3% en fyrir þremur mánuðum spáðu þeir því að hagvöxturinn á evru- svæðinu allt þetta ár yrði 2,2% en nú bendir sem sagt allt til þess að hann kunni að verða nokkru meiri. Það er áframhaldandi traust mál í þýska efnahagsmótornum sem einkum skýrir aukna bjartsýni sérfræðinga OECD; margir óttuðust að hækkun virðisaukaskattsins í Þýskalandi um áramótin myndi draga úr hagvext- inum þar en nú virðist ljóst að fyrst sá þýski er kominn á ferð verði hann ekki svo glatt stöðvaður. Og nýleg vísitala ZEW í Þýskalandi sem mæl- ir væntingar fjárfesta þar virðist staðfesta áframhaldandi bjartsýni þar í landi. Og þótt hökt og hikst hafi einkennt stjórnmálin á Ítalíu virðist gangurinn þar það sem af er ári hafa verið meiri en menn áttu von á. Beggja skauta byr í evruhagkerfunum VILTU? ÞÁ ÁTTU ERINDI TIL OKKAR! ... aðskilja innheimtuna frá rekstrinum? ... auka rekstrarhæfni fyrirtækis þíns? ... bæta fjárstreymi fyrirtækisins? ... vernda viðskiptasamböndin? ... spara fé, tíma og fyrirhöfn? Hlíðasmára 15 | 201 Kópavogur | Sími 530-9100 | www.innheimtulausnir.is Bergstaðastræti 37 Sími 552 5700 holt@holt.is - www.holt.is Borðapantanir í síma 552 5700 og holt@holt.is EINSTAKT UMHVERFI, FRÁBÆR MATUR OG ÚRVALSÞJÓNUSTA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.