Morgunblaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ viðskipti/athafnalíf Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is LAUNÞEGUM í Færeyjum fjölgaði nokkuð á síðasta ári. Í nóvember í fyrra voru þeir 25.260 en 24.540 á sama tíma árið áður, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Færeyja. Fjölgunin var sú sama hjá konum og körlum, en á hinn bóginn mjög mismikil milli atvinnugreina og landsvæða. Laun- þegum fjölgaði mest á Vogey og á Suð- urey. Í Vogey var fjölgunin 4,5% og 4,3% á Suðurey. Á Norðureyjum var fjölgunin aðeins 2%, á Sandey 3,6% en á Austurey og Straumey var fjölgunin tæp 3%. Vaxandi fjölgun launþega er hjá einkafyrirtækjum í þjónustugeiranum, svo sem verzlun, samgöngum, lánastofn- unum, tryggingum og fleiru. Þar var fjölgun launþega um 6%, sem er mesti vöxturinn innan þjónustu í einkageir- um 9,5% af starfandi fólki á Eyjunum. Þetta hlutfall var 12,2% árið 1990. Þá fækkaði starfsfólki í fiskvinnslu um 200, sem er 10% samdráttur frá árinu áður. Samdrátturinn hef- ur verið nokkuð stöðugur síðan þá. Fjölgun í fiskeldi Á hinn bóginn hefur störfum við fiskeldi fjölgað mikið á síð- asta ári. Þá störfuðu 440 manns við eldið og í sláturstöðvum, sem er tæplega 70% aukning frá árinu 2005. Þá unnu aðeins 270 manns við eldið. Þegar mest umsvif voru í fiskeldinu, á árunum 1999 til 2002, störfuðu þar um 700 manns. Störfum við húsbyggingar fjölgaði um tæp 200. Lítill vöxtur hefur verið þar síð- ustu árin, þar til í fyrra, að fjölgun starfa var hvað mest. áhrif til hins verra. Því er talið rétt að hafa á því nokkurn fyrirvara að störfum í sjávarútvegi hafi fækkað um 3%. Þá hefur það verið ákveðin þróun í at- vinnumálum í Færeyjum að launþegum í sjávarútvegi hefur farið fækkandi og hlutfall þeirra af heildinni dregizt sam- an. Í fyrra voru sjómenn 2.400, sem voru anum. Í einstökum grein- um þar, eins og í sam- göngum og lánastofn- unum, var aukningin meira en 10%. Miðað við fjölda var vöxturinn samt mestur í versluninni. Fjölgun launþega hjá hinu opinbera var lítil, að- eins 1,5% og er minnst í helztu flokkunum, sem eru frumvinnsla (sjávar- útvegur og landbúnaður), vöruframleiðsla, einka- geirinn og hið opinbera. Fækkun í sjávarútvegi Það vekur athygli að launþegum í sjávarútvegi fækkaði milli ára. Það get- ur hins vegar hafa haft áhrif á nið- urstöðuna, sem miðast við nóv- embermánuð að veðurfar getur haft þar Launþegum fjölgar í Færeyjum 2 * 2 - < =:> ?& =:>     .531 5800 733. 8383  .56/ 7/.6 1061 34./             !  " #$ %&    '          FRÆGASTI fjárfestir á okkar tímum, Warren Buffett, hefur aldr- ei sjálfur skrifað bók um fjárfestingar. Ekki er svo að skilja að hann hafi unnið eftir leynd- ardómsfullri fjárfestingarstefnu sem menn hafa í tugi ára verið að reyna að komast til botns í. Hann hefur þvert á móti verið afar op- inskár varðandi þá þætti sem hann telur að skipti máli varðandi fjár- festingar. Hann aðstoðaði læriföður sinn, Benjamin Graham, við upp- færslu á riti þess síðarnefnda, The Intelligent Investor, þrátt fyrir að koma ekki fram sem meðhöfundur verksins á síðustu endurútgáfu bók- arinnar sem gerð var árin 1971–72. Þetta rit var reyndar Buffett ekki alveg að skapi enda var Graham töluvert áhættufælnari en hann. Buffett hefur hins vegar nú í um það bil 40 ár skrifað vangaveltur varðandi fjárfestingar sínar í árs- skýrslu fjárfestingarfyrirtækis síns, Berkshire Hathaway. Hafa þær fyrir löngu öðlast fastan sess sem skyldulesning fjárfesta sem vilja laga sig að Buffett-stefnunni, sem hefur reyndar þróast töluvert í gegnum tíðina. Ávöxtun Nýverið birtist nýjasta árs- skýrslan og er fjöldamargt áhuga- vert í henni. Enn eitt árið var ávöxt- un eigin fjár Berkshire Hathaway betri en ávöxtun S&P 500- hlutabréfavísitölunnar. Þó hefur ávöxtun þessara viðmiða verið svip- uð síðustu fjögur árin, sem er frek- ar lítið á Buffett-mælikvarða, því umframávöxtun hans gagnvart hlutabréfavísitölunni hefur að með- altali verið heil 11% á ári. Auk þess var 2006 áttunda árið í röð þar sem innra virði bréfa Berkshire jókst minna en meðaltal þess síðasta 41 ár. Er Buffett að fatast flugið? Tryggingar Að venju fjallar Buffett töluvert um tryggingar, enda eru fjárfest- ingar í þeim geira ein af und- irstöðum ríkidæmis hans í dag. Í ársskýrslu sinni fyrir tveimur árum var Buffett með ítarlega umfjöllun um tryggingageirann. Þar kom fram að hann hefur mikið álit á þeim stjórnendum sem þora að sigla á móti straumnum. Í kjölfar stórra skaðabótakrafna, til dæmis vegna náttúruhamfara, haldi trygg- ingafélög almennt að sér höndum, einmitt þegar tryggingagjöld eru sem hæst verðlögð. Þá er almenna reglan hjá félögum í eigu Buffetts að auka áhættuþor og skrifa samn- inga í gríð og erg. Þegar önnur fé- lög fara á ný að taka á sig trygg- ingaskuldbindingar eykst verðsamkeppni og gjöldin sem tryggingafélög fá fyrir að taka á sig áhættu minnka. Það er á þeim tíma- punkti sem tryggingafélög í eigu Berkshire fara að draga saman seglin. Þó svo að Buffett þakki móður náttúru að stórum hluta hversu mikill hagnaður var á síðasta ári hjá tryggingafélögum í hans eigu stenst hann ekki mátið að benda á að nú séu tryggingafélög á hans snærum að minnka áhættugrunn sinn vegna aukinnar verðsamkeppni í geir- anum. Hann segir að þetta sé í sam- ræmi við almenna fjárfesting- arstefnu sína: „Vertu hræddur þegar aðrir eru gráðugir og vertu gráðugur þegar aðrir eru hræddir.“ Buffett er augljóslega nokkuð ánægður með sjálfan sig hvað þetta varðar. Það kemur þó ekki fram að það að fylgja eftir slíkri stefnu er hægara sagt en gert þegar margir eigendur eru til staðar í trygginga- félögum. Þeir stjórnendur sem sigla á móti almenningsálitinu þegar vel gengur fá klapp á bakið en þegar þeir veðja á rangan hest virðast þeir aftur á móti vera kjánalegir og fá iðulega að gjalda þess. Ný hlutabréf í safninu Það vakti athygli hversu lítið Buffett fjárfesti í hlutabréfum þeg- ar gengi hlutabréfa tók dýfu niður á við í kjölfar hjöðnunar netbólunnar og uppgötvunar tíðra bókhaldssvika hjá ótrúlegustu fyrirtækjum. Í ár birtast aftur á móti fimm ný skráð fyrirtæki metin með hærra mark- aðsvirði en 700 milljónir dollara í eignasafni hans. Þau eru:  Conoco Phillips – orka  Johnson & Johnson – neysluvörur  POSCO – stáliðnaður  Tesco – verslunarkeðja í matvælum  US Bancorp – fjármál Auk þess hafa tvö fyrirtæki bæst við í hópinn og er Buffett enn að auka fjárfestingar sínar í þeim. Hann segir á gamansaman hátt í skýrslunni að hann gæti vissulega sagt einhverjum hvaða fyrirtæki það væru en slíkt mundi kosta líf viðkomandi. Greinarhöfundur gisk- ar á að eitt þessara fyrirtækja sé Home Depot. Fyrirtækið passar af- ar vel í þá fjárfestingarstefnu sem Buffett hefur fylgt í gegnum tíðina. Það er fremst á sínu sviði og eins og hjá Wal-Mart, sem Buffett fjárfesti mikið í árið 2005, hefur Home De- pot mikla möguleika á að verða stór þátttakandi í þeirri efnahags- uppsveiflu sem nú á sér stað í Kína. Helstu hlutföll tengd markaðsvirði bréfa Home Depot í dag eru í ódýr- ari kantinum, sem hefur haldið pæl- ingum um yfirtöku á lofti. Einn þeirra sem nefndir eru í því tilliti er Edward Lampert, sá sem vann sér það helst til frægðar að kaupa stór- an hluta í Sears og margfalda virði þeirrar fjárfestingar. Framkvæmdastjóri óskast Ofangreindur Lampert er reynd- ar einn af fáum sem hugsanlega þykja koma til greina sem eft- irmaður Buffetts hjá Berks- hire. Fram kemur í skýrslunni að Berkshire hefur valið þrjá aðila sem hugsanlegan eftirmann Buf- fetts og ef Buffett mundi því falla skyndilega frá veit stjórn Berkshire hver tekur við. Buffett, sem er orðinn 76 ára gamall, tekur fram að allir þessir aðilar séu töluvert yngri en hann, enda sé stefnan sú að fá framtíð- arframkvæmda- stjóra. Enn virðist þó vera tími til að sækja um þessa stöðu því hann bætir við að í þessu ferli verði hugsanlega fleiri umsækjendur kallaðir til viðtals. Buffett vill augljóslega fá einhvern sem er nánast ná- kvæmlega eins og hann. Helstu atriði sem skipta máli eru að maðurinn búi yfir visku til að þekkja og forðast al- varlega áhættu, þar með talið hættu á hlutum sem aldrei hafa áður gerst, sjálf- stæðri hugsun, sálarlegu jafnvægi og skilningi á eðli manna og stofnana. Ekki kemur þó fram hvert senda eigi umsóknir en ágætis byrjun er heima- síða fyrirtækisins, www.berkshirehatha- way.com. Er Buffett að fatast flugið? Eftir Má Wolfgang Mixa » FjárfestingarstefnaBuffetts er: Vertu hræddur þegar aðrir eru gráðugir og vertu gráðugur þegar aðrir eru hræddir. Auðkýfingur Warren Buffett hefur skilað frá sér ársskýrslu fjárfestingafélags síns, Berkshire Hathaway, og greinarhöfundur veltir því m.a. fyrir sér hvort karlinum sé eitthvað farið að förlast í fjárfestingum sínum. Höfundur er sérfræð- ingur hjá verðbréfafyrirtækinu Nordvest.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.