Morgunblaðið - 15.03.2007, Síða 17

Morgunblaðið - 15.03.2007, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2007 17 viðskipti/athafnalíf SIGRÍÐUR Lára Árnadóttir hefur verið ráðin fjármálastjóri Ice- land Express. Hún tók við starf- inu 1. febrúar sl. en hafði áður starfað sem flug- kostnaðarstjóri hjá félaginu í rúmt ár. Áður en hún hóf störf hjá Iceland Express starfaði hún sem skrifstofustjóri hjá flug- félaginu JetX ehf. sem hafði starfsemi sína á Ítalíu, bæði í áætlunarflugi og leiguflugi. Þar áður var Lára skrif- stofu- og fjármálastjóri hjá eMR Hugbúnaði. Lára stundaði viðskipta- nám við Byggeteknisk højskole í Dan- mörku og hefur tekið fjölda lengri jafnt sem skemmri námskeiða á sviði viðskipta, rekstrar og tungumála. Eiginmaður Láru er Halldór Karlsson byggingafræðingur og sam- an eiga þau tvær dætur. Fjármálastjóri hjá IE Sigríður Lára Árnadóttir AÐSTANDENDUR sýningar- innar Tækni og vits 2007, sem fram fór um liðna helgi, eru ánægðir með aðsóknina en talið er að um 15 manns hafi komið á sýninguna í Fíf- unni í Kópavogi. Þar kynntu yfir 100 sýnendur vörur sínar og þjón- ustu fyrir fagaðilum og almenningi. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu voru fjölmargir við- burðir tengdir sýningunni, m.a. heimsókn forseta Íslands þar sem hann gróðursetti sprota á sýning- arsvæði Samtaka iðnaðarins, Sprotatorginu, sem hlaut síðan fyrstu verðlaun í samkeppni um at- hyglisverðasta sýningarsvæðið. Önnur verðlaun hlaut fyrirtækið CAOZ, sem sérhæfir sig í gerð tölvugerðra teiknimynda. Hugbún- aðarfyrirtækið Rue de Net og hönnunarfyrirtækið H2 hönnun hlutu svo bæði þriðju verðlaun. Jafnframt voru tilkynnt úrslit at- kvæðagreiðslu um athyglisverð- ustu vöruna eða þjónustuna á Tækni og viti 2007 að mati fagaðila. Það reyndust vera rafræn skilríki en þau voru kynnt á sýningunni á vegum Auðkennis, Landsbankans og fjármálaráðuneytis. Kosningin fór fram á sýningarsvæði mbl.is á Tækni og viti 2007. AP sýningar stóðu að Tækni og viti 2007 í samstarfi við forsæt- isráðuneytið, fjármálaráðuneytið, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið, Samtök iðnaðarins, Háskólann í Reykjavík, Orkuveitu Reykjavíkur og TM Software. Tækni og vit laðaði til sín 15 þúsund manns SOLRESOR, systurfyrirtæki Heimsferða, hefur verið valið besti ferðaskipuleggjandi ársins í Svíþjóð og hlotið Grand Travel-verðlaunin, annað árið í röð. Að verðlaununum standa ferðatímaritið Travel News, sænsk ferðaþjónustufyrirtæki og starfsmenn þeirra. Solresor er í eigu Primera Travel Group, sem jafnframt er móðurfyr- irtæki Heimsferða og fjögurra ann- arra fyrirtækja í ferðaþjónustu á Norðurlöndunum. Solresor áætlar að flytja 200 þúsund farþega á þessu ári og veltan verði um 15 milljarðar króna. Innan Primera Travel Group eru einnig Terra Nova auk ferða- skrifstofanna Solresor í Svíþjóð, Bravo Tours í Danmörku, Solia í Noregi og Matkavekka og Loma- matkaat í Finnlandi. Flugfélagið JetX er einnig hluti af fyrirtækinu. Svíar verðlauna Solresor Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn ER ÞITT FYRIRTÆKI MEÐ SAMNING? HLUNNINDI SEM FYRIRTÆKJASAMNINGUR VEITIR: • Sérstakur ferðaráðgjafi hefur umsjón með hverju fyrirtæki • Neyðarnúmer sem er opið allan sólarhringinn - alla daga ársins • Afsláttur sem býðst á fargjöldum til áfangastaða Icelandair og sérkjör á tengifargjöldum • Sveigjanlegri fargjaldaskilmálar • Nákvæmt viðskiptayfirlit á vefnum + Skráðu fyrirtækið þitt núna á www.icelandair.is 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 A C D E FB € ÞJÓNUSTA SEM SPARAR FYRIRTÆKJUM TÍMA OG PENINGA + Nánari upplýsingar og bókanir á www.icelandair.is ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 3 61 11 0 3 /0 7 ‘07 70ÁR Á FLUGI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.