Morgunblaðið - 02.04.2007, Qupperneq 2
2 F MÁNUDAGUR 2. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
!"
# # # # $
%
!
" #
%!
!
!
%
!
%
%
%
& ' ( ) * +
, -. /
& ' ( + ) *
%!
$ #%
!
!!
%
%
%!
01
-
'
2345
678
2
.
9
3
3 .
,
45
'3*3
:
;<
!
&# (#% :
;<
!
&# ) *
"+! !
:
;<
!
&# Efnisyfirlit
101Reykjavík ....................... 28–29
Akkurat .......................................... 17
Ás .................................................. 44
Berg ............................................... 51
Borgir ................................... 38–39
DP-fasteignir .............................. 16
Eignaborg .................................... 54
Eignamiðlunin ..................... 20–21
Eik fasteignafélag ..................... 32
Fasteignakaup ............................. 19
Fasteign.is .................................. 53
Fasteignamarkaðurinn ..... 22–23
Fasteignamiðlun Grafarvogs .. 52
Fasteignamiðstöðin ................... 10
Fasteignasala Íslands ............... 14
Fasteignasala Mosfellsbæjar .. 18
Fasteignastofan ......................... 27
Fjárfesting ...................................... 3
Fold ....................................... 24–25
Foss ............................................... 40
Garðatorg .................................... 50
Gimli ...................................... 36–37
Heimili .............................................. 7
Híbýli ............................................. 45
Hof ................................................... 6
Hóll ............................................. 4–5
Hraunhamar ................ 33-34-35
Húsakaup .................................... 56
Húsavík ......................................... 15
ÍAV ................................................. 47
Ísleifur Jónsson .......................... 16
Kjöreign ......................................... 11
Klettur ....................................... 8–9
Lundur ................................... 42–43
Miðborg ................................. 48–49
Neseignir ..................................... 26
Remax Stjarnan ........................ 46
Skeifan ........................................... 41
Stórhús ........................................ 55
Valhöll ...................................... 12–13
Heiðar segist ekki hafaætlað sér að búa áSauðárkóki, en örlöginséu einfaldlega þannig
að maður ráði ekki um úrslit mála.
Hann fór í fjölbrautaskóla á
Króknum árið 1990 og kynntist þar
konu sinni og þegar námsárin voru
hjá liðin fluttist fjölskyldan til
Sauðárkróks og hefur búið þar síð-
an 1999.
Klisjur sem eru sannar
„Þótt það hljómi kannski eins og
klisja þá verð ég að segja að mér
líður afskaplega vel hérna á
Króknum af því að mannlífið er svo
gott, enda eru Skagfirðingar
þekktir fyrir auðugt menningarlíf,
tónlist og kveðskap. Svo eigum við
líka mjög skemmtilegan vinahóp
hérna og þá er umhverfið eins og
það á að vera og skiptir litlu máli
hvar maður býr,“ segir Heiðar.
Hjónin eiga tvær stelpur, átta og
tíu ára, báðar í fiðlunámi og mjög
virkar í félagslífi og menningar-
starfsemi bæjarins.
„Ég er bara stoltur af skólakerf-
inu hérna af því að ég veit að stelp-
unum mínum líður mjög vel. Það er
svo frábært að krakkarnir komast
þangað sem þau vilja án þess að þú
þurfir að hafa einhverjar áhyggjur,
hér er ekkert flókið og engar
flóknar leiðir að fara, allt er sára-
einfalt.“
Gutlar við golf og tónlist
Heiðar er bróðir Magna Ásgeirs-
sonar og þar af leiðandi frá Borg-
arfirði eystra. En honum hefur
verið tekið vel á Króknum þótt
hann búist ekki við að verða ekta
„kræklingur“ í þessu lífi.
„Hér er svo margt sem hægt er
að gera, ég horfi mikið á fótbolta –
og körfubolta að sjálfsögðu – og
spila reyndar svolítið sjálfur „old
boys“ fótbolta, svo eru skíðabrekk-
urnar skammt undan og níu holu
golfvöllur á frábærum stað. Reynd-
ar er ég bara á fyrsta teignum í
golfinu, en þetta kemur allt saman
með tímanum,“ segir Heiðar.
Tónlist er lífið. Heiðar segist
elska tónlist og allt sem tónum
fylgir, hvort sem það er klassískt
eða nútímatónlist.
„Ég fer svolítið á skíði þegar
færi gefst en annars erum við bara
á svo góðum stað að það er ekkert
mál að fara í leikhús, Akureyri er
hérna við hliðina og auk þess er lít-
ið mál að keyra til Reykjavíkur ef
svo ber undir. En tónlist er mér
svo kær að ég get ekki án hennar
verið og Skagfirðingar eiga sterka
tónlistarhefð sem ég met mikils.“
Stöðugleiki í bænum
Heiðar segir að Sauðárkrókur
einkennist af stöðugleika og unir
því vel. Hlutirnir mjakist áfram en
alltaf í rétta átt. „Það er búið að
leggja ljósleiðara fyrir allan bæinn
og það er mikilvægur búsetuþáttur
fyrir okkur. Svo er náttúrlega ver-
ið að leggja hitaveitu til Hofsóss og
um sveitina og það gerir málin
bara betri. Atvinnulífið er stöðugt
og mér finnst vera vel unnið að
uppbyggingu Hólaskóla og það
skiptir héraðið miklu máli,“ segir
Heiðar.
Fasteignamarkaðurinn er róleg-
ur þó mikið sé byggt á Króknum.
„Ég held að búið sé að byggja
um hundrað íbúðir á síðustu árum
og allavega hafa verið byggðir
fleiri tugir íbúða á Hólum. Hér er
mikið byggt fyrir eldra fólk og að
sjálfsögðu koma yngri kynslóð-
irnar, sem eru með börn, og kaupa
einbýlishúsin sem losna þegar selt
er,“ segir Heiðar.
„Það er gott að búa hérna, Krók-
urinn heldur í horfinu, ef svo má að
orði komast.“
Áskell Heiðar Ásgeirsson, landfræðingur og húmanisti, býr á Sauðárkróki og finnst þar
gott að vera. Reyndar er hann ekki Skagfirðingur en kona hans er það og þau átta ár sem hann
hefur búið þar hafa bara verið góð. Eins og hann segir sjálfur – „Krókurinn heldur í horfinu.“
Kristján Guðlaugsson hringdi í hann og spjallaði við hann um hvernig er að búa á Sauðárkróki.
Morgunblaðið/Einar Falur
Stöðugleiki Miðbær Sauðárkróks er að breytast, en það gerist ekki með stökkbreytingu.
Krókurinn heldur í horfinu
Falleg Sauðárkrókskirkja er falleg hvort sem er á sumri eða að vetri.
Á Króknum Mér líður afskaplega
vel hérna á Króknum af því að
mannlífið er svo gott.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson