Morgunblaðið - 02.04.2007, Side 46
46 F MÁNUDAGUR 2. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Það hefði einhvern tíma þótttíðindum sæta að menntækju upp á því að keppa íþví sem þeir starfa við. Við
höfum vanist því í gegnum árin að
fylgjast með landsliðum okkar í
knattspyrnu, handknattleik og fleiri
flokkaíþróttum og erum aftur farin
að fylgjast með einstaklingum í
frjálsum íþróttum. Elstu borgarar
þessa lands muna enn gullöldina í
frjálsum íþróttum um miðja síðustu
öld.
En þó okkur hérlendis finnist það
nýstárlegt að keppa í handverki, eða
því sem unnið er við dags daglega,
þá er þetta ekki eins nýtt af nálinni á
heimsvísu og ætla mætti. Samtökin
World Skills hafa í áratugi staðið
fyrir heimsmeistarakeppni í hand-
verki og iðngreinum og það er tæp-
lega til sú iðn sem ekki tekur þátt í
þeim heimsmótum.
En snúum okkur aftur að um-
ræðuefni dagsins sem er það að við
höfum eignast Norðurlandameist-
ara í pípulögnum. Sá sem þann titil
ber er ungur Kópavogsbúi að nafni
Árni Már Heimisson. Eins og venja
er hérlendis vilja menn vita um ætt
og uppruna en Kópavogur er ungt
byggðarlag sem ekki á sér langa
sögu sem þéttbýli.
Þess vegna telja sumir Kópa-
vogsbúar, sem námu þar land um
miðja síðustu öld á hrjóstrugum
hálsum og nesi, að þeir séu með blátt
blóð sem frumbýlingar. En þessi
ungi Norðurlandameistari rekur
ættir sínar lengra aftur í tímann sem
Kópavogsbúi en fyrrnefndir frum-
býlingar því hann er af þeirri ætt
sem á langa sögu í Kópavogi; langafi
hans og langamma bjuggu síðust búi
í Fífuhvammi fram eftir tuttugustu
öldinni.
En aftur til nútímans og afreks
þessa unga manns. Norðurlanda-
keppnin í pípulögnum fór að þessu
sinni fram í Málmey í Svíþjóð en
þessi keppni á sér ekki langa sögu. Í
henni er einn þátttakandi frá hverri
norrænni þjóð, þar af leiðandi fimm
keppendur og þetta er í fyrsta skipti
sem Íslendingur sigrar.
Í áratugi hefur verið starfandi
norræn samvinnunefnd pípulagn-
ingamanna sem hefur samræmt
menntunarkröfur og atvinnuréttindi
pípulagningamanna á Norð-
urlöndum. Lengi vel voru Íslend-
ingar aðeins meðreiðarsveinar og
ekki teknir sem fullgildir aðilar að
þessu samstarfi en fyrir rúmum ára-
tug lögðust fulltrúar Íslands á árar
og þrýstu á fulla aðild. Hún fékkst
en þó nokkuð dræmt í byrjun, því
verður ekki neitað.
Það var þessi samvinnunefnd sem
ákvað að stofna til Meistarakeppni
Norðurlanda í pípulögnum sem
haldin skyldi annað hvert ár. Fyrsta
keppnin var í Tromsö í Noregi 1999
og fyrsti Norðurlandameistarinn
var heimamaður. Fulltrúar Íslands
höfðu hug á að Ísland tæki fullan
þátt í þessu samstarfi og ættu þar
með fulltrúa í keppninni. Það tókst
2001 þegar ungur Búðdælingur,
Vigfús Baldvin Heimisson, tók þátt í
keppninni í Bella Center í Kaup-
mannahöfn og stóð sig með miklum
sóma. Það sama má segja um aðra
fulltrúa landsins í keppninni, þeir
hafa ætíð staðið sig frábærlega. Árið
2005 var keppnin í fyrsta sinn haldin
á Íslandi. Keppt var í Perlunni og
tókst með ágætum.
En hvað tekur nú við hjá Norð-
urlandameistaranum unga? Hann
var tekinn tali í stórhýsi í Hafn-
arfirði en rétt er að geta þess að
meistari hans er Garðar Ingþórsson
þótt hann hafi farið nokkuð á milli
meistara til að víkka sjóndeild-
arhringinn. Framtíðin er enn óráðin
hjá meistaranum unga en þegar
rætt er um möguleika á frekara
námi þá getur gamall lagnamaður
ekki annað en undrast og fagnað því
hve tímarnir eru breyttir frá því sem
var fyrir ekki lengri tíma en hálfri
öld. Nú býðst frekari menntun fyrir
unga duglega og framsækna pípu-
lagningamenn bæði innanlands og
utan. Það þykir ekki lengur nein
goðgá að pípulagningamaður fari í
háskóla innanlands og einkanlega í
Danmörku er um fjölmargar náms-
brautir í píplögnum að ræða. Að lok-
um skal þessum unga Norð-
urlandameistara í pípulögnum óskað
til hamingju með sigurinn, sem ekki
aðeins útheimti einbeitingu og dugn-
að í keppninni, heldur líka strangan
undirbúning og þjálfun. Bæjarstjór-
inn í Kópavogi mætti líka skreppa í
blómabúð og óska síðan þessum
unga Kópavogsbúa til hamingju,
Norðurlandameistari í íþróttum
hefði örugglega fengið nokkrar rós-
ir.
Íslenskur Norðurlandameistari í pípulögnum
Höfundur er pípulagningameistari
siggigretar@internet.is
LAGNAFRÉTTIR
Sigurður Grétar Guðmundsson
Ýttu úr vör. Norræna samvinnunefndin sem gerði Norræna meist-
arakeppni í pípulögnum að veruleika. Á þessum fundi sumarið 2000 er
verið meta árangur fyrstu keppninnar í Tromsö og undirbúa keppnina í
Bella Center. Fundurinn er haldinn á Klarålven í Svíþjóð á bjálkafleka
sem nefndarmenn smíðuðu sjálfir. F. v: Christer Bölin, Svíþjóð; Christer
Hägg, Finnlandi; Poul Houmöller, Danmörku, Ole Larmerud, Noregi;
Sigurður Grétar Guðmundsson, Íslandi
Meistarinn. Árni Már Heimisson Norðurlandameistari í pípulögnum ár-
ið 2007 við lagnaverk í stórhýsi í Hafnarfirði
STJARNAN
Láttu okkur vinna fyrir þig,
sýna og selja þína eign.
Hringdu í síma 8600-299 eða 8200-747Björn S Ingólfsson.Sölufulltrúi. S 8600-299,
bjorn@remax.is
Björgvin Pétursson.
Sölufulltrúi. S 8200-747,
bjorgvin@remax.is
Rúnar S Gíslason. Hdl
og löggildur
fasteignasali.
Vilt þú selja þína eign hratt og örugglega?
Suðurmýri - Ásett verð 65.900.000 Vesturhús - Ásett verð 83.000.000 Frakkastígur - Ásett verð 23.000.000
Leifsgata - Ásett verð 15.900.000 Blikaás - Ásett verð 28.900.000 Þorláksgeisli - Ásett verð 25.400.000
Við sýnum
og seljum
þína eign
Sel
dis
t á
2 d
ögu
m
Sel
dis
t á
2 tí
mu
m
Sel
dis
t á
37
tím
um
Sel
dis
t á
28
dög
um
Sel
dis
t á
27
dög
um
Sel
dis
t á
14
dög
um