Morgunblaðið - 25.04.2007, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 25.04.2007, Qupperneq 2
2|Morgunblaðið Útgefandi: Árvakur hf.| Umsjón efnis: Kristján Guðlaugsson, kristjang- @mbl.is | Auglýsingasala: Katrín Theódórsdóttir, sími 569 1105, kata@m- bl.is | Prentun: Prentsmiðja Árvakurs hf. | Dreift með Morgunblaðinu. Jónína Bjartmarz, umhverf-isráðherra, er ekki í neinumvafa um gildi Dags umhverf-isins. Það á ekki að vera neinn hátíðisdagur eða minning- arathöfn um unna sigra heldur hvatning til þess að halda áfram, gera hlutina betur og fá alla Íslend- inga til liðs við landið og náttúru þess. Allir verða að vera með „Vitund almennings um umhverf- ismál er alltaf að vaxa og styrkjast. Þetta varðar samspilið milli okkar sem búum í landinu og náttúru þess, það er spurningin um umgengnina við landið okkar sem skiptir hér af- gerandi máli. Þetta tekur til margra þátta eins og til dæmis samgangna og samskipta, loftgæða úti sem inni, endurnýtingar allra hluta og urð- unar, svo eitthvað sé nefnt. Hér verða í raun allir að horfa á þetta samspil frá sínu eigin sjónarhorni, frá því umhverfi sem þeir búa við, og spyrja sig hvernig þeir geti tekið þátt í að vernda og fegra landið,“ segir Jónína. Í huga hennar leikur enginn vafi á því að ábyrgð hvers og eins er mik- ilvæg. Stefna stjórnvalda er bæði nauðsynleg og afgerandi, bæði sem framkvæmdaaðili og fyrirmynd, en þegar til kastanna kemur erum það við, hinn venjulegi Íslendingur, sem verðum að axla stærstan hluta ábyrgðarinnar. Það er almenningur sem verður að öðlast vitund og vilja til þess að ganga vel um landið og gæta þess að því verði skilað hreinu og fögru til komandi kynslóða. „Degi umhverfisins er ætlað að vekja fólk og hvetja það til að leggja sitt af mörkum í verndun landsins og góðri umgengni við náttúruna. Við þurfum sífellt að tala og stjórna þannig að fólk skilji hvað við erum að segja og hvers vegna við gerum hlutina.“ Sjálfbær þróun er framtíðin Jónína hefur mjög ákveðnar skoð- anir í umhverfismálum og hún vill að Ísland skipi sér sess meðal þeirra sem þjóða sem fremstar eru í um- hverfismálum. Þegar á allt er litið eru umhverfismál ekki einkamál neins, hvorki þjóða né einstaklinga, heldur sameiginlegt átak allra og þá er skylda okkar að standa fremst með góðu fordæmi og sýna í vilja og verki að við virðum náttúruna og nýtum hana skynsamlega. Hér er sjálfbær þróun mikilvæg- asta verkefnið og vart er hægt að hugsa sér sjálfbæra þróun landsins nema stjórnvöld og almenningur taki höndum saman og leysi verk- efnin sameiginlega. „Árangurinn í umhverfismálum kemur með víðtækri þátttöku al- mennings. Sjálfbær þróun felur í sér heilbrigða endurnýjun auðlinda og orku og hugtakið felur líka í sér hugsunina um komandi kynslóðir. Við berum ábyrgð á landinu og nátt- úru þess, ekki bara meðan við lifum og störfum, heldur einnig gagnvart börnum okkar og öllum komandi kynslóðum,“ segir Jónína. Hún er upptekin af málflutningi stjórnvalda í umhverfismálum og hún leggur áherslu á að ekki sé sama hvernig málin séu lögð fram, bæði í stjórnmálaumræðunni og í stefnumótun stjórnvalda. „Umhverfismál varða heill al- mennings og stjórnvöld verða að tala almúgamál þegar þau leggja fram stefnu sína í þessum málum.“ Loftslagsbreytingar Skýrslur vísindamanna frá öllum heimshornum, sem nýverið hafa verið birtar og byggjast á ítarlegum rannsóknum, hafa dregið upp ófagra mynd af þróun loftslagsins og þeim afleiðingum sem hún kann að hafa fyrir heimsbyggðina. Ísland er ekki stór þáttur í þessari þróun en séð frá sjónarhorni umhverf- isráðherrans verður hver og einn að leggja sitt af mörkum til þess að ár- angur náist og þá gildir einu hvort um er að ræða stórar eða smáar þjóðir. „Stefna okkar í loftslagsmálum er langtímastefna. Í frumvarpinu um losun gróðurhúsalofttegunda, sem ég lagði fram á þingi 1. mars síðast liðinn, kemur þetta glöggt fram.“ Í frumvarpinu segir meðal annars að Kyoto-bókunin setji Íslandi bind- andi mörk varðandi losun gróð- urhúsalofttegunda á tímabilinu 2008–2012. Annars vegar megi losun frá Íslandi ekki aukast meira árlega á þessu tímabili en um 10% miðað við losun árið 1990. Hins vegar séu sérstakar heimildir um losun kol- díoxíðs frá stóriðju sem notar end- urnýjanlega orku allt að 1,6 millj- ónum tonna að meðaltali á ári á tímabilinu í samþykkt, sem stundum sé nefnt íslenska ákvæðið. Þessar heimildir séu bundnar ströngum skilyrðum. „Þetta eru fyrstu takmarkanir á losun gróðurhúsalofttegunda frá stóriðju sem lagðar hafa verið fram hérlendis. Hér er aðallega verið að fjalla um álbræðslu og reglur um út- hlutun og áætlanagerð stóriðjunnar frá 2008 til 2012. Engar alþjóðlega bindandi skuldbindingar liggja fyrir um tímabilið eftir 2012 og efni frum- varpsins fjallar ekki um losun eftir þann tíma með beinum hætti.“ Í ræðu Jónínu kemur fram að lagasetning af því tagi sem sett var fram í frumvarpinu sé þó skýr skila- boð til fyrirtækja um að ekki sé hægt að ganga að því vísu að losun koldíoxíðs verði án takmarkana og frekari skilyrða eftir árið 2012. Slík skilaboð séu mikilvæg þar sem þau hvetji til þess að leitað sé að betri tækni til að draga úr losun koldíox- íðs sem veldur auknum gróðurhúsa- áhrifum og einnig að rekstr- arforsendur séu metnar í ljósi þeirra takmarkana sem síðar kann að verða gripið til. Loftgæði eru mikilvæg Varðandi alþjóðlegar skýrslur vís- indamanna um loftslagsbreytingar af mannavöldum, segir Jónína að okkur beri að hlusta vandlega og taka mið af niðurstöðum þeirra og ábendingum. „Fyrsta skýrslan fjallaði um líkur á því að loftslagsbreytingar væru af mannavöldum og í henni eru taldar sterkar líkur á að svo sé. Önnur skýrslan lagði svo mat á áhrifin sem þessar loftslagsbreytingar gætu valdið. Svo kemur þriðja skýrslan, en hún mun fjalla um mögulegar úr- bætur og gera tillögur um aðgerðir til að hindra uggvænlega þróun í loftslagsmálum,“ segir umhverf- isráðherra. En hinn stóri heimur er sam- ansettur af minni samfélögum og ennþá minni byggðarlögum og á hverjum stað birtast vandamálin á sértækan hátt og þar verður að bregðast við þeim út frá þeim að- stæðum og efnum sem samfélögin búa við. Að mati ráðherrans eru loftgæði ekki bara alþjóðlegt vandamál, þau varða alla og allir verða að taka höndum saman um að gera þau sem best. Það er í hinu smáa sem hið stóra býr. „Svifryk er til dæmis mikið vandamál hér í borginni og í sumum bæjum úti á landi. Ég fagna þess vegna þeim aðgerðum sem hafa ver- ið gerðar, til dæmis í samgöngu- málum á Akureyri, en einnig þeim skrefum sem nú er verið að stíga hér í Reykjavík. Loftgæði í borginni eru að miklu leyti tengd almanna- samgöngum og allar úrbætur á því svið munu verða til þess að draga verulega úr svifryki. En hér gildir enn sem áður að almenningur verð- ur að vera með. Ef almenningur hefur vitund og vilja og fylgir því eftir í verki verður það stór þáttur í því að draga úr svifryki og þar með bæta loftgæðin verulega,“ segir ráð- herra. Endurnýjanleg orka er svarið Jónína segir mikilvægt að skipt verði yfir í endurnýjanlegt og vist- vænt eldsneyti í samgöngum og fiskveiðum. „Stefnumótun stjórnvalda tekur mið af því hvernig við getum axlað ábyrgð okkar bæði hvað varðar iðn- að, fiskveiðar, samgöngur á landi og flugþjónustu. Íslendingar standa í fremstu röð hvað þetta snertir, við búum bæði yfir mikilli verk- og tækniþekkingu á sviði endurnýt- anlegrar orku og eins stöndum við vel að landgræðslu og skógrækt, sem stuðlar að bindingu kolefnis. Þetta þarf að stórauka.“ Jónína segir að hnattrænt stafi loftslagsbreytingarnar einkum af ol- íu-, kola- og gasbrennslu og í meg- inatriðum megi rekja vandamál í sambandi við loftslagsbreytingar til þessara þátta. „Svarið er endurnýjanlegir orku- gjafar og hérlendis eru geysilegir möguleikar í jarðhitanum, sem við höfum verið að nýta og erum að nýta. Við erum einnig að styðja fá- tækar þjóðir til þess að byggja upp aðstöðu til og taka í notkun end- urnýjanlega orku, en meginvandi þessara þjóða hefur verið að þær hafa orðið að notast við olíu eða kol sem orkugjafa. Á þessu sviði standa Íslendingar í fremstu röð og þótt við séum við fámenn þjóð og lítið land á heimsmælikvarða getum samt lagt drjúgan skerf af mörkum í þróun endurnýjanlegra orkugjafa, bæði með tækniaðstoð og þeirri reynslu sem við höfum aflað okkur um lang- an tíma.“ Samgöngumiðstöð framtíðar? Ísland hefur vegna hnattrænnar legu sinnar alltaf haft ýmsa mögu- leika til þess að gegna lykilhlutverki í samgöngum. Þetta gerðist á fyrstu áratugum flugsamgangna yfir Atl- antshafið og þetta getur aftur gerst en að þessu sinni í samgöngum á hafinu. Í auknum samskiptum aust- urs og vesturs er sífellt verið að leita eftir hagkvæmari leiðum til flutninga og samskipta, og þá skipta vistvænir orkugjafar, styttri sam- gönguleiðir og umhverfistengd sam- skipti miklu máli. „Ef fer sem spáð er, að loftslag hlýni að mun, kann það að leiða til þess að siglingaleiðir úr Barentshafi til Íshafsins opnist en það kann að leiða til þess að Ísland getur orðið samgöngumiðstöð milli austurs og vesturs. En hér verður að horfa til afleiðinganna af slíkri þróun. Við verðum að spyrja okkur hvaða áhrif þetta hefur á auðlindir hafsins og skilgreina afleiðingarnar sem þetta getur haft. Við verðum að vera einu skrefi á undan þróuninni og skil- greina möguleikana og hætturnar sem hún getur haft í för með sér,“ segir Jónína. Hún kveður Norðmenn hafa stað- ið framarlega í þessum málum, þeir hafi kortlagt bæði möguleikana og áhættuna sem þessari þróun geti fylgt. „Frændur okkar í Noregi hafa verið framarlega á þessu sviði, en það er líka verið að meta þessi mál hérlendis, eins og til dæmis hvort lögfesta beri reglur um sigl- ingaleiðir út frá aðstæðum, stærð skipa og vörum sem þau flytja. Við munum alla vega hafa vakandi auga með framvindu mála og gera okkar ýtrasta til að vera vel í stakk búin til að mæta því sem gerist. Þetta eru okkar hagsmunir í lengd og bráð,“ segir Jónína Bjartmarz, umhverf- isráðherra. Umhverfismál eru eins og þung undiralda í pólitískum og hagfræðilegum veruleika samtímans. Ógnin sem stafar af fram- kvæmdum mannanna er vegin og metin út frá hagsmunum samtímans og komandi kynslóða, afleiðingar fyrri framkvæmda eru teknar til skoðunar og reynt að nota þær þegar mat er lagt á framtíðina. Kristján Guðlaugsson ræddi við Jónínu Bjartmarz, umhverfisráðherra, um Dag umhverfisins og mikilvæg mál sem tengjast umhverfisvernd. Morgunblaðið/Ómar Mengun Í kyrru veðri er stundum mengunarslikja yfir borginni. Ráðherra vill gera stórátak í loftlagsmálum og segir að þau varði heill almennings. Áhersla á sjálfbæra þróun Umhverfisráðherra segir Ísland á réttri leið í baráttunni fyrir betri loftgæðum Morgunblaðið/ÞÖK Á verði Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, var viðstödd þegar Wilson Muuga var dreginn af skerinu. Sem betur fer var þetta ekki olíuskip. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Verndun Samspilið milli okkar sem búum í landinu og náttúru þess, er mikilvæg segir Jónína Bjartmarz.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.