Morgunblaðið - 25.04.2007, Page 4

Morgunblaðið - 25.04.2007, Page 4
4|Morgunblaðið Kolviður er kolefnissjóðursem stofnaður var sum-arið 2006 að frumkvæðiSkógræktarfélags Ís- lands og Landverndar en þessi fé- lög hafa unnið að undirbúningi sjóðsins um nokkurt skeið. Reynd- ar kom hugmyndin frá hljómsveit- inni Fræbbblunum í tilefni minn- ingartónleika sem hún hélt um enska pönkarann Joe Strummer, en hann var þekktur fyrir áhuga sinn á umhverfisvernd og sérlega loftslagsmálum. Alþjóðlega viðurkennt Hlutverk Kolviðar er að gera ein- staklingum, félagasamtökum, stofnunum og fyrirtækjum kleift að jafna kolefnalosun sína vegna sam- gangna við skógrækt, segir í nýút- komnum fræðslubæklingi um starf- semi og markmið sjóðsins. Starfsemi sjóðsins er í samræmi við alþjóðlega viðurkenndar aðferð- ir til að hamla gegn hlýnun and- rúmsloftsins með bindingu kolt- víoxíðs. Bakhjarlar sjóðsins eru auk ríkisstjórnarinnar, Orkuveita Reykjavíkur og Kaupþing. Eins og alþjóð veit hafa gróð- urhúslofttegundir aukist gríðarlega á síðustu áratugum og nýbirtar skýrslur um rannsóknir á áfram- haldandi þróun loftslagsmála, sem gerðar voru af mörg þúsund vís- indamönnum úr öllum heiminum, sýna að voveiflega horfir ef ekki verður spornað við. Aukinn vöxtur í útblæstri koltví- sýrings er fyrst og fremst afleiðing aukinnar brennslu jarðefnaelds- neytis. Hugmyndafræðin að baki Kolviðar, og erlendra sjóða með sömu markmið, er að binda kolefni úr andrúmsloftinu með skógrækt, en tré og gróður binda kolefni og leysa súrefni í stað þess út í and- rúmsloftið. Nafn fornkappa Nafnið á sjóðnum er rakið til Kolviðar á Vatni, en hann var forn- kappi sem drepinn var á Kolvið- arhóli og heygður þar. Sagt er að hann hafi birst síðari tíma fólki og látið illa en nú birtist hann í gervi velgjörðarmanns mannkynsins. Aðstandendum sjóðsins þykir við hæfi að kalla hann til liðsinnis til að minna landsmenn á það að um þriðjungur landsins var skógi vax- inn milli fjalls og fjöru á landnáms- öld, eins og segir frá í kynning- arbæklingnum um sjóðinn. Markmið sjóðsins er að auka vit- und almennings og atvinnulífsins um losun kolefna og fá fólk til að taka ábyrgð á eigin losun. Kolviður vill hvetja Íslendinga til þess að verða fyrsta þjóð heims til að kolefnisjafna útblástursáhrif samgöngutækja sinna með skóg- rækt. Sjóðurinn vill ennfremur stuðla að gerð kennsluefnis um loftlagsmál og vinna markvisst með nemendum á fleiri skólastigum, en sérstaklega grunnskólabörnum. Ný vefsíða opnuð Kolviður hyggst gera langtíma- samning við landeigendur og skóg- ræktendur um ræktun kolefn- isskóga á áður skóglausu landi. Fyrsta skógræktarland Kolviðar mun verða Geitasandi á Suður- landi. Vefsíða Kolviðar, www.kolvid- ur.is, mun verða opnuð formlega og kynnt landsmönnum 15. maí næst- komandi og gefst þá almenningi kostur á að reikna út á einfaldan hátt það magn koltvísýrings sem þeir losa út í andrúmsloftið með samgöngum sínum. Jafnframt gefst mönnum kostur á að greiða fyrir þann fjölda trjáa sem þarf til að kolefnisjafna sam- göngur þeirra. Samkvæmt kynningarbæklingi sjóðsins er kostnaðurinn við að af- kola hvern bíl mismunandi eftir akstri og notkun, en þumalputt- areglan þó sú að nóg sé að greiða andvirði einnar fyllingar á bens- íntankinn á ári til þess að afkola ökutækið. Kolviður tekur á móti greiðslum frá þeim sem vilja taka þátt í verk- efninu og styðja hugsjónir sjóðsins og sér einnig um að planta trjánum. Kolviður berst gegn kolefnum Morgunblaðið/G.Rúnar Byrjun Geir Haarde forsætisráðherra, óskar Kolviði velgengni. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdót Skógur Kolviður vill stuðla að aukinni skógrækt gegn kolefnum. Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Uppgræðsla Kolviður vill græða upp landið og gera það skógi vaxið aftur. Myndin er frá Hafnarfjalli. Dagur umhverfisins er ídag, 25. apríl. Eitt af þvísem gert verður til þessað efla vitund fólks um íslenska náttúru og umhverfisvernd er að opna nýja vefsíðu sem heitir Náttúran.is. Ráðherrann opnar vefinn Umhverfisráðherra Jónína Bjart- marz opnar vefinn á hádegisfundi sem ráðuneytið býður til að Kjar- valsstöðum. Eftir opnun vefsins mun kynn- ingin halda áfram í verslunarmið- stöðinni Kringlunni þar sem virkni vefsins verður kynnt og umhverf- isvænt kynningarefni gefið þeim sem þiggja vilja. Náttúran.is – vefur með umhverf- isvitund er óháð samskiptaveröld og þjónustuvefur þar sem þú finnur ít- arlegar upplýsingar um umhverf- isvottuð fyrirtæki, vörur og þjón- ustu á Íslandi í dag. Þar eru einnig „grænar síður“ sem er listi yfir „græn“ fyrirtæki og stofnanir, en listinn kemur t.a.m. inn á umhverf- ismerkingar, umhverfisstjórnun og umhverfisviðurkenningar. Náttúrulegur netmarkaður En vefsíðan er ekki bara fróðleg- ur upplýsingamiðill um flestar hlið- ar íslenskrar náttúru. Vefurinn starfrækir einnig „náttúrumarkað“ (netverslun) þar sem fyrrnefnd um- hverfisviðmið tengjast skráðum vörum og koma þannig upplýs- ingum á framfæri í samhengi við ít- argögn annars staðar á síðum Nátt- úrunnar.is. Náttúran.is er myndrænn upplýs- ingavefur sem sinnir umhverf- ismennt á breiðum grundvelli og talar til allra aldurshópa. Það eru þau Guðrún Tryggva- dóttir listakona og Einar Berg- mundur Arnbjörnsson, for- stöðumaður tölvusviðs Listaháskóla Íslands, sem hafa hannað vefinn og komið honum á koppinn. En hug- myndin er þó nokkru eldri og und- irbúningsstarfið hefur tekið langan tíma. „Hugmyndin byrjaði eiginlega úti í berjamó þegar ég fór að hugsa um Grasa-guddu. Þetta var fyrir um fjórum árum og hún hefur verið í þróun æ síðan. Hugmyndin byggist á því að nota veraldarvefinn sem tæki fyrir þá sem áhuga hafa á að kynnast leyndarmálum náttúrunnar nánar og gera neytendum umhverf- isvænar lausnir sýnilegri og að- gengilegri,“ segir Guðrún. Grasagudda hefur gengið í gegn- um langt ferli en tók stórt skref þegar höfundur hennar fór á Braut- argengisnámskeið Iðntæknistofn- unar veturinn 2004. „Ég kunni hreinlega of lítið um fjármál og rekstur og varð að þjálfa mig í að halda utan um „stóra hug- mynd“ og láta hana verða að veru- leika.“ Frá árinu 2005 hefur verið unnið að því að byggja upp tengslanet og afla samvinnuaðila og styrkja fyrir hina ýmsu hluta vefsins. Starfinu hefur miðað hægt en örugglega og kórónan á verkið er opnun vefsíð- unnar nattura.is í dag. „Mikilvægir opinberir aðilar hafa nú þegar styrkt verkefnið. Í byrjun nóvember 2005 var viðskiptaáætlun að vefsetrinu Grasagudda.is / Nat- ure.is tilnefnd sem ein af tólf við- skiptaáætlunum sem komust í loka- úrslit í samkeppninni Nýsköpun 2005,“ segir Guðrún. Náttúran.is – vefur með umhverfisvitund Morgunblaðið/Kristinn Vefskaparar Guðrún Tryggvadóttir og Einar Bergmundur Arnbjörnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.