Morgunblaðið - 25.04.2007, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 25.04.2007, Qupperneq 6
6|Morgunblaðið Kolefni (C) er merkilegt frumefni. Í formi koltvísýrings, CO2, er það einn meginorsakavaldurinn í þeirri hlýn- un loftslags af mannavöldum sem gæti ógnað velferð jarðarbúa á kom- andi árum. Þegar kolefnið er bundið í lífræn efni er það hins vegar und- irstaða lífs á jörðu, einhver mik- ilvægasta auðlind jarðarbúa. Auðlind á villigötum Undanfarið hefur nær hvert ár verið hlýrra að meðaltali á jörðinni en það sem á undan er gengið. Magn koltvísýrings í lofthjúpnum eykst stöðugt og nemur um 2⁄3 af upp- söfnun þeirra gróðurhúsaloftteg- unda sem ógna jafnvæginu í loftslagi jarðar. Um 2⁄3 af uppsöfnun CO2 í andrúmslofti frá 1850 stafar frá bruna jarðefnaeldsneytis á síðustu 150 árum. Það vill hins vegar gleym- ast í umræðunni að 1⁄3 af þessari CO2 mengun stafar af breyttri land- notkun, eyðingu skóga, landhnignun og uppblæstri. Það má því líta á koltvísýringinn sem auðlind á villi- götum. Binding kolefnis er áríðandi verk- efni Tvær meginleiðir eru til að koma í veg fyrir hættu á loftslagsbreyt- ingum af mannavöldum; draga úr út- blæstri gróðurhúsalofttegunda með öllum tiltækum ráðum og skila hluta af koltvísýringnum aftur til jarðar með aukinni gróðurræktun. Gróð- urinn umbreytir koltvísýringnum í lífræn efni sem geymist að stórum hluta í jarðvegi og er undirstaða frjósemi jarðar. Styrkur koltvísýr- ings í lofthjúpnum er nú þegar það hár að þessi leið er óhjákvæmileg samhliða því sem dregið er úr loft- mengun. Skila þarf kolefninu til baka Landhnignun og uppblástur hafa leikið Ísland grátt í aldanna rás. Það táknar að gríðarlegt kolefni hefur tapast úr íslenskum vistkerfum, e.t.v. 400 sinnum meira en nemur ár- legri losun gróðurhúsalofttegunda. Enn losnar gríðarlegt magn gróð- urhúsalofttegunda út í andrúms- loftið frá Íslandi, m.a. vegna rotn- unar lífræns efnis á illa förnu landi, eins og nýlegar rannsóknir Land- búnaðarháskóla Íslands hafa leitt í ljós. Þessu kolefni þarf að skila til baka til að bæta vistkerfi landsins. Ávinn- ingurinn er margþættur og hagn- aður hins íslenska samfélags mikill af landbótum, svo sem landgræðslu og skógrækt, er mikill bæði í bráð og lengd. Með landbótum eykst frjó- semi landsins. Bæta má vatns- miðlun, jafna sveiflur í vatnsrennsli og auka framleiðni í laxveiðiám. Meðal fjölmargra annarra þátta má nefna betri skilyrði til útivistar, ferðamennsku, skjól, dýralíf og veiði, aukna tegundafjölbreytni og virðisauka af landi. Kolefnisbinding m.t.t. loftslagsverndar eru svo verð- mæti út af fyrir sig, aukavinning- urinn sem getur orðið mjög verð- mætur á kvótamörkuðum í framtíðinni. Miklir möguleikar á Íslandi Hve mikið er hægt að binda Rannsóknir hafa leitt í ljós að kol- efnisbinding er mikil hér á landi, bæði með landgræðslu og skógrækt. Um 60–80% af kolefninu binst í jarð- vegi, jafnvel meira í landgræðslu og því valda hinir sérstæðu eiginleikar eldfjallajarðvegsins auk þess sem rotnun lífræns efnis er hægari en í heitar löndum. Breytileiki í kolefn- isbindingu með landgræðslu er mik- ill, eða 1,5 – 5,5 tn CO2 á hektara, skv. grein Ólafs Arnalds í riti Fræðaþings landbúnaðarins 2007. Að meðaltali má e.t.v. reikna með um 2,2 tn bindingu á ári / ha og slík árleg binding heldur áfram mjög lengi, um hundruð ára uns nýju jafn- vægi í kolefnisbúskap landsins er náð. Ljóst er að möguleikar til kolefn- isbindingar eru miklir á Íslandi, auk þess sem mikilvægt er að draga úr þeirri miklu losun gróðurhúsa- lofttegunda sem á sér stað í tötróttu landi. Þannig gæti landgræðsla og/ eða ræktun skóga á um 1 milljón ha lands á Íslandi t.d. bundið meira kol- efni en sem nemur allri losun gróð- urhúsalofttegunda frá Íslandi af mannavöldum. En, hvaða land á ekki að græða, hvar á að rækta skóg og með hvaða tegundum? Um slíkt eru skiptar skoðanir. Því þurfa stórtæk áform um landbætur að byggjast á vandaðri undirbúningsvinnu til að tryggja þjóðarsátt um slík verkefni. Landbætur gegn loftslags- breytingum Höfundur er fagmálastjóri Landgræðslu ríkisins Eftir Andrés Arnalds Morgunblaðið/Atli Vigfússon Staða Íslendinga í vörnumgegn breytingum á loftslagijarðar af mannavöldummótast af sérstæðri þver- sögn,“ segir Andrés Arnalds, fag- málastjóri Landgræðslu ríkisins. Í hópi umhverfissóðanna „Annars vegar er hlutfall end- urnýjanlegra orkugjafa í orkubú- skap landsins það langhæsta í heimi, þökk sé okkar miklu möguleikum á orkuframleiðslu með vatni og jarð- varma. Hins vegar erum við í hópi mestu umhverfissóðanna ef miðað er við losun gróðurhúsalofttegunda á hvert mannsbarn. Í nýlegri skýrslu umhverfisráðuneytisins til loftslags- samnings Sameinuðu þjóðanna um losun Íslands árið 2004 kemur fram að hún var þá um 5,5 milljónir tonna miðað við CO2 ígildi, og fer vaxandi með nýjum iðnverum.“ Margar leiðir færar Andrés segir að þrátt fyrir þessa miklu losun gróðurhúsalofttegunda eigi Íslendingar alla möguleika á að verða „hlutlausir“ í losun gróð- urhúsalofttegunda, þ.e. losun af manna völdum verði ekki meiri en gróður umbreytir í lífræn efni sem geymast í gróðri og jarðvegi. „Til þess eru margar leiðir færar, og gefur m.a. hin frábæra mynd Als Gores, Hinn óþægilegi sannleikur, ýmsar hugmyndir um slíkt. Meðal mögulegra leiða eru betri nýting eldsneytis og endurnýjanleg orka, um þriðjungur af losun gróðurhúsa- lofttegunda, utan stóriðju, stafar frá samgöngum. Þar eru miklir mögu- leikar til að draga úr loftmengun,“ segir Andrés. Hann segir að það sama gildi um fiskiskipaflotann. „Tækniþróun er hröð og samhliða þeim mun nýting eldsneytis batna mikið. Vetni og aðr- ir slíkir vistvænir orkuberar munu einnig gera okkur kleift að nýta end- urnýjanlega orku í stað jarð- efnaeldsneytis.“ Almenningssamgöngur „Umferðarþungi hefur vaxið hratt á höfuðborgarsvæðinu. Losun gróð- urhúsalofttegunda í tengslum við hinn stóra bílaflota er mikil. Ár- íðandi er að koma almennings- samgöngum í það horf sem hæfir umhverfisvænni þjóð. Reykjavík hefur nú fylgt í fótspor Akureyrar og Reykjanesbæjar um að hafa frítt í strætó, en þó aðeins að hluta og í stuttan tíma. Auk þess vantar fleiri forgangsakreinar fyrir strætó. Ljóst er að nauðsynlegar umbætur munu hafa verulegan samdrátt gróð- urhúsalofttegunda í för með sér,“ segir Andrés. Hann bendir á að enn sem komið er hafi verið litið á koltvísýring sem höfuðvandamál, sem finna þurfi leið- ir til að farga. Kapp þurfi hins vegar að leggja á að finna leiðir til að nýta þessa auðlind á villigötum og skapa úr henni verðmæti. „Hafnar eru rannsóknir hér á landi á möguleikum þess að dæla koltvísýringi niður í borholur með það fyrir augum að fella út kalk, sem síðan er bundið í berginu til fram- búðar.“ Kolefnisjafnað Ísland 2020 Ætla má að Ísland hafi glatað um helmingi af þeim gróðurlendum sem hér voru við landnám og um 95% af þeim skógi og kjarrlendi sem þá var, að sögn Andrésar. „Með landgræðslu og skógrækt er hægt að skila miklu kolefni aftur til jarðar, milljónum tonna af CO2. Samhliða nást önnur markmið sem skipta þjóðina miklu máli til fram- tíðar,“ segir hann. Andrés segir að ýmsar þjóðir hafi sett sér háleit markmið til að draga úr hættu á loftslagsbreytingum, nú síðast Noregur sem ætli að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um þriðjung fyrir árið 2020. „Í ljósi ofangreindra leiða getum við sett okkur það markmið að hér verði engin losun gróðurhúsaloftteg- unda af mannavöldum umfram það sem hægt er að jafna út með bind- ingu kolefnis í gróður og jarðveg. Hvort unnt er að ná þessu takmarki fyrir árið 2020 er óvíst, en mikilvægt er að koma sem fyrst af stað vand- aðri greiningu á slíkum möguleikum. Gerum Ísland að fyrirmynd annarra þjóða,“ segir Andrés Arnalds. Morgunblaðið/Kristinn Úrbætur Með landgræðslu og skógrækt er hægt að skila miklu kolefni aftur til jarðar, segir Andrés Arnalds. Ísland – fyrirmynd í loftslagsmálum? Morgunblaðið/Sverrir Þversögn Loftlagsmálin mótast af þversögn, segir Andrés Arnalds. Morgunblaðið/Júlíus Mengun Losun gróðurhúsalofttegunda í tengslum við hinn stóra bílaflota er mikil, einkum á höfuðborgarsvæðinu þar sem bílaflotinn vex hraðast. Vinnum saman að landbótum gegn loftslagsbreytingum Gleðilegt gróðursumar Landgræðsla ríkisins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.