Morgunblaðið - 25.04.2007, Qupperneq 8
8|Morgunblaðið
Viðurkenna vísindalegt verklag,
þar með talið verk alþjólegra stofn-
ana á borð við The Intergovern-
mental Panelon Climate Change
(IPCC).
Forstjóri Landsvirkjunar, Frið-
rik Sophusson, hefur undirritað yf-
irlýsinguna.
Vinna að upplýsingagjöf til al-
mennings um loftslagsbreytingar,
áhættu og möguleika.
Landsvirkjun hefur m.a. gefið út
bæklinginn ,,Umhverfið í okkar
höndum“ sem m.a. fjallar um áhrif
loftslagsbreytinga, unnið fræðslu-
efni fyrir börn um orku– og um-
hverfismál sem er á heimasíðu fyr-
irtækisins, auk þess sem
starfsmenn hafa haldið fjöldann all-
an af fyrirlestrum á ráðstefnum, í
skólum og fyrir almenning þar sem
m.a. er fjallað um loftslagsbreyt-
ingar. Þá hefur fyrirtækið um
nokkurra ára skeið styrkt og tekið
þátt í verkefni Landverndar um
„Vistvernd í verki“.
Upplýsa um losun gróð-
urhústegunda frá eigin starfsemi.
Landsvirkjun gefur út skýrslu
um grænt bókhald, þar sem fram
koma upplýsingar um losun gróð-
urhúsalofttegunda.
Þátttaka í mótvægisaðgerðum
gegn losun gróðurhúsalofttegunda.
Landsvirkjun hefur um áratuga-
skeið unnið að landgræðslu og
skógrækt og þar með bindingu kol-
efnis í jarðvegi. Þá vinnur fyr-
irtækið að aukinni niðurdælingu á
jarðhitavökva við Kröflu sem hefur
í för með sér minni losun koltvísýr-
ings til andrúmsloftsins.
Þátttaka í mikilvægum kynn-
ingar– og þróunarverkefnum á
sviði mótvægisaðgerða gegn lofts-
lagsbreytingum.
Landsvirkjun er hluthafi í Vi-
storku og Íslenskri NýOrku og
verkefnum á þeirra vegum. Mark-
mið Íslenskrar Nýorku er að stuðla
að vetnisvæðingu íslensks sam-
félags.
Aðstoð við opinber stefnumót-
andi verkefni til að vinna að mót-
vægisaðgerðum varðandi loftslags-
breytingar og áhrif þeirra.
Landsvirkjun hefur sett sér
markmið í samræmi við opinber
markmið ríkistjórnarinnar um að
draga úr losun gróðurhúsaloftteg-
unda.
Skuldbind-
ingar sam-
kvæmt
GROCC
Morgunblaðið/BFH
Grænt bókhald er skilgreint sem
efnisuppgjör þar sem fram koma
upplýsingar um það hvernig um-
hverfismálum er háttað í viðkom-
andi starfsemi, aðallega í formi
tölulegra upplýsinga. Græna bók-
haldið á þannig að sýna mælanleg
áhrif starfseminnar á umhverfið.
Landsvirkjun hefur þróað forrit
sem fengið hefur nafnið Grænt bók-
hald. Forritið er ætlað öllum fyr-
irtækjum sem hafa áhuga á að
fylgjast með tölulegum upplýs-
ingum um umhverfisáhrif af starf-
semi sinni. Grænt bókhald er opinn
hugbúnaður sem þýðir að hverjum
sem er er frjálst að bæta við virkni
hans og laga forritið að eigin þörf-
um. Hægt er að nálgast þetta forrit
á heimasíðu Landsvirkjunar og
nýta það án endurgjalds.
Grænt
bókhald
Fyrirtæki sem innleiða um-hverfisstjórnun sam-kvæmt alþjóðastaðlinumISO 14001 vinna að
stefnumótun á sviði umhverfismála
og fara í gegnum ítarlega skoðun á
því, hvaða umhverfisáhrif starfsemi
fyrirtækisins hefur. Fyrirtækin gera
framkvæmdaáætlun til þess að stýra
og vakta þýðingarmikil umhverfis-
áhrif. Þau setja sér enn fremur
markmið um hvernig draga megi úr
umhverfisáhrifum starfseminnar,
setja upp framkvæmdaáætlun til að
ná settum markmiðum og tryggja að
stöðugt sé unnið að úrbótum. Þá
þurfa starfsmenn að þekkja vel
hvaða lög og reglugerðir á sviði um-
hverfismála gilda um starfsemi
þeirra.
Umhverfisstjórnun
Innleiðing umhverfisstjórnunar
samkvæmt ISO 14001 hjá Lands-
virkjun fer fram í tveimur áföngum.
Fyrri áfanginn tekur til allrar starf-
semi orkusviðs Landsvirkjunar sem
er framleiðsla, sala og afhending á
raforku ásamt rekstri og stjórnun
viðhalds á framleiðslueiningum á
Sogssvæði, Þjórsársvæði, Mývatns-
svæði og Blöndu. Þessi starfsemi var
tekin út og vottuð af Vottun hf. í lok
ársins 2006. Seinni áfanginn er um-
hverfisvottun á allri starfsemi
Landsvirkjunar og er áætlað að
ljúka þeim áfanga 2007.
Við undirbúning vottunarinnar
voru skilgreindir þýðingarmiklir
umhverfisþættir við raforkufram-
leiðslu Landsvirkjunar. Þá var um-
hverfisstefna fyrirtækisins endur-
skoðuð og skilgreind yfirmarkmið
Landsvirkjunar í umhverfismálum
ásamt mælanlegum markmiðum
vegna raforkuframleiðslu.
Komið var á verklagi við að stýra
og vakta þýðingarmikla umhverf-
isþætti. Haldið er utan um það verk-
lag með leiðbeiningarskjölum um
umhverfisstjórnun einstakra starfs-
stöðva. Þá eru frávik og at-
hugasemdir skráð í sérstakan til-
kynningagrunn á innra neti
fyrirtækisins en þar er einnig haldið
utan um úrvinnslu þeirra.
Farið var ítarlega yfir þau vinnu-
ferli sem tengjast notkun var-
úðarmerktra efna í raforkufram-
leiðslunni og efnalistar starfsstöðva
og öryggisleiðbeiningar fyrir einstök
efni gerð aðgengileg á innra netinu.
Þá er haldið utan um alla losun frá
starfseminni út í andrúmsloft, vatn
og jarðveg, ásamt því að haldið er ut-
an um upplýsingar um úrgang sem
frá starfseminni fer með skráningu í
Grænt bókhald.
Fyrsta heila árið sem sýnir efnis-
uppgjör allra vaktaðra umhverfis-
áhrifa fyrir raforkuframleiðslu
Landsvirkjunar verður 2007. Til er
heildstætt yfirlit yfir m.a. losun út í
andrúmsloftið fyrir árið 2006.
Losun og gróðurhúsaáhrif
Við raforkuframleiðslu eru ýmis
efni losuð út í andrúmsloftið. Hér er
bæði átt við losun efna vegna
brennslu eldsneytis fyrir bifreiðar
og tæki, sem og losun efna sem teng-
ist beint starfsemi aflstöðvanna, t.d.
losun gufu frá jarðgufuvirkjunum.
Efnin hafa mismunandi umhverfis-
áhrif og eru gróðurhúsaáhrif dæmi
um slíkt. Það er markmið fyrirtæk-
isins að draga úr losun gróðurhúsa-
lofttegunda og því er lögð sérstök
áhersla á að fylgjast með þeirri losun
í grænu bókhaldi.
Það efni sem er losað í mestu
magni út í andrúmsloftið er gufa frá
jarðgufuvirkjunum. Gufan er að
stærstum hluta vatnsgufa en inni-
heldur einnig 1-2% gas sem að mest-
um hluta er koltvísýringur. Þegar
gróðurhúsaáhrifin frá aflstöðvum
eru skoðuð er losun koltvísýrings og
metans frá jarðgufuvirkjunum um
99,3% af gróðurhúsaáhrifum raf-
orkuframleiðslunnar.
Þegar skoðuð eru gróðurhúsaáhrif
sem ekki tengjast rekstri jarð-
gufuvirkjananna beint, þ.e. áhrif
sem tengjast brennslu eldsneytis á
bifreiðum og vélum á öllum afl-
stöðvum og rekstri rafbúnaðar sést
að losun á SF6 gasi frá rafbúnaði
vegna óhapps, þar sem láku 4 kg af
SF6 samsvarar 21% af losun gróð-
urhúsaloftegunda frá raforkufram-
leiðslunni árið 2006.
Landsvirkjun hefur allt frá stofn-
un fyrirtækisins staðið fyrir um-
fangsmikilli landgræðslu á áhrifa-
svæðum virkjana. Tilgangur
landgræðslu var í upphafi m.a. að sjá
búfé fyrir beitarlandi vegna þess
lands sem fór undir lón en hefur síð-
an jafnframt miðað að því að draga
úr raski á gróðurlendum og stöðva
jarðvegsrof og gróðureyðingu.
Landgræðsla felur í sér sáningu
fræja, áburðargjöf og trjáplöntun. Á
árinu 2006 voru gróðursettar
111.025 plöntur, sáð 560 kg af fræj-
um og 123 tonnum af áburði var
dreift. Umhverfisáhrif landgræðslu
eru fyrst og fremst að reyna að
stöðva jarðvegsrof og gróðureyð-
ingu, draga úr ágangi á viðkvæm
gróðurlendi og efla vistkerfi á við-
komandi svæðum. Með landgræðslu
er jafnframt stuðlað að bindingu kol-
efnis í gróðri og jarðvegi og er þann-
ig mótvægi við losun gróðurhúsa-
lofttegunda. Unnið er að samantekt
um það hversu mikil áhrif land-
græðsla Landsvirkjunar hefur á kol-
efnisbindingu og stefnt er að því að
ljúka þeirri vinnu árið 2007.
Alþjóðleg ábyrgð
Árið 2006 tók Landsvirkjun þátt í
alheimshringborði um loftslags-
breytingar, „Global Roundtable on
Climate Change“ (GROCC). Til-
gangur GROCC er að skapa al-
þjóðlega samstöðu um hvernig
bregðast skuli við aukningu gróð-
urhúsalofts og hlýnandi loftslagi í
heiminum, bæði á sviði vísindarann-
sókna, efnahagsaðgerða og menn-
ingar almennt. Tillögur sem fram
koma í yfirlýsingu frá GROCC eru
ætlaðar til að draga úr framtíð-
arlosun gróðurhúsalofttegunda.
Starfshópur Landsvirkjunar tók
þátt í að semja sameiginlega yfirlýs-
ingu GROCC.
Auk Landsvirkjunar hafa rúmlega
80 fyrirtæki og samtök í heiminum
nú skrifað undir yfirlýsingu samtak-
anna og skuldbundið sig til að vinna
eftir henni. Fjölmargir leiðtogar á
ýmsum sviðum skrifa einnig undir
persónulegan stuðning sinn við verk-
efnið. Friðrik Sophusson forstjóri
Landsvirkjunar er einn þeirra. Þá
hefur forseti Íslands, herra Ólafur
Ragnar Grímsson, tekið virkan þátt í
störfum hringborðsins frá upphafi.
Landgræðsla á áhrifa-
svæðum virkjana
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Virkjun Vatn safnast í Hálslón. Virkjunarframkvæmdirnar við Kárahnjúkastíflu hafa verið umdeildar.
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Framkvæmdir Gufustrókar standa upp af rannsóknarborholum 11 og 13 í
Bjarnarflagi í Mývatnssveit. Jarðvarmi er talinn mjög vistvænn.
Morgunblaðið/Golli
Landsvirkjun
innleiðir umhverf-
isstjórnun