Morgunblaðið - 25.04.2007, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 25.04.2007, Qupperneq 11
Morgunblaðið |11 Farmers Market var stofnað haust- ið 2005 af Bergþóru Guðnadóttur hönnuði og Jóel Pálssyni tónlistar- manni. Markmiðið með stofnun fyr- irtækisins var að hanna, framleiða og selja föt og fylgihluti úr nátt- úrulegum hráefnum. Vistvænt og óháð tískusveiflum „Undir vörumerkinu Farmers Market – Iceland er hönnuð, fram- leidd og markaðssett vörulína sem samanstendur af flíkum og fylgi- hlutum þar sem höfuðáhersla er lögð á náttúruleg hráefni með ís- lensku ullina í öndvegi,“ segir Jóel. Hönnun tekur mið af því að flík- urnar hafi langan líftíma óháð tískusveiflum þannig að flíkurnar tolli í fataskápnum lengur en eitt „season“. „Farmers Market hefur einnig verið í nýstárlegri samvinnu við önnur fyrirtæki og er afrakstur þess m.a. þegar kominn á markað, þ.e. „iLax“ ipod hulstur úr íslensku laxaroði og rúskinni, unnið í sam- vinnu við Apple á Íslandi,“ segir Jó- el. Hulstrið er þegar komið út fyrir landsteinana og er m.a. fáanlegt í verslunum Apple á Norðurlöndum og í flugvélum Icelandair. „Roðið er einmitt mjög skemmti- legt „by-product“ fiskvinnslu sem annars er fleygt og því kjörið að nýta það frekar,“ segir Jóel. Eins og nafnið gefur til kynna leitast Farmers Market – Iceland við að tengja sig við náttúruna og upprunann. „Leitast er við að allt sem tengist vörumerkinu sé gert í sem mestri sátt við náttúru og umhverfi, t.d. varðandi hráefnisval og val á sam- starfsaðilum. Allt kynningarefni er t.d. prentað af umhverfisvænni prentsmiðju (GuðjónÓ) og prentað á svansmerktan umhverfisvænan pappír. Hengimiðar á flíkum eru úr endurunnum pappír sem og nafn- spjöld starfsmanna,“ segir Jóel. Vörur Farmers Market eru nú fá- anlegar á Íslandi, Svíþjóð, Dan- mörku og Sviss en Jóel segir að stefnt sé að því að auka útflutning verulega á næstu misserum. Vistvæn föt frá Farmers Market Hönnun Jóel Pálsson í Farmers Market. Vistvænt Þessi peysa ber nafnið „Fell“. erum lifandi fyrirtæki sem lítur á sig sem ábyrgan þátttakanda í vistkeðj- unni.“ Kröfur sem uppfylla þarf Til að fá Norræna umhverfismerkið Svaninn, þarf að uppfylla kröfur um losun á þungmálmum við prentun, og strangar reglur gilda um notkun á prentlitum og hreinsiefnum, sem mega ekki innhalda rokgjörn leysiefni né þungmálma. „Allan úrgang sem myndast við framleiðslu prentaðrar vöru þarf að flokka og koma til endurvinnslu eða ábyrgrar förgunar. Halda þarf ná- kvæmt grænt bókhald yfir alla þætti prentferilsins s.s. innkaup hráefna, orku- og vatnsnotkun og um öll úr- gangsefni, en prentsmiðjunni ber að minnka það hlutfall af úrgangsefnum sem fer til förgunar,“ segir Ólafur að lokum. anlegur hluti af viðskiptastefnu prent- smiðjunnar og áherslum. „Hún er stjórnunarlegt markmið fyrirtækisins, keppikefli hvers starfs- manns og innprentuð í umgengni okk- ar utan vinnustaðar og vinnutíma. Við m - rnum sem GuðjónÓ vistvæn prentsmiðja notar er svansmerktur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.