Morgunblaðið - 25.04.2007, Page 16
16|Morgunblaðið
Bílar hafa áhrif á umhverfiðog við berum öll á einn eðaannan hátt ábyrgð á um-hverfinu. Það er því sam-
félagsleg skylda okkar að tryggja
okkur og komandi kynslóðum líf-
vænlegt og heilbrigt umhverfi. Sú
ábyrgð tengist öllu lífsferli hvers
bíls – að meðtalinni framleiðslu
hans, eldsneytiseyðslu og förgun
þegar hlutverki hans er lokið. En
hvernig finnst Agli Jóhannssyni
framkvæmdastjóra Brimborgar og
formanni Bílgreinasambandsins, að
við ættum að uppfylla þessa ábyrgð?
Margir samverkandi þættir
„Það gerum við með endurvinnslu
hinna ýmsu efna og með því að
draga úr losun skaðlegra loftteg-
unda eins og koltvíoxíðs og metans
sem eru einmitt svokallaðar gróð-
urhúsalofttegundir,“ svarar Egill og
það er augljóst að efnið er honum
hugleikið. „Þó er mikilvægt í þessu
samhengi að átta sig á að það eru
margir samverkandi þættir sem
hafa gert það að verkum að magn
gróðurhúsalofttegunda hefur aukist.
Notkun bíla er aðeins hluti af vand-
anum og því þarf lausnin að vera al-
menn og hafa áhrif á fleiri sam-
göngutæki en bíla og einnig á aðra
framleiðslu sem losar gróðurhúsa-
lofttegundir. Allir eru sammála um
að lausnir í umhverfismálum verða
að vera raunhæfar og því er mjög
mikilvægt að lausnin sem snýr að
bílum náist í víðtækri sátt milli fjöl-
margra aðila sem tengjast bílgrein-
inni en það eru t.d. ríkisstjórnir,
bílaframleiðendur, olíufélög, vís-
indamenn, framleiðendur rafgeyma
og margir fleiri, þar á meðal bílaum-
boð. Um leið er mikilvægt að allar
staðreyndir séu uppi á borðinu í
svona mikilvægri umræðu og að öll
hugtök séu rétt skilgreind.“
Gróðurhúsáhrifin vekja ugg
Tvennt hamlar helst fjölgun vist-
vænna bíla að sögn Egils.
„Í fyrsta lagi er framleiðslan og
tæknin of skammt á veg komin og
kostnaðurinn er ennþá alltof hár. Í
öðru lagi er hinu vandamálinu lýst
með spurningunni „Hvort kemur á
undan, eggið eða hænan?“ Með því
er átt við að ekki er hægt að flytja
inn vistvæna bíla sem ganga fyrir
nýjum orkugjöfum því dreifikerfi
fyrir nýja orkugjafa er ekki til stað-
ar. Og ekki er hægt að hefja dreif-
ingu á nýjum orkugjafa því bílana
vantar. Vandinn vegna gróðurhúsa-
áhrifa er ögrandi áskorun.“
Að sögn Egils eru vísindamenn
um allan heim sammála um að vax-
andi gróðurhúsaáhrif séu sá þáttur
umhverfismálanna sem mestan ugg
vekur. En hvernig eru gróðurhúsa-
áhrifin?
„Jörðin er umlukt gróðurhúsa-
lofttegundum og sú mikilvægasta er
vatnsgufa. Þar á eftir kemur loftteg-
undin koltvíoxíð (CO2) sem mað-
urinn hefur mest áhrif á og einnig er
nefnt koltvísýringur. Metan telst
líka til gróðurhúsalofttegunda en
orðið gróðurhúsalofttegund er þann-
ig til komið að þær virka á sama hátt
og gler í gróðurhúsi: Sólargeislarnir
smjúga í gegnum glerið og hita upp
jarðveginn. Glerið í gróðurhúsinu
kemur í veg fyrir að hluti varmans
komist aftur út og þess vegna safn-
ast hitinn upp í húsinu. Gróðurhúsa-
lofttegundirnar hafa nákvæmlega
sömu áhrif á gufuhvolf jarðarinnar –
þær hleypa sólargeislunum inn en
koma í veg fyrir að varminn sleppi út
aftur. Við höfum samt þörf fyrir
gróðurhúsaáhrifin því koltvíoxíð er
nauðsynlegt öllu lífi á jörðinni enda
gætu plöntur ekki þrifist án þess og
án þess væri meðalhitinn á jörðinni
u.þ.b. 15 gráður undir frostmarki.
Eftir því sem meira magn er brennt
af jarðefnaeldsneyti, t.d. olíu, jarð-
gasi og kolum, því meira stækkar lag
gróðurhúsalofttegunda í gufuhvolf-
inu. Aukin einangrun umhverfis
jörðina veldur því að meðalhitinn
hækkar smátt og smátt. Afar erfitt
er að átta sig á afleiðingunum en
hins vegar finnst ekki sá vís-
indamaður á sviði loftslagsvísinda
sem trúir því að hækkandi meðalhita
fylgi eitthvað gott. En nú hefur hita-
stigið á jörðinni hækkað og lækkað
sitt á hvað í aldanna rás. Hvernig
getum við verið svo viss um að við
séum ekki á leið inn í náttúrulegt
hlýindaskeið? Hægt er að mæla,
með þó nokkurri nákvæmni, með-
alhitastigið milljónir ára aftur í tím-
ann. Hitastigið er lesið af borkjarna
frá Suðurskautslandinu. Þar sést
hver meðalhitinn hefur verið á hin-
um ýmsu tímum jarðsögunnar og
hann er vissulega mismikill því
skipst hafa á ísaldir og hlýskeið. Í
ljós kemur að þessar sveiflur hafa
ævinlega fylgt hægfara mynstri sem
virðist alltaf vera eins. Ef við lítum
hins vegar á þróun síðustu aldar er
enginn vafi á að hitinn hefur aukist
miklu hraðar en áður eða tíu sinnum
hraðar,“ segir Egill.
Losun koltvíoxíðs (CO2)
Koltvíoxíð er eins og áður segir sú
gróðurhúsalofttegund sem mað-
urinn hefur mest áhrif á og losnar
meðal annars við brennslu á jarð-
efnaeldsneyti en eins og kunnugt er
framleiðum við bæði bensín og dísil-
olíu úr jarðolíu og því teljast báðar
þessar tegundir eldsneytis jarð-
efnaeldsneyti. Þegar við brennum
bensíni eða dísilolíu í bílunum losnar
koltvíoxíð sem ekki er náttúrleg
hringrás. Koltvíoxíðið sem þannig
losnar fer út í andrúmsloftið og eyk-
ur enn við einangrunina sem bundin
er í lofthjúpnum.
„Til að skilja hvað við er átt með
náttúrulegri hringrás og varanlegu
koltvíoxíði er auðveldast að hugsa
sér æviskeið trés. Til að byrja með
er tréð einungis lítil planta en á 100–
150 árum verður það að stóru tré. Í
rauninni er allur sá lífmassi sem við
blasir þegar við horfum á tréð kolt-
víoxíð sem það hefur tekið til sín
með ljóstillífun og breytt því í trjá-
massa. Þegar tréð deyr fellur það til
jarðar og með tímanum fúnar það og
rotnar. Þegar viðurinn eyðist fer
jafn mikið af koltvíoxíði út í and-
rúmsloftið og tréð tók til sín meðan
það var að vaxa. Þetta sama kolt-
víoxíð fer svo í önnur tré sem eru í
vexti og þannig er það liður í nátt-
úrulegri hringrás sem heldur stöð-
ugt áfram. Etanól er lífrænt elds-
neyti (líf-etanól) og hluti af þessari
hringrás. Við framleiðslu líf-etanóls
er úrgangur nýttur frá skógarhöggi
og landbúnaði. Í þessum úrgangi er
sykur. Sykrinum er breytt í líf-
etanól. Þegar við ökum bílum sem
brenna líf-etanóli fer koltvíoxíð út í
andrúmsloftið eins og áður en þó
aldrei í meira magni en tréð hafði
safnað í sig á æviskeiði sínu,“ segir
Egill. „Við höfum sem sagt fengið að
láni koltvíoxíð úr náttúrulegri hring-
rás. Koltvíoxíð frá jarðefnaeldsneyti
er hluti af svokallaðri „opinni hring-
rás“ en varanlegt koltvíoxíð er hluti
af „lokaðri hringrás“. Í lokuðu
hringrásinni er um að ræða koltvíox-
íð úr líf-etanóli. Þar binst koltvíox-
íðið í gróðri jarðar aftur og aftur
endalaust. Í opnu hringrásinni, þar
sem koltvíoxíð úr bensíni og dísilolíu
kemur við sögu, kemur koltvíoxíðið
úr olíulindum langt undir yfirborði
jarðar. Og þar sem ekki er til nógu
mikill gróður til að binda koltvíoxíðið
hleðst það upp í andrúmsloftinu. Því
umfram magnið af koltvíoxíði á enga
greiða leið nema út í lofthjúp jarðar
og eykur þar með gróðurhúsaáhrif-
in. Í kjölfarið hækkar svo með-
alhitastig lofthjúpsins. En hver er þá
lausnin?“
Egill segir aðrót vandans sé
brennsla á orkugjöfum sem verða til
úr jarðefnaeldsneyti, þ.e. bensíni,
dísilolíu eða kolum, og því hljóti
lausnin að felast í því að hætta að
brenna þessu orkugjöfum og finna
nýja.
„Það er nokkuð augljóst,“ segir
Egill,“ en vandinn liggur einmitt í
því að gífurleg verðmæti eru bundin
í núverandi bílaflota, fram-
leiðslukerfum og ekki síður í dreifi-
kerfum orkugjafanna, þ.e. bens-
ínstöðvum, olíuhreinsunarstöðvum,
o.s.frv. Því þarf bæði að finna lausn
til skamms tíma og langs tíma.“
Mögulegar lausnir
„Lausnin felst í því að þróa nýjar
gerðir véla sem ganga fyrir orku-
gjöfum sem annaðhvort losa veru-
lega minna af koltvíoxíði eða losa alls
ekkert koltvíoxíð. Mörg verkefni eru
í gangi hjá fjölmörgum stofnunum
og fyrirtækjum um allan heim sem
miða að því að þróa tækni vélanna.
Ljóst er að vélar sem styðjast al-
gjörlega við nýja orkugjafa verða
ekki fjöldaframleiddar á samkeppn-
ishæfu verði fyrr en um 2020.“ Hann
segir að núverandi lausnir og þær
lausnir sem komi á markað á næstu
árum, þ.e. tvíorkubílar, brúi í raun
bilið á milli núverandi og vænt-
anlegra orkugjafa. Tvíorkubílar
dagsins í dag gangi fyrir tveimur
orkugjöfum. Þeir séu hluti af þessari
brú inn í framtíðina. Þær lausnir
sem séu á markaði í dag séu tvíorku-
bílar sem gangi fyrir etanóli, metani
eða rafmagni ásamt bensíni. En þró-
un vetnisbíla sé styttra á veg komin.
„Við hjá Brimborg höfum alltaf
verið mjög meðvituð um umhverfi
okkar og náttúruna. Það er ekkert
nýtt fyrir okkur. Forystugenið er
okkur enda í blóð borið. Sjálft merki
Brimborgar stendur meira að segja
fyrir græn gildi. Því við skilgreinum
grænt sem vænt og vænt er öruggt.
Frá vænum samskiptum manna í
millum til vænna samskipta manna
og náttúru. Virkni grænna gilda má
orða sem „örugga hringiðu eilífra
lífsgæða“ – sem er jú kjarninn í allri
umhverfisvernd. Þess vegna er
hringurinn í merki Brimborgar
grænn á litinn,“ segir Egill og bros-
ir. Hann segir að vistvæn hugsun sé
greypt í sjálft merki fyrirtækisins og
órjúfanlegur hluti af menningu fyr-
irtækisins og slagorðinu „öruggur
staður til að vera á“. „Stefna okkar
hefur alltaf verið vistvæn í víðum
skilningi þess orðs. Við viljum vera
bæði öruggur vinnustaður og örugg-
ur kaupstaður fyrir fólk sem vill
aukin lífsgæði og vellíðan. Það felur
um leið í sér að sóknargildi okkar
eru vistvæn.“
Beislum orkuna af ábyrgð
Morgunblaðið/Ómar
Hugsjónir Egill Jóhannsson við Ford C-Max.
Morgunblaðið/Ómar
Vistvænn Ford C-Max er fáanlegur í líf-etanól útfærslu og kallast þá Ford
C-Max FlexiFuel. Hann losar 75% minna af koltvíoxíði en sambærilegur
bensínbíll og svifryk er vart mælanlegt.
Wieck
Tvíorka Ford Motor Company kynnti nýlega Ford Edge HySeries vetnis
tengil-tvíorkubíl með vetnisvél.
Tvíorkubílar sem ganga fyrir líf-
etanóli og bensíni eru nú þegar til
og orðnir gríðarlega vinsælir í Sví-
þjóð. Líf-etanól má framleiða úr
jurtum eins og sykurreyr eða korni.
Sífellt algengara er þó að fram-
leiða það úr lífmassa eins og t.d. í
Svíþjóð þar sem það er framleitt úr
því sem til fellur úr skógarhöggi. Í
raun má framleiða líf-etanól úr
hvaða lífmassa sem er, t.d. grasi og
lúpínu.
Nýjar aðferðir við framleiðslu á
líf-etanóli tryggja að það er um-
hverfisvænt og ekki þarf jarð-
efnaeldsneyti til að framleiða það.
Íslenskir vísindamenn vinna nú að
rannsóknum á möguleikum að
vinna líf-etanól úr lífmassa með
notkun hitakærra örvera úr hver-
um.
Dreifikerfið er
tiltölulega einfalt
Stærsti kosturinn við líf-etanól er
að lausnin á dreifingu eldsneytisins
er tiltölulega einföld. Hægt er að
nota núverandi bensínstöðvar með
sáralitlum breytingum.
Það sem gerir þessa lausn fýsi-
legri en aðrar er að þegar vetn-
isbílar verða að veruleika þarf að-
eins að setja upp einfaldan búnað á
bensínstöðvarnar sem breytir líf-
etanóli í vetni.
Þessi kostur er því eins og snið-
inn að íslenskum aðstæðum.
Kosturinn við að nota líf-etanól
sem eldsneyti er sá að einfalt er að
breyta nútíma bensínbílum þannig
að þeir geti nýtt líf-etanól. Et-
anólbílar kosta svipað og hefð-
bundnir bensínbílar.
Víða í Evrópu og Bandaríkjunum
eru komnir á markað bílar sem
ganga fyrir blöndu af etanóli og
bensíni og algengast að notað sé
E85 sem þýðir 85% etanól og 15%
bensín. Sama eldsneytiskerfi er
notað fyrir báða orkugjafa. T.d.
sami eldsneytistankur.
Tæknin er ódýrari en önnur tví-
orkutækni.
Ford C-Max FlexiFuel er gott
dæmi um bíl sem gengur fyrir
blöndu líf-etanóls og bensíns. Vélin
getur brennt 85% etanóls og 15%
bensíns (E85) eða hverri annarri
blöndu þessara tveggja eldsneyt-
istegunda. Etanólbíllinn lítur eins
út og bensínbílinn. Einu breyting-
arnar sem gerðar hafa verið á bíln-
um eru þær að vélartölvan er mun
öflugri og getur numið blöndu líf-
etanóls og bensíns og breytingar á
henni. Vélartölvan getur gert
miklu flóknari útreikninga en tölva
í venjulegum bensínbíl. Innspýting-
arspíssarnir geta unnið á miklu
stærra sviði. Þetta þýðir að tölvan
skynjar ævinlega hlutfallið milli
bensíns og líf-etanóls í geyminum,
hvert sem hlutfallið er, og sendir
boð til spíssanna í samræmi við það.
Þannig fást hámarksafköst og lág-
markseyðsla og þess vegna skiptir
ekki máli þó blöndunin sé ekki allt-
af eins.
Etanól-
bílar
4 tæknilegar út-
færslur á umhverf-
isvænum bílum
Morgunblaðið/Kristján
Etanólframleiðsla Hugmyndir
hafa verið settar fram um að fram-
leiða etanól í Mývatnssveit og nota
það sem íblendi í bensín.