Morgunblaðið - 25.04.2007, Qupperneq 17
Morgunblaðið |17
Metangasbílar ganga eingöngu fyr-
ir metangasi sem verður til af sjálfu
sér á sorphaugum. Metan er skæð
gróðurhúsalofttegund og þess
vegna er óskynsamlegt að hleypa
henni út í andrúmsloftið.
Til að eyða metangasi er það
brennt, annaðhvort á sorphaugum
eða sem eldsneyti. Kosturinn við að
brenna metan sem eldsneyti fyrir
bíla er að við það sparast notkun á
óumhverfisvænu jarðefnaeldsneyti.
Metangas er unnið úr sorpi í Álfs-
nesi. Talið er að hægt sé að fram-
leiða þar metan fyrir allt að 4000
bíla. Á Akureyri er talið að hægt sé
að framleiða metan fyrir um 2000
bíla.
Dreifikerfið er visst vandamál
Dreifikerfið er visst vandamál
varðandi metangasið því ekki er til
nægjanlegt magn metans í landinu
til að dreifa því um landið allt. Því
hefur verið lögð áhersla á að helstu
notendur metanbíla verði fyrirtæki
og stofnanir sem reka stóra bíla-
flota og hafi auðvelt aðgengi að
sölustöðum metans. Einn þessara
sölustaða er við Bíldshöfða í Reykja-
vík.
Ókosturinn við metanbílana er
helst sá að þeir eru búnir tvöföldu
eldsneytiskerfi og tveim eldsneyt-
istönkum (annar fyrir bensín og
hinn fyrir metan) en vélartölvan
skiptir sjálf yfir á bensín þegar met-
angasið hefur klárast. Líklegt er
talið að framleiðsla metanbíla eigi
eftir að aukast á næstu misserum og
verði hún brátt hluti af fjöldafram-
leiðsluferli margra bílaframleið-
enda.
Citroën Berlingo er gott dæmi um
metanbíl en Brimborg flutti t.d. inn
25 metanbíla frá Citroën í tengslum
við verkefni Sorpu og Metans og
einnig var fluttur inn Volvo S80 bíll
í sama tilgangi. Citroën býst við að
setja metanbíl af C3 gerð á markað
næsta haust og sama á við um Ford
sem mun líklega bjóða Ford C-Max í
metanútfærslu. Volvo hefur boðið
metanbíla af S80 og S60 gerð.
Morgunblaðið/Ómar
Vistvænn VW Touran er tvíorkubíll sem gengur fyrir metani, en er til
nægjanlegt magn metans í landinu?
Metangasbílar
Vetnisbílar eru mikið í umræðunni. Þeir eru þó á til-
raunastigi. Vetni er umhverfisvæn orka en ef framleiða
þarf vetni með brennslu á kolum eru umhverfisáhrif
jafn slæm og við hefðbundna losun koltvíoxíðs.
Dreifikerfi er ekki til staðar og miklum fjárhæðum
þarf að verja til að byggja það upp. Aðeins ein þróun-
arvetnisstöð er komin upp í Reykjavík og er hún á veg-
um olíufélagsins Skeljungs og samstarfsaðila þess.
Vetnisbílar
Morgunblaðið/Golli
Vetnisbíll Vetni er vistvænt en dreifingarkerfið getur orðið vandamál. Frá vetnisstöð Skeljungs.
Stór hluti af okkar framleiðslu prentast á umhverfismerktan pappír eða viðurkenndan pappír af umhverfismerkinu Svaninum.
Svansmerktur pappír / viðurkenndur pappír uppfyllir ströng skilyrði sem pappírsframleiðendur þurfa að uppfylla.
Krafan er að minnst 15% trefjanna komi frá skógum sem hafa vottun um sjálfbæra nýtingu eða 50% hráefnis sé endurnýttur.
Við hjá GuðjónÓ – vistvænni prentsmiðju höfum ákveðna stefnu varðandi nýtingu á pappír og náðst
hefur góður árangur með að auka nýtingarhlutfall pappírs við prentun, í afskurði og frágangi.
Mikilvægt er að öll flokkun pappírs sé mjög nákvæm.
Þess vegna skilum við frá okkur góðum hvítum gæðapappir sem nýtist aftur til pappírsframleiðslu
og lituðum pappír sem nýtist til endurvinnslu í grófari pappírsafurðir.
Göngum hreint til verks!
Sími 511 1234 • w w w.gudjono.is
Félag umhverfisfræðinga boðar til opins umræðufundar á Degi umhverfisins:
Loftslagsbreytingar:
Tækifæri til aðgerða!
einstaklingar - fyrirtæki - stjórnvöld
í dag kl. 16:30–18:30 í Öskju Náttúrufræðahúsi, stofu 132
Markmið fundarins er að skapa frjóa umræðu um hvað einstaklingar,
fyrirtæki og stjórnvöld geta gert til að draga úr loftslagsbreytingum.
Dagskrá:
16:30 Ávarp formanns Félags umhverfisfræðinga (FUM)
- Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisstjórnunarfræðingur
16:40 Hugmyndir og hugrekki er allt sem þarf!
- Birna Helgadóttir, umhverfisfræðingur og félagi í FUM
17:10 Framsaga frambjóðenda stjórnmálaflokkanna
17:40 Pallborðsumræður
Þátttakendur: Guðjón Ólafur Jónsson Framsóknarflokki (B),
Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisflokki (D), Guðrún Þóra Hjaltadóttir
Frjálslyndum (F), Ósk Vilhjálmsdóttir Íslandshreyfingunni (I),
Dofri Hermannsson Samfylkingu (S), Katrín Jakobsdóttir Vinstri grænum (V)
Fundarstjóri: Rut Kristinsdóttir,
umhverfisfræðingur og félagi í FUM
Allir velkomnir
Heildarlausn í umhverfisvottuðum
hreinlætisvörum
STANGARHYL 4 // SÍMI 567 4142 // WWW.RAESTIVORUR.IS