Morgunblaðið - 02.05.2007, Side 2

Morgunblaðið - 02.05.2007, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is GRÍPA varð til aðgerða í aðrennsl- isgöngum Kárahnjúkavirkjunar skömmu eftir miðnætti í fyrrinótt og flytja nokkra starfsmenn til vegna köfnunarefnisdíoxíðsmengunar sem fór lítillega yfir viðmiðunarmörk. Mengunarinnar varð vart á 20–50 metra löngum kafla í göngunum að sögn Odds Friðrikssonar yfirtrúnað- armanns verkalýðsfélaganna á staðnum. Mengun fór síðan öðru sinni yfir mörkin kl. 17 í gær og voru 12 manns fluttir til í ferskara loft. Að sögn Odds báru viðbrögð við menguninni það með sér að viðvör- unarkerfið virkaði eins og til væri ætlast. „Þetta eru eðlilegar mæling- ar og svona viljum við hafa þetta,“ sagði hann. Telur hann að um 5–6 starfsmenn hafi verið á fyrri meng- unarstaðnum og voru þeir færðir til á meðan dró úr menguninni. Voru mennirnir að vinna við þéttingu gangaveggjanna. „Ef mælingar virka eins þær eiga að gera og mengunin nær einhverj- um toppum, þá geri ég alveg ráð fyrir því að þetta eigi eftir að gerast oftar.“ Oddur bendir á að víða í göngunum sé unnið með dísilvélum, m.a. til að knýja rafala og lítið þurfi til að meng- unin fari yfir viðmiðunarmörk. „Mengunin getur farið yfir mörkin í fimm mínútur og síðan fjarað út.“ Í göngunum þar sem mengunar- hættan er mest er svokallaður sívaki sem mælir mengun, en auk þess ganga eftirlitsmenn með mælitæki og reka alla út ef tæki þeirra sýna of mikla mengun, að sögn Odds. Var það eftirlitsmaður sem mældi meng- unina í fyrrinótt og vísaði mönnum frá. Oddur segir að náttúrulegrar loft- ræstingar njóti ekki lengur við eins og utar í göngunum, heldur þurfi að skapa hana með tæknilegum úr- lausnum og það geti tekið allt upp í nokkra daga að stilla loftræstitæki. „Þetta er afar flókið mannvirki og jafnvel hæð yfir landinu hefur áhrif á loftræstinguna í göngunum,“ sagði hann. Von er á sérfræðingi frá Frakk- landi á fimmtudag til að taka út allan loftræstibúnað í göngunum að sögn Ómars Valdimarssonar talsmanns Impregilo. Mengun fór tvívegis yfir viðmiðunarmörk í aðrennslisgöngum við Kárahnjúka síðasta sólarhring Gangastarfsmenn hörfa frá mengunarstöðum Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Göngin Aðstæður í Kárahnjúkagöngum hafa verið frekar erfiðar. VINNUSLYS varð á vinnusvæði Kárahnjúka í fyrrinótt þegar vöru- bifreið valt við aðrennslisgöng 1 um fjögurleytið eftir miðnætti samkvæmt upplýsingum Óskars Bjartmarz, yfirlögregluþjóns á Seyðisfirði. Ökumaðurinn var þó ekki sagð- ur alvarlega slasaður. Að sögn Óskars ók vörubifreiðin fram af um það bil fimm metra háum stalli og endastakkst á jörð- ina. Ökumaðurinn slapp hins veg- ar ótrúlega vel og er óbrotinn. Undir eftirliti læknis í Neskaupstað Ökumaðurinn, sem er útlending- ur, var færður undir læknishendi í Neskaupstað. Óskar segir að mað- urinn muni verða undir eftirliti lækna þangað til í dag, miðviku- dag. Vörubifreiðin er hins vegar ónýt eftir óhappið, segir lögregla. Þá varð um helgina nokkur röskun á starfsemi í aðrennslis- göngunum vegna loftmengunar og voru starfsmenn við þéttingu ganganna tvívegis færðir til í öryggisskyni vegna mælinga á köfnunarefnisdíoxíði. Steyptist fimm metra á vörubíl VERULEG breyting hefur orðið á viðhorfi fólks frá síðustu kosningum til inntaks kosningabaráttu í aðdrag- anda alþingiskosninga samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups. Þannig snar- fækkar þeim sem telja að kosninga- baráttan snúist um menn frá kosn- ingunum 2003 en þá sögðust 62% telja að hún snerist um menn. Nú er þetta hlutfall komið í 24%. Ennfremur telja nú 40% að kosn- ingabaráttan snúist um málefni en aðeins 14% voru þeirrar skoðunar árið 2003. Fyrir kosningarnar 1995 voru 48% aðspurðra á þeirri skoðun að baráttan snerist um menn og fyrir næstu tvennar kosningar, 1999 og 2003 fór þeim fjölgandi sem hölluð- ust að þessari skoðun. Ályktunin sem Gallup dregur af þessum nið- urstöðum er sú að kosningabaráttan nú birtist almenningi með öðrum hætti en tíðkast hefur og að málefni skipi þar ríkari sess. Einnig kannaði Gallup hvort fólk þekkti vel eða illa stefnumál og áherslur þess flokks sem það hyggst kjósa og hversu vel það þekkti stefnumál annarra flokka. Um 73% sögðust þekkja vel stefnumál síns flokks og 56% þekktu vel stefnumál annarra flokka. Er þetta mjög í takt við sams konar könnun fyrir kosn- ingarnar 2003. Hinir eldri telja sig þekkja áherslur flokkanna betur en þeir yngri. Málefnin skipta mestu Mikil viðhorfsbreyting meðal kjósenda YFIR eitt hundrað veiðimenn höfðu keypt sér veiðileyfi í Elliða- vatn í gær, fyrsta veiðidag sum- arsins, að sögn Kristjáns Bjarna- sonar veiðivarðar. „Fyrstu menn voru mættir fyrir klukkan sjö í morgun. Það er þessi árlegi spenningur. Hingað koma sömu snillingarnir ár eftir ár,“ sagði Kristján og bætti við að vatnið kæmi mjög vel undan vetri. Góða veðrið síðustu daga hefur orðið til þess að vatnshitinn var kominn í níu gráður og vatnið hreinlega kraumaði af lífi þennan fyrsta morgun. Þegar blaðamann bar að garði, um níuleytið, voru veiðimenn um allt vatn, en um tuttugu þeirra stóðu í beinni röð í skjóli norðan við gamla Elliða- vatnsbæinn og köstuðu flugunum fyrir lónbúann. Yfirleitt var ein- hver með fisk á og oft tveir eða fleiri í einu. Vorfluga var að klekjast út og sjá mátti fiskinn grípa þær grimmilega af yfirborð- inu. „Hér er veisla, það er helvítis bölvað mok!“ sagði Valgeir Skag- fjörð, en hann hefur sótt Elliða- vatnið heim þennan dag í fjölda ára. Spurður um aflabrögð sagð- ist Valgeir hættur að telja. „Það er mikið líf, fiskur endalaust að sýna sig. Þetta er besta opnun hér í fjölda ára, veðrið gott og vatnið hefur oft verið mun kald- ara en núna. Það var skítakuldi í fyrravor, þá var vatnshitinn fjór- ar gráður,“ sagði Valgeir og dró fimm urriða og tvær bleikjur upp úr netpokanum. „Það var lítið sof- ið í nótt í fyrir spenningi.“ Rétt fyrir hádegi hvessti hressilega af suðaustri og flestir gáfust upp. Af þeim fáu veiði- skýrslum sem skilað hafði verið um fimmleytið mátti sjá að yfir hundrað fiskar væru komnir á land, langmest urriðar. Tuttugu og fimm veiðimenn höfðu skráð sig á þjónustumið- stöðinni á Þingvöllum um hádegi. Litlar fréttir voru af aflabrögðum, flestir fóru fisklausir heim en þó reyttust upp nokkrar bleikjur. Þingvallavatn er yfirleitt mun seinna í gang en Elliðavatn. Brotist inn í veiðihúsið Hlíðarvatn í Selvogi er enn eitt vatnið sem opnað er 1. maí. Síð- astliðna helgi var hreinsunardagur við vatnið og að sögn Halldórs Sigurðssonar hjá Ármönnum var aðkoman ekki fögur. „Það var búið að brjótast inn í veiðihúsið okkar og vinna þar ýmis skemmdarverk. Alls kyns hlutum var stolið og m.a. var vindmyllan við húsið brotin niður og henni stolið.“ Að- spurður sagði Halldór að þeir fé- lagar sem voru að standsetja hús- ið hefðu ekkert reynt fyrir sér í vatninu. „Það var hundleiðinlegt veður, hvítfyssandi öldutoppar á vatninu. Það nennti enginn að kasta flugunni í þetta.“ Elliðavatn kraumaði af lífi á fyrsta veiðideginum Morgunblaðið/Golli Góð veiði Valgeir Skagfjörð veður í land með veiðina í poka. Hann var af- ar ánægður með daginn og það sama má segja um aðra veiðimenn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.