Morgunblaðið - 02.05.2007, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 02.05.2007, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is JARÐBORANIR gengu í gær frá samningi um kaup og kauprétt á hátæknivæddum stórborum sem geta borað niður á mun meira dýpi en eldri borar fyrirtækisins eða nið- ur á allt að fimm þúsund metra dýpi, en dýpst hefur áður verið bor- að hér á landi niður á 2.500 til 3.000 metra dýpi. Kaupin eru liður í áætl- unum fyrirtækisins um stóraukna útrás á erlenda markaði, en fyrir- hugað fyrsta verkefni boranna verða djúpboranir í Suður-Þýska- landi fyrir lok þessa árs. Samningurinn sem undirritaður var í gær, að viðstöddum Jóni Sig- urðssyni iðnaðarráðherra, er gerð- ur við þýska fyrirtækið Herr- enknecht Vertical GmBH, sem sérhæfir sig í gerð hátæknibora og útbýr þá samkvæmt óskum við- skiptavina sinna. Gert er ráð fyrir að fyrsti borinn verði afhentur í haust og sá næsti um mitt næsta ár. Samningurinn tekur alls til kaupa á þremur borum, en heildarvirði hans nemur um sex milljörðum króna. Einbeita sér að Þýskalandi Bent S. Einarsson, forstjóri Jarð- borana, sagði að þessi borar yrðu eingöngu notaðir erlendis og þeir myndu einbeita sér að markaðnum í Þýskalandi í þessum efnum. Það þyrfti mun öflugri tæki til þess að bora niður á fimm kílómetra en á þrjá kílómetra eins og dýpst væri farið hér á landi. Jarðlögin væru auk þess öðruvísi og um lághita að ræða en ekki háhita. Fyrirtækið ætti nú í viðræðum við nokkra áhugasama aðila í Þýskalandi, en það væri mikil vakning þar í landi á þessu sviði, bæði hjá sveitarfélög- um og einstaklingum og þeir væru mjög bjartsýnir á niðurstöðu í þeim efnum. Bent sagði að reynsla fyrirtæk- isins af borunum hér á landi og vöxtur þess vegna verkefna hér á landi gerði þeim kleift að ráðast í þessa útrás, en þar væri ekki hvað síst um að ræða verkefni vegna orkuöflunar fyrir stóriðju. Þarna væri um útflutning á íslensku hug- viti að ræða, en Jarðboranir væru stærsta fyrirtækið í borunum eftir jarðhita í heiminum. Um 30 manns verða í áhöfn á hverjum bor og sagði Bent aðspurð- ur að þeir hefðu í sjálfu sér ekki tekið ákvörðun um það hvort hún yrði skipuð Íslendingum eingöngu, en allir stjórnendur yrðu héðan. Fram kemur að um er að ræða nýja tegund af hátæknivæddum borum þar sem áhersla er lögð á aukna sjálfvirkni, afköst og öryggi starfsmanna. Stjórnbúnaður bor- anna, sjálfvirkni og fullkomið skráningarkerfi eykur öryggi áhafnar og stuðla að skilvirkni. Nýju borarnir geta hver og einn lyft 350 tonnum og búa yfir nær tvöfalt meiri borgetu en þeir borar sem fyrir eru í notkun hjá Jarðbor- unum. Orka sem aflað er með vist- vænum hætti verður stöðugt eftir- sóttari og mikil vakning er á því sviði í Evrópu, ekki hvað síst í Þýskalandi. Kaupa þrjá bora sem geta borað niður á 5 km dýpi Útrás Frá undirritun samnings Jarðborana um kaup á þremur borum sem geta farið allt niður á 5 km dýpi. Verða eingöngu notaðir erlendis Í HNOTSKURN »Herrenknecht-fyrirtækiðsérhæfir sig og framleiðir eingöngu bora fyrir fyrir jarð- hitaboranir. »Jarðboranir eru í eiguAtorka Group sem er al- þjóðlegt fjárfestingarfélag sem fjárfestir í fyrirtækjum sem hafa tækifæri til vaxtar á heimsmarkaði. »Jarðboranir eiga í við-ræðum við nokkra áhuga- sama aðila í Þýskalandi. geri menn sér ekki grein fyrir því hversu stórt umhverfismál er hér á ferðinni ellegar að menn treysta sér ekki til að fjalla um það,“ segir Gunn- ar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Vottunarstofunnar Túns. Auk Túns standa að kynningarátakinu Land- vernd, Matvís, Náttúrulækninga- félag Íslands og Neytendasamtökin. Gunnar segir að með einum eða öðrum hætti sé erfðatæknin nú kom- in inn á borð hvers einasta Íslend- ings, „ýmist sem umhverfismál eða neytendamál eða sem erfðabreytt matvæli, án þess að um það hafi farið fram nokkur opinber umræða“. Nú þegar hafi yfirvöld gefið leyfi til útiræktunar á erfðabreyttu lyfja- byggi á Rangárvöllum og að áform séu um slíka ræktun í Skagafirði. Þetta hafi verið gert án umhverfis- mats og prófana á heilsufarsáhrifum. Erfðabreyttar lyfjaplöntur, sem not- aðar eru við lyfjagerð, séu enn áhættusamari en aðrar erfðabreytt- ar plöntur enda þeim ætlað að fram- leiða svokölluð lífvirk efni. Í nágrannalöndunum, t.d. Noregi, hefur öllum umsóknum um leyfi til útiræktunar á erfðabreyttum lífver- um verið hafnað. Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is HÉR á landi ríkir stefnuleysi í mál- efnum er varða erfðabreyttar lífver- ur og útbreiðslu þeirra. Engin lög- gjöf, líkt og sett hefur verið á öllum Norðurlöndum og í velflestum Evr- ópuríkjum, er um merkingar á erfða- breyttu fóðri og matvælum né um meðferð og útbreiðslu þeirra í nátt- úrunni. Engu að síður hafa þegar verið leyfðar sleppingar erfða- breyttra lyfjaplantna út í umhverfið hér á landi og áform um frekari sleppingar eru á döfinni. Erfða- breytt matvæli eru flutt inn og seld hér ómerkt sem og erfðabreytt fóður í miklum mæli selt bændum og notað í flestar greinar búfjárræktar. Aðstandendur kynningarátaks um erfðabreyttar lífverur hafa engin viðbrögð fengið við bréfi sem sent var til tíu efstu frambjóðenda allra flokka í öllum kjördæmum þar sem athygli á stöðunni er vakin. Engin viðbrögð „Skortur á viðbrögðum við þessu bréfi og skortur á umræðu um þessi mál, bendir til þess að annaðhvort Gunnar segir útilokað að hefta út- breiðslu og þar með mengunarhættu af völdum erfðabreyttra lífvera sem ræktuð eru úti. En í hverju flest hættan? „Það eru margir áhættuþættir,“ segir Gunnar. „Einn er sá að frjóduft frá erfðabreyttum plöntum fýkur og er borið með skordýrum og berst þannig í aðrar plöntur með ófyrirsjá- anlegum afleiðingum.“ Varðandi erfðabreytt bygg eru aðrar hættur. Fuglar, búfénaður og villt dýr geta komist í fræin og þau berast út í um- hverfið. Jarðvegur verður því meng- aður með erfðabreyttum efnum í áratugi og „hugsanlega öldum sam- an,“ segir Gunnar. Þá gefa rannsóknir óháðra vís- indastofnana ótvíræðar vísbending- ar um skaðsemi erfðabreyttra efna á heilsu manna og dýra. „Við teljum að það væri ábyrgðarleysi að hlusta ekki á það,“ segir Gunnar. Getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér AP Korn Sífellt meira er notað af erfðabreyttum matvælum. Í HNOTSKURN »Engin löggjöf er hér álandi um merkingu, með- ferð og framleiðslu erfða- breyttra lífvera. »Verði það ekki gert kannþað að valda íslenskum landbúnaði, matvælafram- leiðslu og ímynd landsins óbætanlegu tjóni, að mati stofnana sem standa að kynningarátaki um erfða- breyttar lífverur. Engin löggjöf um erfðabreyttar lífverur er til staðar hér á landi TILKYNNT var um tvö vélarvana báta á Skutulsfirði í Ísafjarðardjúpi seint í gærkvöldi. Einn maður var um borð í hvorum bát og fór björg- unarsveitin á Ísafirði út til að að- stoða bátana, samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins. Þokkalegasta veður var á Vest- fjörðum í gærkvöldi, hæg suðvest- læg átt og hlýtt. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins var björgunarsveitin kominn til að- stoðar bátunum skömmu eftir mið- nættið þegar Morgunblaðið fór í prentun enda stutt að fara og var með bátana í togi á leið til Ísafjarð- ar. Ekki var þá vitað hvenær komið yrði til hafnar. Vélarvana á Skutulsfirði MIKIÐ var um drykkju unglinga í miðbæ Reykjanesbæjar á mánu- dagskvöld og þurfti lögreglan á Suðurnesjum að hafa afskipti af þeim. Nokkrir ölvaðir unglingar voru færðir á lögreglustöðina við Hringbraut, þar sem foreldrum þeirra var gert að sækja þau. Segir lögreglan að 14 ára stúlka hafi m.a. fundist ofurölvi í skrúðgarði Reykjanesbæjar. Sóttu drukkin börn sín VINDSTRENGUR á Kjalarnesi er talinn hafa feykt hjólhýsi á hliðina í suðaustanhvassviðrinu um miðjan dag í gær og var lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu tilkynnt um óhappið. Þrátt fyrir að hjólhýsið ylti, hélst bíllinn sem dró ækið á réttum kili og urðu ekki slys á fólki að sögn lögreglunnar. Kranabíll var fenginn til að flytja hjólhýsið til Reykjavíkur. Hjólhýsi valt á Kjalarnesi Ljósmynd/Jón Kr. Friðgeirsson RÁÐGJÖF vátryggingasölumanns á að vera í samræmi við þarfir við- skiptavinarins og mikilvægt er að vátryggingasölumenn gæti þess að fara ekki með ónákvæmar upplýs- ingar eða ósanngjarnar fullyrðing- ar í garð annarra vátrygginga- aðila. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýbirtu umræðuskjali Fjár- málaeftirlitsins þar sem er að finna drög að leiðbeinandi tilmæl- um um starfshætti vátrygginga- sölumanna, vátryggingamiðlara, vátryggingaumboðsmanna og vá- tryggingafélaga, en vátrygginga- félögin hafa frest þar til á morgun til þess að koma athugasemdum sínum á framfæri. Mikilvæg upplýsingaskylda Í umræðuskjalinu er einnig áhersla lögð á mikilvægi upplýs- ingaskyldu vátryggingasölumanna og skulu þeir meðal annars upp- lýsa um mikilvægustu atriði vá- tryggingaskilmálanna, takmarkan- ir og undantekningar og reglur sem geta orðið til hækkunar eða lækkunar iðgjalds. Þá er lögð áhersla á að vátryggingasölumað- ur skýri vátryggingartaka frá þeim ástæðum sem liggja að baki ráðleggingum hans. Ráðgjöf í samræmi við þarfir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.